Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Kvótakerfið: Hægt að berja í brestina með stórauknu eftirliti ÞAÐ HEFUR aldrei farið á milli mála að kvótakerfið er umdeilt - um það geta allir verið sammála. Alla jafna hefur á hinn bóginn ekki farið hátt, þegar gallar kvótakerfisins hafa komið í dagsins ljós. Helstu gallar núverandi kerfis virðast i fljótu bragði vera þeir að vegna takmarkaðs eftirlits, er hægt að fara í kringum kerfið. Dæmin sanna að menn hafa svindlað á kerfinu, þótt hljótt hafi ver- ið um svindlið, hvort sem er hjá svindlurunum sjálfum, eða í sjávarút- vegsráðuneytinu. Samstaða hefur verið um það meðal hagsmunaaðil- anna og ráðuneytisins að afgreiða slík mál í kyrrþey, hafi það á annað borð reynst mögulegt. Menn sem uppvísir hafa orðið að svindli, hafa þegjandi og hljóðalaust greitt háar fjársektir og sætt hertu eftirliti í kjölfarið. Þegar slíkt misferli hefur kvisast og um hefur verið fjallað af fjölmiðlum, er viðkvæðið gjarnan að bregðast harkalega við og vísa snarlega til föðurhúsanna öllum staðhæfingum í þá veru að einhvers staðar kunni pottur að vera brotinn. Sennilega eru flestir sammála um að kvótakerfið gerir kröfur til mikils veiðieftirlits. Það er ósköp skiljanlegt að útgerðir og áhafnir skipa hugsi fyrst og fremst um að ná hæsta mögulega hráefnisverði, en ekki þar með sagt að það sé hið eina rétta þegar hugsað er til há- mörkunar á arðsemi sameiginlegrar auðlindar okkar íslendinga - þar sem leiðarljósið á að vera verndun fiskistofnanna og hámarksnýting þess afla sem úr sjó er dreginn. Því er það almennt álitið að þýðing eftirlits með fiskveiðum sé mikil. Ráðuneytið vill aukið eftirlit Sjávarútvegsráðuneytið gerir sér grein fyrir þýðingu veiðieftirlits en ber gjarnan við fjárskorti. Ráðu- neytið vildi fyrir allmörgum árum fá sérstakar heimildir til þess að geta haft sérstakt eftirlit með frystiskipunum, sem ráðuneytið taldi eðlilegt að væri kostað af frystitogaraútgerðunum. Þessar hugmyndir mættu andstöðu bæði hjá samtökum útvegsmanna og sjó- manna, auk þess sem meirihluti Alþingis reyndist þeim andvígur. Eftirlit með veiðum og vinnslu frystitogara er mun erfiðara en eft- irlit með öðrurh veiðum. Kanada- menn hafa þann háttinn á að eftir- litsmaður er um borð í hveijum frystitogara. Frystitogaraútgerðir og sjómenn frystitogara hafa tekið hugmyndum um aukið og stöðugt eftirlit, með veiðum, vinnslu, vigtun og nýtingu illa og gjarnan hafa raddir frá þeim heyrst í þá veru að óþolandi væri að starfa undir sér- stakri smásjá ráðuneytisins, vera stöðugt grunaðir um misferli og hafa hóp löggæslumanna á herðum sér við dagleg störf á sjó úti. Fyrir tveimur árum var sett í gang í sjávarútvegsráðuneytinu verkefni á vegum Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins þar sem nýting frystitogara var sérstaklega mæld. Á daginn kom að ekki reyndist nægilega góð nýting um borð íþeim öllum. Þetta hefur smám saman verið að leiða af sér breyttar regl- ur, samkvæmt upplýsingum ráðu- neytisins. Ráðuneytið segist vissu- lega hafa reynt að auk'a eftirlit með frystitogurum, í þeirra óþökk, en ugglaust megi gera betur, líklega miklu betur. Sjávarútvegsráðuneyt- ið telur þó að skilningur meðal frystitogaramanna hafi aukist á því að þeim sé fyrir bestu að hafa ákveðinn vitnisburð um að eftirlitið sé í lagi. Andskoti langsótt að hafa eftirlitsmann um borð í hverju skipi Líklega er það mat ráðuneytisins rétt, því einn útgerðarmaður frysti- togara sagði í samtali við Morgun- blaðið fyrr í vikunni: „Það er bara rangt að við höfum verið á móti veiðieftirliti. Við höfum að vísu ekki verið þess fýsandi að hafa eftirlits- mann um borð í hveiju skipi, og lái okkur hver sem vill, enda held ég að það væri andskoti langsótt. Aft- ur á móti væri hægt að taka upp miklu strangari viðurlög þegar menn gerast brotlegir og eins væri hægt að bíða eftir skipunum þegar þau koma til hafnar, fylgjast með því hvað kemur upp úr þeim og svo framvegis.