Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 9 TALSKÓLINN taltækni - framsögn - ræðumennska Námskeið að hefjast. Innritun daglega kl. 17-19 í síma 77505. Gunnar Eyjólfsson. HUÓMBORÐSNÁMSKEIÐ Innritun er hafin í hljómborðsnámskeið Tonskola Eddu Borg. Námskeiðin eru fyrir nemendur á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komna. Nánari upplýsingar og innritun í síma 73452 alla virka daga frá kl. 13.00-17.00 SridsskólÍM NAMSKEIÐIN hefjast nk. mánudag og þriðjudag Síðasta innritunarhelgi Boðið er upp á námskeið í byrjenda- og framhaldsflokki. Hvert námskeið stendur yfir í 11 kvöld, einu sinni í viku. Kennsla í byrjendaflokki fer fram á mánudagskvöldum milli kl. 20.00 og 23.00. Reglur spilsins eru skýrðar og farið er yfir undirstöðuatriði sagna. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Framhaldsflokkurinn er á þriðjudagskvöldum milli kl. 20.00 til 23.30. Vönduð námsgögn fylgja. Leiðbeinandi: Guðmundur Páll Arnarson. Námskeiðin fara fram í húsi Sóknar, Skipholti 50a. Frekari upplýsingar og innritun í síma 27316 milli kl. 13.00 og 18.00 í dag og á morgun, sunnudag. HENTUDOS TIL HJÁLPAR! Á laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hríngið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF ®S) LANDSSAMBAND BANDALÁQ ISLENSKRA SKATA iijAlparsveita SKÁTA HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Dósakúlur um allan bæ Steingrimur Hermannsson um framboð í Reykjavík: Hreyfi mig ekki nema um það| náist sátt í mínu kjördæmi Teljum þetta fráleita hugmynd, segir formaður kjör- dæmissambands framsóknarmanna á Reykjanesi Óttinn við Guðmund G. Framsóknarmenn í Reykjavík hafa keppst við það undanfarna tíu daga að breyta vanda sínum vegna deilna Finns Ingólfsson- ar og Guðmundar G. Þórarinssonar, er deila með sér fyrstu tveimur efstu sætunum á lista flokksins í Reykjavík samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, í vanda framsóknarmanna í Reykjaneskjödæmi. Eftir að Ijóst var að Guðmundur G. Þórarins- son fór ekki að tilmælum Steingríms Hermannssonar flokksform- anns um að taka annað sæti listans greip Finnur til þess ráðs að varpa ábyrgðinni alfarið á Steingrím. Hvergi sain- staða Eftir að Guðmundur G. Þórarinsson hafði tap- að fyrir Finni Ingólfssyni í prófkjöri eða skoðana- könnun framsóknar- manna í Reykjavík lýsti hann yfir þvi, að átökin við Finn væru eins og bófahasar í Chicago. Lýsti hann jafnframt yfir því, að hann myndi ekki taka sæti á listanum og hóf að undirbúa sérfram- boð. Vill Guðmundur G. fá leyfi framsóknar- manna til að bjóða fram BB-lista í Reylgavík til að atkvæði sem hann fengi nýttnst Framsókn- arflokknum við talningn. Þrátt fyrir afskipti Steingríms Hermanns- sonar hefur ekki tekist að ná sáttum meðal fram- sóknarmanna í Reykjavík og telur Guð- mundur G. eftir athugun að haim njóti stuðnings meirihluta þeirra, ef hann stefndi gegn lista undir forystu Finns Ing- ólfssonar. Finnur hefur skýrt frá þvi, að fimmtudaginn 3. janúar hafi hann gengið á fund Steingríms Her- mannssonar, formamis Framsóknarflokksins, og farið þess á leit við hann, að formaður skipaði efsta sætið á lista flokks- ins í Reykjavík. Vill Finn- ur þannig að niðurstöður próflgörsins í Reykjavík verði hafðar að engu, þvi að hami segist sjálfur ætla að fara í annað sæt- ið sem Guðmundur G. hlaut. Fkki nóg með það, því að Finnur vill einnig að ákvarðanir framsókn- ármamia í Reykjanes- kjördæmi verði hafðar að engu, en þeir hafa þegar ákveðið að Steingrímur skipi efsta sætið á listanum þar. Eftir að Finnur hafði rætt við Steingrím skipu- lagði hann fréttir um hugsanlegt framboð Steingríms í Dagblað- inu-Visi (DV) og kitlaði umtalið Steingrím greini- lega og það höfðaði til hans að geta komið sem hinn sterki maður til Reykjavíkur. Forystu- menn Framsóknar- flokksins hafa löngum litið þannig á póiitískar