Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 21 Bæjarfógeti: Gjaldþrota- beiðnum hef- ur fjölgað FLEIRI gjaldþrotabeiðnir komu fram hjá embætti bæjarfógetans á Akureyri á nýliðnu ár en árinu þar á undan. Mun færri fyrirtæki óskuðu eftir greiðslustððvun á árinu miðað við hið fyrra, en færri beiðnir um uppboð lausa- fjármuna voru einnig teknar fyr- ir hjá embættinu. Eyþór Þorbergsson fulltrúi hjá bæjarfógeta sagði að á síðasta ári hefðu komið fram 114 beiðnir um gjaldþrot, en þær voru 72 á árinu 1989. Hann sagði að ekki hefði verið unnt að úrskurða í öllum málum fyrir áramót þannig að hluti gjaldþrotabeiðna síðasta árs muni flytjast yfir á þetta ár. Eitt fyrirtæki fékk greiðslustöðv- un á liðnu ári, en þau voru átta á árinu þar á undan. Teknar voru fyrir 296 beiðnir um uppboð lausafjármuna hjá embætt- inu á árinu 1990, að sögn Eyþórs, en sölur urðu 42. Á árinu þar á undan voru beiðnirnar 342 og söl- urnar 72. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ný gangbrautarljós tekin í notkun í dag Ný gangbrautarljós á gatnamótum Hörgarárbrautar og Stór- holts verða tekin í notkun í dag, laugardag, kl. 14. Gang- brautarljós þessi eru af svipaðri gerð og þau sem fyrir eru í bænum, en fyrst um sinn heyrist ekki hljóðmerki samtímis grænu ljósi fyrir gangandi vegfarendur. Myndin var tekin á gatnamótunum í gær. Slippstöðin: Exjafjarðarsveit: Hátíðarfundur sveit- arstjómarinnar í dag FYRSTI fundur nýrrar sveitar- stjórnar í Eyjafjarðarsveit verður haldinn í dag, laugardag, í íþróttahúsinu á Hrafnagili og hefst hann kl. 13.30. Þarna er um að ræða hátíðarfund og til hans boðið fjölda gesta. Fresta þurfti fundinum síðastliðinn laugardag vegna veðurs. A fundinum verður kjörinn odd- viti sveitarfélagsins sem og varaodd- viti. Þá verða tekin fyrir nokkur mál í tilefni af sameiningu hreppanna þriggja í einn. Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra hefur verið boðið til fundarins og mun hún væntanlega flytja ávarp, en einnig hefur fjölda gesta verið boðið að sitja þennan fyrsta fund sveitarstjórar í Eyja- fjarðarsveit og munu gestir einnig ávarpa fundinn. Þá verður á dagskránni söngur, en m.a. verða frumflutt lög og ljóð eftir heimafólk, lögin eru eftir Atla Guðlaugsson skólastjóra Tónlistar- skóla Eýjaíjarðar, en hann á einnig sæti í sveitarstjórn, Sigríði Schiöth og Eirík Bóasson, en textar eru eft- ir Emilíu Baldursdóttur, Sigríði Schi- öth og Bjartmar heitinn Kristjáns- son. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi og veitingar. Aðstandendur aldraðra: Fjallað um andlegt álag SIGRÚN Sveinbjömsdóttir sál- fræðingur fjallar um andlegt álag á fyrsta fundi Stuðningshóps fyr- ir aðstandendur aldraðra sem haldinn verður á mánudaginn. Fundurinn, sem er sá fyrsti á ár- inu, verður haldinn á íjórðu hæð Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri * - og hefst hann kl. 17.30 næstkom- andi mánudag, 14. janúar. Allir þeir sem annast aldraða heima og hafa áhuga á þessu efni eru velkomnir á fundinn, en þeir sem erfítt eiga með að komast vegna bílleysis geta hringt í heimahjúkrun á Heilsugæslustöðinni og verða þeir þá sóttir. Betri verkefnastaða en áður á þessum árstíma ÚTLIT er fyrir að meira verði að gera hjá Slippstöðinni á Akureyri nú yfir dauðasta tímann, frá febrúar fram í mars, en áður. Verkefna- staðan er betri en verið hefur, en gamla vandamálið, nýsmíðaskipið óselda, er enn til staðar og lítil hreyfing á sölumálum. Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar sagði að sá tími sem framundan er væri að jafnaði sá daufasti í skipasmíðaiðnaðinum, en nú brygði svo við að verkefna- staðan væri þokkaleg. Hann sagði einkum þijár ástæður fyrir að svo væri. í fyrsta lagi væru starfsmenn stöðvarinnar færri en verið hefur á síðustu árum og þar af leiðandi þarf færri verkefni, í öðru lagi hef- ur því verið komið svo fyrir að mest er að gera við smíði nýs skips fyrir Ós hf. í Vestmannaeyjum á þessum tíma og í þriðja lagi eru ívið fleiri viðhaldsverkefni fyrirsjá- anleg en áður á sama tíma. „Yfir- leitt hefur staðan verið sú að það eru allir á sjó á þessum tíma og steindautt hér, en við eigum í við- ræðum við nokkra aðila varðandi væntanleg verkefni. Verkefnalega er staðan því viðunandi," sagði Sig- urður. Fyrirtækið hefur auglýst eftir málmiðnaðarmönnum til starfa, en það kemur í framhaldi af betri verk- efnastöðu. Sigurður sagði farsælla að ná inn verkefnum og hafa næg- an mannskap til að sinna þeim, en að verða að láta verkefni frá sér vegna skorts á starfsmönnum. Nýsmíðaskipið óselda liggur enn við bryggju Slippstöðvarinnar, en viðræður eru í gangi við