Morgunblaðið - 12.01.1991, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.01.1991, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 13 Minning: Jóhannes Bogason frá Brúarfossi Fæddur 19. desember 1892 Dáinn 1. janúar 1991 Á fyrsta degi hins nýja árs lést vinur minn og fyrrverandi ná- granni, Jóhánnes Bogason, bóndi, Brúarfossi. Andlát hans kom ekki á óvart, hann var maður orðinn háaldraður og heilsuveikur. Jóhannes fæddist 19. des. 1892. Foreldrar hans voru Bogi Helga- son, bóndi, Brúarfossi, og kona hans, Guðbjörg Jóhannesdóttir. Jóhannes var næstyngstur fjög- urra bama þeirra hjóna, en þau vom Helgi, Teitur, Jóhannes og Soffía. Öll em þau systkinin nú látin. Jóhannes ólst upp á Brúarfossi og vandist snemma allri venjulegri sveitavinnu. Hann var alla tíð sér- staklega viljugur maður og ósér- hlífinn. Þessir eiginleikar hans komu ekki hvað síst fram þegar hann, þá roskinn maður, missti sjónina en vann þó flest verk sín áfram og fór allra sinna ferða án aðstoðar. Ég átti því láni að fagna að al- ast upp í nágrenni við Jóhannes og systkini hans tvö, Teitog Soffíu. Jóhannes og þau systkini voru allt- af reiðubúin til að rétta foreldrum mínum hjálparhönd og mér er minnisstætt að Jóhannés sagði ein- hveiju sinni að jafnt skyldi yfir heimilin bæði ganga. Árið 1928 tók Jóhannes við búi á Brúarfossi ásamt Teiti og Soffíu. Á Brúarfossi var símstöð og póst- hús og var því oft gestkvæmt á heimilinu af þeim sökum. Einnig var svo áður en bílvegir komu og bílar urðu algengir að Brúarfoss var áfangastaður manna sem vom á leið í kaupstað og úr. Mátti heita að á þeim tímum væri á Brúar- fossi rekinn gististaður. Ætíð var gestum tekið vel á Brúarfossi, enda systkinin glaðsinna og skemmtileg. Þega Helgi, bróðir þeirra, missti fyrri konu sína frá þremur ungum bömum, tóku þau systkinin tvö þeirra til sín, þau Guðbjörgu og Boga, og reyndust þeim sem bestu foreldrar. Einnig ólst upp hjá systkinunum Jón Órn Gissurarson. Jóhannes giftist 1960 Margréti Þorvaldsdóttur. Margrét er látin fyrir all mörgum ámm. Jóhannes dvaldist síðustu árin á Dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi. Þar leið honum vel og var þakklátur starfs- mönnum heimilisins fyrir velvild í sinn garð. Nú eru þau öll látin systkinin á Brúarfossi. Þau vom öll góðar og heiðarlegar manneskjur sem gott vár að þekkja og eiga að vinum. Ég vil þakka þeim tryggð þeirra og vináttu við foreldra mína, okkur systkinin og fjölskyldur okkar. Blessuð sé minning systkinanna á Brúarfossi. Hallbjörn Sigurðsson í dag fer fram frá Ökrum útför Jóhannesar Bogasonar fyrrverandi bónda á Brúarfossi. Ég má til með að minnast míns elskulega vinar með nokkrum fá- tæklegum orðum. Það var sumarið 1966 sem ég kynntist þessum heið- ursmanni er ég fór sem ráðskona að Hítará og var þar yfir tvo ára- tugi á sumrin. Svo það er ekki að undra þótt með okkur hafi haldist vinátta öll þessi ár. Þetta sumar var Margrét kona hans þá enn við fulla heilsu, svo það var talsvert líf í kringum þetta fólk. Þar var Teitur bróðir hans og Soffía systir hans og Bogi bróð- ursonur þeirra systkina, sem mér skilst að hafi alist þar upp frá barnæsku. Allt var þetta heiðurs- fólk og gott heim að sækja. Ég fór oft á kvöldin upp í hús til þeirra og þau komu niður í hús til mín í kaffisopa, svo vináttan ágerðíst með árunum. Ég get þvf miður ekki rakið ættir Jóhannesar, en í afmælis- grein um hann níræðan minntist ég þó foreldra hans og einnig hven- ær Jóhannes kvæntist, en þessum heimildum hefi ég glatað og ekki gefíð mér tíma til að léita uppi, enda veit ég að það gera mér fær- ari menn að rifja upp. Jóhannes var mjög ræðinn og víða heima, fróður og minnugur með afbrigðum. Það yrði ansi löng grein ef ég leyfði mér að skrifa allt það sem upp í huga minn kem- ur, en ég ætla nú að hafa þetta með styttra móti, en samt verð ég að koma á framfæri í þessari grein smá atriði sem ég veit að hann vildi sjálfur að kæmi fram. Það var fyrir allmörgum árum, líklegast 1974 að mig minnir, að meðal gesta við ána voru útlend hjón, Christian og Sally Aall, sem tóku miklu ástfóstri við þennan gamla mann, og ég man að frú Sally skildi eftir peninga hjá mér til að