Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 Minning: JennýR. Jónsdótt ir, Eyjólfsstöðum Fædd 26. júlí 1898 Dáin 1. janúar 1991 Vatnsdælsk aldin heiðurskona kvaddi jarðvistarsvið okkar árla morguns á nýársdag. Það var Jenný Rebekka Jónsdóttir, húsfreyja á Eyjólfsstöðum. Þar hafði hún dvalið í hálfa öld og tveimur árum betur og lengst af haft þar búsforráð ásamt eiginmanni sínum, Bjama Jónassyni, sem andaðist á Héraðs- hælinu á Blönduósi 22. desember árið 1981. Jenný naut þeirrar gæfu að dvelja heima á Eyjólfsstöðum til síðustu stundar lífs síns, í umsjá og umhyggju dætra sinna, þeirra Ingibjargar og Jóhönnu og eigin- manns þeirrar fyrmefndu, Ingvars Steingn'mssonar, nú bónda þar. Sonurinn, Jón bóndi á Bakka, í næsta nágrenni og kona hans, Kristín Lárusdóttir frá Grímstungu, tóku líka þátt í varðstöðu heimilis- ins er svo var komið að Jenný þurfti á henni að halda síðustu ár ævinnar. Þessi varðstaða hafði for- gang í lífi þessa ágæta fólks og brást ekki. Þess vegna hlotnaðist Jennýju það sem svo fáir njóta nú á tímum fámennra heimila að vera heima til síðustu stundar lífsins. Heimili og fjölskylda hafði alltaf verið hennar kjörsvið og hugðarmál. Jenný var fædd að Kornsá í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Krístmundsdóttir af Hindisvíkurætt og Jón Baldvins- son af Reykjahlíðarætt. Bjuggu þau um skeið á Kötlustöðum í Vatns- dal, eða frá árinu 1901 til 1909 og þá sem leiguliðar. Var það hlút- skipti þeirra hjóna sem svo margra á þeim árum að fá ekki varanlegt eigið jarðnæði. Ingibjörg var um- töluð skörungsskona, vel greind, hagmælt og framúrskarandi tó- vinnukona. Tjáði hún í því efni list- rænt eðli sitt. Jón Baldvinsson var hið mesta ljúfmenni, góður smiður á þess tíma mælikvarða og kunni að njóta gleðistunda ef til féllu í fábreytni hversdagsleikans. Jenný átti þrjár hálfsystur. Að móðurinni þær Halldóru konu Níels- ar Sveinssonar, sem var síðast bóndi í Þingeyraseli, og Rósu konu Guðjóns Hallgrímssonar, bónda á Marðamúpi. Voru þær Ivarsdætur fyrri manns Ingibjargar Krist- mundsdóttur. Hálfsystir Jennýjar, samfeðra, hét Guðrún og fluttist hún tii Reykjavíkur. Uppeldissystir Jennýjar var og Aðaiheiður Björns- dóttir, Þorsteinssonar bónda í Mið- hópi. Þá má og geta þess að Ingi- björg Níelsdóttir, systurdóttir Jennýjar, ólst upp hjá afa sínum og ömmu en hún er móðir Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, kvenna- listakonu. Með þessum konum öll- um var einkar kært og mikil sam- heldni. í æsku naut Jenný lögbundins barnaskólanáms á fyrstu árum fræðslulaga. Voru kennarar hennar í Áshreppsskólahverfi hæfileika- konurnar Ingibjörg Benediktsdóttir, þá Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá og loks Kristján Sigurðsson á Brúsastöðum. Síðar nam Jenný við, Kvennaskólann á Blönduósi að þeirrar tíðar hætti húnvetnskra kvenna. Mátti hún því teljast vel undir það búin að takast á hendur húsmóðurhlutverkið er hún gekk að eiga sveitunga sinn, Bjama Jón- asson. Hafði hann.brotist til náms í Hvítárbakkaskóla af litlum efnum. Ætlaði hann sér nokkum hlut í samfélaginu sem og tókst. Byijuðu ungu hjónin búskap sinn í hús- mennsku að Snæringsstöðum í Vatnsdal en fluttu næsta ár að Breiðabólstað í Sveinsstaðahreppi. Vorið 1925 fluttu þau í skólahús Sveinsstaðahrepps að Sveinsstöðum og voru þar í 5 ár. Fardagaáríð