Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 Litháar undir hæl Moskvuvaldsins: Stolt smáþjóð með stórveldisfortíð GORBATSJOV REIOIR TIL HOGGS í KRAFTI NÝFENGINNA VALDA Moskvu. Reuter. ÍBÚAR Litháens, sem verið hefur í fararbroddi baráttu einstakra ríkja fyrir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, eru aðeins um 3,7 milljónir en alls byggja nær 290 milljónir öll Sovétríkin. Það er um 65.000 ferkilómetrar að stærð en Sovétríkin öll rúmlega 22 milljónir ferkíló- metrar. Aflsmunurinn er því mikill og Ijóst að Litháar munu ekki ná rétti sínum ákveði Moskvuvaldið og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor- seti að láta kné fylgja kviði að hefðbundnum Kremlarsið í samskipt- um Sovétvaldsins við Eystrasaltsríkin þijú; Litháen, Lettland og Eistland. Um 80% íbúa Litháens eru Lithá- ar og eru þeir langflestir kaþólskir. Sama er að segja um minnihlutahóp Pólveija sem eru tæp 8% lands- manna; Rússar, sem oftast eru í Réttrúnaðarkirkjunni, eru tæp níu af hundraði en þess bera að gæta að síðasta manntal fór fram 1979 og gætu hlutföllin hafa breyst nokkuð, Rússum í vfl. Tunga Litháa er indóevrópsk eins og flest Evrópu- mál en gerólík rússnesku og hefur tekið afar litlum breytingum undan- farnar aldir. í höfuðborginni Viinius búa samkvæmt síðustu tölum 579.000 manns. Landbúnaður var aðalatvinnuvegur Litháa fram á miðja öldina en þá hóf Moskvu- stjómin að reisa verksmiðjur af ýmsu tagi í landinu og jókst jafn- framt innflutningur á rússnesku vinnuafli. Þótt Litháar séu fámenn þjóð voru þeir fyrr á öldum í hópi voldug- ustu þjóða álfunnar. Þjóðin samein- aðist í eitt ríki á 13. öld til að veij- ast árásum riddara frá Þýskalandi og Líflandi er var þar sem nú er norðurhluti Lettlands. Litháar lögðu síðan undir sig nokkur rúss- nesk landsvæði og á næstu öldum sameinaðist ríkið Póllandi. Pólsk- litháíska stórveldið var síðan at- kvæðamikið fram á átjándu öld er halla tók undan fæti. 1795 skiptu nærliggjandi stórveldi ríkinu endan- lega á milli sín og komst þá Lithá- en undir yfirráð Rússakeisara en þýskar aðalsættir voru þó voldugar í öllum Eystrasaltslöndunum fram á 20. öld. Litháen hlaut sjálfstæði 1919 í kjölfar rússnesku byltingarinnar eftir að búið var að bijóta á bak aftur uppreisnartilraunir innlendra kommúnista; Vilnius var að vísu undir pólskri stjóm til 1939. Lýð- ræði átti erfítt uppdráttar í Litháen m.a. vegna einræðistjómanna sem ríktu í nær öllum nágrannaríkjum þess, einkum er líða tók á fjórða áratuginn. Með leynilegum samn- ingum Hitlers og Stalíns var ákveð- ið að Litháen félli Sovétríkjunum í skaut og 1940 var landið innlimað í Sovétríkin. Mörg vestræn ríki við- urkenndu aldrei innlimunina form- lega þ. á m. Bandaríkin. Eftir valdatöku Gorbatsjovs 1985 og umbótastefnu hans tók að bera æ meira á sjálfstæðishreyfíngu í Eystrasaltsríkjunum en margir Vesturlandabúar höfðu talið að tek- ist hefði að kæfa hana á umliðnum áratugum. Meirihluti kommúnista í Litháen tók upp samvinnu við sjálf- stæðisöflin í þjóðarhreyfíngunni Sajudis er hlaut flest þingsætin sem Litháum var úthlutað er kosið var til hins nýja fulltrúaþings Sovétríkj- anna 1989. 