Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 Framboðsmál framsóknarmanna: Óvíst hvar Stein- grímur fer fram Á FUNDI fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reylyanesi í dag á að ganga endanlega frá framboðslista flokksins fyrir næstu kosningar. Enn liggur ekki fyrir hvórt Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra flytur framboð sitt frá Reykjanesi til Reykjavíkur. í prófkjöri sem fram fór meðal framsóknarmanna á Reykjanesi í vetur, hlaut Steingrímur Hermanns- son bindandi kosningu í fyrsta sæt- ið, Jóhann Einvarðsson alþingismað- ur í 2. sætið og Níels Árni Lund deildarstjóri í 3. sætið. Jóhann Ein- varðsson sagði í gær, að á meðan ekkert annað hefði komið fram yrði því striki haldið að leggja fram þenn- an framboðslista á fundinum til sam- þykktar. Það yrði svo að koma i ljós á fundinum hvort eitthvað yrði til að breyta því. Samkvæmt uppiýsingum Morgun- blaðsins hefur Steingrímur Her- mannsson verið ákaft hvattur til þess af stuðningsmönnum sínum á Reykjanesi að flytja framboð sitt ekki til Reykjavíkur, eins og stjórn fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur óskað eftir. Steingrímur hefur lýst því yfir að hann flytji framboð sitt ekki, nema sæmileg sátt sé um það í Reykja- nesi_ Morgunblaðið náði ekki tali af Steingrími í gær um þessi mál. Jóhann Einvarðsson sagði að- spurður, að ef Steingrímur ákvæði að flytja sig til Reykjavíkur, yrði væntanlega kallað saman kjördæm- isþing, til að ijalla um þá stöðu. Tap hjá Helga HELGI Ólafsson tapaði fyrir Sov- étmanninum Bareev í 13. umferð Hastings-skákmótsins í gær. Önnur úrslit urðu þau að Speel- mann vann Larsen, Chandler vann Kosten og King og Sax gerðu jafn- tefii. Bareev er efstur með 9,5 vinn- inga en Helgi er í 7. sæti með 5 vinninga. Bústjóri skipaður vegna gjaldþrots Laxalóns hf. SKIPTARÁÐANDINN í Árnessýslu hefur skipað Jóhannes Sigurðsson héraðsdómslögmann bústjóra þrotabús Laxalóns hf., en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í fyrrakvöld. Laxalón var úrskurðað galdþrota eftir að íslandsbanki hafði gjaldfellt 83 milljóna króna afurðalán til fyrir- tækisins. Valur Valsson bankastjóri vildi ekkert tjá sig um málið í gær. Þá vildi Össur Skarphéðinsson að- stoðarforstjóri Reykvískrar trygg- ingar ekki tjá sig um málið, en fyrir- tækið tryggði físk í kvíum Laxalóns. Þeim tryggingum hefur nú verið sagt upp. Jóhannes sagði að gera mætti ráð fyrir að kröfulýsingarfresti í þrota- búið yrði lokið í byijun apríl og fyrsti skiptafundur haldinn í byijun Tillaga í borgarráði: Eitt kort fyrir öll bílastæði Á FUNDI borgarráðs í gær kom fram tillaga frá Sigr- únu Magnúsdóttur, borgar- fulltrúa Framsóknarflokks- ins, um að borgin léti hanna kort sem giltu fyrir öll bíla- stæði og bifreiðageymslur borgarinnar. í tillögunni er gert ráð fyrir að kortin kosti 2.000 kr. og eða 5.000 kr. Kortin myndu spara bílaeigendum talsverð óþægindi og auka tvímæla- laust nýtingu bifreiðastæð- anna. ’91 á Stöðinni hefst í kvöld: Nýjar persónur bætast í hópinn FYRSTI æsifréttaþáttur Spaug- stofunnar verður á dagskrá sjónvarpsins að loknum fréttum og lottói í kvöld. í stuttu sam- tali við Karl Ágúst Úlfsson kom fram að þættirnir yrðu með svipuðu sniði og í fyrravetur. „Við munum reyna að létta fólki lund með svipuðum hætti og áð- ur,“ sagði Karl Ágúst „en auðvitað verða einhvetjar nýjungar. Til dæmis verðum við með-nýjar frétt- ir og einhveijar nýjar persónur munu sýna sig í þáttunum. Gömlu persónumar verða flestar áfram en sumar verða ekki eins áþerandi eins og þær hafa verið. Ég býst til að mynda við að Ragnar Reyk- ás verði ekki jafn áberandi fyrst um sinn eins og verið hefur.“ Af öðrum nýjungum sagði Karl Ágúst að stefnt yrði að því að leggja meiri áherslu á erlendar fréttir. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða hvað Spaugstofu- þættirnir yrðu margir í vetur en sagðist búast við að fréttamenn- irnir þraukuðu fram yfir kosningar í vor. Jón Baldvin sendir utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna bréf: Astandið í Eystrasaltsríkjun- um er orðið mjög uggvænlegt Hvetur ráðherrana til harðra mótmæla við Sovétstjórn JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hefur skrifað utanríkisráðherrum Atlantshafs- bandaiagsins bréf vegna ástands- ins í Eystrasaltslöndunum þar sem bent er á að ástandið í lönd- unum og þá sérstaklega í Litháen fari hraðversnandi og sé orðið nyög uggvænlegt. Ráðherra seg- ir, að afstaða vestrænu lýðræð- isríkjanna muni leiða í ljós hvort þau vilji vera sjálfum sér sam- kvæm. Viðbrögð við innrás íraka í Kúveit voru með réttu harkaleg en staða Eystrasaltsþjóðanna væri sambærileg, eini munurinn Stefán Hilmarsson fv. bankastjóri látinn Stefán Hilmarsson, fyrrver- andi bankasljóri Búnaðarbanka íslands, lést að kvöldi fimmtu- dagsins 10. janúar, á 66. aldurs- ári. Stefán fæddist f Reykjavík 23. maí árið 1925, sonur hjónanna Hilmars Stefánssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, og Margrétar Jónsdóttur. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1945 og prófi frá lagadeild Háskóla íslands árið 1951. Stefán var fulltrúi á skrif- stofu flugvallarstjóra árið 1951 og blaðamaður á Morgunblaðinu 1951-1952. Hann var ráðinn full- trúl _ í .utanríkisráðuneytinu. árið 1952 og skipaður í þá stöðu 1953. Stefán var skipaður sendiráðsritari í Washington árið 1956, en lét af störfum þar árið 1962, þegar hann var skipaður bankastjóri við Búnað- arbanka íslands. Þeirri stöðu gegndi hann til ársloka 1989. Stefán átti sæti í ýmsum nefnd- um og stjórnum á vegum banka- kerfisins, þ. á m. stjóm Iðnþróunar- sjóðs, Reiknistofu bankanna og Sambands viðskiptabankanna. Hann átti sæti í sendinefnd íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1967 og var í stjórn Félagsstofnun- ar stúdenta um árabil frá stofnun hennar. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er .Sigríðuc Jýjartansdóttir, Thcirs. Jíau. hjón eignuðust þijár dætur. væri að þau hafi orðið að una ástandinu í 50 ár en ekki fimm mánuði. Að sögn Jóns Baldvins er í bréf- inu enn fremur bent á, að aðgerðir Sovétstjómarinnar bijóti í bága við yfirlýsingar sem utanríkisráðherr- unum hafí verið gefnar af hálfu Sovétstjómarinnar, en þar vora þeir fullvissaðir um að Gorbatsjov forseti mundi í engu víkja frá þeirri stefnu að beita ekki valdi. Þá segir, að staða mála sé orðin svo eldfim að ástæða sé til að Atl- antshafsbandalagið láti það til sín taka. Vakin er athygli á, að mönn- um komi ekki á óvart, að meðal íslendinga hafi sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsþjóða snert djúpan streng og að íslendingar hafi áður við hvert tækifæri innan Atlants- hafsbandalagsins og utan óskað eftir samstöðu lýðræðisríkjanna við baráttu þeirra. Loks er skorað á ráðherrana, að þeir, fyrir hönd ríkisstjórna sinna og síðan innan Atlantshafsbanda- lagsins, komi hörðum andmælum á framfæri við Sovétstjórnina og vari við afleiðingunum og minni um leið sovésku stjórnina á skuldbindingar hennar, sámkvæmt Helsinki-sátt- málanum og Parísar-yfirlýsingunni. ...Jón Baldvia.v.ekur athygli.á að. í upphafi sjálfstæðisbaráttunnar hafi tiltölulega fáir utanríkisráð- herra vestrænna ríkja opinberlega lýst yfír eindregnum stuðningi við málstað Eystrasaltsríkjanna. Það hafi fyrst og fremst verið Danir og íslendingar sem það gerðu. Nú hafi meirihluti utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagins kallað sendi- herra Sovétríkjanna á sinn fund og mótmælt aðgerðunum og varað við afleiðingunum og um leið krafist friðsamlegra lausna. „Á'hitt er að líta að styijaldarástandið við Persa- flóa heför þýtt að mörg þessara ríkja leggja höfuðáherslu á þá sam- stöðu sem þar hefur tekist með Sovétríkjunum og hafa því verið treg til að gefa út harðorðar yfirlýs- ingar eða beita sér til stuðnings við Eystrasaltsríkin," sagði Jón Bald- vin. Atburðum í Litháen mótmælt SAMTÖKIN Átak gegn stríði efna til þögullar mótmælastöðu fyrir utan sendiráð Sovétríkj- anna við Garðastræti í Reykjavík klukkan 14 í dag, laugardag, til að mótmæla at-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.