Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAIl 1991 3 Morgunblaðið/Júlíus Rústir Skíðaskálans í Hveradölum. Aðeins steyptur kjallari hússins stendur eftir brunann á sunnudagskvöld og er að sögn lögreglu afar ótraust að hann standi, gólfplatan var að gefa sig á nokkrum stöðum. Allt brann sem brunnið gat og varð engu bjargað úr eldinum. Hveradalir: „Fimm ára starf í súginn“ - segirCarlJo- hansen, eigandi Skíðaskálans „ÞETTA er mikill söknuður. Aleiga okkar lá í skálanum og fimm ára gífurleg vinna,“ sagði Carl Johansen, eigandi Skíðaskálans í Hveradölum, við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvort skálinn yrði hugsanlega endurbyggð- ur. Carl segir að hann og tveir aðrir starfsmenn hafi farið úr Skíðaskálanum um það bil tutt- ugu mínútur yfir tíu á sunnu- dagskvöldið, en klukkán tólf hafi hann fengið hringingu og verið sagt frá því að kviknað væri í. Hann segist engu nær um hugs- anleg eldsupptök.( Skíðaskálinn brann til kaldra kola á nokkrum mínútum T ugmillj ónatj ón og engu tókst að bjarga úr eldinum „Það var búið að leggja mikla vinnu í að koma skálanum í gott stand. Það var byggt nýtt eld- hús, salur uppi og sjötíu manna veitingasalur að húsabaki, auk viðbyggingarinnar að framan- verðu,“ sagði Karl. „Þarna áttu ferðamenn skjól og stundum björguðum við nánast mannslíf- um á vetrum.“ SKÍÐASKÁLINN í Hveradölum brann til grunna skömmu fyrir miðnætti á sunnudagskvöld. Ekki er vitað t.il að nokkur maður hafi meiðst, né heldur að nokkur hafi verið í húsinu þegar eldur- inn kviknaði. Tilkynning barst slökkviliðinu í Reykjavík um eldinn þegar klukkan var 23.07 og þegar fyrstu bjlar komu á staðinn um 20 mínútum síðar var húsið alelda og engu hægt að bjarga. Nálægar byggingar sluppu hins vegar við eldinn. Að sögn Erlings Kristjánssonar, sem tilkynnti um eldinn og fylgdist með á staðn- um, sá hann fyrst loga út um glugga á risherbergi á suðvestur- gafli hússins og um tólf mínútum síðar var húsið alelda, enda strekkingsvindur á suðvestan. Skíðaskálinn var timburhús og steyptur kjallari undir hluta hans. Brunabótamat hússins sem brann er um 54 milljónir króna. Innbú er metið á u.þ.b. 20 milljón- ir. I gær var ekkert vitað um eldsupptök. Eldurinn breiddist út með ógnarhraða og þegar slökkviliðið kom á vettvang fékk það ekki við neitt ráðið. Margir eiga góðar minningar úr Skíðaskálanum: „Eins og að missa náinn ættingja“ Skiðaskálinn í Hveradölum árið 1984, áður eu byggl var framan við hann. Erlingur Kristjánsson húsa- smíðameistari var að koma frá gosstöðvunum í Heklu þegar hann kom að Skíðaskálanum og sá loga út um risgluggann. „Eg hringdi strax í slökkviliðið í Reykjavík," sagði Erlingur í samtali við Morg- unblaðið. „Beygði svo inn á svæðið og hringdi í lögregluna. Þegar ég kem fyrir hornið og hringi þá er klukkan 23.03, samkvæmt minni klukku. Lögreglan hélt línunni nokkuð lengi og ég lýsti fyrir þeim atburðarásinni og reyndi að fara upp að húsinu og gá hvort nokkur spor eða ummerki væru í snjónum, það virtist hafa skafið þarna áður. Það virtust ekki vera nein ný spor eða bílför, þannig að mér fannst ólíklegt að nokkur væri í húsinu. Húsið alelda á skömmum tíma Um fimmtán mínútur yfir ellefu var húsið orðið alelda. Vindáttin stóð þannig að það var eins hag- stætt fyrir eldinn að brenna þetta niður og hugsast gat, það var suð- vestanátt og eldurinn í suðvestur- gaflinum. Þá var farið að loga stafnanna á milli og eldurinn kom- inn í neðri bygginguna. Um 20 mínútur yfir voru járnplötur byr- jaðar að fjúka og húsið hrundi um hálftólf;" Erlingur sagði