Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 17 París: Gestamet í Eiffelturni París. Reuter. METFJÖLDI gesta heimsótti Eiffelturninn á Marstorginu í París í fyrra eða alls 5,7 milljón- ir manna. Er það aukning um 100.000 manns frá árinu áður. Að jafnaði fluttu lyftur hins 102 ára mannvirkis 15.000 manns á dag upp í efsta útsýnissal turnsins • sem er í 320 metra hæð yfir jörðu. Enginn viðkomustaður ferða- manna er jafn fjölsóttur í Frakk- landi og Eiffelturninn sem franski arkitektinn Alexandre Gustave • Eiffel hannaði og fullgerður var 31. mars 1889, rétt fyrir heims- sýninguna í Paris. Pan Am fer fram á greiðslu- stöðvun New York. Reuter. PAN American-flugfélagið fór á þriðjudag fram á greiðslu- stöðvun vegna rekstrarerfið- leika en flugfélagið ruddi á sínum tíma brautina í farþega- flugi um heim allan. Talsmenn flugfélagsins sögðu að engin röskun yrði á starfsemi flugfélagsins meðan á greiðslu- stöðvuninni stæði. Á þriðjudag gaf bandaríska samgönguráðuneytið leyfi fyrir kaupum United Airli- nes-flugfélagsins á flugleiðum Pan Am til London og öðrum eignum þess en kaupin munu gefa Pan Am 400 milljónir dollara í aðra hönd, jafnvirði 23 milljarða ÍSK, og þannig laga stöðu þess. Tilgangurinn með greiðslu- stöðvuninni mun einnig sá að auð- velda sameiningu Pan Am og Trans World Airways. Carl Icahn, eigandi TWA, hefur boðist til að yfirtaka Pan Am og greiða eigend- um félagsins fyrir það 375 milljón- ir dollara, jafnvirði 21 milljarðs ÍSK. Icahn hefur þó sett það sem skilyrði fyrir kaupunum að Pan Am óski eftir því að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Auk Pan Am njóta tvö önnur stór bandarísk flugfélög nú greiðslustöðvunar; Eastern Airli- nes og Continental Airlines. Pan Am hefur átt við langvar- andi rekstrarörðugleika að stríða. Árið 1980 seldi félagið skýjakljúf sinn á Manhattan í New York fyr- ir 400 milljónir dollara og ári seinna hina arðbæru Intercontin- ental-hótelkeðju fyrir 500 milljónir dollara. Árið 1985 ákvað félagið að einbeita sér að flugi á leiðum yfir Atlantshaf og seldi United hinar ijölmörgu flugleiðir sínar til Asíuríkja fyrir 750 milljónir doll- ara. Þrátt fyrir þetta hefur tap- reksturinn haldið áfram. Nam hann rúmum þremur milljörðum dollara á árunum 1980-89 og 278 milljónum dollara á fyrstu niu mánuðum ársins 1990. IRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðsl- an nærtil virðisaukaskatts af: • Vinnu manna við nýbyggingu íbúðar- húsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa hérá landi. • Vinnu manna við endurbætur og við- hald á íbúðarhúsnæði í eigu umsækj- anda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvemberog desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Sérstakt uppgjörstímabil vegna endurbóta og við- halds á árinu 1990 Beiðni um endurgreiðslu vegna við- halds og endurbóta íbúðarhúsnæðis sem unnið var 1990 skal skilað í einu lagi til skattstjóra í síðasta lagi 20. janúar 1991. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureikninga skal fylgja um- sókn um endurgreiðslu vegna vinnu við endurbætur og viðhald. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma fer endur- greiðslan fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. Launamiðar og húsbyggingarskýrsla Athygli skal vakin á því að þeir sem sækja eða hafa sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árinu 1990 skulu fylla út launamiða (RSK 2.01) fyrir 20. janúar 1991 vegna greiddra launa og verktaka- greiðslna. Launamiðann skal senda til skattstjóra. Þeir sem sótt hafa um endurgreiðslu vegna nýbyggingar skulu einnig senda skattstjóra húsbyggingarskýrslu (RSK 3.03) með skattframtali sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.