að Marðarnúpi í Vatnsdal og voru þar með komin í sveitina til ævidval- ar. Þar á Marðarnúpi og síðan í Hvammi sem landsetar Guðjóns mágs Jennýjar bjuggu þau hjónin til vorsins 1938 er þau fluttu að Eyjólfsstöðum þar sem þau dvöldu æ síðan, í fyrstu sem leigjendur en frá árinu 1942 sem eigendur jarðar- innar. ' Nokkuð þurfti til að taka við búskap á Eyjólfsstöðum af fyrri ábúendum, þeim Þorsteini Konráðs- syni og Margréti Jónasdóttur, sem búið höfðu þar um áratugaskeið af mikilli snyrtimennsku og myndar- skap. Byggt þar upp snemma á öðmm áratug aldarinnar eitt af fyrstu og myndarlegustu steinhús- um í sveit á landinu. En þau Bjarni og Jenný reyndust vandanum vax- in. Héldu þau fullkomlega uppi heiðri hinnar fallegu bújarðar og íbúðarhúss og gafst þá Jennýju tækifæri á að sýna hæfileika sína í húsmóðurhlutverkinu. Hún saum- aði allan fatnað á fjölskylduna en notaði frístundir frá búsönnum til fínni hannyrða og lesturs góðra bóka. Ljóðum ann hún sem móðir hennar. Eyjólfsstaðahjónin vom hjúasæl. Sóst var eftir því að koma til þeirra bömum í sumardvöl, er mörg hver er þess nutu sóttust eftir að koma þangað aftur og aftur. Gestagangur var mikill, einkum yfir sumar- tímann og var þá oft um fjölmenni að ræða. Á fyrstu búskaparárum Jennýjar hafði mjög reynt á hæfileika hennar í heimilishaldi og forsjá um veiting- ar. Þegar þau hjón voru nýkomin í skólahúsið á Sveinsstöðum var haldinn þar hinn frægi Sveinsstaða- fundur þar sem Jenný sá um veit- ingasölu og einnig var hún fengin til þess að selja veitingar á svoköll- uðu Hjallalandsuppboði er stóð í tvo daga og mikið var umtalað og sér- stætt. Var Jenný og þau hjón þá í skólahúsinu. Svo mun jafnan 'vera að það sé húsmóðirin sem skapar yfirbragð og andaJjþss og heimilis, hvort sem um umgengni er að ræða eða dag- far allt. Prúð húsmóðir og háttvís lægir þau veður, ef svo má að orði komast, sem oft og tíðum leita á að raska þar gríðum daglegs heimil- islífs. í því efni var Jennýju gefið hljóðlátt vald. Sá sem þetta ritar sagði oft að heimilið á Eyjólfsstöð- um væri þannig að hægt væri að koma þangað hvenær sem væri með fullri vissu um að allt væri þar í föstum skorðum um þrifnað, reglu- semi og viðmót. Er mikill fengur hverju sveitarfélagi að eiga slík heimili. Á Eyjólfsstöðum hafa engin kynslóðabil orðið í þessu efni þótt afkomendur Eyjólfsstaðahjónanna hafi tekið þar við búsforráðum og heimilisfólki fækkað, sem víðast annars staðar. Mjög fer því fólki að fækka sem átti sín æskuspor á nítjándu öld- inni. Það sem lifað hefir fram und- ir þennan dag eða fast að eina öld hefir tekið þátt í mesta framfara- tímabili íslensku þjóðarinnar og síðan ekki komist hjá því að skynja ýmis þau vandamál sem blasa við velmegunarþjóðfélagi okkar í dag og hlýtur að koma á aðrar kynslóð- ir að leysa. Þeim Eyjólfsstaðahjónum tókst mæta vel að sækja að því takmarki ræktunarmanna tuttugustu aldar- innar að láta tvö strá vaxa þar sem áður óx eitt. Þeim tókst það reynd- ar mörgum öðrum betur með þeirri ákvörðun að láta son sinn, Jón, og konu hans hafa hjáleiguna Bakka sem ekki hafði verið rekið sjálf- stætt bú á frá árinu 1906, heldur nytjað frá Eyjólfsstöðum. Þannig ræktuðu þau ekki einvörðungu gróður jarðar þeirrar sem þeim hafa tvær fjölskyldur afkomenda þeirra vaxið úr grasi, þar sem áður bjó_ ein. Má það teljast lánsemi. I upphafi