Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 19 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunn'arsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 100 kr. eintakið. Kyrrahafsþorskur til Hafnarfjarðar Oft er erfitt að átta sig á breytingum fyrr en menn geta þreifað á einhveiju, sem staðfestir þær. Við höfum skynj- að breyttar aðstæður í físk- vinnslu og útgerð. Við áttum okkur á því, að fiskstofnar eiga undir högg að sækja og beggja vegna við okkur við Atlantshaf, í Kanada og Noregi, hefur afli minnkað mikið. Jafnframt vitum við að Evrópumarkaður verður sífellt mikilvægari fyrir afurðir okkar. Samkeppni á milli vinnslustöðva hér og stöðva er- lendis sem vinna úr íslenskum afla fer vaxandi. Þá er ljóst að æ erfiðara getur orðið fyrir okk- ur að bjóða nægilega mikinn físk til að anna eftirspum kaupenda. Þegar Morgunblaðið flutti frétt um það á fimmtudag, að eitt tonn af óunnum þorski frá Kyrrahafinu hefði verið flutt til landsins til vinnslu hjá Skerseyri í Hafnarfirði, hefur vafalaust runnið upp fyrir mörgum 'að við kynnum að standa á þröskuldi nýrrar byltingar í upphafi loka- áratugar tuttugustu aldarinnar. Komi í ljós, að skynsamlegt verði fyrir íslensk fiskvinnslufyrirtæki að tryggja rekstraröryggi sitt með því að eiga frystan þorsk frá Alaska á lager hefur verið stigið byltingarkennt skref. Hugdjarfir framtaksmenn i sjávarútvegi hafa oftar en einu sinni viðrað þá skoðun, að við ættum að stefna að ótvíræðri forystu í fiskveiðum og vinnslu og verða einskonar miðstöð fisk- sölu. Því marki verður ekki náð nema menn séu reiðubúnir til að fara inn á nýjar brautir og takast á við viðfangsefni með opnum huga og í samræmi við umskiptin í hinu alþjóðlega um- hverfi, þar sem múrar eru að hrynja og fjarlægðir verða að engu vegna nýrrar tækni. Ut- sjónarsemi og rétt beiting á hug- viti mannsins skiptir orðið meiru en hnattstaða og íjölmenni þjóða. Reynslan af sókn íslenskra sölufyrirtækja inn á Evrópu- markaðinn sýnir að þar eru mörg tækifæri enn ónotuð. íslenskir sjómenn eru í fremstu röð afla- manna, flotinn er vel búinn og stefnt er að aukinni hagkvæmni í veiðum. Fiskmarkaðir hafa gjörbreytt viðhorfi til verðlagn- ingar. Fiskvinnslufyrirtæki verða að laga sig að markaðsað- stæðum til að vera lífvænleg. Sölufyrirtækin hafa verið að færa út kvíarnar erlendis, á grunni gamallar reynslu er verið að afla nýrrar. Og nú eru menn farnir að þreifa fyrir sér með kaup á óunnum frystum fiski frá fjarlægum slóðum. Hér skal engu spáð um fram- haldið á innflutningi á Kyrra- hafsþorski til Hafnarfjarðar eða annarra byggða í landinu. Fram- takið og tilraunin er lofsverð áminning um ný tækifæri í al- þjóðlegri samkeppni, þar sem hagkvæmni og skynsamlegur rekstur mun ráða meiru að lok- um en opinberir styrkir og ríkis- forsjá. Friðarstund í skólum Fræðslustjórar landsins hafa beint þeim eindregriu til mælum til skólastjóra allra grunnskóla í landinu að á mánu- daginn verði haldin friðarstund í hverjum skóla. Engum blandast hugur um, hvers vegna fræðslu- stjórarnir senda frá sér þessi eindregnu tilmæli. Þeir óttast eins og aðrir að til ófriðar komi í Persaflóa. Áhrif og afleiðingar Persa- flóastríðs sér enginn fyrir. Marg- ir líta þannig á að átökin verði svo hrikaleg að þeirra gæti beint og óbeint um heim allan og jafn- vel um langan aldur vegna um- hverfísspjalla. Aðrir telja að her íraka muni falla saman eins og spilaborg. Þá eru skiptar