Morgunblaðið - 22.01.1991, Blaðsíða 16
(l!(t
HU0A(1 JU115
JUflOM
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1991
Minning:
Stefán Hilmars-
son bankastjóri
Fæddur 23. maí 1925
Dáinn 10. janúar 1991
Við áramót hefur sá siður tíðkazt
um nokkurt árabil, að starfsmenn
Búnaðarbanka íslands hafa komið
saman eina kvöldstund til eins kon-
ar uppskei-uhátíðar að loknu starfs-
árí. Sá fagnaður, með eitt ár enn
gott og gjöfult að baki, var í vænd-
um, þear þau sorgartíðindi bárust,
að Stefán Hilmarsson bankastjóri
hefði orðið bráðkvaddur. á heimili
sínu. Enn einu sinni vorum við
minnt á, hversu skammt er milli
gleði og harms.
Nákvæmlega ár er liðið, síðan
Stefán lét af störfum sem banka-
stjóri. Samstarfsmenn hans kvöddu
hann á uppskeruhátíðinni þá. Hann
hélt þar ræðu, sem ég veit, að
márgir munu lengi minnast. Bæði
var það, að hún var vel og sköru-
lega flutt eins og Stefáni var lagið,
en einnig hitt, hve efnið skilaði sér
vel á því móðurmáli, sem hann hafði
tileinkað sér með fágætum. I minn-
ingunni er mér það ofarlega í huga,
Hve mál hans bar einmitt sérstök
einkenni mikillar þekkingar og
næmrar tilfínningar. Hann las mik-
ið fornbókmenntir og hafði tíðum á
hraðbergi tilvitnanir í þær, en hann
var gæddur einstakri frásagnar-
gleði, sem unun var á að hlýða.
Stefán Hilmarsson var banka-
stjóri við Búnaðarbanka íslands
samfellt í 28 ár.
Hann var mjög mikilhæfur
stjórnandi, lagði sig allan fram um
að gera stöðu bankans sem bezta.
Það_ fullyrði ég, að hann hefði ekki
betur gert, þó bankinn hefði verið
í einkaeign eða með öðru félags-
formi. Var það honum því nokkur
raun að heyra því haldið fram, að
banki, sem væri í eigu ríkisins,
ætti ekki tilverurétt, enda veit ég
ekki um nokkum einstakling, sem
afsannað hefur þá kenningu betur
með starfí sínu en Stefán Hilmars-
son. Hann mat mikils samstarfs-
menn sína. Stefán hafði oft á orði
í seinni tíð, hve mikils væri um
vert gott samstarf og samvinna
stjórnenda. Lengst starfaði hann
með Magnúsi Jónssyni frá Mel og
síðar jafnframt Þórhalli Tryggva-
syni. Þeir áttu það gjarnan til félag-
amir að hittast stutta stund að
morgni, áður en alvara dagsins tók
við, og var þá slegið á léttari
strengi. Stefán var fundvís á um-
ræðuefni, sem oft var sótt á síður
dagblaðanna þann daginn eða í
heim stjórnmála og dægurmála. Er
það mjög eftirminnilegt að verða
vitni að þeim orðræðum, sem þar
áttu sér stað.
Starfið sjálft var mjög krefjandi
og úrlausnarefni margvísleg og
flókin. Lengst af þeim tíma, sem
Stefán gegndi bankastjórastarfí,
var allt rekstrarumhverfi bönkum
erfitt. Reyndi því mjög á hæfni
manna og styrk. Stefán var fljótur
til að mynda sér skoðanir á hinum
ýmsu málefnum, og þegar þær lágu
fyrir, vantaði ekki röksemdafærsl-
una, beinskeytta og hnitmiðaða á
hreinræktaðri íslenzku, sem enginn
gat misskilið. Hann var mjög hreinn
og heiðarlegur í samstarfí og sam-
skiptum, en að sama skapi hafði
hann óbeit á ailri skinhelgi og hálf-
sannleik. Viðskiptamönnum bank-
ans var hann sannur og heill stuðn-
ingsmaður og þegar sækja þurfti
til annarra, eru mörg dæmi til um
einarða framgöngu hans í þeirra
þágu. Hins vegar voru aðstæður
þannig, "áð ekki var hægt að full-
nægja óskum og þörfum allra þeirra
að fuilu, sem til bankastjóra leituðu
og færðu full rök fyrir sínu máli.
