Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 Innflutningur og sala á 95 oktan-bílbensíni Dómkirkjan: Bæn fyrir friði Á SUNNUDAG kl. 17 verður bænaguðsþjónusta þar sem beðið verður fyrir friði. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, leiðir bænina í guðsþjónustunni sem er í umsjá sr. Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar, dómkirkjuprests. Marteinn H. Friðriksson dómorganisti verður við orgelið og Elín Sigurvinsdóttir syngur einsöng og leið- ir almennan söng. Biskupinn hefur beint því til þjóðarinnar að beðið verði fyrir að'friður haldist við Persaflóa og í Austuriöndum nær. Friðarum- leitanir fara fram með mikilli spennu þessa dagana og sá frest- ur er senn úti sem írökum er veitt- ur á að draga heri sína frá Kúvæt. Hernaðarátök munu kosta mánnslíf og böm og saklaust fólk verða illa úti. Það er því með mikilli sorg sem menn horfa á frestinn renna út án þess að tiltæk ráð beri ávöxt. Bænin er okkur kristnum mönnum tiltækt ráð sem ekki má’undir höfuð leggjast. Þeir sem vilja leggja áhyggjur sínar vegna yfirvofandi stríðs fram fyrir eilífan Guð og Föður miskunnsemdanna eru boðnir vel- komnir til bænaguðsþjónustunnar í Dómkirkjunni, höfuðkirkju allra þjóðkirkjusafnaða á íslandi, og biðja þar með biskupnum fyrir réttlátum friði. Dagsbrún: Mótmæla hækkun fasteignagj alda Trúnaðarráðsfundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 10. janúar 1991, mótmælir harðlega hækkun fasteignagjalda hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, en hækkun er langt um- fram launahækkanir og á ekki við nein rök að styðjast, segir í frétt frá Dagsbrún. I samþykktinni segir ennfrem- ur: „Þrátt fyrir almennan vilja varðandi þjóðarsátt, þá virðist svo sem þessi sveitarfélög taki ekkert tillit til stöðugra verðlags og minni fjármagnskostnaðar samfara lækkaðri verðbólgu sem þýðir minni útgjöld fyrir þau. Þá mótmælir fundurinn síendur- teknum hækkunum strætisvagna- fargjalda hjá Reykjavíkurborg og einnig svokölluðu sorpeyðingar- gjaldi hjá öðrum sveitarfélögum á svæðinu, sem er ný gjaldtaka. Allar þessar hækkanir rýrar kaupmátt launafólks, því fordæm- ir fundurinn þessar hækkanir og skorar á sveitarfélögin að taka þær til endurskoðunar." ÍÍDsigiM máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 572. þáttur Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: Vegna ummæla í ritstjórnargrein Morgunblaðsins 10. þ.m. tel ég óhjákvæmiiegt að gefa eftirfarandi upplýsingar. Þegar fyrir lá í síðasta mánuði að viðskiptaráðherra myndi gefa fijálsan innflutning á bílabensíni frá áramótum var ákveðið af forráða- mönnum Skeljungs hf. og Olíufé- lagsins hf. að þessi félög skyldu flytja til landsins 95 oktan blýlaust bílabensín með skipi, sem félögin höfðu tekið á leigu til flutnings á 92 oktan-bensíni. Skip þetta lestaði í Rotterdam og kom til iandsins 7. þ.m. Með skipinu komu 1.500 tonn af blýlausu. 