skoðan- ir um það, hvort grípa eigi fljótt til vopna gegn Irökum eða þrengja áfram að þeim með efnahagsþvingunum. Loks er deilt um, hvort horfa eigi fram- hjá hernámi Kúveits við friðar- gerð og leggja áherslu á lausn Palestínumálsins svokallaða, það er beina spjótunum að ísraelum eins og írakar vilja. Um hitt er ekki deilt að írakar eru upphafs- menn stríðs við Persaflóa og hafa sýnt Kúveitum ótrúlega grimmd svo sem skýrsla Amn- esty International sýnir. Það er viðkvæmt verk fyrir kennara að efna til friðarstunda með nemendum sínum í grunn- skólum landsins um þetta mál, þar sem íslensk stjómvöld hafa skipað sér á bakvið samþykktir Sameinuðu þjóðanna er heimila valdbeitingu. Meðal hættulegra afleiðinga spennunnar við Persa- flóa er að skapa hræðslu meðal barna eða ýta undir þá skoðun að refsingarlaust eigi einræðis- herrar að komast upp með voða- verk eins og Saddam Hussein hefur staðið fyrir í Kúveit. Smádæmi um tvö- feldni og tvískinnung eftir Þorstein Pálsson I vikunni rak ég augun í þessa fyrirsögn á forystugrein í Tímanum: „Ádrepa Alexanders." Mér flaug vit- askuld fyrst í hug að þetta hlyti að vera yfirskrift á árás á Sjálfstæð- isflokkinn. En þegar að var gáð kom annað í ljós. Dæmi I Forystugrein þessi var skrifuð til að leggja áherslu á grein eftir Alex- ander Stefánsson sem er samfelld árás á fjármálaráðherra og landbún- aðarráðherra. Þeir félagar eru sak- aðir um fjandskap við landbúnaðinn og sá óvinafagnaður er sagður koma fram í fjárlagafrumvarpi og fjárlög- um_ ríkisstjómarinnar. Árásir þessar eru rökstuddar með því að þessir tveir tilteknu ráðherrar hafí gert hvort tveggja í senn að ganga á svig við lög og bijóta gefin fyrirheit af hálfu stjómvalda. Okunnur maður hefði haldið að slík- ar árásir á tvo ráðherra gætu aðeins komið frá hörðum talsmanni stjóm- arandstöðu. En þeir sem til þekkja vita að hér lögðu saman krafta sína málgagn Framsóknarflokksins og einn af helstu áhrifamönnum hans. Þó að þetta tilvik geti ekki talist til markverðra tíðinda er það ágætt dæmi um þann tvískinnung og þá tvöfeldni sem í allt of ríkum mæli einkennir íslensk stjórnmál og yirðist vera uppistaðan Og ívafið í málflutn- ingi og starfsháttum Framsóknar- flokksins. Þó að Framsóknarflokkurinn fari með forystuhlutverk í ríkisstjóminni þykir forystumönnum hans sjálfsagt að segja sig frá allri ábyrgð á því sem þeim þykir óþægilegt. Siðferðis- mælikvarðinn er sérstakur og reynd- ar í öfugu hlutfalli við það sem al- mennt er viðurkennt. En þetta er ekki undantekning heldur meginein- kenni á málflutningi forystuflokks ríkisstjómarinnar í öllum helstu málum. Dæmi II Skömmu fyrir jól tók stjómar- meirihlutinn í bankaráði Búnaðar- bankans undir forsæti eins af þing- mönnum Framsóknarflokksins ákvörðun um hækkun nafnvaxta. Formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra bölsótaðist í fjöl- miðlum af því tilefni og lýsti því yfir að lögbrot hefðu verið framin. í framhaldi af því bauðst ég til þess á Alþingi að greiða fyrir laga- breytingu sem kvæði á um að banka- ráð Búnaðarbankans yrði kjörið upp á nýtt þannig að Alþingi gæti tekið afstöðu til þess hvaða bankaráðs- menn nytu trúnaðar þess áfram og hveijir ekki. Ef forsætisráðherrann og formaður Framsóknarflokksins hefði meint eitthvað með stóryrðum sínum hefði hann að sjálfsögðu tek- ið slíku tilboði. En hann gerði það ekki vegna þess að tvískinnungurinn einn réði því sem sagt var. Dæmi III