Morgunblaðið - 12.01.1991, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 12.01.1991, Qupperneq 32
'62 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 Leitt að svona falleg skyrta skuli ekki vera til í hvítu. Með morgunkaffínu Nýi flugstjórinn spyr enn á ný um leiðina inn að flug- vellinum. Friðarboðskapur Jesú Krists o g ritskoðun Sr. Jóns Habets Til Velvakanda. í Velvakanda 3. janúar síðastlið- inn ásakaði sr. Jón Habet þýðanda og útgefanda bókarinnar Friðarboð- skapur Jesú Krists um að hafa vikið frá fyrstu útgáfu ritsins frá 1937. Að gefnu tilefni vil ég fullvissa Jón um að þýðandi hélt'sig einmitt við fyrstu útgáfu og frumtitil hennar. í formála bókarinnar Friðarboð- skapur Jesú Krists, segir dr. Szek- ely: „Orð hans (Jesú) hafa-verið misskilin, ranglega útskýrð, ótal sinnum endurskrifuð og ótal sinnum umbreytt." Það er þungur dómur sem dr. Szekely leggur á frum- kvöðla kirkjunnar og í fræðibók dr. Szekely: „The Essene origins of Christianity“ eða „essneskur upp- runi kristindómsins,, kemur glöggt fram sú valdabarátta og ringulreið sem átti sér stað í frumkristni. Sr. Jón Habets staðfestir með skrifum sínum í Velvakanda 3. janúar síðast- liðinn, réttmæti hins þunga áfellis- dóms sem kirkjan stendur frammi fyrir í dag meðal almennings og þann áfellisdóm sem dr. Szekely lætur frá sér í formála bókarinnar. Sr. Jón opinberar fáfræði sína og virðingarleysi gagnvart móður nátt- úru, hann opinberar hroka sinn gagnvart meðbræðrum sínum með því að gefa í skyn að aðrir en biblíus- érfræðingar eigi ekki að skipta sér af málum sem þeim kemur ekkert við, þ.e. málefnum kristninnar. Sr. Jón virðist ekki enn hafa uppgötvað hvaðan hann þiggur líkama sinn, þó að einföldustu náttúruvísindi geti bent honum á að líkami okkar er byggður upp af frumefnum jarðar- innar. Ef sr. Jón hefur ekki uppgöt- vað hvaðan hann þiggur líkama sinn, þá er nokkuð víst að hann veit ekki hvaðan hann þiggur anda sinn. Það er auðséð að sr. Jón hefur gersam- lega farið á mis við þann einfalda sannleika sem kemur frám í Friðar- boðskapnum, því sá sem ekki þekkir sannleikann um sjálfan sig getur ekki fundið sannleiksneista í rituðu máli. Sr. Jón gefur í skyn að ritið fjalli nánast eingöngu um hina jarð- nesku Móður, það er ekki rétt því kjarni fræðslunnar er að virða og lifa í samræmi við lögmál hinnar jarðnesku Móður og að þannig leggj- um við grundvöllinn að leið okkar til hins himneska föður. Það er að verða hveiju mannsbarni ljóst í dag að við höfum vanvirt lögmál jarðar og erum við nú á þeim tímamótum að þurfa að borga brúsann fyrir verk okkar sem koma fram í að jörð- in er orðin menguð og menguð jörð þýðir mengaðir likamar og þverrandi lífsskilyrði. Skilningsleysi sr. Jóns endurpseglar ástæðuna fyrir því hvers vegna kirkjur landsins eru tómar, því rétt eins og líkami okkar þarfnast sólskins, á sama hátt þarfn- ast andi okkar birtu, og ef að fólk finnur ekki andlega birtu og næringu innan kirkjunnar, þá er víst að þar ríkir myrkur og stöðnun. Sr. Jón telur sig líklegast vera fulltrúa Guðs ef marka má þann tit- il sem hann gefur sér, þá er það grátbroslegt til þess að hugsa að hann virðist vera fullkomlega fáfróð- ur um þau