Morgunblaðið - 20.01.1991, Page 34

Morgunblaðið - 20.01.1991, Page 34
FÓLK i *RÉTTUfl/íSuNNun»™K m 'JAWÚAR1991 UOSMYNDUN Mynd íslensks áhugaljós- myndara í virtri árbók Jón Ögmundur Þormóðsson skrifstofustjóri í viðskiptar áðumeytinu er mikill áhugamaður um ljósmyndun og á síðasta ári varð hann þess heiðurs aðnjótandi að mynd sem hann tók var-valin til birtingar í bókinni „Photo- graphy yearbook 1991“. Þetta er mikill heiður og viðurkenning fyr- ir Jón Ögmund, því þúsundir mynda eru sendar á ritstjórn þess- arar bókar en einungis 200 valdar til birtingar. Að þessu sinni áttu aðeins fimm Norðurlandabúar myndir í bókinni, tveir Danir, tveir Svíar og svo Jón frá Fróni. Mynd- in er af blindum dreng sem vinnur við körfuvefnað. Drengurinn heit- ir Eggert Rútsson og Jón hefur í hyggju að færa honum eintak af bókinni að gjöf. „Hann sér kannski ekki innihald hennar, en það má lýsa þessu fyrir honum og blint fólk hefur næmt innsæi,“ sagði Jón Ögmundur í samtali við Morgunblaðið. Myndina af Eggert tók Jón Ögmundur á blindravinnustofunni að Hamrahlíð 17 og hann segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart að hún skuli hafa orðið fyrir valinu. „Photo- graphy year- book“ er vett- vangur áhugaljós- myndara og hefur komið árlega út all- ar götur síðan árið 1935. Hefur bókin í gegn um árin áunnið sér virðingarsess sem vandað og fallegt rit. Jón Ögmund- ur segir að Hjálmar R. Bárðarson hafi stundum átt myndir í bókinni, en hann viti ekki um fleiri ís- lendinga sem hafí átt myndir í bók- inni. Eggert Rútsson vefur körfu. Myndin birtist i „Photography yearbook 1991“. 4-bekkur- inn, f.v. Þor- steinn Guð- mundsson, Gunnar Helgason, Ingibjörg Gréta, Halldóra Björnsdótt- ir, Ari Matthías- son, Þórey Sigþórsdótt- ir, Þorsteinn Bachmann og Magnús Jónsson. LEIKLIST Fjórði bekkur frumsýnir Leiksoppa Fjórði bekkur Nemendaleikhúss- ins frumsýndi leikritið Leiksopp- ar eða „Reckless" eins og það heitir á frummálinu í Lindarbæ á föstudagskvöld. Leiksoppar er nýtt verk eftir ungt bandarískt leikskáld að nafni Craig Lucas, en leikstjóri er Halldór E. Laxnes og þýðingu annaðist Hallgrímur Helgason. Eyþór Arnalds annað- ist tónlist, en leikmynd, búningar og lýsing eru í höndum Hlínar Gunnarsdóttur og Egils Ingi- bergssonar. Gunnar Helgason talsmaður hópsins sagði í samtali við Morgunblaðið að þeta væri áhrif- amikið verk. Það gerðist í Banda- ríkjum nútímans og lýsti með grát- broslegum hætti píslargöngu Ra- kelar Fitzsimmons í gegn um lífið, allt frá aðfangadegi og jólasvein- um og til sálfræðinga og sjón- varpsmanna. Þetta er önnur frumsýning 4 bekkjar Nemendaleikhússins á þessum vetri, snemma vetrar sýndi hópurinn „Dauða Dantons" eftir Buchner. Þriðja sýning þessa hóps á starfsörtninni er á verkinu sem kallað er „Skipið", en það er vinnu- heiti á nýju verki eftir Kjartan Ragnarsson sem sjálfur leikstýrir leikaraefnunum. á alveg ótrúlegu verði Bókaðu strax og tryggðu þér sæti Meö sérsamningum sínum getur Veröld nú boöiö ferðir til þessarar heillandi borgar á ótrúlega lágu veröi. Hvort sem þú ferö til aö versla, í viðskiptaerindum eöa til aö njóta menningarlífsins þá er Amsterdam frábær kostur á einstöku verði. Verð aðeins kr. FERflAMIflSTflll ♦Miöaö viö 2ja manna herbergi á Hotel Classic, Amsterdam, 3 nætur. AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI (91) 622011 & 622200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.