Fjármálaráðherra varð fyrstur til þess að hækka vexti á nýbyijuðu ári. Aðstoðarmaður íjármálaráðher- rans lýsti því yfir í Morgunblaðinu að viss hætta væri á að raunvextir tækju stökk upp á við meðal annars vegna mikillar lánsfjáreftirspumar ríkissjóðs og ýmissa tappa í fjár- mögnun húsnæðiskerfisins. En hvað sagði forsætisráðherrann um þessa ákvörðun sinnar eigin ríkisstjórnar? Því var fljótsvarað. í tilefni af þeirri ákvörðun fjármálaráðherra að hækka vexti á ríkisvíxlum sagði for- sætisráðherrann að það ætti að lækka raunvextina því að það væri búið að sýna sig að raunvextir kæmu hvergi að gagni. Og hann bætti við til þess að leggja áherslu á orð sín að þeir sem tækju ákvarðanir um vaxtahækkanir væru eins og krakk- ar í sandkassaleik þar sem hver elti annan og kenndi hinum um! Fýrir þá sök að vaxtahækkanir geti verið nauðsynlegar en jafnframt erfiðar og sjaldnast til stundarvin- sælda fallnar er Framsóknarflokkur- inn algjörlega ábyrgðarlaus af slík- um ákvörðunum í sömu andrá og hann veitir atfylgi sitt til þeirra. Það sem athyglisverðast er að engum fjölmiðli til að mynda dettur í hug að spyijast fyrir um eða íjalla um hvort forystuflokkurinn í ríkis- stjórn ætti að bera ábyrgð í tilvikum sem þessum. Svo virðist sem ábyrgð- arleysi Framsóknarflokksins sé orðið svo sjálfsagður hlutur að það sé ekki tilefni til umfíöllunar. Dæmi IV Húsnæðismál hafa verið mikið til umfjöllunar í þjóðfélaginu og á Al- þingi. Félagsmálaráðherra hefur krafist þess að húsnæðislánakerfinu sem Steingrímur Hermannsson samdi um við verkalýðshreyfinguna 1986 verði lokað. Lögin um þetta kerfi voru samin af sérstakri nefnd sem Steingrímur Hermannsson skip- aði og málið var flutt af Alexander Stefánssyni þáveranþi félagsmála- ráðherra. Formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra núverandi ríkis- stjómar hefur lýst því yfir á Alþingi að eðlilegt sé að loka þessu kerfi, enda fái það ekki staðist. Engin slík ákvörðun hefur á hinn bóginn verið tekin. Og þegar spurt er á Alþingi hvers vegna, svarar formaður Fram- sóknarflokksins því til að um það sé ekki samstaða innan ríkisstjórnar- innar. Þegar nánar er gætt að því hvers vegna ríkisstjórnin getur ekki tekið ákvörðun í málinu kemur í ljós að Þorsteinn Pálsson „Um leið og starfshætt- ir og málflutningur af þessu tagi fá að skjóta rótum hefur illgresið náð yfirhöndinni í ís- lenskum stjórnmálum. Þessu illgresi verður ekki eytt nema fram- sókn verði gefið frí.“ flokksþing framsóknarmanna hefur gert um það bindandi samþykkt að Framsóknarflokkurinn sé eindregið andvígur því að loka þessu hús- næðiskerfi. Þannig er Framsóknar- flokkurinn bæði með og á móti og þar með láus undan allri ábyrgð. Dæmi V Fiskveiðistefnan hefur sætt deil- um árum saman. Varaformaður Framsóknarflokksins var aðalhöf- undur núverandi skipunar á fískveið- istjórnun. Og hann hefur sem sjávar- útvegsráðherra í átta ár samfleytt borið ábyrgð á pólitískri stefnumót- un og framkvæmd hennar. En það hefur ekki farið hjá því í umdeildu máli eins og þessu að leit- að hafi verið öðru hveiju álits form- anns Framsóknarflokksins sem er ekki einasta forsætisráðherra núver- andi ríkisstjórnar heldur var hann einnig forsætisráðherra í þeirri ríkis- stjórn sem fyrst kom kvótalögum á. Svör hans hafa jafnan verið skýr. Hann hefur verið eindreginn and- stæðihgur kvótakerfisins. Upp á síðkastið hefur formaður Framsóknarflokksins nokkrum sinn- um verið