lögmál sem birtast í lífsverkinu og einnig virðist hann ekki gera sér grein fyrir hvar þau lögmál eiga uppruna sinn, og það má ganga út frá því að sá sem ekki þekkir lögmál lífsins, getur ekki lifað samkvæmt þeim og sr. Jóni finnst það broslegt að Jesú ráðleggur mönnum í þessu riti að virða iíf og drepa ekki dýr sér til fæðu, og er mér þá spurn hvort sr. Jón færir guði sínum sláturfórn við hveija máltíð? í bókinni segir: „Leitið ekki lögmálsins í ritum ykkar, því lögmál- ið er líf, hins vegar eru ritin dauð. Eg segi ykkur sannlega að Móses meðtók ekki lögmál sín í rituðu máli, heldur gegnum hið lifandi orð. Lögmálið er lifandi orð af lifandi Guði til lifandi spámanna fyrir lif- andi fólk. í öllu sem er líf er lögmál- ið ritað. Þið finnið það í grasinu, í tijánum, í fljótunum, í fiskum sjávar- ins; en leitið aðallega eftir því í sjálf- um ykkur. Því ég segi ykkur sann- lega, allir lifandi hlutir eru nær Guði en ritningarnar sem eru án lífs.“ Og „Guð ritaði ekki lögmálin í síður bóka, heldur í hjarta ykkar og anda ykkar“. Á öðrum stað seg- ir: „Það er af kærleika sem him- neski Faðirinn og jarðneska Móðirin og Mannssonurinn verða eitt. Því að andi Mannssonarins var skapaður frá anda himneska Föðurins og líkami hans frá líkama jarðnesku Móðurinnar." Með þessum tilvitnunum vil ég aðeins benda á aðra fleti í Friðarboð- skapnum heldur en þá sem sr. Jón dregur upp. Það mun að öllum líkind- um stoða lítið að ræða um innihald boðskaparins við sr. Jón því að hann kemur ekki auga á þau eðlilegu náttúruvísindi sem þar birtast í ævagömlu talmáli. Embættismenn kirkjunnar hafa löngum haft til- hneigingu til að mæla á móti þeim einföldu staðreyndum náttúruvísind- anna sem mannsandinn hefur komið auga á, rétt eins og að staðreyndir séu andsnúnar kærleiksboðskapnum og eilífi lífí, svo er þó ekki. Alheims- verkið byggist upp á hárnákvæmum lögmálum, og hafa vísdómsmenn samtíðar jafnt sem nútiðar byggt þekkingu sína á þeim lögmálum sem þeir hafa getað lesið og uppgötvað, jafnframt hafa þeir þann einfalda skilning að við getum ekki slitið okkur úr samhengi við lögmál lífsins og byggt þekkingu okkar á blindri trú. Sr. Jóni fínnst það broslegt að sjá Jesú sem mann vísdóms og þekk- ingar, mann ,sem hafði skilning á lögmálum lífsins og að hann hafi með verkum sínum og iðkun leið- beint manninum frá fáfræði og sjúk- dómum til vísdóms, hreinleika og fullkomnunar. Múrar eru að hrynja- og einnig múrar trúarbragðanna, fólk er ekki lengur svo fáfrótt að það láti kreddubundnar kenniseth- ingar blinda augu sín fyrir því að sannleikurinn er ávallt æðri trúar- brögðum. Trúarbrögð eru mannanna verk og trúarbrögð koma og fara, en sannleikurinn er óhagganlegur ög eilífur. Að trúa og skilja el ekki það sama og vera ofurseldur valdi trúarbragða. Meistari Eckhart sagði: „Hvað er sannleikur? Sannleikur er eitthvað svo göfugt, að ef Guð getur vikið sér frá honum, þá myndi ég halda mig við sannleikann og láta Guð fara.