Er ég sannfærður um, að það var
honum á stundum þungbær stað-
reynd. Hygg ég því, að honum hafi
þótt nauðugur sá kostur að hjúpa
sig harðri skel og allt að því ein-
angrun frá fjöldanum. Allt um það
er þeim það ljóst, er hann þekktu
bezt, að undir niðri var hann mjög
tilfinninganæmur.
Stefán var listrænn að eðlisfari
og sérstakur fagurkeri. Auk hins
mikla áhuga á máli og stfl, sem
áður er getið, var hann unnandi lita
og forms. Málverkasafn bankans,
sem hann hafði veg og vanda af
að safna síðustu áratugina, ber list-
skyni hans fagurt vitni. Bankinn
hafði reyndar samið um það við
hann, þegar hann hætti starfí
bankastjóra, að fá að njóta hæfi-
leika hans á þessu sviði enn um
sinn, svo og taka þátt í að móta
auglýsingar bankans fyrst og
fremst í sjónvarpi. Auglýsingamar
hafa notið verðskuldaðrar athygli,
en að baki þeim liggur mikil hugsun
og fáguð vinnubrögð. Gildir þar
einu, hvort verið var að lýsa hrika-
leik fossaflsins eða tilveru smá-
blóms á sendinni strönd. Allt virtist
þaulhugsað, mynd, mál og tónn.
Stefán hafði hin síðari ár búið
sér og sínum mjög góða aðstöðu á
ströndinni við Stokkseyri. Þar hafði
hann ungur tekið þátt í sveitastörf-
um á sumrum og sýnt mikinn dugn-
að og atorku. Það fór ekki milli
mála, að hugurinn var oft þar
eystra, og eftir að sumarhúsið var
risið, dvaldi hann þar svo oft sem
hann gat. Var það von ok'kar, sem
með honum höfðum starfað, að nú
loksins fengi hann nægan tíma og
frið til þess að njóta dvalarinnar
þar eystra. Þó að margt væri honum
þar hugleikið, hygg ég, að ijaran
og það margvíslega líf, sem þar
leyndist, hafí verið efst á blaði,
reyndar var það orðið honum hreint
rannsóknarefni. En ógleymanlegar
eru hástemmdar lýsingar hans á
fjallahringnum og fegurð morguns-
ins á ströndinni, þar sem himinn
og haf renna saman í eitt í óraljar-
lægð.
Að leiðarlokum eru okkur félög-
um hans í Búnaðarbanka Islands
þakkir í huga, en jafnframt skörp
hvatning um að halda uppi merk-
inu, sem hann bar með glæstum
brag lengur en nokkur annar. Við
sendum frú Sigríði og dætrunum
svo og íjölskyldum þeirra og Mar-
gréti móður hans innilegar samúð-
arkveðjur.
Jón Adólf Guðjónsson
Það kom mér sannarlega á óvart
þegar mér var tilkynnt um lát Stef-
áns Hilmarssonar. Við höfðum rætt
saman fyrir fáeinum dögum um
væntanlega ferð okkar til London,
til þess að taka þátt í ráðstefnu
bankastjóramanna, sem áætlað var
að sækja í byrjun febrúar.
Ekki man ég hvenær kynni okkar
Stefáns hófust fyrst en eins og oft-
ast byijaði þetta með kunningsskap
sem þróaðist í innilega vináttu.
Ég starfaði í bytjun seinni heims-
styijaldar hjá Búnaðarbankanum
en þá var bankastjóri þar Hilmar
Stefánsson faðir Stefáns. Eftir
nokkurra ára starf þar hvarf ég tii
almennra lögmannsstarfa en fyrir
um 6 árum hringdi Stefán til mín
og spurði mig hvort ég gæti tekið
að mér að ákveða verkefni fyrir
Búnaðarbankann og þá hófst sam-
starf okkar sem var ávallt með
ágætum.
Stefán fæddist í Reykjavík 23.
maí 1925, sönur hjónanna Margrét-
ar Jónsdóttur og Hilmars Stefáns-
sonar bankastjóra Búnaðarbank-
ans. Að loknu námi í Menntaskólan-
um í Reykjavík lagði hann stund á
laganám í Háskóla íslands og lauk
þaðan prófi 1951. Blaðamaður á
Morgunblaðinu var hann um árs-
skeið en 1952 var hann ráðinn full-
trúi í utanríkisráðuneytinu. Hann
var skipaður sendiráðsritari í Wash-
ington 1956 og gegndi því starfí í
6 ár er hann var ráðinn bankastjóri
í Búnaðarbanka íslands.