spurður að því hvort hann telji ekki nauðsynlegt að endurskoða þá iöggjöf sem Alþingi samþykkti á handahlaupum síðastliðið vor. Svarið hefur verið ákveðið og skýrt að það sé nauðsynlegt. Og þegar spurt er hvers vegna það sé ekki gert þá er svarið jafn glöggt og afdráttarlaust að til þess sé ekki tími eins og sak- ir standa. Þannig hefur Framsóknar- flokkurinn leyst sig undan allri ábyrgð á fiskveiðistjórnuninni um leið og hann ber á henni fulla ábyrgð. Dæmi VI Afstaða til Evrópubandalagsins er eitt dæmið enn um málefni sem mikið er til umræðu og vitaskuld fer ekki hjá því að í s^o mikilvægu máli eru skoðanir manna skiptar. En afstaða Eramsóknarflokksins er jafn skýr og í öðrum tilvikum. Formaður Framsóknarflokksins hefur lýst stefnunni á þann veg að flokkurinn sé andvígur aðild að Evr- ópubandalaginu. Hann sé á móti á hvers konar framsali á fullveldi. Jafnframt hefur verið tekið fram að hann sé andvígur þeirri fijálshyggju að fjármagn geti flætt óheft á milli þjóða og hann hafí til að mynda fyrirvara um að útlendingar geti eignast land á Islandi. Um leið og yfírlýsingar af þessu tagi eru gefnar út er Framsóknar- flokkurinn í forystu fyrir ríkisstjórn s'em er að semja um aðild að evr- ópska efnahagssvæðinu sem svo hefur verið nefnt. í því felst að öll löggjöf Evrópubandalagsins um innri markað þess verður sjálfkrafa að íslenskum lögum. Sérfræðingar hafa álitið að með því séúm við orðn- ir 75% aðilar að Evrópubandalaginu. Þeir hafa jafnframt bent á að lík- lega felist meira framsal á fullveldi með aðild að evrópska efnahags- svæðinu en Evrópubandalaginu sjálfu. Og alkunnugt er að ein af grundvallarreglunum sem verið er að semja um feiur í sér heimildir fyrir útlendinga til þess að fjárfesta í landssvæðum hér á landi. Hér er vafalaust um að ræða ein- hveija mikilvægustu samninga á sviði efnahagssamvinnu sem við höf- um nokkru sinni gert. Og Framsókn- arflokkurinn er bæði með og á móti öllum grundvallaratriðum þeirra samninga. Sem forystuflokkur ríkis-. stjórnarinnar ber hann ábyrgð á samningunum en er um leið andvíg- ur helstu atriðum þeirra. Þar fer saman sem fyrr fullkomin ábyrgð og algjört ábyrgðarleysi. Dæmi VII í umræðum um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna hefur Fram- sóknarflokkurinn einnig skýra af- stöðu. Þegar lýsa á með orðum við- horfum ríkisstjómarinnar er tekið undir sjálfstæðiskröfurnar. En þegar knúið er á um aðgerðir bregður for- ysta Framsóknarflokksins gjarnan á það ráð að grípa til röksemdafærslu þeirra sem skemmst vilja ganga í stuðningi við Eystrasaltsþjóðirnar. Þær röksemdir byggjast fyrst og fremst á þvi að ekkert megi gera í stuðningi við Eystrasaltsþjóðirnar sem raski' stöðu Gorbatsjovs og þeirra Kremlverja. í þessu máli vill Framsóknarflokkurinn þess vegna vera í hópi þeirra sem lengst ganga á sama tíma og hann hafnar undir- búningi að stofnun stjómmálasam- bands af því virða beri rök þeirra sem skemmst vilja ganga. Dæmi VIII Persaflóadeilan er svo enn eitt dæmið um tvískinnung og tvöfeldni. ísland er aðili að samþykktum ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna og ákvörðunum Atlantshafsbandalags- ins um hernaðarlegan stuðning við Tyrki. Hvorki á vettvangi Samein- uðu þjóðanna né innan Atlantshafs- bandalagsins hefur verið á það fal- list að innrás íraka í Kúvæt hafi verið sérstakt góðverk í þágu Palest- ínuaraba. Fyrir þá sök hefur því verið hafnað að tengja þessi mál