Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 11 Hin nýja neyðarrafstöð Flugmálastjórnar. Reykjavíkurflugvöllur: Flugmálasljórn tekur í notkun neyðarrafstöð NYLEGA tók flugmálastjorn í notkun neyðarrafstöð, sem mun sjá stofnuninni fyrir nauðsyn- legri raforku þegar veituraf- magn bregst. Hér er um að ræða tvo 414 hestafla Caterpillar Dieselhreyfla, sem hvor um sig knýr rafala, en samanlögð afkastageta þeirra er ■ MANNRÆKTIN verður með kynningu á Grönn-vörum og Grönn-námskeiðum mánudags- kvöldið 14. janúar kl. 20.30 í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðurbergi, Breiðholti. Þarna verður fjallað um matarfíkn og áhrifaríkar leiðir til bata. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum opinn sem vilja kynna sér nýjar og árangursríkar hugmyndir um heilbrigt mataræði. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Axel Guðmundsson. 560 kW Straumrof á aðalveitu ræsir hreyflana sjálfkrafa og inn- an 6 sekúndna er rafstöðin farin að framleiða fulla orku, sem dreif- ist svo til margvíslegra nota um raflagnakerfi stofnunar flugmála- stjómar á Reykjavíkurflugvelli og tryggir að nauðsynleg starfsemi flugvallarins varðandi flugumferð verður ekki fyrir truflunum vegna rafmagnsskorts. Öll flugumferð og flugstjórnar- svæði N-Atlantshafsins, sem er undir stjórn íslenskra flugmála- yfirvalda, er einnig háð þessum öryggisbúnaði, enda er helmingur kostnaðar af neyðarrafstöðinni greiddur af alþjóða flugmálastofn- uninni. Með tilkomu þessa búnaðar hefur því verið stigið stórt skref í átt að auknu flugöryggi á ís- landi og íslensku flugstjórnar- svæði, segir í frétt frá Flugmála- stjórn. Truflanir í raforkukerfinu á Stór-Reykjavíkursvæðinu vegna Stálfélagsins: Endurbætur gætu kost- að tugí milljóna króna Túlkunaratriði hver borgar, segir Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Stálfélagsins UNNIÐ er að því að finna fullnægjandi lausn á spennusveiflum í raforkukerfinu á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem borið hefur á undan- farna mánuði. Kostnaður við endurbætur gæti numið tugum milljóna króna, en ekki er enn ákveðið hvaða leið verður farin varðandi úrbætur. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að gripið hafí verið til ýmissa ráðstafana sem dregið hafí úr þeim sveiflum á raf- orku sem verið hefur undanfama mánuði og rekja megi til reksturs stálbræðslu íslenska stálfélagsins. „Sveiflurnar eru mun minni en við upphaf rekstursins í nóvember. Hins vegar hefur enn ekki tekist að fínna fullnægjandi lausn og því er málið í áframhaldandi athugun. Liður í þeirri athugun eru mælging- ar sem nú fara fram til að meta nákvæmlega umfang vandamálsins með tilliti til nauðsynlegra úrbóta svo að rekstur stálbræðslunnar geti aðlagast raforkukerfínu skamm- laust, en samningslega séð er það fýrst og síðast á ábyrgð og kostnað Stálfélagsins að svo megi verða,“ sagði Halldór. „Við teljum það túlkunaratriði hvort við eigum að bera kostnað vegna lagfæringa sem gera þarf. Þær lausnir sem í sjónmáli eru kosta vemlegar fjárhæðir og ef dýrasta leiðin verður farin erum við að ræða um tugi milljóna. Við höfum ekki fengið reikning frá Landsvirkjun vegna þeirra ráðstafana sem hingað til hafa verið gerðar og ég á ekki von á að fá reikning vegna þeirra,“ sagði Páll Halldórsson