Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 17

Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991 17 Hann var þá eins og seinna mjög frjálslyndur í skoðunum, réttsýnn og rökfastur. Einnig í pólitíkinni var honum gefið að koma auga á hinar skoplegu hliðar málanna og skarpar athugasemdir hans vöktu jafnan kátínu, þótt aldrei væri hann alvörulaus. Stefán hafði sérstakt yndi af því að stríða Vökupiltum, tók samt sjaldnast flokkspólitíska afstöðu og sjónarmið hans byggð- ust ætíð á málefnunum sjálfum. Eftir útskrift úr Háskóla skildu leiðir, enda fór hann í blaða- mennsku og diplómatíið í útlöndum. Það varð ekki fyrr en átökin urðu um skipun eftirmanns föður hans að Búnaðarbankanum, að við hitt- umst aftur. Þá endurnýjaðist og efldist gömul skólavinátta okkar og við urðum hinir mestu mátar. Það munaði atkvæði Guðmundar Hjart- arsonar í bankaráðinu, að Stefán var valinn bankastjóri. Það er ekki mitt að rekja störf Stefáns Hilmars- sonar í þágu Búnaðarbankans, um það eru aðrir hæfari en ég, en ég vil fullyrða án þess að á nokkrun sé hallað, að Stefán hafi staðið sig þar afburðavel og bankinn eflst og orðið að stórveldi í bankastjóratíð hans. Stefán var dagfarslega ljúfur, eins og á skólaárunum, og fljótur að hjálpa til, ef eitthvað bar út af. Hann setti sig mjög vel inn í öll mál og öðlaðist víðtæka þekkingu á viðskiptalífi og bankamálum. Stefán var þó ekki allra og stundum þótti hann býsna hijúfur. I einu til- liti var Stefán verulega harður í horn að taka, þungur, ýtinn og jafn- vel ósveigjanlegur, en það var þeg- ar hagsmunir Búnaðarbankans voru annars vegar. Stefán var fagurkeri, hafði yndi af ljóðum og myndlist. Sérstakt auga hafði hann fyrir vel skrifuðu íslensku máli 'og sjálfur var hann stílisti góður. Hann átti það til að hringja í mig og lesa fyrir mig vel skrifaðar glefsur úr hinu og þessu, og þar brást smekkur hans aldrei. Það var að hans frumkvæði, að gerðar voru hinar gullfallegu sjón- varpsauglýsingar úr náttúrunni og þjóðlífinu, sem vöktu mikla athygli og stuðluðu að góðri ímynd Búnað- arbankans. Stefán Hilmarsson átti góða konu, sem var Sigríður Thors. Hún stóð við hlið manns síns af reisn og veitti honum ætíð verðugt full- tingi í lífi og starfi. Þakka ber ánægjulegar og friðsælar stundir á fögru heimili þeirra hjóna. Við, sem útskrifuðumst úr Menntaskólanum í Reykjavík 1945, höfum jafnan hist ásamt mökum á fimm ára fresti til þess að verða ekki viðskila hvert við annað í lífsins glaumi. Þessar samkomur voru teknar upp að frumkvæði þeirra Einars Pálssonar og Stefáns og í fyrra héldum við upp á 45 ára stúd- entsafmæli. Á þessum samkomum okkar höfum við það fyrir sið að minnast með látlausum en fögrum hætti þeirra, sem horfið hafa úr hópnum í tímans rás. Næst verður Stefáns Hilmarssonar sárt saknað. Fyrir hönd bekkjarsystkinanna flyt ég á þessari skilnaðarstundu Stefáni miklar þakkir fyrir samver- una á hinum dásamlegu mennta- skólaárum og votta minningu hans virðingu okkar, svo og Siggu hina dýpstu samúð okkar við fráfall hans. Að lokum vil ég persónulega þakka Stefáni samverustundir okk- ar, ekki síst þær, þegar ég fékk notið hinnar ríku kímnigáfu hans, er við hittumst og höfðum komið auga á eitthvað spaugilegt í opin- beru lífi eða á bak við tjöldin, og vorum hreinlega eftir okkur af hlátri. Sár harmur er nú kveðinn að Siggu, dætrum þeirra hjóna og tengdasonum. Ég og Ragna kona mín vottum þeim okkar dýpstu sam- úð og vonum að minningin um góð- an dreng hjálpi þeim á þessari skiln- aðarstundu. Ingi R. Helgason Þegar mér barst andlátsfregn Stefáns Hilmarssonar fyrrverandi bankastjóra varð mér hugsað til þeirra ára þegar kynni okkar hóf- ust er við vorum báðir ungir menn. Á árunum 1942 til 1946 átti ég heimili hjá móðursystur Stefáns, Ingveldi Jónsdóttur, og manm hennar Guðjóni Jónssyni skipstjóra, í Móhúsum á Stokkseyri. Þar bjuggu einnig afi hans og amma, Jón Adólfsson fyrrverandi kaup- maður og Þórdís Bjarnadóttir. Mó- húsaheimilið