gera eitthvað fyrir hann, hún sem sagt lét mig um hvað gera skyldi. Ég sagði Jóhannesi frá þessu og hann sagði að ég ætti að ráða því — sig vantaði ekkert og hefði allt til alls. Hjá mér þetta sumar var stúlka að nafni Hjördís og okkur kom saman um að best væri að fá nýtt rúm fyrir hann og eitthvað fieira. Við keyptum svo notaðan ísskáp og fórum að Brúarfossi með hann ásamt rúminu og nýrri sæng. Einn- ig keyptum við notað gólfteppi og gardínur. Síðan umturnuðum við húsinu ef svo má segja, gerðum hreint, breyttum stofu og herbergj- um að okkar vild og vorum svo öll alsæl og ánægð með þetta að verki loknu. Síðan hefur frú Sally Aall sent annað slagið eitthvað til Jóhannes- ar og alltaf spurt mig í bréfinu hvort hann vantaði ekki eitthvað. Hann var þeim ákaflega þakk- látur og ég veit að hann bað fyrir þeim í bænum sínum og alltaf spurði hann mig um þau þegar ég sá hann. Því miður hefi ég ekki verið nógu dugleg að fara til hans vegna vinnu minnar og anna, en ég hefi þó rætt við hann í síma annað slag- ið og ég talaði við hann rétt fyrir jól og þá var enga breytingu að heyra hjá honum. Þegar ég var á ferðinni á sumr- in með barnabörnin þá var alltaf tilhlökkun að koma við hjá honum á Dvalarheimilinu og alltaf átti hann eitthvað gott í skápnum sínum til að bjóða. Hann var sér- deilis barngóður og gestrisinn, mikill heiðursmaður. Ég veit að hann hefur orðið hvíldinni feginn, 98 ár er langur tími. Hann var farinn að heilsu fyrir allmörgum árum, búinn að missa sjónina en kvartaði aldrei og hafði alltaf orð á því hvað vel væri hugsað um hann á heimilinu og ætla ég að koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Dvalar- heimilisins og lækna, því það vildi hann að yrði gert. Við ræddum oft um margt og margt, og ég sagði honum að ég myndi reyna að skrifa nokkur kveðjuorð til hans, en það var óþarfi í hans augum. Ef við íslendingar ættum marga hans líka, þá væru landsmálin örðuvísi í dag. Hann er sá heiðar- legasti og samviskusamasti maður sem ég hefí kynnst og geislaði frá honum innri fegurð. Ég sakna míns góða vinar, en er samt þakklát fyrir að hann er búinn að fá sína hvíld. Þetta er leiðin okkar allra, en enginn veit hvað tekur við, en framhald er á þessu öllu, á því er enginn vafi. Fyrir hönd barna minna og bamabarna þakka ég honum þau ár sem við áttum samleið. Við Frið- rik sendum okkar bestu samúðar- kveðjur til aðstandenda. Hvíli okkar hjartans vinur í friði. Sigríður Þorvaldsdóttir ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Agúst Friðfinnsson. Kirkjubíll fer um hverfið fyrir og eftir guðs- þjónustuna. Fer frá Ártúnsskóla kl. 10.40 og Selásskóla kl. 10.55. Guðsþjónusta kl. 14. Beðið fyrir friði við Persaflóa. Vænst er þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra í messunni. Fyrirbæna- guðsþjónusta miðvikudag kl. 16.30. ÁSPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðarfélags Ás- prestakalls eftir messu. Munið kirkjubílinn. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Altarisganga. Organisti Dan- íel Jónasson. Þriðjudag: Bæna- guðsþjónusta kl. 18.30. Gísli Jón- asson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthías- son. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRAIMESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Þórír Stephensen. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kl. 17. Bænaguðs- þjónusta. Beðið fyrir friði. Biskup Islands herra Ólafur Skúlason tekur þátt í guðsþjónustunni. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Org- anleikari við báðar messurnar er Kjartan Sigurjónsson. Miðviku- dag: Hádegisbænir í kirkjunni kl. 12.15. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- og Hólakirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Jó- hanná Guðjónsdóttir. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Þriðjudag: Fýrir- bænir í Fella- og Hólakirkju kl. .14. Miðvikudag: Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónlist. Fimmtu- dag: Helgistund fyrir aldraða í Gerðubergi kl. 10 f.h. Sóknar- prestar. GRAFARVOGSSÓKN: Messu- heimili Grafarvogssóknar Félags- miðstöðinni Fjörgyn. Barna- messa kl. 11. Skólabíllinn fer frá Húsahverfi kl. 10.30 í Foldir og síðan í Hamrahverfi. Gpðsþjón- usta kl. 14. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sóknarprestur. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór Guðspjall dagsins: Lúk. 2.: Þegar Jesús var 12 ára. S. Gröndal. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragn- ar Fjalar Lárusson. Guðsþjón- usta kl. 14. Kirkja heyrnarlausra. Sr. Myiako Þórðarson. Messa kl. 17. Altarisganga. Beðið fyrir friði. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðju- dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 10. Morg- unmessa sr. Arngrímur Jónsson. Kl. 11. Barnaguðsþjónusta. Kirkjubíllinn fer um Suðurhlíðar og Hlíðar fyrir og eftir guðsþjón- ustuna. Kl. 14. Hámessa. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar Digranes- skóla. Barnamessur kl. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Elías Davíðs- son. Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Skólakór Kársness syngur ásamt kirkjukórnum. Léttir söngvar. Organisti Guð- mundur Gilsson. Ægir Fr. Sigur- geirsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kór Langholtskirkju. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Barnastarf á sama tíma. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuná' Fimmtudag: Kyrrðarstund í há- deginu. Orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. í umsjón Sigríðar Óladóttur. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðs- þjónusta kl. 14. Orgel- og kór- stjórn Reynír Jónasson. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 11. Athugið breyttan tíma. Sérstaklega verður beðið fyrir friði þegar tveir dagar eru eftir af lokafresti í Austurlöndum nær. Ræðumaður Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. Miðvikudag 16. janúar kl. 7.30. Morgunandakt. Órgelleikari Viol- eta Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág- messa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Rúm- helga daga lágmessa kl. 18, nema á laugardögum, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11, rúmhelga daga lág- messa kl. 18 nema á fimmtudög- um kl. 19.30 og laugardögum kl. 14. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delfía: Safnaðarsamkoma kl. 11. Ræðumaður Sam Glad. Barna- gæsla. Almenn samkoma kl. 16.30. Sunnudagaskóli á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- .dagaskóli kl. 14. Almenn sam- koma kl. 20.30. Sigmund Daler- haug frá Noregi talar. NÝJA POSTULAKIRKJAN: Messa kl. 11. Hákon Jóhannes- son safnaðarprestur. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 11. Sr. Jón Þor- steinsson. GARÐA- og Bessastaðasóknir: Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Samkoma, kaffiveitingar í Kirkjuhvoli I Garðabæ að athöfn- inni lokinni. Eldri borgarar sér- staklega velkomnir. Sóknar- prestar. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐIST AÐAKIRKJ A: Guðsþjón- usta kl. 14. Samvera fyrir eldri borgara eftir guðsþjónustuna í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Ferð frá kirkjunni og til baka að sam- verunni lokinni. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þórhildur Ólafs. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoman fellur niður. Verður að viku liðinni. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf og guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn syngur. Organ- isti Gróa Hreinsdóttir. Sr. Þor- valdur Karl Helgason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Helgi- stund í sjúkrahúsinu kl. 10.30. Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa. Altarisganga kl. 14. Guðmundur Ólafsson syngur „Friðarins Guð". Organ- isti Einar Örn Einarsson. Bifreið fer að búðum eldri borgara við Suðurgötu kl. 13.30, þaðan að Hlévangi við Faxabraut og sömu leið til baka að messu lokinni. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Guð- mundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfúsdóttur. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í dag kl. 13 I safnaðarhéimilinu. Barnaguðs- þjónusta sunnudag kl. 11 í kirkj- unni og messa kl. 14. Fyrirbæna- guðsþjónusta fimmtudag kl. 18.30, beðið fyrir sjúkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.