Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 2
fððr ;íaom/.i a,u&Aauutia<i -jiaí.uuíUQflo:
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991
Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík:
Formaður og varafor-
maður í 1. og 2. sæti
FRESTUR til þess að tilkynna
framboð í prófkjöri Alþýðu-
, flokksins vegna alþingiskosninga
í vor rann út á miðnætti síðast-
liðnu, en þá höfðu 13 frambjóð-
endur skilað inn framboðstil-
kynningu. Jón Baldvin Hanni-
balsson, formaður Alþýðuflokks-
ins, býður sig fram í 1. sætið og
Jóhanna Sigurðardóttir, vara-
formaður Alþýðuflokksins, býð-
ur sig fram í 2. sætið.
Jóhanna skilaði ekki tilkynning-
unni um framboð sitt fyiT en sjö
mínútum fyrir miðnætti í gær-
kveldi. Þess hafði verið beðið af
eftirvæntingu, þar sem ekki lá fyrir
hvort Jóhanna hygðist bjóða sig
fram í 1.-2. sætið, eða einungis 2.
sætið, fyiT en hún hefði skilað inn
framboði sínu.
Prófkjörið fer fram 2. og 3. fe-
brúar næstkomandi og verður kosið
á fjórum stöðum í Reykjavfk.
Samkvæmt upplýsingum skrif-
stofu Alþýðuflokksins í Reykjavík
hafa eftirtaldir tilkynnt framboð
sitt: Birgir Ámason í 3.-6. sæti,
Guðmundur Haraldsson í 3.-6. sæti,
Gunnar Ingi Gunnarsson í 3.-6.
sæti, Helgi Daníelsson í 3.-6.sæti,
•Jóhanna Sigurðardóttir í 2. sæti,
Jón Baldvin Hannibalsson í 1. sæti,
Jón Ármann Héðinsson í 1.-4. sæti,
Magnús Jónsson í 1.-6. sæti, Ragn-
heiður Davíðsdóttir í 3.-5. sæti,
Valgerður Gunnarsdóttir í 3.-6.
sæti, Þorlákur Helgason í 1.-3.
sæti, Þröstur Ólafsson í 3.-4. sæti
og Össur Skarphéðinsson í 3.-6.
sæti.
Landsbanki
og Islandsbanki:
Hækkun á inn-
lánsvöxtum
LANDSBANKI íslands og ís-
landsbanki hækkuðu í gær nafn-
vexti af innlánum. Þannig hækk-
uðu vextir af sértékkareikning-
um og almennum sparisjóðsbók-
um hjá Landsbanka úr 3,5% í 5%.
Islandsbanki hækkaði vexti af
sömu reikningum úr 3% i 3,5%.
Nafnvextir af Kjörbók Lands-
bankans hækkuðu úr 9% í 10,5%.
Þá hækkuðu vextir Sparileiða ís-
landsbanka um 2-3% og em nú á
bilinu 9,5-13%. Með þessum vaxta-
breytingum er leitast við að ná jafn-
vægi milli óverðtryggðra og verð-
tryggðra kjara af innlánum bank-
anna.
Alþýðubandalagið:
Staðfest bil milli
flokks o g verkalýðs-
hreyfingarinnar
— segir Guðmundur Þ. Jónsson
Guðmundur Þ. Jónsson for- mundsson efnahagsráðgjafí
maður Iðju segir að bil hafi stað-
fests milli verkalýðshreyfingar-
innar og Alþýðubandalagsins í
forvali flokksins í Reykjavík um
helgina. Guðmundur hafnaði í
4. sæti en sóttist eftir 2. sætinu.
Guðmundur sagði að framboð
hans hefði gengið út á að treysta
samband verkalýðshreyfíngar og
Alþýðubandalagsins og tryggja að
maður úr verkalýðshreyfíngunni
væri í þingflokknum, eins og lengst
af var fram til ársins 1987 og sem
sat þá gjaman í 2. sæti listans í
Reykjavík. „Það er mjög slæmt mál
að ekki virðist lengur ver'a pláss
ríkis-
stjómarinnar varð í 5. sæti.
Sjá nánar um forvalið á bls. 18.
Morgunblaðið/Þorkell
Samningamenn lækna og hins opinbera fá sér vínarbrauð og kleinur í upphafi samningafundar í gær.
Sérfræðingar sinna aðeins bráðaþjónustu:
Biðlistar eftir læknis-
meðferð munu lengjast
Samningafundur í gær, en lítil bjartsýni
SÉRFRÆÐINGAR á sjúkrahús-
unum í Reykjavík hafa ákveðið
að hætta að ganga í störf aðstoð-
arlækna nema I bráðatilfellum.
Þetta mun valda því að biðlistar
eftir aðgerðum, sem ekki teljast
til bráðatilfella, geta lengzt til
muna á næstu vikum, náist ekki
samningar í kjaradeilu læknafé-
laganna og opinberra aðila um
greiðslu fyrir yfirvinnu aðstoð-
arlækna.