saman. ísland er á alþjóðavettvangi aðili að stefnumótun sem byggir á því að hafna tilraunum íraka til að tengja saman innrásina í Kúvæt og vandamál Palestínu. En formaður Framsóknarflokksins sem jafnframt er forsætisráðherra þeirrar ríkis- stjómar á íslandi sem tekið hefur þessa afstöðu á alþjóðavettvangi lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að lýsa því yfir að hann telji nauðsynlegt að tengja þessi tvö mál. Fullyrða má að hvergi í veröldinni kæmist forystuflokkur í ríkisstjórn upp með tvískinnung og tvöfeldni af þessu tagi sem hér hafa verið færð örfá dæmi um.-Um leið og starfshættir og málflutningur af þessu tagi fá að skjóta rótum hefur 'illgresið náð yfirhöndinni í íslenskum stjómmálum. Þessu illgresi verður ekki eytt nema framsókn verði gefið frí. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Opið bréf til foreldra bama á leikskólum eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Hingað til hef ég leitt hjá mér að svara með viðeigandi hætti, þó ærin ástæða hafi verið til, þeim baráttuað- ferðum sem hluti fóstra hefur kosið að tileinka sér og er fólgin í að rang- túlka og gera tortryggilegt jafnmik- ilvægt velferðarmál og felst í frum- varpi um félagsþjónustu sveitarfé- laga. Þó ég hafí sannreynt að sumar fóstmr hafa kosið að nota sérstakan foreldrafund til að rangtúlka fmm- varp um félagsþjónustu sveitarfé- laga og mín sjónarmið og lagt mér orð og skoðanir í munn sem engan raunvemleika standast þá hef ég hingað til kosið að leiða hjá mér þessar baráttuaðferðir. Einnig hafa verið skipulagðir und- irskriftalistar þar sem foreldrar skrifuðu undir harðorð mótmæli við áform félagsmálaráðherra um að „flytja dagvistarmál til félagsmála- ráðuneytis". Þessa jólakveðju fékk ég síðan frá leikskóla — í umslagi seril útkrassað var í ýmsum litum. Smekklegt það og tilgangurinn aug- ljós. Fleiri dæmi mætti rekja um þær baráttuaðferðir sem notaðar hafa verið. Ég hef ekki viljað trúa því að fólk láti þann ómerkilega áróður sem hafður hefur verið í frammi ná eyrum sínum. Hins vegar verður ekki leng- ur framhjá því horft að þessar að- ferðir hafa dugað til þess að koma í veg fyrir það í eitt og hálft ár að jafn brýnt velferðarmál fjölskyldna í þessu landi eins og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga er, ef að lögum verður, fái eðlilega umfjöll- un á Alþingi. Ég vil því gera tilraun til að koma því sanna á framfæri við foreldra barna í leikskóla. Frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga Verði frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga að lögum mun það marka tímamót í velferðarmálum fjölskyldna á íslandi þar sem það tekur til fjölmargra málaflokka, sem með einum eða öðrum hætti miða að því að styrkja stöðu fjölskyldna og barna í samfélaginu. Þannig tek- ur frumvarpið t.d. til félagsráðgjaf- ar, fjárhagsaðstoðar, húsnæðismála, atvinnumála, málefni bama, ungl- inga og aldraðra ásamt dagvistar- málum. Hér er um að ræða velferðar- málefni, sem samkvæmt sveitar- stjómarlögum og lögum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga era öll verkefni sveitarfélaganna en ekki ríkisins. Engin almenn lög gilda nú um þá margþættu þjónustu og skyldur sem sveitarfélögin hafá við íbúa sína í félagsmálum eins og t.d. er alls stað- ar á hinum Norðurlöndunum. Þessi þjónusta sveitarfélaganna hefur ver- ið rekin á grandvelli margra sérlaga, sem sett hafa verið á löngu tímabili. Þessi lög era