Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 15 og svaraði 591 sjómaður spurning- unum, sem er 65,7% svörun. Þar af svöruðu 216 skuttogarasjómenn, sem var 72% af 300 manna úrtaki skuttogarasjómanna. Skuttogara- sjómenn töldu samkvæmt þessari könnun að 9,5% þess þorsks sem veiddur var væri kastað fyrir borð. Það svarar til þess að tæpum 17 þúsund tonnum af þorski hafi verið fleygt af afla skuttogara á árinu 1989, eða um 18,5 milljónum smá- fiska, miðað við 900 gramma með- alþyngd, eins og gert er ráð fyrir í niðurstöðum könnunarinnar. I umsögnum einstakra frystitogara- sjómanna komu fram staðhæfingar um að miklu magni af þorski væri hent, einkum á sumrin þegar mikið fiskast. „Menn geta rétt ímyndað sér hvernig þetta er þegar verið er að fiska í flottroll og stóru hölin koma. Það heyrir til undantekninga að stoppa veiðar. Það er stoppað í smástund þangað til hægt er að koma út trolli og ef mikið er í, þá er gamla fisknum hent. Það er hent nokkrum þúsundum tonna af þorski hjá frystitogurum. Það veit ég,“ segir fyrrum frystitogarasjómaður í könnuninni. Annar segir: „Aflakvóti verður alltaf til þess að smáfiski er fleygt og því meiri skerðing því meira er fleygt og því ofar fer meðalþyngd þess sem fleygt er." Þriðji segir: „Á frystitogurum er oft hent miklu magni af smáfiski sem er erfiður í vinnslu og verðlít- ill, svo sem upp í einn þriðja af þorskhali og helming af karfahali." Viðbrögðin við þessari könnun þegar hún var gerð opinber komu ýmsum á óvart, eða öllu heldur við- bragðaleysið. Sveinn Hjörtur Hjart- arson, hagfræðingur_ LÍÚ, fullyrti að þessi könnun SKÁÍS væri ekk- ert annað en rakalaus rógur. Land- samband íslenskra útvegsmanna bað hins vegar aldrei um eintak af könnuninni til þess að kynna sér innihald hennar. Ríkismat sjávarafurða tók á tímabilinu desember 1988 til mars 1989 sýni úr þorskflakapakkning- um frá 6 ísLenskum frystitogurum. Sýnin voru meðal annars. skoðuð með tilliti til yfirvigtar. Niðurstöður þessarar könnunar sýndu að meðal- yfirvigt á öskjum var 0,8%. Heildar- fjöldi flaka í sýninu var um 7.200 eða 311 öskjur. Þetta nefnir Pétur Björnsson forstjóri ísbergs Limited „víðtæka athugun á vigtun um borð í 6 frystitogurum" í athugasemd sem birtist hér í blaðinu sl. fimmtu- dag. Sveinn Hjörtur Hjartarson nagfræðmgur LIU sem ritar grein í blaðið í gær: Gróa á Leiti, segir um þetta efni: „Þær kannanir sem hingað til hafa verið gerðar af ábyrgum opinberum aðilum eða sölusamtökum benda ekki til neins óeðlilegs innihalds í pakkningum frystitogara.“ Þeir sem sannfærðir eru um að til séu pakkningar frystitogara með óeðlilega miklu innihaldi benda á að ein svona vigtarprófun segi í sjálfu sér enga sögu aðra en þá að þessir 6 togarar hafi hver um sig í einum ákveðnum veiðitúr ekki verið með óeðlilega yfirvigt. Benda þeir á að það sem Pétur Björnsson nefni „víðtæka athugun á vigtun“ sé vigtun á þremur tonn- um eða svo, sem samsvari 0,026% af þorskflakaframleiðslu íslenskra frystitogara, miðað við 11.500 tonna framleiðslu þeirra árið 1988, samkvæmt upplýsingum Fiskifé- lags íslands. Slíkt prósentubrot geti alls ekki talist marktækt sem vísbending um að ekkert megi betur fara í vigtunarmálum frystitogara. „Halda menn að það hafi einhver tilviljun ráðið því að sjávarútvegs- ráðuneytið lét breyta vigtunarregl- unum? Hafi þetta verið eins pott- þétt og ýmsir vilja vera láta, hvers vegna var þá verið að breyta þess- um reglum? Auðvitað til þess að koma í veg fyrir að svona vigtunar- svindl gæti átt sér stað,“ segir