var gamalgróið menn- ingarheimili og hjá þessu ágæta fólki var ákaflega gott að vera. Stefán var þar tíður gestur ásamt- foreldrum sínum, Margréti Jóns- dóttur og Hilmari Stefánssyni bankastjóra, og systur sinni Þórdísi. Dvöldu systkinin þar oft að sumar- lagi. Á þessum árum tókst með okkur Stefáni góður kunningsskapur sem hélst í áranna rás, en hann stund- aði þá nám við Menntaskólann í Reykjavík. Það var ómögulegt ann- að en að veita þessum unga og glaða manni athygli. Fyrir utan það að vera sérlega glæsilegur, var eitt- hvað í fari hans sem heillaði mig. Þó gat hann verið ofurlítið hijúfur við fyrstu sýn, en fljótlega kom í ljós að undir þessari hijúfu, þunnu skel bjó drengur góður og óvenju skemmtilegur. Sumardagar og sumarkvöld þessara ára á Stokkseyri með Stef- áni og Móhúsafölkinu eru mér sér- staklega kær í endurminningunni. Þegar Stefán var kominn austur var ekki lengur hljótt í því virðulega húsi Móhúsum, heldur upphófust þar umræður um hin ólíkustu mál- efni og ómur af glaðværð fyllti þar stofur. Strax á þessum árum var ekkert logn í kringum Stefán Hilm- arsson, þó meira gustaði um hann síðar á ævinni eins og marga sem gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfélag- inu. Það var unaðslegt að ganga um í fjörunni á lognkyrrum kvöldum; sandurinn var ylvolgur eftir skin sólar og sjórinn spegilsléttur gjálfr- aði vð fjörusteina. Stefán kunni vel að meta þessa sérstæðu fegurð. Hann sá líka fegurðina; hann sá hana í listum, bókmenntum og ótal- mörgu öðru sem á vegi hans varð um ævina. Þegar ég flutti frá Stokkseyri og Stefán hóf háskólanám og síðar störf, m.a. erlendis, bar fundum okkar að sjálfsögðu sjaldnar saman, en þegar ég réðst til starfa hjá Búnaðarbankanum á Selfossi end- urnýjuðum við kunningsskapinn, og samskipti og samstarf hófst, sem var á allan hátt hið ánægjulegasta. Eftir að hann eignaðist sumarhús á Stokkseyri var hann tíður gestur í Búnaðarbankanum og var mér mikil ánægja að komum hans. Það er sorglegt til þess að vita að honum skyldi ekki endast aldur til að dvelja í húsi þeirra hjóna við ströndina oftar og lengur en raun varð á, nú þegar hann var laus úr erilsömu starfi, svo vel sem þau voru búin að búa þar um sig, og dvelja sér til ánægju. Það var gam- an að ræða við þau um dvölina þarna, allt var eins og best varð á kosið, ekki aðeins þegar sólin skein glaðast og veðrið var best, heldur líka þegar rokið og rigningin buldi á húsi þeirra og Stokkseyrarbrimið sýndi veldi sitt. Ég ætla ekki að rekja hér ævi- störf Stefáns Hilmarssonar, eða önnur störf sem hann tókst á hend- ur, það munu aðrir áreiðanlega gera, nú þegar hann er látinn. Þess- ar línur sem ég set hér á blað eru aðeins persónulegar minningar mínar um hann. Eg var búinn að hugsa mér að 'neimsækja Stefán í „Skelina“ hans á sumri komanda, ganga með honum um fjöruna eins og forðum daga og rifja upp gaml- ar minningar. Nú er ljóst að sú ferð verður ekki farin. Spor hans í Stokkseyraríjöru verða ekki lengur til. _ Ég votta eiginkonu hans, dætr- um, móður, systur og öðrum að- standendum mínar dýpstu samúð- arkveðjur. Jónas Ingvarsson Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast Stefáns Hilmarssonar banka- stjóra, þótt ég hafi aðeins þekkt hann frá árinu 1984. Þá var ég að útskrifast úr lögfræði og vantaði stai'f þar sem ég hefði svigrúm til að sinna áhugamáli mínu, skák. Búnaðarbanki Islands hafði þá ný- lega haldið sitt eftirminnilega skák- mót og lá beint við að leita þangað. Er skemmst frá því að segja að Stefán Hilmarsson tók mér mjög vel og kom því til leiðar að ég var ráðinn sem lögfræðingur að bank- anum. Vafalausthéfur Stefán feng- ið á sig töluverða gagnrýni fyrir þetta, því það var ljóst í upphafi að fjarvistir mínar myndu verða töluverðar. Svo fór líka, að með skilningi Stefáns og velviljaðs sam- starfsfólks fékk ég tækifæri til að ná settu marki. Þeir eru reyndar fleiri skákmeist- ararnir sem minnast Stefáns með miklu