Á menntaskólaárum sínum var
Stefán vinstrisinnaður í stjórnmál-
um en hann vildi ekki láta kenna
sig við ákveðinn stjómmálaflokk
enda hefði hann rekist illa í flokks-
viðjum. Stefán hafði mjög ákveðnar
skoðanir á málefnum og mönnum.
Hann hlífði engum en hrósaði þeim
sem honum fannst eiga það skilið.
Hann hafði ávallt sterk rök fyrir
þeim málefnum sem hann hafði
áhuga á, en hann var einnig tilbú-
inn að taka þeim rökum sem honum
fundust skynsamleg frá andmæl-
endum sínum.
Ég átti þess kost að dveljast með
Stefáni í nokkur skipti í London og
bjuggum við þá saman í íbúð, það
eru mér ógleymanlegir dagar, bæði
var það að Stefán var gjörkunnugur
þeirri borg. Sýndi hann mér ýmsa
staði, uppruna þeirra og sögu.
Stefán Hilmarsson var frábær
bankastjóri. Þótti hann stundum
nokkuð harður og óvæginn, en það
var í þeim tilvikum þegar hann var
að meta hagsmuni bankans fram
yfir önnur sjónarmið.
Faðir Stefáns tók við Búnaðar-
bankanum nánast sem litlum spari-
sjóði, en gerði hann að velstæðum
banka.'Stefán kom og bætti um
betur og gerði ásamt samstarfs-
mönnum sínum bankann að stór-
veldi í íslenskum bankaheimi.
Fyrir tæpum tveimur árum sagði
Stefán mér að hann væri að hugsa
um að hætta sem bankastjóri. Að-
spurður um ástæðu þess svaraði
hann að faðir sinn hefði starfað sem
bankastjóri í 26 ár og nú væri að
nálgast sami starfsaidur hjá sér.
Hins vegar hafði hann ekki hug á
að skiija alveg við bankánn því það
væru ýmis hugðarefni í sambandi
við hann sem hann hefði löngun til
að vinna að, auk þess sem hann
væri ávallt reiðubúinn til ráðgjafar
eftir langa reynslu í bankanum.
Öllum er kunnug smekkvísi Stef-
áns á listaverk og ber þess merki
hið fallega málverkasafn Búnaðar-
bankans. Menn hafa einnig veitt
athygli hinum snjöllu auglýsingum
Búnaðarbankans, sem fléttað er inn
í fallegt. íslenskt landslag, eða
íslenskt dýralíf og hygg ég að Stef-
án hafí átt dijúgan þátt í að skapa
þær.
Ég vil færa eftirlifandi eiginkonu
Stefáns, Sigríði Kjartansdóttur
Thors, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur óg dætrum þeirra hjóna,
en huggun í harmi er minningin
um góðan dreng.
Baldvin Jónsson
Með Stefáni Hilmarssyni er
genginn merkur bankamaður, sem
hafði mikil áhrif á þeim aldarfjórð-
ungi, sem hann var bankastjóri.
Undir forystu hans óx Búnaðar-
banki íslands og dafnaði, útibúum
fjölgaði, starfsemin varð fjölþættari
og nankinn varð með sanni traustur
banki. Þetta einkunnarorð Búnað-
arbankans, sem notað er í auglýs-
ingum, traustur banki, var frá Stef-
áni runnið. Þetta eru orð að sönnu,
því að allur rekstur bankans er
traustur og þar með eiginfjárstaða
hans. Stefán var öflugur málsvari
Búnaðarbanka Islands, ríkisbanka,
og taldi hann, að það rekstrarform,
sem á bankanum er, hefði sannað
gildi sitt. Hann taldi það henta bet-
ur við íslenzkar aðstæður en hluta-
félagsformið. Varði Stefán Búnað-
arbankann með sterkum rökum,
þegar tillögur komu fram um breyt-
ingar á bankanum í hlutafélag.
Stefán áleit það mikinn kost, að
Alþingi kysi bankaráð Búnaðar-
bankans, og taldi það tryggingu
gegn því, að sterkir hagsmunahópar
næðu tökum á bankanum, sem ella
kynni að vera hætta á. Stefán sagði
stundum, að hann ætti eitt áhuga-
mál og það væri Búnaðarbankinn.
Hann var því vakinn og sofínn yfír
velgengni hans.
Stefán var meðalmaður á hæð
og rómað snyrtimenni í hvívetna.