fisk- verkandi. Menn sektaðir í kyrrþey Sjávarútvegsráðuneytið hefur veitt aðilum viðvörun og látið þá greiða fjársektir - mjög háar, eftir því sem næst verður komið, þegar upp um misferli hefur komist, svo sem tegundasvindl, hvort sem er í gámum eða pakkningum inni í frystihúsum. Eins og gefur að skilja vill ráðuneytið ekki að þetta kvisist út, þvi hér er um svo alvarlegan galla á núverandi kerfi að ræða. Fyrir hefur komið að þorskur hafi verið fluttur út í gámum í meira mæli, 6n skýrslur gefa til kynna, sömuleiðis grálúða og yfir- leitt kvótategundir, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Sjón- ir manna hafa einkum beinst að Bretlandi í þessum efnum, þar sem sannast hefur að umboðsmenn hafa tekið þátt í slíkum skýrslufölsunum. Þetta fékk Morgunblaðið staðfest í sjávarútvegsráðuneytinu. Sjávarút- vegsráðuneytið telur að eftirlit á Bretlandsmarkaðnum hafi þó batn- að til muna, frá því sem áður var, og þá er átt við gámafísk og fersk- an fisk. Svona sannleikshagræðing í skýrsluformi mun á hinn bóginn vera útilokuð í Þýskalandi, því þar er þetta opinber markaður. í Bret- landi starfa eftirlitsmennirnir á veg- um umboðsaðilanúa. „Það er náttúrlega auðvelt fyrir ráðuneytið að staðsetja mann úti sem hafi eftirlit með þessu, þannig að það séu ekki umboðsmennirnir sjálfir sem séu að framkvæma eftir- litið. Það er borðleggjandi að þetta hefur sannast í Bretlandi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Und- ir slíkan leka skilst mér að standi til að setja með því að hafa úti eftir- litsaðila sem er óháður öllum sölu- aðilum, auk þess sem senda eigi mann út með reglubundnu millibili til þess að gera stikkprufur á því hvort menn séu að fara með rétt eða rangt mál. Það er að sjálfsögðu til bóta,“ segir útgerðarmaður frystitogara. Umfang þessa svindls telja við- mælendur að sé einhvers staðar á bilinu 5 til 10% af kvótategundun- um. Menn séu að fara fram hjá þeim og þykist flytja út aðrar teg- undir, þar sem þeir séu kannski búnir með kvótann í ákveðnum teg- undum, séu að spara kvótann sinn, eða hafi of lítið af öðrum. Þorskur- inn fari því út í meira mæli, en gefið sé upp. Enginn vandi að svindla „Fyrir okkur væri enginn vandi að svindla á útflutningsskýrslunum ef við vildum,“ segir útgerðarmað- ur. „Við gætum tekið skýrslu fyrir tollinn hérna og svo hringt í erlendu markaðina í Bretlandi og sagt þeim hvað stæði í skýrslunum og upplýst þá um leið hvað við værum raun- verulega að flytja út til þeirra. Þannig væri hægt að láta skýrslurn- ar frá mörkuðunum _ stemma við skýrslurnar okkar.“ Útgerðarmað- urinn sagði að með þessum orðum sínum væri hann ekki að viður- kenna þátttöku í svindli. Hann væri einungis að upplýsa blaðamann Morgunblaðsins um aðferð hvernig fræðilega séð væri hægt að snúa á kerfið! Geysilegir hagsmunir í húfi Augljóst er að geysilegir hags- munir eru í húfi hér og því þarf engan að undra að hagsmunaaðilar bregðist harkalega við þegar um þessi mál er fjallað. Við því var að búast og við því verður að búast í framtíðinni og er ekkert nema gott eitt um það að segja. Þetta er auðvitað „geysilega við- kvæmt mál“ eins og það er gjarnan orðað af viðmælendum Morgun- blaðsins og komið hefur fram hér í blaðinu áður. Hitt er einnig stað- reynd að gallar núverandi kerfis verða ekki sniðnir af með þögninni einni eða með því að stinga höfðinu í sandinn. Raunar telja þeir sem vilja bæta það fyrirkomulag sem hér er á við stjórnun fiskveiða, að það sé ekki tilhneiging hagsmuna- aðilanna til þess að fara í