95 oktan-bílbensíni til Olíufélagsins hf. og sama magn af þessari vöru til Skeljungs hf. Þess- um 3.000 tonnum var dælt á tóman geymi í olíubirgðastöðinni í Örfiris- ey enda fullt samkomulag um þenn- an innflutning milli félaganna. Með þessu sama skipi komu til Olíufélagsins hf. 3.585 tonn af bíla- bensíni sem samkvæmt farmskrá og pöntun átti að vera blýlaust 92 oktan-bensín. Til Skeljungs hf. komu 2.704 tonn af þessu sama bensíni. Rannsóknarstofur SAY- BOLT í Rotterdam efnagreindu bensínið fyrir íslensku olíufélögin og samkvæmt skýrslu þeirra var styrkleiki bensínsins 95,2 oktan en ekki 92 oktan. Styrkleiki 95 oktan- bensínsins, sem að framan er getið reyndist samkvæmt .þessari efna- greinjngu 96 oktan. Öll íslensku olíufélögin fengu 7. desember bensínfarm, sem Nafta í Moskvu afgreiddi frá Amsterdam 8.945 tonn. Þetta átti ’að vera 92 oktan blýlaust bensín, en reyndist vera 95,4 oktan. í báðum þessum tilfellum er samið um að styrkleiki sé ekki minni en 92 oktan, og ekki tilefni af hálfu kaupenda til athuga- semda þótt hann sé meiri eða gæði vörunnar meiri. Fyrst í stað blandaðist þetta bensín saman við 92 oktan-bensín á bensínstöðvum og smávegis á birgðastöðvum. Nú er ekki lengur um slíkt að ræða og því er í dag 95 oktan bílabensín selt af dælum sem merktar eru 92 oktan hjá olíu- félögunum. Ritstjórinn spyr hvort það sé sjálfsagt mál að olíufélögin blandi þannig saman 92 og 95 okt- an-be nsíni. Því er til að svara að víða erlend- is eru til dæmis notaðar dælur á bensínstöðvum sem blanda þannig saman bensíni til þess að fá þann oktan styrkleika, sem viðskiptavin- urinn óskar eftir. Hitt er annað mál að vissulega má um það deila hvort eðlilegt sé að selja 95 oktan-bensín af dælum, sem merktar eru 92 okt- an . Ég hefði talið eðlilegast að breyta merkingu á dælunum. Hins- vegar var ljóst að hér var um að ræða bensín með meiri gæðum en merking gerði ráð fyrir og þar sem það var betri orkugjafi fyrir alla bíla sem notuðu 92 oktan var ekki talin ástæða til breytinga. Þetta sjónarmið varð ofan á. Mér er ekki kunnugt um að hin olíufélögin hafi heldur breytt þessari merkingu. Að öllu þessu athuguðu taldi ég rétt að bíða með að markaðssetja bensín það sem sérstaklega var pantað sem 95 oktan-bensín. Það liggur heldur ekki fyrir hvort verð- lagsráð ákveður útsöluverðið eða það verður gefið fijálst. Hvort sem verður er ljóst að þetta bensín er á lægra innkaupsverði en það bensín sem nú er verið að selja sem 92 oktan úr farmi frá 7. desember. Menn myndu varla kaupa 92 oktan- be nsín á hærra verði en 95. Ég get ekki fallist á að þessar aðstæð- ur gefi tilefni til að hækka álágn- ingu á 95 oktan-bensíni þannig að eðlilegur verðmismunur verði á þessum tveimur tegundum miðað við innkaup á sama tíma, en inn- kaupsverð á 95 oktan-bensíni er almennt á markaðnum svipað og á kraftbensíni 98 oktan með blýi. Framanrituðu vildi ég koma á framfæri til þess að skýra þau at- riði sem gerð eru að umtalsefni í umræddri ritstjórnargrein Morgun- blaðsins. Vilhjálmur Jónsson --------♦ ♦ ♦ ■ HÚSDÝRA GARÐ URINN heldur áfram með kynningar sínar á dýrategundum, en nýlega var hreindýrafræðsla. Næstkomandi sunnudag, 13. janúar, kl. 15.00 fjallar Omar Bjarnason dúfna- áhugamaður og ræktandi um skraut- og bréfdúfur, hirðingu, pör- un, sjúkdóma o.fl. Auk þess verða til sýnis nokkur afbrigði skraut- dúfna og bréfdúfur. Kynningin verður í kennslusal Húsdýragarðs- ins