'vv- Lettland S Moskva Suður- Ossetia $ r 'Z' / Nagorno- Karabakh 7 km 800 \ / \ z V— • Eystrasaltsríkin Eistar, Lettar og Litháar krefjast endureheimte sjálfstæðis síns. • Moldova (Moldavia) Þjóðernisróstur. • Nagorno-Karabakh Hundruð manna hafa fallið í skærum milli Armena og Azer- bajdzhana undan- farin þrjú ár. • Suður-Ossetia Suður-Ossetar, sem flestir eru múslimir vilja aðskilnað frá hinni nýju þjóðernis- sinnuðu.ríkisstjórn Georgí^r. /__/ REUTER Hemum beitt gegn Litháum Yfirlit yfir atburðarásina í Lithá- en þar til sovéski herinn réðst á nokkrar mikilvægar byggingar í höfuðborginni Vilnius og öðrum helstu borgum ríkisins: 2. febrúar 1990 - Sajudis, samtök sjálfstæðissinna, nær miklum meiri- hluta í fjölflokka þingkosningum. 11. mars - Þing Litháens lýsir yfír sjálfstæði og kýs Vytautas Lands- bergis, leiðtoga Sajudis ogtónlistar- kennara, forseta ríkisins. 16. mars - Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti gefur leiðtogum Lithá- ens þriggja daga frest til þess að afturkalla sjálfstæðisyfírlýsinguna. 17. mars - Landsbergis hafnar úrslitakostum Gorbatsjovs. Ný rík- isstjórn mynduð og þar með hefst taugastríð við Sovétstjórnina sem skipar Rauða hernum að taka nokkrar byggingar í Litháen og elta uppi liðhlaupa úr hemum. 19. apríl - Moskvustjómin reynir að knésetja Litháa og grípur til víð- tækra efnahagsþvingana-gegn Lit- háen. Stöðvar m.a. gas- og olíu- flutninga þangað. Stjóm Litháens bregst við með skömmtunum. 29. júní - Litháíska þingið frestar gildistöku sjálfstæðisyfírlýsingar- innar til þess að koma af stað samn- ingaviðræðum við Moskvustjómina um aðskilnað. Viðræðurnar komust aldrei á skrið vegna deilna frá upp- hafí um fyrirkomulag og inntak þeirra. 15. ágúst - Litháar sniðganga Moskvustjórnina og gera samning við Rússland, stærsta sovétlýðveld- ið, um samstarf á sviði efnahags- mála. 1. desember - Gorbatsjov gefur út forsetatilskipun þar sem íbúum Eystrasaltsríkjanna er m.a. gert skylt að hlýða herkvaðningu. Ákvörðunin vakti litla athygli hjá fjölmiðlum en í henni var m.a. gert ráð fyrir beitingu hervalds til að framfylgja henni. 7. janúar 1991 - Sovéska vamar- málaráðuneytið ákveður að senda tugþúsundir hermanna til einstakra lýðvelda til að framfylgja herkvaðn- ingu. 8. janúar - Kazimiera Pmnskiene forsætisráðherra fer til fundar við Gorbatsjov í Moskvu. Snýr aftur til Vilnius og biðst lausnar fyrir sig og stjórn sína eftir að þingið hafnar efnahagsáætlun hennar sem fól m.a. í sér verðhækkanir á nauðsynj- um. 9. janúar - Rauði herinn tekur sér stöðu víðs vegar í Vilnius til þess að framfylgja herkvaðningu og leita uppi liðhlaupa. Landsbergis hvetur þjóð sína til þess að veija þinghúsið hugsanlegri árás frá hemum. Her- inn hverfur frá ýmsum byggingum án þess að til tíðinda dragi. 10. janúar - Yfírmaður sovésku fallhlífaherdeildanna skýrir frá því að 1.000 manna sérsveit hafí verið send til Litháens. Gorbatsjov varar þing ríkisins við og segir að það verði að fallast á sovésk yfírráð. Sjálfstæðissinnar annars vegar og sambandssinnar hins vegar, en þeir koma einkum úr röðum rússneska og pólska minnihlutans, efna til friðsamlegra mótmælafunda við þinghúsið. Hagfræðingurinn Al- bertas Simenas kosinn forsætisráð- herra. 11. janúar - Sveitir Rauða hersins ráðast á mikilvægar byggingar í Vilnius og hertaka m.a. helstu sím- stöðina, fréttastofur og ijölmiðla. Sex manns á.m.k. slasast og hljóta sumir þeirra skotsár. Mubarak Egyptalandsforseti: ísraelar hafa rétt til sjálfs- vamar gegn íraskri árás Reuter ísraelar í Tel Aviv kaupa límbönd sem þeir nota til að festa plastábreiður fyrir glugga og dyr í von um að geta varið heimili sín fyrir áhrifum efnavopnaárás af hálfu Iraka. Washinglon. Reuter. HOSNI Mubarak, forseti Egypt- alands, telur ísraela