kringum kerfið, sem sé vandamálið, heldur að kerfið bjóði beinlínis upp á mögu- leikann á svindli. Þessa galla á kerf- inu verði að sníða af, og það verði ekki gert nema með því að viður- kenna að gallarnir séu fyrir hendi og opinni umræðu- um hvernig megi sníða þá af. Hvaða skoðun sem menn hafa á þessum málum virðast viðmælendur blaðsins sammála um að engum sé greiði gerður með því að gera frysti- togaraútgerðir og sjómenn þeirra tortryggilega við þau nauðsynlegu störf sem þeir vinna. Frystitogara- menn og fleiri segja að það. sé stað- reynd að frystitogaraútgerð hafí gengið vel, þar sé mikill vaxtar- broddur og þar af leiðandi sé land- læg öfund út í frystitogaraútgerð á íslandi. Aðalatriðið telja menn vera að sníða beri þá vankanta af kvóta-. kerfmu, sem bjóði heim freistingum og gefi sjálfsbjargamðleitni sjó- manna og útgerðarmanna slíkan byr undir báða vængi, að hagsmun- ir heildarinnar geti liðið fyrir, þegar horft er til framtíðar. Þar sé ekki fyrst og fremst við sjómennina að sakast, heldur kerfið sem slíkt, og þá sem ættu að vera ábyrgir fyrir því að kerfið virki eins og því var ætlað. Slíkt markmið geti ekki náðst nema með stórauknu og stöð- ugu eftirliti. Skólinn í París væri að stofninum til bandarískur og færi öll kennsla fram á ensku. Andrúmsloftið væri samt mjög al- þjóðlegt og einungis 30% nemenda frá Bandaríkjunum. Hinir kæmu frá öllum hornum veraldar og það sama ætti við um kennarana. „Við erum heldur ekki kennarar í fullu starfi heldur störfum að list okkar samhliða kennslunni, höldum sýningar og annað þess háttar. Kennslan er einungis hlutastarf hjá okkur. Þetta er mjög gott því þannig verða kennararnir ekki þreyttir á að kenna og eru líka áfram skapandi lista- menn.“ Parsons býður upp á ákveðinn hreyfan- leika og geta nemendur við skólann t.d. hafið námið í París og haldið því áfram í New York eða öfugt. „Þetta er mjög heppi- leg blanda. Skólinn okkar í New York er mjög stór, þar eru um 3000 nemendur, Ian Paterson. Morgunblaðið/Júiíus samkeppnin er hörð og harka mikil. Parísar- skólinn er minni, þar eru einungis 220 nem- endur, og því mun einstaklingsbundnari kennsla.“ Frábær reynsla af íslenskum nemendum Paterson sagði að hann ferðaðist töluvert til að kynna skólann og útskýra hvað við væri átt með „list og hönnun“. Hann væri ekki að stunda mikla sölustarfsemi heldur einungis að kynna Parsons sem valkost fyrir þá sem hefðu áhuga á námi af þessu tagi. Frekar erfitt væri að komast inn í skólann og einungis þriðji til fjórði hvér nemandi sem legði inn umsókn væri tekinn inn. Við val á nemendum væri auk ein- kunna byggt á skyggnum af verkum þeirra sem yrðu að fylgja umsókninni. Hann sagðist vera kominn til íslands þar sem á síðustu tveimur árum hefði hann haft frábæra reynslu af tveimur íslenskum nemendum við skólann. „Eftir reynslu mína af þeim hefði ég hug á að fá fleiri íslenska nemendur til skólans,11 sagði hann.' Auk þess að kynna Parsons-skólann, m.a. með heimsóknum í ijölmarga fram- haldsskóla hér á landi, segist Paterson vilja gera þeim ljóst sem áhuga hafa á hönnun að það sé framtíð á þessu sviði. Mjög marg- ir fari í lögfræði eða viðskiptafræði einung- is til að tryggja sér ákveðið efnahagslegt öryggi í lífinu en það séu líka mjög margir möguleikar sem bjóðast á sviði mynd- og formsköpunar ’til að hafa góðar tekjur. „Ég held að meirihluti þeirra atvinnumöguleika sem við búum nemendur okkar undir gefi kost á mjög góðum lífsstíl," sagði Ian Pater- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.