“ Meistari Eckhart var 14. aldar ábóti í dominikuklaustri sem lenti fyrir rannsóknarréttinum í Róm, vegna þess áð hann færði visku til hinna fáfróðu og hamingju til þeirra sem þjáðust af andlegri vanlíðan. Sr. Jón, tilgangur starfs þíns er að veita blindum sýn og eyða ótta fáfræðinnar, það gerir þú í krafti vísdómsins og ekki hæðninnar! Olafur Ragnarsson útg. Friðarb. Jesú Krists. Víkverji skrifar Isíðustu viku hljóp Víkveiji í skarðið fyrir ungan vin sinn og bar Moggann út í einu hverfi Reykjavíkur. Úti var frost og slæmt færi, þannig að eina leiðin til að komast með allan bunkann var að draga hann-á eftir sér á snjóþotu. Kerran sem blaðið lætur blaðberun- um í té undir blöðin reyndist ekki gerð fyrir íslenska vetrarfærð. Hófst nú gangan. Fyrst í stað var málið einfalt; blað í öll raðhúsin við götuna nema það síðasta og var það fljótgert. Sums staðar var búið að leggja heitt vatn í gangstéttir og gat Víkveiji hlaupið þar við fót án þess að hafa áhyggjur af því að verða fótaskortur. Fyrstu vanda- málin komu í ljós þegar í blokkirnar kom. Torvelt var að átta sig á því í hvaða póstkassa átti að setja blöð. Þeir voru víða mjög illa merktir og sums staðar voru aðeins þrír póst- kassar fyrir hveijar sex íbúðir. Það sem reyndist Víkveija hins vegar erfiðast var að koma blöðunum ofan í póstkassana. Sumir þeirra voru nefnilega svo litlir að beita þurfti ýtrustu lagni til að geta troðið blað- inu ofan í þá. Víkveiji eyddi heil- miklum tíma í þetta, sérstaklega vegna þess að hann gat ekki verið þekktur fyrir annað, hann hafði lagt svo mikla áherslu á það við hinn unga vin sinn, að blaðið mætti ekki standa upp úr kassanum. Þá væri hætta á að það blotnaði, eða væri hreinlega stolið, sem er ótrú- lega algengt. Satt best að segja skilur Víkveiji ekki að fólk skuli ætlast til þess að blaðberarnir brjóti t.d. sunnudagsblað Moggans í frí- merkjastærð til að koma því ofan í pínulitla póstkassa, sem greinilega eru hannaðir fyrir lítil umsiög. Ekki voru þó allir kassar svona slæmir, margir voru mjög góðir og bestur var póstkassinn, þar sem lúgan var jafnbreið Mogganum. Víkveija langaði mest til að banka uppá hjá húsráðendum þar og þakka þeim fyrir hugulsemina. XXX Lífsvenjur fólks hafa breyst mik- ið á undanförnum árum. M.a. þurfum við að fara fyrr á fætur til að komast í vinnu á tilsettum tíma. Hjálpast þar að að borgin stækkar stöðugt og vegalengdir milli vinnu- staða og heimila aukast, og hins að u-mferðai'þunginn er gífurlegur um það leyti sem fólk er á leið til vinnu. Af þessu leiðir að við viljum fá Moggann okkar fyrr á morgn- ana, helst strax uppúr sjö, til að geta lesið hann áður en út í annríki dagsins er haldið. Víkveiji hefur fylgst með því að margir blaðberar eru farnir að vakna fyrr á morgn- ana til að verða við þessum óskum. xxx Víkverja rak í rogastans, þegar hann leit á forsíðu DV síðast- liðinn fimmtudag og las þar haft eftir Finni Ingólfssyni: „Heiður að víkja fyrir Steingrími Hermanns- syni“. Osjálfrátt datt Víkveija í hug seinnipartur vísu eftir Hannes Haf- stein, sem hann orti ungur og birt er í kvæðasafni hans undir „Vögguvísur": „Bara ef lúsin íslensk er, er þéf bitið sómi.“ Viðlagið við þessar vísur er raun- ar: „Þjóðarskútan liggut' nú við landsstjóra", en öll er vísan þannig: Vertu ekki að aka þér ættlands frjálsi blómi. Bara ef lúsin íslensk er, er þér bitið sómi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.