Morgunblaðið - 20.01.1991, Síða 8

Morgunblaðið - 20.01.1991, Síða 8
IT\ \ /''' er sunnudagur 20. janúar, sem er annar l-'sunnudagur eftir þrettánda. 20. dagur ársins 1991. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 8.58 og síðdegisflóð kl. 21.17. Fjarakl. 2.44 ogkl. 15.15. Sólarupprás í Rvík kl. 10.43 ogsólarlagkl. 16.35. Myrkurkl. 17.39. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.39 og tunglið er í suðri kl. 17.02. (Almának Háskóia íslands.) Komum með lofsöng fyrir auglit hans, syngjum gleðiljóð fyrir honum. (Sálm. 95, 2.) ÁRNAÐ HEILLA D fTára afmæli. í dag 20. O t) janúar, er 85 ára Ársæll Kjartansson, Háa- leitisbraut 103, Rvík. Hann er nú á Vífilsstaðaspítala. O /\ára afmæli. Á þriðju- OU daginn, 22. þ.m., er áttræð frú Björg Andrea Magnúsdóttir, Hamarsgötu 1, Fáskrúðsfirði. Hún er stödd hér syðra og ’tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur í Eski- holti 13, Garðabæ, í dag, 20. jan., kl. 16-19. ^ pfára afmæli. í dag, 20. I O þ-tn., er 75 ára Jó- hannes Þ. Jónsson frá Súg- andafirði, Kleppsvegi 50, Rvík. Hann var kaupfélags- stjóri á Súgandafírði í 25 ár, en starfaði síðar hjá SÍS og hjá Samábyrgð Islands á fískiskipum. Hann er að heiman. FRÉTTIR/ MANNAMÓT BRÆÐRAMESSA er í dag, 20. janúar. — „Messa til minningar um tvo róm- verska menn, Fabianus og Sebastianus, sem reyndar virðast ekki hafa verið tengdir að neinu leyti. Fab- ianus mun hafa verið bisk- up í Róm á 3. öld e.Kr., en um Sebastianus er lítið vit- að með vissu,“ segir í Stjörnufræði/Rímfræði. FRÍMERKJAÚTGÁFA 1991. í tilk. frá Pósti og síma um frímerkjaútgáfuna á þessu nýbyijaða ári segir að ákveðið hafí verið að gefa út alls níu sinnum ný frímerki á árinu. Fyrsta útgáfan kemur út 7. febrúar. Koma þá út tvö frímerki með íslenskum fuglum, sem sýna myndir af flórgoða og súlu. Þau eru í verðgildunum 25 kr. og 100 kr. Þröstur Magnússon teiknaði þau. KRISTILEGT félag heil- brigðisstétta heldur afmælis- fund í safnaðarheimili Laug- arneskirkju annað kvöld, 21. janúar kl. 20.30. Sigríður Halldórsdóttir hjúkrunar- kennari flytur erindi um tengsl trúar og heilbrigðis. Sr. Magnús Björnsson greinir frá samstarfi á Norð- urlöndum. Unnur María Ing- ólfsdóttir leikur á fíðlu, íris Guðmundsdóttir syngur ein- söng. Biskupinn herra Ólaf- ur Skúlason flytur hugvekju. Þessi afmælisfundur er öllum opinn, félagsmönnum sem og öðrum. ÓVEITT prestaköll á landinu eru um þessar mund- ir fímm. Biskup íslands aug- lýsir í nýlegu Lögbirtinga- blaði þessi prestaköll laus til umsóknar með umsóknar- fresti til 30. þ.m. Prestaköllin eru: Oddaprestakall í Rangár- KROSSGATAN LÁRÉTT: — 1 logið, 5 bát- ar, 8 skæru, 9 sníkja, 11 vot- an, 14 hár, 15 lofað, 16 fífl, 17 leðja, 19 frumeind, 21 tala mikið, 22 jórturdýr, 25 svelg- ur. 26 hvíldi, 27 flani. LÓÐRÉTT: — 2 atvikast, 3 álít, 4 ófúsa, 5 kvistar nið- ur, 6 heiður, 7 dráttardýrs, 9 át, 10 hlutavelta, 12 þekkt- ara, 13 hímdi, 18 sælu, 20 skóíi, 21 skordýr, 23 leyfist, 24 rómversk tala. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: — 1 magál, 5 gómar, 8 mánum, 9 angan, 11 safna, 14 art, 15 vagns, 16 uglum, 17 tak, 19 nían, 21 áðan, 22_ sálgaði, 25 alt, 26 óar, 27 rói. LÓÐRÉTT: — 2 ann, 3 áma, 4 lánast, 5 gustuk, 6 óma, 7 agn, 9 aðventa, 10 gagnast, 12 falaðir, 13 aumingi, 18 agga, 20 ná, 21 áð, 23 ló, 24 ar. Morgunblaðið/ Þorkell Krakkarnir á dagheimilinu í Hlíðarenda við Laugarásveg urðu að leika sér inni einn daginn fyr- ir skömmu því úti var slæmt veður. Farið var í innileiki með fóstrunum. Hér er einn leikjanna að hefjast. vallaprófastsdæmi. Hraun- gerðisprestakall í Ámespróf- astsdæmi. Þorlákshafnar- prestakall í Ámesprófasts- dæmi. Þetta er nýtt presta- kall. Það tilheyrir nú Hvera- gerðisprestakalli. í Þorláks- hafnarprestakalli em Hjalla- og Strandarsóknir. Tálkna- fjarðarprestakall í Barða- strandarprófastsdæmi og Skggastrandarprestakall í Htfnavatnsprófastsdæmi. KR-konur halda aðalfund sinn nk. þriðjudagskvöld í KR-heimilinu kl. 20.30. RADÍÓÞJÓNUSTUDEILD. Samgönguráðuneytið augl. í Lögbirtingi lausa stöðu yfír- umsjónarmanns í radíóflug- þjónustudeild Pósts og síma í Gufunesstöðinni. Umsókn- arfrestur er settur til 24. þ.m. SÓKN og Framsókn, starfs- mannafél. og verkakvennafé- lagið, halda sameiginlegt spilakvöid miðvikudaginn 23. þ.m. í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, kl. 20.30. HEILBRIGÐIS- og trygg- ingamálaráðuneytið hefur veitt þrem eldri starfandi læknum í Rvík leyfi til að reka lækningastofur sínar til næstu áramóta. Það eru þeir læknamir Erlingur Þor- steinsson, Bjarni Konráðs- son og Karl Strand. Ráðu- neytið tilk. þetta í Lögbirtingi. LANDSSAMTÖK ITC. Þessar konur starfa fyrir landssamtökin sem upplýs- inga- og blaðafulltrúar: Ólöf Jónsdóttir, s. 72715, Guðrún Bergmann, s. 672806, Jóna S. Olafsdóttir, s. 672434, og Elínborg J. Ólafsdóttir, s. 656790. Þær svara fyrir- spurnum og veita uppl. varð- andi samtökin. FÉL. eldri borgara. Opið hús í dag í Goðheimum við Sigtún kl. 14, frjáls spilamennska og kl. 20 dansað. Mánudag er opið hús í Risinu kl. 13. Félag- ið efnir til þorrablóts í Goð- heimum bóndadag 25. þ.m. er þorri gengur í garð. YFIRLÆKNISSTÖÐU við fyrirhugaða réttargeðdeild auglýsir heilbrigðis- ogtrygg- ingamálaráðuneytið lausa til umsóknar í nýju Lögbirtinga- blaði. Yfírlæknirinn skal hafa sérfræðiviðurkenningu í geð- lækningum og sérþekkingu eða reynslu á því sviði réttar- geðlækninga. Ráðuneytið set- ur umsóknarfrestinn til 5. febrúar n.k. ITC-deildin Ýr heldur fund mánudagskvöld í Síðumúla 17 kl. 20.30. Hann er öllum opinn. Þær Anna, s. 611413, Ester, s. 74730, eða Unnur, s. 45119, gefd uppl. um fund- inn. HÉRAÐSDÓMARI verður ráðinn til starfa hjá embætti bæjarfógeta og sýslumanns- ins í Hafnarfírði. Embættið er augl. af dóms- og kirkju- málaráðuneytinu, í Lögbirt- ingi. Umsóknarfrestur er til 31. jan. LÆTUR af embætti. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið tilk. í Lögbirtingi að sr. Flóki Kristinsson sóknarprestur í Stóra-Núpsprestakalli í Ámesprófastsdæmi hafí fengið lausn frá embætti, að eigin ósk, frá 1. mars nk. að telja. HÉRAÐSLÆKNIR í Norð- urlandshéraði eystra. í tilk. í Lögbirtingi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu segir að Ólafur Hergill Oddsson læknir hafi verið skipaður héraðslæknir í þessu læknishéraði til ársloka 1994. Honum er jafnframt veitt launalaust leyfí frá störfum heilsugæslulæknis á Akureyri sama tímabil. HEILBRIGÐIS- og trygg- ingamálaráðuneytið. Ráðu- neytið tilk. í Lögbirtingablað- inu að það hafí sett Einar Magnússon lyfjafræðing til þess að vera deildarstjóri lyfjadeildar ráðuneytisins og að hann gegni því starfi til næstu áramóta. HÁSKÓLINN á Akureyri. Menntamálaráðuneytið tilk. í Lögbirtingi að það hafí skipað Þóri Sigurðsson lektor í stærðfræði við sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri frá síðustu áramótum. KIRKJA ÁRBÆJARKIRKJA. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. Félagsstarf aldraðra: Fót- snyrting á mánudögum, tíma- pantanir hjá Halldóru Steins- dóttur. Leikfími þriðjudaga kl. 14. Hárgreiðsla allaþriðju- daga hjá Hrafnhildi. Opið hús í Safnaðarheimilinu miðviku- dag kl. 13.30'. Björg Einars- dóttir verður með bókakynn- ingu og fyrirbænastund í Ár- bæjarkirkju kl. 16.30. Opið hús fyrir mæður og feður ungra barna í Ártúnsholti í safnaðarheimili Árbæjar- kirkju þriðjudag kl. 10-12. Brynjólfur Brynjólfsson sál- fræðingur fjallar um einelti bama. BÚSTAÐAKIRKJA. Æsku- lýðsfundur í dag, sunnudag, kl. 17. GRENSÁSKIRKJA. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20. NESKIRKJA. Æskulýðs- starf unglinga mánudags- kvöld kl. 20. Þriðjudag: Mömmumorgunn. Opið hús fyrir mæður og böm þeirra kl. 10-12. Æskulýðsstarf 12 ára og yngri kl. 17. FELLA- og Hólakirlya. Fundur í Æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Fyrirbænir í kirkjunni þriðju- daga kl. 14. SELJAKIRKJA. Mánudag: Fundur KFUK, yngri deild, kl. 17.30, eldri deild kl. 18. Æskuiýðsfundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA. Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyr- ir 10-12 ára mánudag kl.. 17. Opið hús fyrir foreldra ungra bama þriðjudag kl. 15-17. Magnús Erlendsson kemur í heimsókn og ræðir um nýald- arhreyfinguna. SKIPIN HAFNARFJARÐAR- HÖFN. Hofsjökull er vænt- anlegur af ströndinni í dag. ORÐABOKIIM Neytandi — notandi Svo virðist sem ýmsir geri sér ekki lengur grein fyrir þeim mun, sem hefur verið og er raunar enn hjá mörgum á notkun þessara tveggja nafnorða. Þannig talaði alþm. um orkuneyí- endur í umræðum um ál- verið á liðnu hausti. Sama gerðist einnig á dögunum, þegar heldur tók að rofa til í rafmagnsmálum norð- an lands eftir óveðrið. Þá mátti bæði heyra og sjá talað um, að rafmagn færi að komast á til neyt- enda. í þessum dæmum er sjálfsagt að tala um notanda, en ekki neyt- anda. Margir álíta, að þessi þróun hafí gerzt fyr- ir ensk áhrif. Fróðir menn segja, að no. consumer á ensku megi bæði hafa um neytanda og notanda. Al- mennt er talað um not- anda síma, rafmagns eða útvarps eða þá símnot- anda og útvarpsnotanda, en hins vegar um neyt- anda matvæla, t.d. ávaxta, kjöts eða smjörs. Þá er talað um not þau, sem hafa má af síma og rafmagni og eins um notkun síma og rafmagns, en aldrei um neyzlu síma eða rafmagns. Ekki hef ég heldur enn heyrt talað um símneytanda. Þá á no. neyzla við um kjöt og smjör og aðrar matvörur, enda neytum við þeirra, látum þær í okkur. Þess- um merkingarmun ber að sjálfsögðu að halda, á sama hátt og gerður er munur á so. að nota og neyta í máli okkar. ' - JAJ. Vegna mistaka við vinnslu þessa fasta þáttar hér á síðunni sl. sunnu- dag, er þátturinn endur- birtur. Er JAJ beðinn af- sökunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.