Hann var kvikur á fæti og bar sig
vel, hvar sem hann fór. Hann var
fylginn sér, þegar því var að skipta,
en alla tíð vinsæll í hópi samstarfs-
manna. Stefán var sanngjarn og
þægilegur yfírmaður, sem öllum
þótti gott að skipta við. Hann
gegndi ýmsum ábyrgðarstörfum
fyrir bankann bæði innan lands og
utan og var hvarvetna skeleggur
fulltrúi, sem hélt vel á málum og
vakti athygli. í samstarfí var hann
málefnalegur og þægiiegur og
gjarnan mjög skemmtilegur, og var
hans því einatt saknað, eftir að
hann hætti að sitja daglega banka-
stjórafundi fyrir ári.
Ég kynntist Stefáni, áður en
hann gerðist bankastjóri 1962, því
að faðir hans, Hilmar Stefánsson,
gegndi bankastjórastarfi á þriðja
áratug á undan honum, og var ég
vel kunnugur Hilmari og heimili
hans. Þegar Stefán varð banka-
stjóri, varð ég útibússtjóri í Austur-
bæjarútibúi bankans, og leiddi það
af sjálfu sér til náinnar samvinnu.
Útibúið var þá tii húsa í húsi Trygg-
ingastofnunar ríkisins. Þó að hús-
næðið væri gott og innréttað fyrir
útibúið eftir teikningu Gunnlaugs
Halldórssonar arkitekts, kallaði
hinn öri vöxtur þess á aukið hús-
næði. Ég minnist áhuga Stefáns á
að koma upp veglegu húsnæði fyrir
starfsemi útibúsins og ágætrar
samvinnu okkar við að sannfæra
borgaryfirvöld og aðra um nauðsyn
þess, að bankinn byggði yfír útibú
við Hlemm. Búnaðarbankahúsið við
Hlemm og umhverfi þess sómir sér
vel og er sönn borgarprýði.
Eitt af áhugamálum Stefáns var
myndlist. Þekkti hann vel til
íslenzkrar málaralistar, sótti sýn-
ingar og málverkauppboð og var
kunningi margra íslenzkra málara.
Stefán reyndi jafnvel sjálfur fyrir
sér á því sviði, þó að hann vildi
ekki gera mikið úr því.
Heimili þeirra hjónanna Sigríðar
og Stefáns er sannkallað menning-
arheimili, þar sem verk beztu mál-
ara okkar prýða veggi.
Það hefur alla tíð verið stefna
Búnaðarbankans að prýða hús sín
með verkum listamanna, og má í
því sambandi minna á afgreiðslusal
bankans í Austurstræti, sem Sigur-
jón Ólafsson og Jón Engilberts voru
fengnir til að myndskreyta. Svavar
Guðnason skreytti sal Austurbæjar-
útibús. Það hefur ævinlega verið
stefna Búnaðarbankans að kaupa
íslenzk málverk, og féll það eðlilega
í hlut Stefáns að sjá um það. Örugg-
ur smekkur Stefáns í málverkavali
bankans kom vel í ljós á stórri
málverkasýningu, sem efnt var til
að Kjarvalsstöðum í tilefni 60 ára
afmælis bankans. Þetta þróaða
myndskyn leyndi sér ekki í auglýs-
ingum Búnaðarbankans. Þær þóttu
bera af öðrum sjónvarpsauglýsing-
um, bæði hvað myndvai, texta og
smekk áhrærði.
Um langt skeið sátum við saman
í stjórn Eftirlaunasjóðs Búnaðar-
bankans. Á þeim árum fórum við
saman á laxveiðar með þriðja
stjórnarmanninum, Baldri i Ödda.
Lágu leiðir okkar víða, en oftast
fórum við í veiðikofa, sem Baldur
átti við Brúará. í veiðiferðum kynn-
ast menn vel, tengjast vináttubönd-
um, sem ei rofna. Stefán var góður
veiðifélagi, fiskinn vel og lék á als
oddi í þessum ferðum. Upplifðum
við síðan ferðirnar margsinnis yfir
saltfiski og skötu eða öðrum þjóð-
legum réttum að vetrinum. Stefán
hafði góða frásagnarhæfíleika, var
vel lesinn og hafði tilvitnanir í Is-
lendingasögur á hraðbergi.
Stefán féil frá langt um aldur
fram, og er hans sárt saknað, ekki
sízt af okkur, sem með honum unn-
um. Hans verður minnzt um ókom-
in ár fyrir ötult og óeigingjarnt starf
í þágu bankans, því Búnaðarbanki
Islands er traustur banki.
Ég sendi Margréti móður hans,
Sigríði og dætrunum og fjölskyldum
þeirra kveðjur og bið Guð að blessa
þau.