mörg hver orðin úrelt, sum skarast og þau eiga það flest sameiginlegt að skyldur sveitarfé- laganna og réttur fólks til þjónustu er mjög á reiki. Engin heildarsýn hefur verið yfír þessa velferðarþjónustu fjölskyldn- anna þar sem þessi málefni hafa heyrt undir mörg ráðuneyti á vett- vangi ríkisins og margra aðila á vett- vangi sveitarfélaganna. Þetta er meginástæða þess að stefnumótun í fjölskyldumálum og málefnum barna hefur skort hér á landi og hefur stað- ið í vegi fyrir lagasamræmi og eftir- liti með framkvæmd laga á þessu sviði. Ur þessu er frumvarpi um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga ætlað að bæta með því að mæla fýrir um skyldur sveitarfélaga og rétt fólks ásamt því að marka þessari velferð- arþjónustu ákveðinn stjórnkerfísleg- an farveg. Ákvæði frumvarpsins um dagvistarmál: Ég vil þá víkja að dagvistarmál- unum sérstaklega en það er athyglis- vert að mótmæli við framvarpið haf| einungis beinst að þeim þætti en alls tekur frumvarpið til ellefu mála- flokka. Rétt er að útskýra hvers vegna dagvistarmál era höfð á með- al þeirra málaflokka sem framvarpið tekur til. Samkvæmt sveitarstjórnar- lögum og verkaskiptingalögum ríkis og sveitarfélaga eru dagvistarmál alfarið, bæði stofnkostnaður og rekstrarkostnaður, á ábyrgð sveitar- félaganna jafnframt því að vera einn mikilvægasti þjónustuþáttur hvers sveitarfélags við íbúa sína. Því væri afar sérkennilegt að lög um félags- þjónustu sveitarfélaga tækju ekki til dagvistarmálanna eins og t.d. mál- efna aldraðra sem era mjög veiga- mikill þáttur í þjónustu sveitarfé- laga. 1 hvorugum þessara mála- flokka verður þó um að ræða eðlis- breytingu á þeim verkefnum sem heilbrigðisráðuneytið fer með í mál- efnum aldr.aðra né í málefnum leik- skóla sem menntamálaráðuneytið fer nú með. Framvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga er í 71. grein og er fyrst og fremst frumvarp að ramma- lögum. í sex þeirra er fjallað um dagvistarmál og málefni leikskóla. í 2. gr. frumvarpsins er fyrst og fremst verið að fjalla um hver sú þjónusta er sem sveitarfélögin eiga að veita og hvaða málaflokkar það era sem þau hafa skyldur við í félags- málum og er þar m.a. talið upp málefni leikskóla. 3. gr. fjallar um yfirstjóm og kemur þar skýrt fram að málefni leikskóla heyra undir menntamálaráðuneytið að því er varðar faglega yfirstjórn og uppeld- isáætlanir. I 10. kafla (4 greinum) er síðan sérstaklega fjallað um mál- efni leikskóla. 1. Að sveitarfélög skuli eftir föng- um bjóða upp á leikskóla þar sem þeirra er þörf. 2. Til þess að sú þjónusta verði í sem bestu samræmi við þarfir barna í sveitarfélagi skal það láta fara fram mat á þörfínni eigi sjaldnar en á tvcggja ára fresti. 3. Félagsmálanefnd, skólanefnd grunnskóla eða sérstök leikskóla- nefnd fari með stjórn leikskóla. Ákvörðun um stjórn leikskóla taki sveitarstjórn. 4. Samþykki menntamálaráðu- neytisins og hlutaðeigandi sveitar- stjórnar þarf til að setja á stofn leik- skóla fyrir börn. 5. Markmið leikskóla skal verða að stuðla og örva alhliða þroska barna með því að skapa þeim góð uppeldisskilyrði undir handleiðslu fóstra og annars starfsliðs sem sér- staklega er til þess menntað. 