mikið sjónarspil hafa verið að fylgjast með brunan- um. „Þetta var nú glæsilegt hús og á stöfnunum voru drekamyndir. Það var tignarlegt að sjá drekann á suðvesturhorninu sem féll sein- astur, hann stóð lengi og var mjög stoltur að gefa sig ekki þar sem hann leit upp úr eldtungunum." Sprengingar í eldinum Skömmu eftir að hann kom að húsinu, sagði Erlingur að orðið hafi sprengingar í eldinum. Hann heyrði fyrst eina öfluga sprengingu og magnaðist þá eldurinn talsvert. Þá færði hann sig fjær dg skömmu síðar urðu tvær aðrar sprengingar. Elí Másson, starfsmaður í Skíða- skálanum, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann hafi farið í húsið fyrr á sunnudagskvöld og þegur hann fór út á ellefta tímanum hafi ekkert óeðlilegt verið þar að finna. Þegar tilkynnt var um eldinn, voru þegar sendir dælu- og sjúkra- bílar frá Reykjavík samkvæmt upp- lýsingum slökkviliðs. 19 mínútum síðar kemur sjúkrabíllinn á staðinn og klukkan 23.30 fyrsti dælubíll- inn. Þá var húsið alelda og þakið fallið. Á meðan slökkvilið var á leiðinni var óskað aðstoðar frá slökkviliði á Reykjavíkurflugvelli, Selfossi og Hveragerði. Sendir voru vatnsbílar, enda erfitt að ná í vatn í Hveradölum. Þar sem Skíðaskál- inn var þegar alelda er slökkvilið kom á vettvang var þó lítið hægt að aðhafast, en slökkviliðsmenn sóttu gaskúta í kjallara hússins og björguðu frá éldinum. Skömmu eftir miðnætti var slökkviliðið kallað til baka og kom síðasti bíll til Reykjavíkur um eitt- leytið. Slökkvilið Hveragerðis hélt síðan vakt á staðnum til mánudags- morguns. I gær voru lögreglumenn frá Selfossi að rannsaka. rústirnar. Þeir fundu meðal annars skýringu á að minnsta kosti einni sprenging- unni, sem Erlingur varð vitni að, þegar þeir fundu gaskút, sem tapp- inn hafði skotist ú'- í hitanum. Áð sögn lögreglumannanna höfðu eng- ar vísbendingar fundist um elds- upptök. Brunamálayfirvöld höfðu gert athugasemdir við brunavarnir í húsinu en talið er að fullkomnar brunavarnir hefðu lítt dugað í þessu tilfelli vegna þess hve hratt eldur- inn breiddist út. „ÞAÐ er niikil eftirsjá að ská- laniun. Þetta er nánast eins og að missa náinn ættingja," sagði Ásgeir Páll Úlfarsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Ásgeir og kona lians, Ellen Sighvats- son, hafa um áratugaskeið verið mjög virk í starfi Skíðafélags Reykjavíkur, sem reisti Skíða- skálann i Hveradölum og hafði þar lengi aðsetur. „Eftir að Skíðaskálinn var reist- ur var hann aðalbækistöð fyrir allt skíðafólk í bænum. Þar var komið við, drukkið kaffi eða jafnvel gist. Þetta var fyrsti skíðaskálinn hér suðvestanlands og mjög vinsæll. Þar var ævinlega mikil hátíð um jól og páska,“ sagði Ellen. Fjölmargir Reykvíkingar eiga góðar minningar úr Skíðaskálan- um. „Fólk er búið að vera að hringja í mig í allan heila dag, til dæmis gamalt fólk, sem átti skemmtilegar stundir þarna upp- frá. Það getur ekki skilið að nú sé ■ skálinn horfinn," sagði Ellen. Skíðaskálinn var reistur árið 1934 pggekkst L.Il. Miiller, kaup- maður og formaður SR, fyrir bygg- ingunni. Fjár til hennar var meðal annars aflað með svokallaðri „krónuveltu" eða „túkallsveltu". Nöfn styrktarmanna byggingar- innar voru þá birt í blöðum. Norsk- ur arkitekt var fenginn til að teikna húsið og viðurinn fluttur inn frá Noregi. Árið 1971 var rekstur skálans orðinn baggi á skíðafélaginu og Reykjavíkurborg keypti hann og rak þar veitingasölu, en einnig hafði skíðafélagið þar aðstöðu áfram. Árið 1985 komst skálinn í eigu einkaaðila og SR flutti í Blá- fjöll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.