Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 36
LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Saltflutningaskipið Medior á strandstað við Rif í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Saltflutningaskip strandaði við Rif Náðist óskemmt á flot aftur tæpum sjö stundum síðar Saltflutningaskipið Medior, sem er tvö þúsund tonna leiguskip Eimskips, strandaði við innsiglinguna í Rifshöfn í gærmorgun. Skipið náðist á flot að nýju á aðfalli eftir hádegið. Það er talið óskemmt, enda strandaði það í sandfjöru. Að sögn Leifs Jónssonar, hafn- ur þegar Medior strandaði um arstjóra á Rifi, var blíðskaparveð- klukkan 7.30 í gærmorgun. „Það er ekki ljóst hvers vegna þetta gerðist, en áhöfnin sagði að skip- ið hefði ekki látið að stjórn ein- hverra hluta vegna og því ekki náð beygjunni inn í höfnina," sagði Leifur. „Það fór því upp undir sjóvarnargarð, en þar er mjúkur sandbotn, svo það skemmdist ekki. Skipið náðist aft- ur á flot í aðfalli um klukkan 14.“ Eftir að skipið náðist á flot var því lagt að bryggju á Rifi, þar sem skipað var upp salti. Breskur togari með troll í Faxaflóa Sjöttaársnemar í læknisfræði: Starfaekki *sem aðstoð- arlæknar á óbreytt- um kjörum NEMAR á sjötta ári í læknis- fræði sem ljúka kandídatsprófi í vor hafa ritað samninganefndum ríkis og Reykjavíkurborgar bréf þar sem þeir segjast ekki munu ^ ráða sig á íslensk sjúkrahús sem aðstoðarlæknar næsta sumar á óbreyttum kjörum. Anna Stefánsdóttir, sem sæti á í hagsmunanefnd Félags lækna- nema, sagði að í bréfínu kæmi fram að ef engin breyting yrði til batnað- ar á kjörum og réttindum aðstoðar- lækna myndu þeir nemar sem eru í þann mund að ljúka kandídats- prófi ekki sjá sér fært að ráða sig á sjúkrahús hérlendis næsta sumar. Bent væri á í bréfínu að nóg væri um aðra atvinnumöguleika, t.d. við 'jr”heilsugæslu, og einnig væri auðvelt að komast að á sænskum sjúkra- húsum þar sem kjör væru betri og félagsleg réttindi meiri. Þá væru samninganefndirnar hvattar til að ganga nú þegar að kröfum sjúkrahúslækna. Anna sagði að einhugur hefði verið meðal sjöttaársnema um að senda þetta bréf en alls er um að ræða 36 nema sem ljúka kandídats- prófi í vor. ♦ ♦ ♦---- Engin flensa ^er á leiðinni - segir Skúli G. John- sen borgarlæknir SKÚLI G. Johnsen, borgarlækn- ir, segir að ekki sé meira um kvef og pestir þessa dagana en gengur og gerist á þessum árs- tíma. . „A þessum mánuðum er yfirleitt mikið um kvef og pestir en sam- kvæmt okkar upplýsingum er ekki meira um veikindi en til dæmis í fyrra,“ sagði Skúli í samtali við Morgunblaðið. „Inflúensa hefur heldur ekki látið sjá sig og sam- kvæmt upplýsingum sem við fáum vikulega frá Bandaríkjunum og **—Evrópu er enginn flensufaraldur á leiðinni í bráð.“ Skúli segir að færri kveftilfelli hafi verið skráð í desember 1990 en 1988 og 1989. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem breskir togar- ar eru að veiðum innan landhelginnar en um helgina mun breski togarinn Arctic Ranger láta trollið síga í Faxaflóa. Síðast setti breskur togari út troll í 200 mílna landhelginni árið 1976. Ekki verður togarinn þó á hefðbundnum veiðum því með í för verður eftirlitsmaður frá Landhelgis- gæslunni. ÁsttSða þess að togarinn fær leyfi til að bleyta í trollinu er sú að verið var að gera við spil- ið um borð og er aðeins verið að athuga hvort það sé komið í lag, en héðan heldur togarinn á Ný- fundnalandsmið til veiða. „Togarinn verður með fráleystan poka þannig Tryggingaráð hafnar nýgerðum samningi við sérfræðilækna: Sjúklingar þurfa að greiða sérfræðilæknishjálp að fullu gær og sagði Guðmundur Eyjólfs- son, formaður samninganefndar lækna, óljóst hvaða atriði það væru sem ríkisstjórnin teldi bijóta í bága við þjóðarsátt. Þetta væri verktaka- samningur og í honum fælist rekstr- arkostnaður sem næmi frá 55-70% en ekki væri um launahækkun að ræða. „Þetta er framhald fyrri samnings sem verið hefur við lýði og varðar leiðréttingu á rekstrar- kostnaði. Þá var einnig ákveðið að hækka viðtöl við sjúklinga lítillega, að hámarki um tvær einingar, en aðgerðir hækka ekki og lækka í sumum tilfellum. Gert er ráð fyrir endurskoðun afsláttarkerfis, sem þýðir minni hagnað á læknastofum með mikla veltu. Loks eru gerðar minniháttar breytingar á gjald- skrá,“ sagði Guðmundur. Læknar segja þetta koma verst við öryrkja og sjúklinga með lang- vinna sjúkdóma, sem þurfi að greiða læknishjálp að fullu og leita síðan endurgreiðslu í Tryggingastofnun. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- máiaráðherra sagði í gærkvöldi að hann hefði ekki kynnt sér þetta mál nægilega vel til að geta tjáð sig um það. Sagðist ráðherrann eiga von á greinargerð um það í dag. Breski togarinn Arctic Ranger í Reykjavíkur höfn í gær. að afli verður enginn, en það má segja að hann fái að þefa af landhelginni,“ sagði Helgi Hallvarðsson skipherra hjá Landhelgisgaéslunni. undirritaður af samninganefndum lækna og samninganefnd ríkisins - segir Högni Óskarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur TRYGGINGARÁÐ hafnaði í gær nýgerðum samningi á milli Læknafélags Reykjavíkur og Trygginga- stofnunar ríkisins um sérfræðilæknishjálp utan sjúkrahúsa. Að sögn Bolla Héðinssonar, formanns ráðs- ins, var formlegri afgreiðslu málsins frestað til aukafundar, sem boðaður er í dag, en reynt yrði til þrautar að ná samningum við lækna um helgina. Stjórn og samninganefnd læknafélagsins lýstu því yfir í gær að þar sem Tryggingaráð hefði synjað staðfestingar samningsins væri enginn samningur um störf sérfræðinga á eigin stofum í gildi og því muni sjúklingar þurfa að greiða fyrir sérfræðilæknishjálp að fullu frá og með deginum í dag. Samningurinn um greiðslur vegna sérfræðilækniskostnaðar var 24. desember með fyrii-vara um staðfestingu Tryggingaráðs, en fyrri samningur féll úr gildi um áramót. Högni Óskarsson, formað- ur Læknafélagsins, sagði í gær að afleiðing þess, að enginn samningur væri nú í gildi, væri sú að gera þyrfti breytingar á almannatrygg- ingalöggjöfinni, en sjúklingar fái kost.naðinn endurgreiddan hjá Tryggingastofnun. Kvaðst hann búast við að reýnt yrði að ná samn- ingum um helgina. Bolli Héðinsson sagði að Trygg- ingaráð gerði einkum athugasemdir við leiðréttingúá ýmsum kostnaðar- liðum sem orki tvímælis á tímum þjóðarsáttar. Læknar segja ríkisstjórnina hafa komið í veg fyrir staðfestingu samningsins og andstaðan væri mest hjá fjármálaráðherra. Gengu þeir á fund heilbrigðisráðherra í VZterkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! 3PiOV0mtu.Mmfoíífo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.