í Laugardal og er hún opin gest- um garðsins meðan húsrúm leyfir,- Þá er það síðari pistill rit- stjóra Flugorðasafns, Jónínu M. Guðnadóttur, sbr. næst- síðasta þátt: „Fyrir nokkru voru til umfjöll- unar heiti loftfara af öllu tagi. Hinar eldri gerðir hafa þegar öðlast ágæt heiti á íslensku, en tækninýjungar eru sífellt að koma fram og kalla á nýyrði. Flugvélar sem á ensku kallast VTOL aircraft (vértical take-off and landing) leggur nefndin til að kalla hnitur og er þá snjall- yrðið þota haft í huga. Má í því sambandi minna á ættingja hennar, sem er orðið þura og haft er um hljóðfráa þotu (sup- ersonic jet). Hnitur einkennast af því að geta tekið á loft og lent lóðrétt og byggist sá eiginleiki m.a. á því að vængir þeirra geta snúist 90°. Slíkir vængir heita velti- vængir (tilt wing) og sé um þyrlur að ræða eru þær búnar veltiþyrli (tilt rotor), en loftför- in sjálf heita þá veltivængjur (tilt-wing aircraft) eða veltiþyr- ilshnitur (tilt-rotor aircraft). Hnitur sem einnig geta tekið á loft og lent á stuttri flugbraut nefnast skammbrautarhnitur (V/STOL aircraft). Auk vængj- anna getur knýr hreyflanna á (sumum) hnitum breytt um stefnu á flugi og nefnist hann þá stefniknýr (vectored thrust). Á ýmsum nýlegum gerðum flugvéla eru vængirnir hreyfan- legir á flugi á annan veg en á hnitum, þ.e. í fleti sem fylgir langásnum. Loftför sem á ensku kallast ýmist variable-sweep aircraft eða swing-wing aircraft leggur flugorðanefnd til að nefna færivængjur. Er þá hægt að breyta stöðu vængsins þannig að hann verði mismikið aftur- strokinn eða framstrokinn (swept back, swept forward). Þegar nefna þarf vænghalla er vængurinn ýmist sagður að- hallur (dihedral wing eða frá- hallur (anhedral wing) eftir því hvort hann hallar upp á við eða niður á við frá bol vélarinnar. Þau nýyrði sem hér hafa ver- ið tilgreind þarf sjálfsagt að melta og láta á þau reyna í sam- felldu máli, áður en þau ná að festa rætur. Ef lesendur hafa athugasemdir fram að færa eða betri tillögur er þess vænst að þeir hafi samband við ritstjóra orðasafnsins. Síminn er 694442 á skrifstofunni, Aragötu 9.“ ★ Jeg að öllum háska hlæ á hafi Sóns óstraungvu, mjer er sama nú hvört næ nokkru land’ eða’ aungvu. (Níels Jónsson skáldi (1782-1857); úr mansöng 1. rímu af Frans Dönner) ★ Ragnar Böðvarsson átti nokk- uð ósagt við okkur fyrir skemmstu, og skal nú þar tekið til sem frá var horfið; „Einhverntíma í sumar birtist í Tímanum frétt, sem mér var fyrirmunað að skilja. í fyrirsögn var talað um fjárböðun í bönkum í einhveiju landi. Þetta þótti mér harla forvitnilegt. Ég vissi að vísu, að einstaka bændur höfðu byggt sérstök hús til þess að baða í fé sitt og að þessi hús eru í sumum tilvikum hin myndar- legustu, en að bændur færu inn í banka til þessara verka var algerlega nýtt fyrir mér. Ég lagði því á mig að lesa fréttina og fjallaði hún um það að'eitur- lyfjakóngar eða einhveijir ámóta misendismenn höfðu komist yfir mikið fé og það var endurtekið í fréttinni að einhver hluti þess væri baðaður í bönkum. Ég sett- ist niður og skrifaði ritstjórn Tímans bréf og mæltist til þess að fréttin yrði þýdd á ís- lensku ...