Morgunblaðið - 13.01.1991, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM 'SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
?38
KONUR
egar síðasta greln kom var
ég búinn að sannfæra
konuna mína um að drífa sig
upp á fæðingardeild. Við út í
bíl, sírenunni skellt á, keyrt
með háu ljósin
og flautuna á.
Rauð veifa út
um gluggann og
ég beið eftir
öskrunum í
konunni.
HRÍÐIR! En
nei, ekki múkk
í henni. Ég var
byijaður að anda eins og
hundur og svo inn um nefið,
út um munninn, en samt var
mér illt í móðurlífinu. Þegar
við komum upp á deild,-sá ég
mér til mikils léttis, að fjöl-
miðlar höfðu enn ekki fengið
nasaþef af fæðingunni, því
það var bókstaflega enginn á
deildinni. Jú, fullt af ljós-
mæðrum og nemum, skúr-
ingafólki og matráðskonum.
Ég dreif mig að borðinu og
spurði tafarlaust: „Er enginn
karlmaður að vinna?"
Skömmu síðar gat ég sann-
fært ljósmóðurina um að taka
löppina af hálsinum á mér,
enda gólfið á fæðingardeild-
inni með afbrigðum hart. Þá
var konan mín komin úr öllu
og i einhvern agalegan fæð-
ingargalla. Það er ljóst að það
var ekki Christian Dior sem
hannaði hann. Ég fékk svona
létta ábendingu um að hypja
mig út úr herberginu, meðan
athuguð væri útvíkkunin og
nýtti mér þann tíma til að rifja
upp öll ástarorðin sem ég
kunni. til að beita í verstu
hríðunum. En svo upphófust
vandræðin. Ég sá að konunni
minni leið ekki vel og heimt-
aði því alls kyns pedatin,
mogadón, dísepam, mænu-
deyfingar, kæruleysisspraut-
ur og glaðloft, en ljósmóðirin
var hin versta, og sagði að
slíkt væri fyrir konurnar, ekki
eiginmennina. Ekki skánaði
mér við það. En þar sem það
var svo lítið að gera, var okk-
ur vísað á fæðingarstofu og
við beðin um að láta vita þeg-
ar höfuð barnsins væri sjáan-
legt, þá fengjum við hjálp.
Nei, þessu lýg ég, við fengum
tvær ljósmæður inn með okk-
ur, sem nudduðu og stjönuðu
í kringum mig, eins og ég
væri með 16 í útvíkkun. A
meðan tuðaði konan min eitt-
hvað um að henni væri illt.
Mér hefur hins vegar verið
kennt af lærðum, að maður á
ekki að sýna konum of mikla
linkind, heldur sýna þeim
hver það er sem ræður á heim-
ilihu. Þess vegna hlýði ég
hénni alltaf. Hvað um það.
Eftir að hafa heimtað land-
lækni, heilbrigðisráðherra og
forstjóra Ríkisspítala, kom
loksins einhver deyfingar-
læknir og róaði okkur hjónin.
Þar lágum við í rúminu, al-
sæl, að vísu orðin dálítið
sveitt, með úfið hár og ég al-
veg ómálaður eins og drusla.
En til að gera ianga sögu
stutta, gekk síðan allt eins og
í sögu. Rétt eftir fjögur vorum
við hjónin byrjuð að rembast,
ég með glaðlofti, hún með
fæðinguna. Út kemur þetta
líka unaðslega fallega barn og
ljósmóðirin segir . . . Meira
seinna.
eftir Steingrím
Ólafsson
Samsöngur nokkurra lækna og tæknimanna í tilefni afmælis.
Óperukórinn syngur við raust.
AFMÆLI
Allskonar
uppákomur á
sextugsafmæli
rjann 20. desember síðastlið-
** inn voru nákvæmlega 60
ár síðan fyrsti sjúklingurinn var
lagður inn á Landspítalann. í því
tilefni var haldin mikil og vegleg
hátíðardagskrá með þátttöku
fjölmargra starfsmanna og vel-
unnara. Hátíðin var haldin í and-
dyri K-byggingar og var henni
sjónvarpað um allan spítalann.
Davíð Á. Gunnarsson forstjóri
opnaði hátíðina með því að hjóða
gesti velkofnna og síðan flutti
sr. Bragi Skúlason hugvekju.
Matthías Johannessen skáld og
ritstjóri las úr verkum sínum, að
hluta við gítarundirleik Péturs
Jónassonar, og síðan söng
kvennakór íslensku óperunnar
nokkur lög. Kórinn fór síðan vítt
og breitt um spítalann og söng
fyrir sjúklinga. Þarna voru og
veitingar og náðist mikil hátíðar-
stemmning.