búskapar hafði Jenný orðið að láta sér nægja að deila þröngum húsakynnum og þæginda- snauðum stundum með annarri húsmóður. Hún endaði starfsferil sinn í eldhúsinu á Eyjólfsstöðum eftir að því hafði verið breytt til nútíma horfs og þá stóðu dæturnar við hlið hennar og höfðu tekið við höfuðábyrgðinni. Þannig er hin far- sæla þróun milli kynslóða þegar best er. Nú þegar Jenný á Eyjólfsstöðum er öll er það ekki harmsefni. Miklu fremur má gleðjast yfir því að hún hefir verið leyst frá hrörnandi líkamsviðjum að loknu löngu og farsælu lífsstarfi og að hún fékk endurgoldna þá umhyggju sem hún hafði áður öðrum veitt. Enginn end- urgalt henni það ríkulegar en Jó- hanna, dóttir hennar, af mikilli fórnfýsi. Böm Jennýjar biðja fyrir hjartans kveðju til móður sinnar og óska eftir að þetta erindi Matthíasar Jochumssonar fylgi: Eg kveð þig móðir í kristi trú sem kvaddir forðum mig sjálfan þú á þessum þrautanna landi. Þú fagra ljós, í ljósinu býrð, nú launar þér Guð í sinni dýrð. Nú gleðst um eilífð þinn andi. Jenný Rebekka Jónsdóttir hefir nú í bytjun nýs árs hafið för til þess óþekkta sviðs sem allra bíður að lokum. Blessunaróskir fylgi henni og eru hér með færðar öllum sem henni stóðu næstir og vom kærastir í lífinu. Hún verður jarðsett í dag, 12. janúar, við hlið manns síns að Und- irfelli í Vatnsdal. Grímur Gíslason Þegar árið 1990 hafði runnið sitt skeið á enda og horfið í aldanna skaut, hvarf frænka þess er þessar línur ritar yfir landamærin miklu. Árin líða hvert af öðru þar til þau fylla öldina og síðan líður hver öld- in af annarri. Þetta er alltaf jafn langur tími sem ekki verður breytt. Þessu er öðruvísi farið með okkur mennina. Þeir hverfa af sjónarsvið- inu á misjöfnum aldri og fá oftast litlu ráðið um það. Það er erfitt að sjá á eftir fólki í blóma lífsins. Jafn- vel þótt fólk sé orðið háaldrað er eins og þessi vistaskipti snerti alltaf viðkvæman streng í bijósti hvers manns og veki upp minningar. Jenný Jónsdóttir húsfreyja á Eyjólfssöðum í Vatnsdal lést á heimili sínu snemma að morgni 1. janúar sl. Hún fæddist rétt áður en þessi öld, sem nú er komin á síðasta áratuginn, hóf göngu sína, svo æviárin voru orðin býsna mörg. Jenný var sérstaklega gæfusöm kona í öllu sínu lífi. Hún hafði góða heilsu svo að segja til síðustu stund- ar en það verður að teljast meira virði en orð geta lýst. Ekki síst þegar fólk nær jafn háum aldri og hér var um að ræða. Hún átti kær- leiksríka foreldra, sem hún gat haft á heimili sínu þar til yfir lauk. Þeir sem til þekktu vita vel að Jenný naut þess í ríkum mæli að geta sýnt foreldrum sínum ástúð og umhyggjusemi, þegar þau þurftu mest á því að halda. Eiginmaður Jennýjar var henni ástríkur og traustur lifsförunautur í löngu og farsælu hjónabandi. Síðast en ekki síst átti hún indæl börn, sem báru hana á höndum sér til hinstu stund- ar og að lokum fékk hún að kveðja þetta líf í faðmi þeirra. Af því sem hér að framan er sagt er ljóst að Jenný hefur átt margar hugljúfar minningar um ástvini sína, frá því fyrsta til hins síðasta. Það má því með sanni segja að hún hafi verið gæfumanneskja. Foreldrar Jennýjar voru hjónin Ingibjörg Kristmundsdóttir og seinni maður hennar Jón Baldvins- son. Bæði voru þau Húnvetningar. Ingibjörg var fædd 31. desember árið 1861. Hún var komin af góðum ættum á Vatnsnesi. Jon var fæddur 28. júní 1866 á Síðu í Refasveit. Moðir Jenýjar missti fyrri mann sinn úrið 1891 frá tveimur ungum 1930-1931,bjuggu Hjarni og, Jenný hafði hlptnast í .tínians. rá§, heldur .