“ Aðrir málsvarar frysti- togaraútgerðar taka undir þessi orð útgerðarmannsins og segja útvegs- menn vissulega vilja vera undir nákvæmu, en sanngjörnu veiðieftir- liti. Eftirlit ráðuneytisins með frysti- togurunum hefur einkum beinst að nýtingarhlutfallinu, til þess að kom- ast til botns í því hversu miklu af nýtanlegum verðmætum er kastað fyrir borð, en eins og kunnugt er hefur aðalgagnrýnin á frystitogara verið sú að slíkt gerist í óréttlætan- lega miklum mæli. Upplýsingar úr ráðuneytinu herma að þar á bæ telji menn að staðhæfingar um smáfiskadráp á frystitogurum séu orðum auknar. Bent er á að ZA af smáfiskinum séu fyrir utan kvóta, þannig að ef menn koma með smáfiskinn að landi, einS og þeim ber skylda til, þá reiknast hann ekki nema að einum þriðja inn í kvótann. Fengist hafi mjög hátt verð fyrir þennan fisk og því sé erfitt að ímynda sér að stórfellt smáfiskadráp eigi sér stað, þar sem smáfisknum sé hent beint í sjóinn aftur, auk þess sem á það er bent að mörgum fiskiskipanna hafi ekki gengið allt of vel að ná kvótanum sínum, sem geri það enn ólíklegra að miklu af smáfiski sé hent. Auð- vitað haldi enginn þVÍ fram að smá- fiskadráp eigi sér ekki stað, það hafi alltaf verið fyrir hendi og verði ugglaust alltaf fyrir hendi, þótt menn voni að slíkt verði í eins litlum mæli og hugsast geti. Nýting batnað með fræðslu og skipulegum mælingum Grímur Valdimarsson forstöðu- maður Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins sagði að á árunum 1989-1990 hefði stofnunin mælt nýtingu hjá alls 19 frystitogurum og haldið námskeið með útgerðar- aðilum og yfirmönnum þessara skipa um það hvernig bæta mætti nýtinguna. I upphafi mælinganna hafi reynst talsverður mismunur á milli skipa en einungis í þremur til- fellum væri hægt að segja að nýt- ingin hafi verið slæm. Með skipu- legum mælingum og fræðslu hafi tekist að bæta nýtinguna verulega. Dæmi hafi verið um að nýtingin hafi aukist úr 38% í 45% fyrir roð- laus flök með beinum miðað við slægðan fisk. „Sem dæmi um ný- lega úttekt á 6 frystitogurum sem unnu roðlaus og beinlaus þorskflök reyndist nýtingin fyrir togarana vera frá 38,5% til 41,1% miðað við slægðan fisk,“ segir Grímur. - Allt er þetta gott og blessað, svo langt sem það nær, segja fulltrúar fiskvinnslunnar í landi við mig, en með þessu segja þeir ekki einu sinni hálfa söguna sagða. Framkvæmda- stjóri frystihúss úti á tandi segir: „Við höfum ekki bara rökstuddan grun fyrir því að þetta er ekki svona, heldur fulla vissu. Þessar niðurstöður hjá RF eru miðaðar við þá nýtingu sem frystitogararnir sýná, þegar vinnsluferlinu um borð í frystitogaranum er lokið. Einungis sá fiskur sempassar í vinnslurásina og er af réttri tegund, fer í gegnum hana. Það er valið hvaða fiskur fer í flökunarvélina. Ef hann síðan á einhveiju vinnslustiginu reynist óhæfur, er honum hent. Inni í þess- um tölum er ekki neitt um valið sem hefur átt sér stað áður en fiskurinn kemur inn á borðið í hinu fljótandi frystihúsi. Fiskurinn sem er marinn, eða undirmálsfiskur, eða beinlínis af verðlítilli tegund, honum er ein- faldlega hent fyrir borð og þarna á sér því stað gífurleg verðmætasóun. Þetta gerist auðvitað mest þegar mikið fiskast og auðvitað verður að gæta sanngirni í þessum frá- sögnum og greina frá því að þetta er mjög mismunandi eftir skipum. Þetta er viðurkennd staðreynd í raun, þótt hún sé ekki viðurkennd opinberlega." Hagsmunir frystihúsanna og frystitogaranna ólíkir „Það þarf ekki mikinn speking til þess