Samninganefnd læknafélaganna
og samninganefnd ríkisins og
Reykjavíkurborgar hittust í gær í
fyrsta sinn í fjóra daga. Nefndimar
skiptust á tilboðum, en samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins voru
samningamenn ekki bjartsýnir á
skjótan árangur, enda hefur deilan
hjakkað í sama farinu svo mánuð-
um skiptir.
Sverrir Bergmann, fórmaður
samninganefndar lækna, sagði í
samtali við Morgunblaðið að grunn-
atriðin í kröfum lækna hefðu ekki
breytzt, en þeir hefðu viljað ræða
mismunandi útfærslur á þeim.
Sverrir sagði að ekki yrði hjá því
komizt að áfram yrðu gengnar
langar vaktir á borð við þær, sem
aðstoðarlæknar hafa gengið, slíkt
væri einfaldlega óhjákvæmilegt til
þess að hægt væri að tryggja sam-
fellt eftirlit með veiku fólki. Hins
vegar væru læknar tilbúnir að sam-
þykkja að þessar vaktir yrðu fáar,
og að yngstu sérfræðingarnir
kæmu inn á þessar vaktir ásamt
aðstoðarlæknum. Ekki yrði undan
því vikizt að greiða meira fyrir
þessar vaktir, en nú væri gert.
Aftur á móti væru læknar alveg
tilbúnir að taka þær greiðslur út í
lengri fríum, þannig að tekjur
þeirra myndu kannski hækka sáral-
ítið eða ekkert. Sverrir sagði að
verið væri að ræða margvíslegar
útfærslur á veikinda- og orlofsrétti
lækna. „Ef þessi hnútur leysist,
erum við komin með samning,"
sagði hann.
Guðríður Þorsteinsdóttir, for-
maður samninganefndar ríkisins,
var fáorð um tilboð ríkisins, en
sagði að boðað hefði verið til fund-
ar til að reyna að velta upp nýjum
flötum á málinu.
Um 110 aðstoðárlæknar hafa
nú sagt upp störfum á spítulunum.
Flestir munu vinna þar til uppsagn-
arfrestur þeirra rennur út, þannig
að uppsagnimar munu að öllum
líkindum fara að hafa áhrif í byijun
aprfl, að sögn Sverris Bergmann.
Aðstoðariæknar vinna nú aðeins
14 tíma á sólarhring og hafa sér-
fræðingar gengið í störf þeirra utan
dagvinnutíma, en nú eru sérmennt-
aðir læknar, einum þeir eldri, tekn-
ir að lýjast á þessari miklu vinnu,
segir Sverrir Bergmann.
Jóhannes Pálmason, fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans,
sagði að ákvörðun sérfræðinga um
að takmarka vinnu sína við bráða-
tilfelli myndi lengja mjög lista
þeirra, sem bíða eftir'ýmiss konar
aðgerðum, sem þola bið. Hann
sagði að ekki yrði hins vegar um
það að ræða að mikið veikt fólk
yrði að þjást vegna skorts á læknis-
þjónustu.
Aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands fundar með sendiherrum Norðurlanda:
Lýst yfir áhuga á frekara
samráði við Norðurlöndin
fyrir okkar fulltrúa," sagði Guð-
mundur.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra hlaut 1. sætið og Guðrún
Helgadóttir forseti sameinaðs þings
hlaut 2. sætið í forvalinu eins og
fyrir síðustu alþingiskosningar. I
3. sæti varð Áuður Sveinsdóttir
landslagsarkítekt, Guðmundur Þ.
Jónsson varð í 4. sæti og Már Guð-
SENDIHERRAR Norðurlandanna
í Moskvu voru boðaðir á fund A.
Fedorovs, aðstoðarutanríkisráð-
herra rússneska lýðveldisins, í
gær. Fedorov gaf þar upplýsingar
um það, sem rússneska lýðveldið
hefði síðast gert í málefnum
Eystrasaltslandanna en hann fer
sérstaklega með samræmingu
þeirra mála í ráðuneytinu. Fed-
orov lýsti jafnframt áhuga á frek-
ara samráði við Norðurlöndin,
sem honum virtist að hefðu mjög
svipaða afstöðu í málefnum
Eystrasaltslandanna og rússneska
lýðveldið, að sögn Ólafs Egilsson-
ar sendiherra í Moskvu en Ólafur
og Stefán L. Stefánsson sendiráðs-
ritari sátu fundinn af hálfu íslend-
inga.
Jón Sveinsson fréttamað-
ur CNN í Saudi Arabíu
FRÉTTAMAÐUR bandarisku sjónvarpsstöðvarinnar CNN hefur
komið nokkrum Islendingum kunnuglega fyrir sjónir þegar hann
sést á skerminum með fréttir frá loftárásunum á Saudi Arabíu.