(þæfrum. Sú eldri, Hall.dóra Guðrún, fór í fóstur til föðursystur sinnar, Johönnu Jóhannesdóttur. En sú yngri, Ingibjörg Rósa móðir mín, ólst upp hjá móður sinni og seinni manni hennar, sem alla tíð reyndist henni sem besti fáðir. Ingibjörg og Jón Baldvinsson giftust árið 1894 og var Jenný eina bam þeirra, fædd á Kornsá í Vatns- dal 26. júlí 1898. Á heimili þeirra hjóna dvöldu oft um lengri eða skemmri tíma vanda- laus ungmenni. Ingibjörg hafði orð á sér fyrir að vera sérstaklega lag- in að umgangast börn ög unglinga og heimilishald þeirra var allt til fyrirmyndar. Það var því leitað mik- ið eftir því að koma þangað fólki sem þurfti á samastað að halda, þótt ekki væri þar auður í garði. Við þessar aðstæður lifði Jenný sín æskuár, einmitt þau 'arin, sem hafa mest áhrif á gæfu hvers manns. í þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að minnast Aðal- heiðar Björnsdóttur, sem ólst upp með þeim Ingibjörgu Rósu og Jennýju. Gagnkvæm vinátta og tryggð ríkti á milli þeirra allra, til hinstu stundar, enda töluðu þær alltaf hver um aðra eins og þær væru alsystur. Þa skal þess getið að foreldrar Jennýjar tóku í fóstur Ingibjörgu dóttur Halldóru, hálf- systur Jennýjar, og manns hennar, Níelsar Sveinssonar. Hún dvaldi hjá þeim frá fjögurra ára aldri fram á fullorðinsár. Jenný var við nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi, eins og flest- ar ungar stúlkur í Húnaþingi- á þessum árum. Jenný giftist 23. júlí árið 1922. Maður hennar var Bjarni Jónasson, mikill myndarmaður og afburða duglegur. Hann var af fátæku fólki kominn og hafði misst móður sína þegar hann var barn að aldri. Þrátt fyrir fátækt og umkomuleysi fór hann í hinn velþekkta Hvítárbakka- skóla, aðeins 15 ára að aldri. Hann gerði sér þá strax ljóst hve góð menntun er nauðsynleg fyrir lífið, hvert sem ævistarfið kann að verða. Jenný og Bjarni eignuðust þijú börn, sem upp komust. Þau eru: Ingibjörg, f. 8. júní 1923, gift Ingv- ari Steingrímssyni, bódna á Eyj- ólfsstöðum, þau eiga 4 börn; Jón, f. 18. nóvember 1925, kvæntur Kristínu Lárusdóttur, þau búa á Bakka í Vatnsdal og eiga 5 syni; • Jóhanna, f. 12. febrúar 1929, ógift og barnlaus. Hún hefur að mestu dvalið heima og búið með fjölskyldu sinni. Öll eru börnin mannkostafólk, sem bera foreldrum sínum góðan vitnisburð. Strax eftir að þau Jenný og Bjarni giftust, var það mikið áhuga- mál þeirra að fínna sér jarðnæði þar sem þau gætu lifað sjálfstæðu lífi, öðrum óháð og sýnt í verki það mikla viljaþrek sem í þeim bjó. En þá lágu jarðir ekki á lausu. Það varð því hlutskipti þeirra í mörg ár að skipta oft um verustað. Þau dvöldu á ýmsum stöðum í Vatnsdal og Þingi en komust alltaf vel af, miðað við það sem þá þekktist. Þetta byggðist mikið á vinnu hús- bóndans utan heimilis. Á þessum árum hvíldi mikil ábyrgð á Jennýju, að sjá um heimilið, oft við erfiðar aðstæður. En hún vann verk sín og stjórnaði heimilinu með yfirveg- aðri ró og dugnaði. Jenný var mikil hannyrðakona. Hún saumaði og pijónaði og hafði sérstaklega gaman af að hekla og allt sem að því laut, lék í höndum hennar og hafði hún af því mikla ánægju. Þessi handavinna hennar varð til þess að styrkja og prýða heimili