framkvæmd- astjóri íslenska stálfélagsins. „Ef Landsvirkjun hættir að selja okkur orku þá er búið að kippa rekstrargrundvellinum undan fyrir- tækinu og þá væri ekki margt ann- að í stöðunni hjá okkur en að fara fram á bætur. Við getum auðvitað ekkert gert ef við fáum ekki raí- orku,“ sagði Páll. Stofnkostnaður við verksmiðjuna nam rúmum ellefu milljónum dollara, eða um 560 millj- ónum íslenskra króna, og sagði Páll að þegar ráðist hafi verið í byggingu verksmiðjunar hafí ekki verið reiknað með því að skrúfað yrði fyrir orkuna, eins og Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri í Reykjavík vill að gert verði vegna þeirra truflana sem Stálbræðslan hafí valdið. Páll telur að mönnum geti varla verið full alvara með þessu og trú- lega sé verið að ýja að því að dreifí- kerfið sé sterkra annars staðar og því hefði ef til vill átt að setja verk- smiðjuna niður annars staðar. „Ég Kennslan byijar í Grundarfirði í dag og á öðrum stöðum á Snæfells- nesi næstu daga. Kennarar verða Torfí Ásgeirsson og Lárus Jóhann- esson. Kennsla í Reykjavík hefst þriðjudaginn 15. janúar en innritun verður 12. og 13. janúar kl. 14-18 þekki ekki dreifikerfi Landsvirkjun- ar þannig að ég geti dæmt um það,“ sagði Páll. Hann sagði að íslenska stálfélag- ið noti 750 kílóvattsstundir á hvert framleitt tonn auk þess sem þeir þurfi aðeins meira fyrir annan bún- að og í heildina séu þetta um 22 gígavattsstundir. Stálfélagið greiðir fyrir orkuna samkvæmt afgangs- orkutaxta sem er talsvert lægri en venjulegur taxti. „I samningum okkar við Lands- virkjun eru ákvæði um að þeir geti skrúfað tímabundið fyrir raforku til okkar. Þetta er auðvitað tölverð áhætta, en við mátum það þannig að við gætum tekið áhættuna vegna þess að alltaf er til einhver umfram- orka í kerfinu", sagði Páll. Þess má að lokum geta að svona spennusveiflur valda aðallega óþægingum í lýsingu með glóðar- perum en almennum heimilsitækj- um ætti ekki að vera nein hætta ' búin. báða dagana. Kennarar í Reykjavík verða Sturla Pétursson og Óli Vá!3i- marsson. Ekki hefur verið ákveðið um tilhögun á vorönn en gert er ráð fýrir að hún hefjist í byijun apríl eða um sumarmál. Vorönn Skákskólans NÚ um helgina hefst síðari starfsönn Skákskólans á þessum vetri. Verður hún með svipuðu sniði og í haust þannig að kennt verður bæði í Reykjavík, í húsi Þjóðskjalasafnsins á Laugavegi 162 og út um land. Mozart-tónleikar Ljósm./KGA Sinfóníuhþ'ómsveitin, Söngsveitin Fílharmónía ásamt einsöngvurum að flutningi loknum. Söngvararnir eru frá vinstri: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Gunnar Guðbjömsson, Úlrik Ólason, kórstjóri, og Viðar Gumiarsson. Tónlist Jón Ásgeirsson Nú minnast menn þess, að Moz- art lést í Vínarborg þann 5. desem- ber 1791. Mikið hefur verið ritað um tónskáldið, tónverk hans og einnig um persónuna, manninn Mozart, og hefur ýmist verið reynt að hvítþvo snillinginn, eða dregnir hafa verið fram ýmsir gallar, til að sanna að hann hafi ekki verið allur sem hann var séður. Allir eru sam- mála, að Mozart hafí verið snillingur og að hans líki hafi ekki enn komið fram. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands sl. fimmtudag voru flutt tvö verk eftir meistarann, sem bæði voru samin árið 1783. Linz-sinfón- ían K. 425 og „Stóra messan“ K. 427. Flytjendur messunnar voru Söngsveitin fílharmónía, sem Úlrik Ólason stjómar, einsöngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Gunnar Guðbjömsson og Viðar Gunnarsson en hljómsveit- arstjóri var Owain Arwel Hughes. Linz-sinfónian er fimmta síðasta sinfónían sem Mozart samdi en á eftir koma Prag-sinfónían (1786) og þijár síðustu, í Es-dúr, g-moll og C-dúr, „Júpiter", allar samdar sumarið 1788. Þrátt fyrir að verkið sé að stíl mjög svipað og getur að heyra hjá Haydn, er þar ýmislegt, sem aðeins er til hjá Mozart og jafn- vel nýjungar, svo sem eins og notk- * un trompeta í hæga kaflanum. Flutningur verksins var nokkuð jafti í áferð og vantaði að draga sterkar fram andstæður kafianna. Það hatt- aði varla fyrir hraðabreytingum frá hægum Adiago-inngangi og hröðum (Allegro spiritoso) fyrsta kafla. Sama má segja um hraðavalið yfír- leitt á seinni köflunum, að útkoman var nokkuð litlaus Mozart, jafnvel þó að leikur hljómsveitarinnar í heild væri skýr og vel útfærður. Á síðari hluta tónleikanna var flutt „stóra messan", sem Mozart lauk aldrei við. Þrátt fyrir þann galla, að það vantar bæði á Credo og algerlega Agnus Dei-kaflann, er verkið mjög áhrifamikið. Sigrún Hjálmtýsdóttir- og Sólrún Braga- dóttir sungu veigamestu einsöngs-, hlutverkin. Sigrún og Sólrún sungu ágætlega, þó nokkuð gætti óstyrks í fyrstu hjá Sigrúnu. Saman sungu þær tvísönginn í Domini en eins og í Quoniam, sem er tríó fyrir tvo sóprana og tenor, er Sigrún, Sólrún og Gunnar fluttu ágætlega, var hljómsveitin of sterk sem og reynd- ar í öllu verkinu. Þar má reyndar um kenna, að hljómsveitarstjórinn er ókunnur þungu hljómsvari Há- skólabíós og vanur öðmm aðstæðum í flutningi stórra kórverka. Stóra sópranarían Et incamatus est var vel fluttur af Sigrúnu og er þetta erfiðasti einsöngsþáttur verksins, sem Mozart hefur trúlega ætlað konu sinni að syngja, þegar verkið var frumflutt í SaLzburg. Skrautlegur rithátturinn, ekki hvað síst í „kadensunni" er ekki aðeins «rfiður, heldur raddlega mjög hár, fer tvisvar upp á „háa-céið“ og ligg- ur auk þess mikið á tvístrikuðu g upp á b. Þessu skilaði Sigrún með glæsibrag. Benedictus er saminn fyrir fióra einsöngvara, en er hvað rithátt snertir eins og kórkafli og þar bætt- ist Viðar í hóp einsöngvara, sem fluttu kaflann af öiyggi. Þar Var það mjög til baga hversu hljómsveit- in var allt of sterk, jafnvel þar sem um var að ræða undirleik og tvöföld- un á tónferli söngvaranna. Söngsveitin fílharmónía söng af öryggi, þó nokkuð vantaði á hljóm- styrk sópranraddanna. Einn áhrifa- mesti kafli verksins var Qui tollis en þar tókust á tveir kórar með miklum glæsibrag. Jesus Christe- kaflinn er lengsti kórþáttuf verksins og var ágætlega sunginn en sá erfíð- asti og sá sem tókst lakast var Osanna. Þar hafði kórinn ekki í fullu tré við hljómsveitina. Að öðru leyti stóð kórinn sig mjög vel og var auðheyrilega vel æfður af Úlrik Ólasyni. Eins og fyrr segir var hljómsveit- in á köflum allt of sterk, sem aðal- lega þyngdi fyrir söngnum á lægra tónsviðinu og sérstaklega þar sem ýmsar hljóðfæraraddir tvöfölduðu t.d. kórraddimar. Vel hefði mátt skipta strengjasveitinni og fá þannig fram veikari undirleik t.d. með ein- söngvumnum og nota aðeins fulja hljómsveit með kómum, sem undir- strikun í hápunktum verksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.