6. Leikskólar.skulu reknir sam- kvæmt sérstökum lögum. Því verður ekki trúað að foreldrar og annað áhugafólk um dagvist- armál álíti að ofangreind atriði skaði uppbyggingu og uppeldisstarf leik- skóla á íslandi, einkum þegar haft er í huga að í núgildandi lögum um byggingu og rekstur dagvistarheim- ila eru engar skyldur lagðar á sveit- arfélög til að sinna dagvistarmálum þar sem þau eru einungis heimildar- lög. Jóþanna Sigurðardóttir „Vonandi geta þessi skrif orðið til þess að koma umræðunni um þennan mikilvæga og brýna málaflokk af sándkassastiginu, sem engu mun skila, yfir í málefnalega umræðu sem skilar okkur árangri í að bæta stöðu barna í þjóðfélaghra. Að minnsta kosti á ég mér þá von að hætt verði að nota mig sem Grýlu á foreldra barna á leikskólum.“ Eins og sést af ofangreindu er það ótvírætt að fagleg yfirstjórn og uppeldisáætlanir verða í höndum menntamálaráðuneytisins eins og verið hefur. í annan stað mun félags- málaráðuneytið samkvæmt frum- varpi um félagsþjónustu sveitarfé- laga ekki geta sett neinar reglugerð- ir um málefni leikskóla sem eins og áður greinir skulu reknir samkvæmt sérstökum lögum. Ekkert í frumvarpi um félagsþjón- ustu sveitarfélaga kemur í veg fyrír að frumvarp um nýtt forskólastig ' nái fram að ganga, né heldur skar- ast á við það frumvarp. Sama máli gegnir um frumvarp til iaga um rík- isframiag tii sveitarfélaga vegna leikskóla. Þvert á móti undirstrikar frumvarpið um félagsþjónustu sveit- arfélaga skyldur sveitarfélaga um uppbyggingu leikskóla. Félagsmálaráðuneyti eða menntamálaráðuneyti? í frumvarpi um félagsþjónustu sveitarfélaga er gert ráð fyrir að fagleg yfirstjórn og uppeldisáætlanir dagvistarheimila verði undir mennt- amálaráðuneyti svo sem verið hefur. í þessu felst að engin verkefni á sviði dagvistarmála flytjast frá menntamálaráðuneyti frá því sem verið hefur. Hins vegar fengi félagsmálaráðu- neytið, sem er' ráðuneyti sveit- arstjórnarmála, það verkefni að hafa eftirlit með því að sveitarfélögin sinntu uppbyggingu í dagvistarmál- um jafnframt því að veita þeim að- stoð til að sameinast um rekstur dagvista. Síðastnefnda atriðið er mjög þýðingarmikið þegar haft er í huga að sveitarfélögin eru yfir 200 að tölu og mörg smá og verða því mörg að sameinast um rekstur dag- vistarheimila, ef öll börn eiga að njóta þeirrar þjónustu óháð búsetu. Eg vil ekki trúa því, að áhugafólk um uppbyggingu í dagvistarmálum mótmæli þessum mikilvægu atrið- um. Frumvarp um leikskóla Sá áróður hefur verið rekinn að félagsmálaráðherra hafí með frum- varpi um félagsþjónustu sveitarfé- laga komið í veg fyrir fr'amlagningu frumvarps menntamálaráðherra um leikskólann eða framvarpsdraga um ríkisframlag vegna leikskóla. Hér er um rakalaus ósannindi að ræða og það er mikill misskilningur að frumvarp um félagsþjónustu hafi sérstaklega verið Þrándur í Götu leikskólafrumvarpsins og frum- varpsdraga um ríkisframlag. Stað- reyndin er sú hvað síðastnefnda framvarpið áhrærir, að það gerir ráð fyrir stórfelldum ríkisútgjöldum sem nemur milljörðum króna til sveitar- félaganna sem menn sjá ekki hvar á að taka og engar tillögur liggja fyrir um. Á það að gerast með aukn- um sköttum eða niðurskurði annars staðar í ríkisútgjöldum? Enda fór það svo að menntamálaráðherra lagði það ekki fram á Alþingi sam- hliða frumvarpi um leikskóla síðast- liðið vor þegar það var lagt fram til kynningar. Frumvarpsdrögin um ríkisframlag vora einungis sett fram sem fylgiskjal með frumvarpi um leikskóla, þó að frumvarpið um ríkis- framlag til sveitarfélaga (eða fjár- mögnun með öðrum hætti) sé undir- staða þess að frumvarp um leikskóla nái markmiði sínu. Það er þ ví athyglisvert að fóstrur hafa ekki