að sjá að hagsmunir frysti- húsanna í landi og þeirra sem ég nefni fljótandi frystihús, þ.e. frysti- togaranna, eru ólíkir í þessum efn- um. Frystihúsin í landi, sem kaupa allan sinn afla, þurfa auðvitað að einblína á nýtingu - þau þurfa að. stefna með öllum tiltækum ráðum að því að ná hámarksnýtingu á því hráefni sem þau hafa keypt. Frysti- togaramir aftur á móti kaupa ekki sinn afla, heldur draga hann inn fyrir borðstokkinn. Maður þyrfti nú að vera ómannlega óbreyskur til þess að freistast ekki til þess að velja og hafna með tilliti til gæða og framleiðsluhraða og aukinnar afkomuvonar, þegar maður ætti möguleika á slíku. Hámarksnýting getur því ekki verið frystitogurun- um sama leiðarljósið og okkur í landi og því er aukið, stóraukið eft- irlit með veiðum þeirra þjóðarnauð- syn,“ segir annar fiskverkandi. Fulltrúar fiskvinnslunnar í landi segja að staðhæfingar í þá veru að frystitogarar nái 90% til 95% nýt- ingu miðað við það sem gerist hjá fiskvinnslunni í landi með öllu til- hæfulausar. Slíkar staðhæfingar séu miðaðar við það aflamagn sem fari í gegnum'vinnsluferlið um borð í togurunum og geti staðist sem slíkar, en þá eigi einfaldlega eftir að reikna með það sem strax í upp- hafi er flokkað frá og hent. Munurinn á nýtingarhlutfalli frystitogaranna og frystihúsanna sé miklum mun meiri en tölur Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins gefi til kynna. Þeir segjast því í sjálfu sér vel geta skilið þá afstöðu frysti- togaramanna að hafna því að hafa eftirlitsmenn staðsetta um borð að jafnaði, þegar skipin eru að veiðum. „Það er einmitt þá sem skaðinn skeður og verðmætin hverfa ónýtt í hafið á nýjan leik. Því vilja frysti- togaramenn einungis hlíta tak- mörkuðu eftirliti, sem eigi sér stað á hafnarbakkanum, að veiðiferð lokinni,“ segir fiskverkandi. Skuttogarasjómenn töldu að 9,5% af þorski væri fleygt I þessu sambandi er rétt að rifja lítillega upp niðurstöður könnunar sem SKÁIS gerði meðal sjómanna á fiskiflotanum í desember 1989 og janúar 1990. 900 sjómenn voru beðnir um að svara spurningalista Ian Paterson kennari við Parsons-hönnunarskólann í París: Miklír möguleikar á sviöi mynd- og formsköpunar IAN Paterson, kennari við Parsons- hönnunarskólann í París, hefur undan- farna daga kynnt nám við skólann hér á landi. Hann segir reynslu af íslenskum nemum við skólann vera mjög góða og hafi hann hug á að fá fleiri Islendinga til náms. Leggur hann áherslu á að at- vinnumöguleikar séu mjög góðir á sviði mynd- og formsköpunar (visual creati- on). Parsons hönnunarskólinn var stofnaður í New York í Bandaríkjunum fyrir sextíu árum síðan og nýtur mikillar virðingar þar í landi. Einnig er skólinn með útibú í Los Angeles í Bandaríkjunum og í París í Frakklandi. Parísardeildin var stofnuð fyrir tíu árum síðan og er skólinn staðsettur miðsvæðis í borginni. Fagurlist oghönnun blandað saman Ian Paterson, sem er kanadískur og kenn- ir teiknun og ljósmyndun við skólann, sagði að þó Parsons væri með útibú í þremur mjög mismunandi borgum lægi sama hugs- un á bak við starfsemi skólans á öllum stöð- unum. Venjulega væri gerður greinarmunur á fagurlistanámi og hönnunarnámi en í Parsons væri reynt að blanda þessu tvennu saman. Markmiðið væri að setja meiri list í hönnun og meiri hönnun í list. „Við viljum reyna að finna jafnvægi milli fegurðar í útliti og nytsemi," sagði Paterson. Nám við skólann tekur fjögur ár og er hægt að ljúka prófi af fimm sviðum: Fagur- listum, ljósmyndun, tísku, teiknun og aug- Iýsingateiknun. Er fyrsta árið sameiginlegt fyrir nema af öllum sviðum. Vildi Paterson leggja undirstrika að skólinn leggði áherslu á klassískt nám en ekki framúrstefnulegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.