Hannes Pálsson
Árið 1976 kom ég heim frá námi
og hugðist hefja kvikmyndagerð á
eigin spýtur. Flestir sem ég ræddi
við töldu slíka útgerð óðs manns
æði eða brostu vorkunnsamlega.
Bankafyrirgreiðslu var hvergi að fá.
Þá benti góður maður mér á að til
væri bankastjóri sem væri svo sér
á báti að hann væri vís með að
hafa trú á kvikmyndaævintýrum.
Ég hafði ekki heyrt þennan mann
nefndan, en gekk á hans fund. Þessi
maður var Stefán Hilmarsson.
Þessi fundur réð miklu um það
að ég gerði mínar fyrstu kvikmynd-
ir. Upp frá því gerðist Stefán eins
konar „bankastjóri íslenskrar kvik-
myndagerðar“ og reyndist mér og
mörgum kollegum mínum vel. Ég
kynntist honum ekki náið persónu-
lega en þau viðskipti sem ég átti
við hann voru einstök og á ögur-
stund reyndist hann mér öðrum
betur. Fyrir það vil ég þakka, núna
þegar hann hefur kvatt okkur.
Konu hans og fjölskyldu færi ég
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Hrafn Gunnlaugsson
Alltaf bregður manni jafn mikið,
þegar kallið kemur, enda þótt ekk-
ert sé jafn víst og að kallið komi.
Það er bara ekki vitað hvenær. Mér
brá við andlátsfregn Stefáns Hilm-
arssonar. Hann hafði fyrir nokkru
lokið langri og merkri starfsævi og
ég vissi, að hann hlakkaði til að
líta birtu dagsins án þess að þurfa
að standa í þessu erilsama og krefj-
andi stússi, sem hafði verið raunver-
an í lífi hans sem bankastjóra Bún-
aðarbanka íslands. En þá er honum
ailt í einu kippt burt.
Við Stefán hittumst í Mennta-
skólanum í Reykjavík og vorum þar
í sama bekk. Hann var að vísu í
máladeild og ég í stærðfræðideild.
Þeir, sem fengu latínukennslu upp
á hvem dag, litu niður á okkur
aumingjana, sem vorum að reyna
að skilja Pyþagoras. Þótt nokkur
spenna ríkti af gömlum vana milli
deildanna, vom menn sæmilega
sáttir, einnig þegar þeir tóku skóla-
töskurnar, yfirhafnirnar og jafnvel
skóna og földu hver fyrir öðmm.
Stefán var æringi eins og við fieiri,
en í félagslífinu var hann umfram
allt skemmtilegur og kátur, og
skólafélagarnir hópuðust að honum
af þeim sökum. Stefán hafði mjög
létta lund og bjó yfír mikilli kirnni-
gáfu, en var ansi stríðinn. Við þurft-
um endilega alltaf að vera skotnir
í sömu stelpunni samtímis, og auð-
vitað hafði hann betur, og stríddi
mér ógurlega.
Stefán var samt á menntaskóla-
árunum alvarlega hugsandi ungur
maður, ráðagóður og hjálpsamur,
og við, skólafélagar hans, vissum,
að við gátum ævinlega og í einu
og öllu treyst á hann. Óumdeilan-
legur leiðtogi bekkjarins var Einar
Pálsson, inspector scholae, og var
Stefán ötull liðsmaður Einars í öll-
um uppátækjum þeirra til skemmt-
unar og fróðleiks í félagslífinu,
hvort sem það var á dansæfingum,
í selsferðum, á sal eða í ferða^jgum
bekkjarins. Þegar litið er til baka,
streyma bjartar minningarnár upp
í hugann frá þessum góðu dögum.
Á þessum skólaárum kom fljót-
lega í ljós hin mikla vöggugjöf Stef-
áns: góðar gáfur og greind. Hann
var góður námsmaður og honum
var einkar lagið að ná yfirsýn yfír
hlutina, koma auga á kjarna hvers
máls og flækjast ekki í smáatriðum.
Hinar skörpu gáfur hans, sem hon-
um tókst að þroska á skólaárunum
urðu honum dýrmætt veganesti út
í iífíð, og ekki hvað síst_ í starfi
hans fyrir Búnaðarbanka íslands.
Stefán innritaðist í lögfræðideild
Háskóla íslands að loknu stúdents-
prófi og lauk þaðan kandídatsprófi
árið 1951. Við vorum stutt saman
í deildinni, því ég byrjaði í læknis-
fræði og iauk ekki lögfræðiprófi
fyrr en 1953. Hann tók nokkurn
þátt í háskólapólitíkinni á þessum
árum en var ekki hávaðasamur.