En það var nokkur aðdragandi
að fyrrgreindri hátíð, nokkurs
konar upphitun var haldin fyrr
í mánuðinum er haldið var „opið
hús“ því það þótti rétt að leggja
áherslu á að riija upp og kynna
fyrir almenningi hina margþættu
og viðamiklu starfsemi sem fram
fer innan veggja stofnunarinnar.
Allar deildir kynntu starfsemi
sína, saga spítalans var rakin í
grófum dráttum og gömul.tæki
og áhöld voru sýnd við hlið nútil-
dagsverkfæra. Margt manna
mætti á „opið hús“ sem þótti
heppnast vel.
Eitt sem vakti ekki minnstu
athyglina var sýning listmuna
sem starfsmenn spítalans hafa
unnið hin síðari ár. Listaverka-
sýning var opnuð snemma í des-
ember í anddyri K-byggingarinn-
ar. Þar sýndu Guðmundur
Bjarnason yfirlæknir, Guðrún
Indriðadóttir lyfjafræðingur,
Margrét Þorvarðardóttir textíl-
listakona og Sigurður Siguijóns-
son læknir verk sín. Nokkru síðar
var önnur uppákoma þar sem
Páll Ásmundsson læknir flutti
frumsamin ljóð og karlakór skip-
aður læknum og tæknimönnum
söng fyrir viðstadda.
Hluti gesta í afmælinu 20. desember.
LÆKNINGAR
Spurning um að
skoðanafrelsi sé virt
að vakti töluverða athygli fyr-
ir nokkrum dögum, er frá því
var greint i fréttum, að læknir
einn hefði fengið “gult spjald" eða
áminningu frá Landlæknis-
embættinu fyrir ummæli sem hann
hafði viðhaft bæði í útvarpsviðtali
og í blaðagrein nokkru áður.
Læknir þessi er Hallgrímur Þ.
Magnússon svæfingalæknir sem
rekur læknastöð og heilsurækt á
Seltjarnarnesi. Hann hefur hin
seinni ár sérhæft sig í nalastungu-
og leisigeislameðferð. Og í allra
síðustu tíð hefur hann bætt við
meðferð sína náttúrulækningum
ef kalla má það svo. Morgunblaðið
ræddi við Hallgrím og spurði hann
hvað hann hafi eiginlega sagt til
þess að verðskulda gula spjaldið
frá Landlækni og hvort einhver
eftirmáli verði af því.
“Jú, ég fékk bréf frá Landlækni
þar sem hann ritaði að han'n hefði
heyrt og þau ummæli sem um
ræðir. Það sem ég ritaði og sagði
og gerð var athugasemd við, var
að menn geti fengið orku úr jörð-
inni ef þeir gangi á henni berfætt-
ir. Við þetta stend ég. Landlæknir
segir mig hafa lýst yfir að ógeril-
sneydd mjólk hafi einhvern sér-
stakan Iækningamátt. Það sem ég
sagði var að ógerilsneydd mjólk
væri mun hollari en hin geril-
sneydda sem er beinlínis óholl. Það
er því mín skoðun að ógerilsneydd
.mjólk geti þannig sannarlega haft
nokkurn lækningamátt með þeim
hætti að manni líður betur á því
að neyta hollari vöru. Við þetta
stend ég einnig og mér finnst með
ólíkindum að ég skuli fá ávítur frá
embættinu vegna þessa.
En hvers vegna þessar ávítur?
“Landlæknir segir að ég hafi
gengið í bérhögg við læknalög og
“codus eticus“ með þessum orðum.
Vel má vera að svona skoðanir
bijóti í bága við reglugerðir kerfis-
ins. Hitt er svo annað mál, að á
íslandi er ritfrelsi, talfrelsi að ég
tali nú ekki um skoðanafrelsi og
þó ég hafi ákveðna menntun að
þá á það ekki að mega hefta skoð-
anafrelsi jafn vel þótt það gangi
þvert á skoðanir kerfisins. Ef þetta
frelsi er nauðbeygajnlegt með
svona áminningastarfsemi þá þyk-
ir mér við standa fjandi nærri ráð-
stjórnarkerfinu sem heimurinn
hefur reyndar hafnað eftirminni-
lega,“ segir Hallgrímur.
En verður eftirmáli? “Það veit
ég ekki. Ég veit þó að skoðanir
mínar breytast ekkert þótt Land-
læknir kjósi að sýna mér með þess-
um hætti hver það er sem valdið
hefur. Hvaða framhald verður er
ekki gott að segja til um. Það
gæti komið ný áminning, eða að
Landlæknir gæti skotið málinu til
héilbrigðisráðherra. Þetta er þó
nokkuð vald, því það er ráðherran
sem gefur út læknisleyfin...“