freistingar, að það ætti að falla fyrir þeim. í Morgunblaðinu á fimmtudag setti Stein- grímur þann fyrirvara fyrir því að hann yrði við tilmælum Finns, að hann hreyfði sig ekki nema sátt væri um það í Reylg'aneskjördæmi. I þessari sömu Morg- unblaðsfrétt kom fram, að Ágúst B. Karlsson, formaður kjördæmisráðs framsóknarmanna í Reylganeskjördæmi, er alfarið á móti því að Steingrímur yfírgefi sæt- ið á framsóknarlistanum sem honum hefur verið úthlutað þar. Sömu sögu er að segja um þá Jóhann Einvarðsson og Níels Árna Lund, sem skipa annað og þriðja sætið á framsóknarUstanum í Reykjaneskjördæmi. Ef nokkuð væri að marka orð Steingríms hefði hann nú þegar átt að hafa tekið ákvörðun um að svara tilmælum Finns neitandi — Finnur hefur stofnað tíl klofnings með- al framsóknarmanna í Reylg'avík og Reykjanes- kjördæmi. Formanns- efni? Finnur Ingólfsson hef- ur mikil ítök innan Fram- sóknarflokksins og hon- um hefur verið fahð að glíma þar við ýmis erfið viðfangsefni. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra skýrði meðal annars nýlega frá því, að hann héfði samið við Finn um umdeilda niðurfeUingu á skuldum NT eða Nútímans við ríkissjóð. Jafnframt lét Ólafur Ragnar þau orð falla, að framsóknar- menn hefðu komið aftan að sér í því máh og hami hefði aldrei samið við Finn, ef hann hefði vitað hvemig I pottinn var búið. Eftir að framsókn- armenn fengu heilbrigð- isráðuneytíð í sinn hlut í fyrsta sinn var Finni falið að gæta liagsmuna þeirra á verksviði ráðu- neytísins og hefur hann bæði stofnað til ófriðar við lækna og lyfjafræð- inga, sem telja hann óvandaðan að meðulum. Lýsingar Guðmnndar G. Þórarinssonar á sam- skiptum sínurn við Finn hafa allar verið á þann veg, að ekki sé unnt að treysta orðum hans auk þess sem hann hafi mis- notað aðstöðu sína í fiokksstarfinu í Reykjavik í prófkjörs- slagnum. Finnur Ingólfsson hef- ur hins vegar náð hátt í valdabröltí innan Fram- sóknarflokksins og geng- ur þar næst þeim Steingrími Hermaiuis- syni, Halldóri Ásgríms- syni og Páli Péturssyni að mannvirðingum. Tak- ist Finni að breyta vanda sínum í Reykjavík í vanda Steingríms og Reyknesmga ýtir það enn undir þá skoðun, að tök hans hman Framsóknar- flokksins séu slík, að haim Iiljóti að vera manna líklegastur tíl for- mennsku eftir Steingrím Hermannsson. Liður í þessari leikfléttu Finns er að afla þeirri skoðun fylgis, að eðlilegt sé að formaður Framsóknar- flokksins sé þingmaður fyrir Reykjavík. Hvaða sætí? Athyglisvert er að kynnast þeim þætti í valdakerfi Framsóknar- flokksins, sem lýtur að foringjadýrkuninni inn- an hans. Um hugsaidegt framboð Steingríms í Reylgavík er fjallað í lotningarfullum tón af þeini, sem að því stefna. Er látið í það skína, svo að ekki sé meira sagt, að vilji formaðurinn hreyfa sig eigi allir að sitja og standa eins og honum þóknast án tillits tíl skoðanakannanna, prófkjara eða ákvarðana kjördæmaráða. Flokks- reglunum á einfaldlega að ýta til hliðar, ef for- inginn vill að það sé gert. Guðmundur G. Þórar- insson hefur vakið máls á þessum þættí samn- ingamakks þeirra Finns og Steingríms með því að spyq'a, hvers vegna Steingrímur taki ekki einfaldlega amiað sætíð á Reykjavíkurlistanum, það sé laust. Var bent á þessa lausn í Stakstein- um á fimmtndag. Hún væri best fallin til að koma til móts við sjónar- mið framsóknarmaima í Reylg'avík, sem tóku þátt í prófkjörinu, þótt hún skildi framsóknarmeim í Reylganeslgördæmi eftir með autt fyrsta sætí. Áramótaspila- kvöld Varóar / Aramótaspilakvöld Varöar verður í Súlnasal Hótels Sögu sunnudagskvöldiö 13. janúar kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20.00. Spiluð verður félagsvist. Fjöldi góðra vinninga, m.a. utanlandsferð. Birgir Isleifur Gunnarsson, alþingismaður, flytur ávarp. Allir velkomnir. Landsmálafélagió Vöróur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.