Morgunblaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 11
11
MORqyjslgl^AÐIÐ ,I>RiDJUDAGUR 22. JANÚAR 1991
Halldóra Björnsdóttir í hlutverki Rakelar.
En þetta er ekki bara magnað
verk, heldur hefur tekist með mikl-
um ágætum að þýða það og svið-
setja. Þetta er bráðskemmtileg sýn-
ing — sem situr rækilega í manni.
Halldóra Bjömsdóttir leikur Rakel
— þessa konu sem er stöðugt utan-
veltu við umhverfi sitt; allt þar til
hún fer að greiða skuldir sínar. Hún
er á sviðinu nánast allan tímann,
alltaf jafn eðlileg og óþvinguð; skil-
ar hlutverkinu mjög vel og virðist
mjög spennandi leikaraefni. Það
sama má segja um Þóreyju Sigþórs-
dóttur, sem leikur Púddý, hina
daufdumbu og fötluðu eiginkonu
Loyds. Ingibjörg Gréta leikur Triss,
bókhaldara hjá góðgerðarstofnun
sem Rakel vinnur hjá um tíma;
kalda, fráhrindandi konu, tor-
tryggna — ekki að ástæðulausu —
og skilar þessu litla hlutverki mjög
vel. Hlutverk karlleikaranna eru
margvísleg. Þar mæðir þó mest á
Ara Matthíassyni, sem leikur Loyd.
Hann kemur góðmennsku hans vel
til skila — svo og illsku hans, þegar
þar að kemur. Gunnar Helgason,
bregður sér í margvísleg gervi; fer
á kostum sem Timm Timkó, kjaft-
askurinn sem sér um hundrað doll-
ara sjónvarpsþáttinn, og fyllir vel
út í hlutverk bælda og týnda
draumasálfræðingsins. Eiginlega
hefur Gunnar svo mikla útgeislun
að hann dregur athygli áhorfandans
að sér um leið og hann birtist á
sviðinu. Þeir Magnús Jónsson, Þor-
steinn Guðmundsson og Þorsteinn
Bachmann höfðu mörg og smá hlut-
verk með höndum — sem buðu ekk-
ert sérstaklega upp á útfærslu,
nema hlutverk Toms, eiginmanns
Rakelar. Það hlutverk var ágætlega
unnið hjá Magnúsi og það sama
má segja um alla vinnuna í þessum
smærri hlutverkum.
Þetta virðist mjög jafnvígur hóp-
ur, samstilltur og vel þjálfaður.
Leikstjórnin kom vissulega á óvart,
þar sem ekki hefur sést af vinnu-
brögðum Halldórs E. Laxness hér
á landi. Hann hefur hér í höndunum
góða þýðingu á frábæru leikverki
og stýrir því vel og örugglega. Leik-
myndin er lítið ævintýri út af fyrir
sig og gerir þetta litla rými síbreyti-
legt, jafnvel þótt húsgögnin séu þau
sömu allan tímann. Búningarnir
þóttu mér síðri, og þá sérstaklega
lufsumar sem Rakel var í, kannski
eins og ómarkvisst hugsaðir. Tón-
listin var skemmtileg; væmin,
amerísk jólalög og dægurtónlist,
sem var í afkáralegri mótsögn við
raunveruleikann hveiju sinni; svona
tónlist sem afvegaleiðir fólk, inn í
draumaheim, tónlist fyrir flótta-
menn lífsins; vel valin.
Semsagt, góð sýning; vönduð
vinna „ungra" listamanna, eins og
sagt er hérlendis um fólk sem ekki
er komið á fimmtugsaldur. Svo
bíðum við bara í fimmtán til tuttugu
ár, eftir að „stofnanaleikhúsin“ hér
átti sig á þessari auðlind.
EIGNAMIÐLUNIN
Sími 67-90-90 - Síðumúla 21
i Hæð við Landakotstún
Vorum að fá í sölu 106 fm 5 herb. efri hæð við Hóla- i
vallagötu. Hæðin skiptist m.a. í 2 saml. stofur, 3 herb., ^
gestasnyrtingu o.fl. Frábær staðsetning. 1332.
-,4byrg þjónusta í áratugi. ^
SlfVll 67-90-90 SIÐUMÚLA 21
Sverrir Kristinsson, sölustjóri • Þorleifur Guðmundsson. solurn.
Þórólfur Hallilórsson, lö«fr. • Guðmunilur Sigurjónsson. loalr.
1 RA Q7A LARUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
L I I JV’LlO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL löggiLtur fasteignasali
Á fasteignamarkaðinn er að koma:
Rétt við miðbæinn í Kópavogi
Gott endaraðhús við Vogatungu með 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð. Séríb.
má gera í kjallara. Bílskúr. Trjágarður. Eignaskipti möguleg.
Skammt frá Miklatúni
Efri hæð 4ra herb. um 100 fm. Tvennar svalir. Sérinngangur. Sérhiti.
Nokkuð endurnýjuð. Rúmgott geymsluris fylgir.
í steinhúsi í Þinghoitunum
Neðri hæð með 3ja herb. ibúð um 70 fm. í kjallara fylgir ibúðarherb.
með snyrtingu. Sérhiti. Verð aðeins kr. 4,5 millj.
í vesturbænum í Kópavogi
Neðri hæð í tvíbýlishúsi 4ra herb. 100,1 fm. Sérhiti. Töluvert endurnýj-
uð. Nýr bílskúr. Góð lán kr. 4,0 millj. þar af húsnlán kr. 2,7 millj.
Góð íbúð með bílskúr
2ja herb. við Nýbýlaveg í Kópavogi. Sólsvalir. Góð sameign. Laus fljótl.
Á besta við Hraunbæ
4ra herb. íb. á 1. hæð. Á jarðhæð fylgir litið íbherb. Skipti æskileg á
raðhúsi í nágrenninu. Tilboð óskast.
•“ AIMENNA
Einbýlis-, raðhús eða FASTEIGNASAIAN
nnn cprhaaA ncl/pct i
Heimum, Vogum eða Sundum. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
11 Framdrif
01 Handskiptur / Sjálfskiptur
11 Aflstýri, Veltistýrishjól
0 Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 895.680.-
A
MITSUBISHI
MOTORS
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500
0 Framdrif./ Aldrif
0 Handskiptur / Sjálfskiptur
H Aflstýri, Veltistýrishjól
H Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar
Verð frá kr. 922.560.-
Si 11, i,t a v.s.aa%xs.íí.~-- xx.z at »s;r.r>T