þeirra hjóna. Þau hjón áttu á seinni árum all- gott heimilisbókasafn, enda voru þau bæði mikið gefin fyrir lestur góðra bóka og bæði voru þau sér- staklega ljóðelsk. Árið 1938 urðu þáttaskil í lífí þeirra Jennýjar og Bjarna. Þá um vorið fluttu Þorsteinn Konráðsson á Eyjólfsstöðum og hans glæsilega fjölskylda alfarin til Reykjavíkur. En þau höfðu búið með mikilli reisn á þessari fallegu jörð, um áratuga skeið. Margir söknuðu þeirra mjög úr sveitinni og töldu að skarð þeirra yrði vandfyllt. Þorsteinn leigði Bjarna og Jennýju jörðina fyrstu árin, en seldi síðan árið 1942. Nú fyrst bjuggu þau hjón á eignaijörð, þótt 20 ár væru liðin frá giftingu þeirra og fyrsta búskaparári. Þau hjón héldu uppi fyrri rausn á heimil- inu og oft var þar margt af fólki. Húsbóndinn kunni því vel að hafa margt hjúa við búskapinn og var góður verkstjóri, enda vanur því frá fyrri árum. Jenný, húsmóðirin á heimilinu, laðaði alla að sér með sínu hlýja viðmóti og góðum viður- gemingi. Af þessu má sjá að þau hjón voru mjög hjúasæl. Margt gesta var oft á Eyjólfs- stöðum í sambandi við opinber störf sem Bjarni hafði allmörg á hendi. Einnig komu margir sem þekktu þessi heiðurshjón eða höfðu dvalið hjá þeim og bundið tryggð við heim- iHð. En alltaf var sömu rausninni að mæta. Bjarni var óvinnufær allmörg síðustu ár ævi sinnar, en dvaldi oftast heima. Þá kom það ekki síst í ljós hve mikið gæfuspor hann steig þegar hann kvæntist eiginkonu sinni Jennýju, sem nú sýndi honum slíkan kærleika og fórnfýsi að sjald- gæft má telja. Bjarni andaðist 22. desember 1982 á 86. aldursári. Þau eru orðin mörg árin síðan ég man fyrst eftir Jennýju frænku minni. Enda koma nú við leiðarlok- in margar minningar fram í huga minn allt frá því að ég var barn að aldri. Allar þessar minningar eru mér mjög kærar. En of langt mál yrði að rekja þær hér. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast þess að það var lengst af árviss siður hjá þeim systrum, móður minni og Jennýju, að heimsækja hvor aðra með fjölskyldur sínar. Þetta var alltaf mikið tilhlökkunarefni. Sér- staklega er mér minnisstætt þegar við vorum að heimsækja Jennýju og við eldri börnin vorum farin að géta setið ein og óstudd á hesti en þau yngri þurfti að reiða. Stundum varð að fara yfir óbrúað vatnsfall. Þetta voru meiriháttar ævintýri, sem ekki gleymast. Örlögin höguðu því svo að ég bjó í næsta nágrenni við Jennýju og hennar góða fólk í 40 ár. Öll voru þau samskipti á einn veg, aldrei bar þar skugga á. Ég og íjölskylda. mín sendum börnum Jennýjar og öðrum ástvin- um hennar hjartanlegar samúðar- kveðjur, um leið og við þökkum langa og góða samfylgd og biðjum Guð að blessa hana á nýrri vegferð. Hallgrímur Guðjónsson frá Hvammi. Á fyrsta degi þessa árs kvaddi þennan heim Jenný Jónsdóttir, fyrr- um húsfreyja í Hvammi í Vatnsdal, síðar á Eyjólfsstöðum í sömu sveit, komin á tíræðisaldur, fædd 1898. Eftir langan og oft erilsaman dag mun þessi aldna heiðurskona hafa orðið hvíldinni fegin og mun ekki hafa kviðið neinu því hún var trúuð og heilsteypt að allri gerð, vildi öll- um vel ,en lét til sín taka ef henni fannst hallað réttu máli eða einhver hafður útundan. Þannig minnist ég þessarar prúðu og næstum hlédrægu konu við fyrstu kynni en það var stutt í glaðlyndið og gæðin. Ég var vinnu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.