fjóra er- lenda aðila. Sigurður sagði þær við- ræður fara fram í gegnum umboðs- skrifstofur, en um væri að ræða aðila á Nýja-Sjálandi, Kanada, Bretlandi og þá hefur skrifstofu í Danmörku sýnt skipinu einhvern áhuga, en talið er að þar sé aðili' í Jemen að baki. „Það hefur ekkert gerst í þessu máli, en á meðan stækkar blaðran, hvort það síðan endar með því að hún springur eða hjaðnar, um það er ekki hægt að fullyrða á þessari stundu,“ sagði Sigurður. Framleiöum snjóblásarann BARÐA Sterkur 09 afkastemikill fyrir íslenskar aöstædur. Einnig fúanlegar fleiri gerðir og stærðir. Hringið og fáið nánarl upplýsingar. mSMIÐJAH VÍK HF., 610 Grenivík, símar 96-33178 og 96-33216. FÉLAGSLÍF D MÍMIR 599114017 - 1 AJK FRL. Heilsuverndarstöðln Máttur, Faxafeni 14. Byrjendanámskeið Hatha-jóga hefst 15. janúar. Lögð verður áhersla á djúpöndun, slökun og teygjur. Upplýsingar f síma 689915. íþróttafélag kvenna Jæja, stelpur. Leikfimin er hafin í Austurbæjarskóla. Upplýsingar og innritun I síma 666736. n Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænavika í Fíladelfíu. Bæna- stund í kvöld kl. 20.30. „Eigi leiö þú oss f freistni, heidur frelsa oss frá illu, því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að ellffu". Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Safnaðarsam- koma kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Gideonfélagar taka þátt. Einsöngur Laufey Geir- laugsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma. Mánudagur: Bænastund kl. 20.30. Bæn fyrir friði. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður: Hafliöi Kristinsson. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. Hvitasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagur: Sunnudagaskóli kl. 11. Mánudagur: Biblíuskólinn. IMýr áfangi hefst kl. 20. Kennslu- efni: Grundvöllur trúarinnar. Þriðjudagur: Biblíuskóli. Kennsla hefst kl. 20. Kennslu- efni: Rómverjabréfið og Galata- bréfið. Nánari upplýsingar i sima 671839 eða 21111. Fimmtudagur: Vitinisburða- samkoma kl. 20.30. HÚTIVIST 'ÓFINHI 1 • REYKIAVÍK • SÍMIAÍMSVARI14601 Póstgangan Ný og spennandi raðgangá í samvinnu við Póst og síma. Fyrsti áfanginn verður genginn núna á sunnudaginn 13/1. Ár- degisgangan leggur af stað kl. 10.30 frá skrifstofu Útivistar, Vesturgötu 4. Þaðan verður gengið um Miðbæinn með við- komu á pósthúsinu en þar verða göngukortin stimpluð. Þá verður haldið suður Skildinganesmela að Skildinganesi og niður í Aust- urvör þar sem göngufólk fær tækifæri til þess að láta ferja sig yfir Skerjafjörð með aðstoð Björgunarsveitarinnar Ingólfs. Þeim sem ekki láta ferja sig verð- ur boðið i rútuferö suður á Bessastaðanes. Frá Bessastöð- um iiggur svo leiðin að Görðum og þaðan að' Póst- og sima- minjasafninu í Hafnarfirði þar sem göngunni lýkur eftir að göngukortin hafa verið stimpluð. Eftir hádegi verður boðið upp á styttri ferð og er brottför kl. 13.00 frá BSÍ-bensínsölu. Ekið að Bessastöðum þar sem slegist verður i för með árdegishópn- um. Að göngu lokinni verðurfólki ekiö til baka á brottfararstaði. Ekkert þátttökugjald verður í þessum fyrsta áfanga póst- göngunnar. Vikan 14.-20. janúar 18/1 kl. 20.00: Stjörnuskoðunarferð. Athugið breytta dagsetningu. 20/1 kl. 10.30: Reykjavíkur- gangan: Gengið frá Þjórsárós- um meðfram ströndinni aö Stokkseyri. Kl. 13.00 "Dagsferð: Hraun i Ölfusi - Óseyrarbrú. Pantið timanlega í hina vinsælu þorrablótsferð sem farin verð- ur helgina 25.-27. janúar. Að þessu sinni er ferðinni heitið i Þjórsárdal. Tilvalið að taka gönguskiðin meö. Fararstjóri verður Lovísa Christiansen. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Sunnudagur 13. jan. kl. 11.00 Þingvellir að vetri Fyrsta ferð af fjórum árstíðar- ferðum til Þingvalla. Gengið verður með strönd Þingvalla- vatns frá Veliankötlu um Vatns- kot og Lambhaga aö Þingvalla- kirkju. Gönguferð við allra hæfi. í Þingvallakirkju mun Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður taka á móti hópnum og flytja stutta helgistund og segja frá sögu staðarins. Skíðaganga á Mosfellsheiði Önnur skíðaganga ársins er um austurhluta Mosfellsheiðar. Gengið í um 3 klst. og síðan ekið til Þingvalla og þar hittast hóparnir og hlýða á helgistund í Þingvailakirkju. Brottför í ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Heimkoma um kl. 16.30. Verð kr. 1.100,- frítt f. börn m/fullorðnum. Ferðirnar eru bæði líkamleg og andleg uppörvun fyrir alla og raunar góð undirstaða fyrir ferð- ir komandi árs. Byrjið nýtt ár og nýjan áratug í ferð með Ferðafélaginu. Velkomin í hópinn. Ath. brottför kl. 11.00. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.