hafa fullan rétt til £ið svara með gagnárás ráðist írakar á þá að fyrra- bragði. Þetta kom fram í viðtali sem bandarísk sjónvarpsstöð tók við Mubarak á fimmtudag og voru forsetinn og Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísra- els, sem einnig var tekið viðtal við, sammála um að friðarhorf- ur væru afar litlar eftir að fundi James Bakers, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, og írasks starfsbróður hans, Tareqs Aziz, Iauk án árangurs í Genf. Egypski forsetinn sagði að „kraftaverk" gæti gerst en það væri afar óliklegt og hann teldi enga von um friðsamlega lausn eftir að hafa heyrt ummæli Bakers Persaflóadeilan á Bandaríkjaþingi: Stríðsheimild líklega samþykkt Wachinorfnn Ilailv Tolorrranh Washington. Daily Telegraph. GERT er ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla fari fram á Bandaríkja- þingi i dag, laugardag, um yfirlýsingu er heimili George Bush forseta að beita hervaldi við Persaflóa eftir 15. janúar, verði írak- ar ekki farnir með innrásarher sinn frá Kúveit fyrir þann tíma. Bush er sagður út af fyrir sig sem hvor um sig ér borin upp af sáttur við það að öðlast heimild til að beita hervaldi með eins atkvæð- is mun. Hann hefur þó lýst því yfír að lagalega séð telji hann sig ekki þurfa heimild frá þinginu til þess að lýsa yfír stríði. Fyrir þinginu liggja tvær tillögur þingmönnuni úr báðum flokkum þingsins. Annars vegar liggur til- laga fyrir fulltrúadeildinni sem heimilar Bush að beita Bandaríkja- her á Persaflóanum í samræmi við samþykktir Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna (SÞ) samþykki írak- ar ekki eftir pólitískum leiðum að fara frá Kúveit. Hins vegar liggur fyrir Öldunga- deildinni tillaga frá leiðtogum Demókrataflokksins sem heimilar eingöngu að hervaldi verði beitt í sjálfsvörn og til þess að framfylgja viðskiptabanni SÞ á írak. í tillög- unni er hvatt til þess að látið verði reyna enn frekar á bannið og for- setanum settir þeir úrslitakostir að hann verði að fá þingið til að samþykkja hugsanlega stríðsyfir- lýsingu. Stjórnmálaskýrendur töldu að atkvæðagreiðsla yrði nokkuð tví- sýn en spáðu því að forsetinn myndi öðlast samþykki þingsins fyrir því að beita hervaldi. Mun þingmönnum sem það styðja hafa íjölgað mjög þegar niðurstaða fundar utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Iraks í Genf í vikunni lá fyrir. og Aziz að loknum fundinum. írakar hafa lýst yfir því að þeir muni ráðast á Israel ef alþjóðlega herliðið við Persaflóa ráðist gegn þeim og ítrekaði Aziz þetta á frétt- amannafundi í Genf. Mubarak, sem stutt hefur hernaðaruppbygging- una við Persaflóa með þúsundum hermanna, varði rétt Israela til sjálfsvamar. ^Ráðist írakar á þá án þess að Israel hafi gripið til vopna gegn þeim hafa ísraelar rétt til þess að svara í sömu mynt. Sér- hvert ríki hefur rétt til að veija sig,“ sagði Mubarak. Shamir forsætisráðherra, er tal- aði frá Jerúsalem, sagði rétt að halda í friðarvonina þar til yfir lyki en hann teldi „afar litlar" horfur á friði. Ljóst væri að Saddam Hus- sein íraksforseti vildi að átök við Persaflóa breyttust í stríð araba- þjóða gegn ísrael. Saddam vonaði að slík þróun fengi arabaþjóðir í bandalagi með Vesturveldunum til að neita þátttöku í stríði gegn írak á þeirri forsendu að þær vildu ekki berjast við hlið ísraela. Shamir sagði ísraela myndu veija sig en vildi ekki tjá sig nánar um hvaða vopnum og aðferðum yrði beitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.