mótmælt þessari málsmeð- ferð á fjármögnunarþætti leikskól- ans, sem er forsenda fyrir að settu markmiði verði náð, heldur einbeita kröftum sínum að því að gera tor- tryggilegt framvarp um félagsþjón- ustu sveitarfélaga sem þó styður uppbyggingu leikskóla í landinu. Nái það framvarp ekki einnig fram að ganga eða aðrar tillögur um fjármögnun, sem skili því að öll börn frá 6 mánaða aldri til 6 ára hafí fengið leikskólapláss að 10 áram liðnum eins og frumvarp um leikskóla gerir ráð fyrir, þá yrðu lög um leikskóla enn ein viðbótin við þá lagabálka sem ekki er hægt að fram- kvæma því lofað var meiru en mögu- legt var að standa við. Eftir stæðu þá ákvæðin um þá skipulagsbreytingu í dagvistarkerf- inu sem snúa að fóstrum og fela í sér stofnun embætta umdæmis- fóstra og leikskólastjóra en fjölgun leikskólaplássa væri dauður laga- bókstafur. Ástæða er til að vekja á því at- hygli að fram að gildistöku verka- skiptingarlaganna, átti tíkið að taka þátt í uppbyggingu dagvista með framlagi sem nam helmingi stofn- kostnaðar. Ríkisvaldið hefur ekki einu sinni staðið við þær skuldbind- ingar svo árum skiptir. Þannig skuldar ríkissjóður sveitarfélögunum enn á annað hundrað milljónir vegna uppbyggingar dagvistarheimila. Fjármögnun vegna leikskólafrum- varpsins og ríkisframlag vegna leik- skóla fela i sér ríkisútgjöld sem nema á annan tug milljarða. Leikskólaframvarpið hefur einnig mætt harðri andstöðu frá mörgum sveitarfélögum, sem telja að með þvi sé ríkisvaldið að segja þeim fyrir verkum og leggja á þau fjárhagsleg- ar kvaðir sem þau sætta sig ekki við. Ákvæði frumvarpsins um að dag- vistir eigi að vera skólar fyrir börn allt niður í 6 mánaða gömul hefur einnig vafist fyrir mörgum. Efa- semdarmennirnir spyija einnig hvernig eigi að vera raunhæft að kosta leikskólapláss fyrir börn frá 6 mánaða aldri, þegar einungis 10% bama á aldrinum 2-6 ára hafa nú heilsdags rými og rúmlega þriðjung- ur hálfs dags rými. Hér sé því um óraunhæf yfirboð að ræða. Ég nefni ofangreind atriði aðeins til að varpa ljósi á að andstaðan við leikskóla-' frumvarpið er miklu margslungnari en sumar fóstrar vilja vera láta. Ég óttast að sú afstaða hluta fós- trastéttarinnar sem ég hef hér lýst komi í veg fyrir að þessi mikilvægu frumvörp um leikskóla og félags- þjónustu sveitarfélaga sem bæði era mikilvæg fyrir uppbyggingu leik- skóla í landinu verði lögð fram til lýðræðislegrar umfjöllunar á Alþingi á yfirstandandi þingi hvað þá að þau nái fram að ganga. Til að það sé ekki dregið í efa er rétt að fram komi að hvorki ég né minn flokkur hefur lagst gegn slíkri málsmeðferð. Þvert á móti. Enn á þó einn stjómar- flokkanna eftir að samþykkja að Alþingi fái framvarp um félagsþjón-*- ustu sveitarfélaga til eðlilegrar um- fjöllunar. Niðurlag: Vonandi geta þessi skrif orðið til þess að koma umræðunni um þennan mikilvæga og brýna málaflokk af sandkassastiginu, sem engu mun skila, yfír í málefnalega umræðu sem skilar okkur árangri í að bæta stöðu barna í þjóðfélaginu. Að minnsta kosti á ég mér þá von að hætt verði að nota mig sem Grýlu á foreldra barna á leikskólum. Það er með öllu óþolandi að vanþekkingf misskilningur og rangtúlkanir hóps fóstra skuli standa í vegi fyrir því að jafn mikilvægt velferðarmál fjöl- skyldna í þessu landi og framvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga skuli hljóta brautargengi. Höfundnr er félagsmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.