“ Bréfritara þykir mjög miður, að ritstjórnin varð ekki við þessari bón, verra en skyssa blaðamannsins. Þykir honum gæta þar virðingarleysis gagnvart íslenskri tungu, segir síðan: „Annars getur vel verið, án þess að ég átti mig á því, að þetta orðafar, að baða fé, þ.e. peninga, sé runnið frá einhveiju ensku prðatiltæki, en það er engin afsökun. íslenskir blaða- lesendur eru ekki skyldugir til þess að þekkja útlend orðatil- tæki. Þeir eru ekki einu sinni skyldugir til þess að kunna neitt í ensku. Ég hef að vísu nokkrum sinnum’heyrt menn segja í út- varpi, og lesið á prenti, að allir íslendingar skilji ensku. Það er eins og hver önnur vitleysa sem hver étur upp eftir öðrum án. þess að gera sér nokkra grein fyrir staðreyndum. [Næst fjallar bréfritari um skamman tíma sem enska hafi verið skyldu- námsgrein hér á landi.] Auk þess vita það allir, að þótt ein- hver hafi einhverntíma lært ensku í gagnfræðaskóla, en síðan hætt að halda kunnáttunni við, þá dugir hún skammt til þess að skilja málið að gagni...“ ★ Hlymrekur handan kvað: Það var leitt með þann skagfirska Skata Rút, að hann skyldi ekki kunna að rata út vestur í Nuuq (eða var það Kagsiarsuq?); hann gekk í grænlenska partíið Atasút. ★ Ég las í bók um daginn að Sigurður ,,Jónsson“(!) gæfi ríkinu Bessastaði „með kostum og kynjum". Þetta held ég að eigi að vera með gögnum og gæðum. Hitt er annað mál, að staðnum fylgdu svo sem bæði kostir og kynleg fyrirbæri. Sjá og Víkverja þessa blaðs 30. des., þó í öðru samhengi. Heyrt hef ég nefnda eyjuna Mön, en í sjónvarpsfréttum 6. þ.m. hét hún eyjan „Man“. Er það all- óþörf nýbreytni. 011KH 01Q7H LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I I v)U'tl0/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. þessar eignir: Á vinsælum stað við Tunguveg raðhús m/4ra herb. íb. á tveimur hæðum. Þvottah. og geymsla i kj. Húsnlán um kr. 2,0 millj. í gamla góða Austurbænum í steinhúsi í Þingholtunum 3ja herb. ekki stór en vel skipul. íb. á neðri hæð i tvíbhúsi tæpir 70 fm að innanmáli. í kj. fylgir íbherb. m/snyrt- ingu. Ennfremur þvottah. og geymsla. Verð aðeins kr. 4,5 millj. gegn góðri útborgun. Laus fljótl. Á besta stað við Hraunbæ 4ra herb. íb. á 1. hæð. Á jarðhæð fylgir lítið íbherb. Skipti æskil. á raðhúsi í nágr. Sanngjarnt verð. Nýieg fbúð með bílskúr v/Nýbýlaveg, Kóp. á 2. hæð. Góð sameign. Bílsk. V/Stelkshóla á 2. hæð. Góð sameign. Góður bílsk. Séríbúð við Miklatún Stór og góð 3ja herb. kjíb. um 90 fm. Nýl. gler og gluggar. Sérinng., sérhiti. Endurbætt sameign. Séríbúð í Laugarneshverfi Stór og góð 3ja herb. íb. á jarðh./kj. Sérinng., sérhiti. Nýl. gler o.fl. Vinsæll staður. Með tveimur íbúðum í Mosfelisbæ Vegna búferlaflutninga þurfum við að útvega húseign í Mosbæ m/tveimur íbúðum. Góðar greiðslur. í borginni eða nágrenni vantar á söluskrá einbhús af meðalstærð. Margs konar eignaskipti mögul. m.a. góða 4ra herb. íb. á 1. hæð í miðborginni. • • • Opiðídag kl. 10.00-16.00. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. ____________,_____________ var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 * 21370 ALMENNA FASTEIGNASAIAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.