Þar er kominn Jón Sveinsson, öðru nafni Sweeney Jones, sem
var vetrarmaður hjá Gísla og Vigdísi á Hofi í Vatnsdal 1958. Og
seinna var hann m.a. á vertíðarbáti frá Vestmannaeyjum og hef-
ur oftar komið hingað. Gísli kenndi honum íslensku og er málið
eitt af þeim fjölmörgum tungumálum; sem hann hefur á valdi
sínu. Syni sína tvo hefur hann skírt islenskum nöfnum. Þeir heita
Magnús og Finnur.
Sweertey Jones er mikill ævin-
týramaður, sem hefur farið um
allan heim, oft þar sem eitthvað
mikið er um að vera. Hann hefur
kennt ensku og numið tungumál.
Síðast þegar hann skrifaði þeim
Gisla og Vigdísi kenndi hann í
skóla í Saudi Arabíu, þar sem
vorú börn auðugra Araba. Hann
er duglegur að halda sambandi
við vini sína gegn um bréf og
skrifaði mikið af bréfum út um
allan heim þegar hann var hér,
m.a. til þekkts fólks. Annars gekk
hann í öll verk á bænum eins og
hver annar, var í gegningum með
Gísla bónda og Iá m.a. á greni.
Að Hofí kom hann fyrir milli-
göngu Hermanns Pálssonar í Ed-
inborg, bróður Gísla, en honum
hafði hann kynnst er hann var
við tungumálanám á Irlandi hjá
Delargy íslandsvini og kennara
þar. Tilgangurinn með íslands-
dvölinni var að læra íslensku, sem
Sweeney Jones talaði ágætlega
eftir veturinn norður í Vatnsdal.
„Eg býst við að þegar Fedorov
talar um frekara samráð við Norður-
löndin geri hann sér grein fyrir að
það er einnig hagsmunamál nær-
liggjandi landa að góður friður hald-
ist í Eystrasaltslöndunum og ágrein-
ingsmál séu leyst með samninga-
gerð,“ segir Ólafur Egilsson í sam-
tali við Morgunblaðið.
Fedorov lagði á þessum fundi með
sendiherrum Norðurlandanna höf-
uðáherslu á að gera þyrfti allt, sem
hægt væri til að hindra að frekari
valdbeiting ætti sér stað í Eystra-
saltsríkjunum, því ella væri hætta á
að átök gætu breiðst út til fleiri lýð-
velda og slíkar aðgerðir stefndu lýð-
ræðinu sjálfu í hættu.
„Það er álit Fedorovs að heimsókn-
ir, af sama tagi og heimsókn Jóns
Baldvins Hannibalssonar, utanríkis-
ráðherra Islands, til Eystrasaltsland-.
anna, séu mjög gagnlegar til þess
að sýna stuðning við friðsamlega
úrlausn þeirra ágreiningsmála, sem
þama er við að etja,“ segir Olafur
Egilsson.
Ólafur Egilsson óskaði í gær eftir
fundi í sovéska utanríkisráðuneytinu
og flutti þar mótmæli íslensku ríkis-
stjórnarinnar gegn ofbeldisverkum
sovésks herliðs í Riga í Lettlandi um
helgina. Staðgengill yfírmanns 2.
Evrópuskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins tók við mótmælunum en þessi
skrifstofa hefur meðal annars með
samskipti við ísland að gera.
„Sá, sem tók við mótmælunum,
lofaði að koma þeim áfram. Við
móttöku mótmælanna var lögð
áhersla á að höfuðmarkmið sovésku
ríkisstjómarinnar væri að reyna að
leysa úr ágreiningnum friðsamlega
á grundvelli sovésku stjórnarskrár-
innar og þeim þætti leitt það mann-
fall, sem þama hefði orðið,“ upplýsir
Ólafur.Egilsson sendiherra.
Flutningabíll
fauk í Gilsfirði
Miöhúsum, Reykhólasveil.
STÓR flutningabíll með tólf
metra dráttarvagni aftan í fauk
á hliðina I\já Lindarholti í
Saurbæ á sunnudagskvöldið.
Bifreiðin var á leið í Reykhóla
en þegar bílstjórinn, Gunnbjörn Óli
Jóhannsson, ætlaði að halda í Gils-
fjörðinn sá hann að ófært mundi
vera fyrir svo stóran bíl. Gunnbjörn
Óli skyldi því bílinn eftir hjá Lindar-
holti.
Þegar hann ætlaði að sækja
bílinn á mánudagsmorgun hafði
hann fokið á hliðina í óveðrinu sem
geisaði um nóttina. Eftir er að
kanna skemmdir á bílnum. Bíllinn
fíytur þang og þaramjöl fyrir Þör-
ungaverksmiðjuna á Reykhólum.
Sveinn