þakklæti. Johann Hjartarson var ráðinn til bankans, fyrst sem sendill aðeins 15 ára gamall, og Stefán fylgdist ávallt mjög vel með honum og-studdi hann eftir því sem færi gafst. Hefur Jóhann sagt mér að fyrir slaginn fræga gegn Korchnoi í ársbytjun 1988, hafi stuðningur Stefáns og Búnaðar- bankans, alveg frá því undirbúning- ur hófst, verið sér mikilvægastur. Þá fékk Stefán bankann til að styðja við bakið á ungum piltum sem skar- að höfðu fram úr og hefur það bor- ið ríkulegan ávöxt. Skákhreyfingin sem heild sér á bak dyggum vini. Aldrei sá ég Stefán nokkru sinni líta á tafl, en hann var sjálfur mik- ill keppnismaður og skildi því vel þá, sem við íþrótt hugans fást. Hann vildi fyrir hvern mun að við íslendingar gætum staðið okkur á þeirn vettvangi. í starfi mínu hjá bankanum var ég svo lánsamur að kynnast starfs- og stjórnunaraðferðum Stefáns Hilmarssonar og þiggja af honum mörg heilræði. Hann var einn þeirra manna „sem múgadómi sig trauðla háðu“ eins og Einar Benediktsson orðaði í ljóði. Fyrir hann var það hagur Búnaðarbankans sem skipti höfuðmáli, hann tók ekki þátt í því vinsældakapphlaupi sem tíðkast alltof víða. Þegar honum þótti geng- íð á rétt bankans stóð hann því fastur fyrjr, sama hver í hlut átti. Þetta stranga og ábyrga viðhorf skilaði sér til undirmanna hans og beindi augum þeirra daglega að því sameiginlega markmiði, að staða bankans mætti verða sem bezt. Stefán var bæði víðlesinn og íslenzkumaður góður. Hann átti því auðvelt með að orða hug sinn þann- ig að festist öðrum í minni. Spor slíkra manna verða seint afmáð. Ég þakka lærdómsrík og minnis- stæð kynni af mætum manni og votta fjölskyidu hans mína dýpstu samúð. Margeir Pétursson Fallinn er langt um aldur fram forystumaður í íslenskum banka- málum, Stefán Hilmarsson, fyn-ver- andi bankastjóri Búnaðarbankans. Stefán gekk til liðs við Búnaðar- bankann í árdaga viðreisnar efna- hagslífs á íslandi. Það varð hlut- skipti hans að stýra bankanum með félögum sínum gegnum umbrota- skeið síðustu 30 ára. Hann lét af störfum fyrir ári eftir langt og far- sælt starf fyrir Búnaðarbankann. í 20 ár átti ég samleið með Stef- áni Hilmarssyni. Ég kynntist hon- um bæði sem slyngum og erfiðum keppinaut, svo og ráðagóðum og skemmtilegum félaga. Um langa hríð störfuðum við saman í stjórn Sambands íslenskra viðskiptabanka og á seinni árum og allt til„hinsta dags í framkvæmdastjórn Iðnþró- unarsjóðs. Það duldist engum að þar sem Stefán Hilmarsson fór var enginn meðalmaður á ferð. Hann lá ekki á skoðunum sínum en lét þó fremur verkin tala. Lífsstarf hans fyrir Búnaðarbankann og íslensk banka- mál ber honum besta vitnið. Samstarfsmenn í viðskiptabönk- um og stjórnarmenn í Iðnþróunar- sjóði kveðja Stefán Hilmarsson nú að leiðarlokum með hlýhug og virð- ingu og þakka samfylgdina og sam- starfið. Við vottum eiginkonu hans og fjölskyldu innilega samúð okkar. Valur Valsson, formaður Sambands ísl. viðskiptabanka. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Tölvuvetrarskóli 10-16 ára Frábært 12 vikna námskeið fyrir börn og unglinga 10-16 ára! © Sæti laus 13-16 á laugardögum og 10-13 á sunnudögum! Næstu námskeiö hefjast 26. og 27. janúar. . •35 Tölvu- og verkfræöiþjónustan .^5 ^ Grensásvegi 16 - fimm ár í forystu <%> á útsölu Ódýrar verslunarferðir á útsölur vestan hafs Úrval-Útsýn lætur ekki deigan síga og nú bjóðast örfá sæti til Baltimore/Washington þar sem útsölur eru í fullum gangi. Þegar Bandaríkjamenn tala um útsölur þá eiga þeir við ÚTSÖLUR! Dæmi um verð; Trimmgallar á dömur frá 900 kr. Herrapeysur frá 1.400 kr. Skíðagallar á börn frá 3.300 kr. 30. janúar: Örfásæti 13. febrúar: Örfá sæti 27. febrúar: Uppselt Gisting á Ramada-hótelinu, sem er 1. flokks og staðsett við Tyson's Corner í Washington. . 3 nætur — m.v. tvíbýli án morgunverðar: 33.480,- kr. á mann* 5 nætur — m.v. tvíbýli án morgunverðar: 38.900,- kr. á mann* *Flugvallarskattur er ekki innifalmn. Athugiö aö búist er viö hækkun flugfargjalda um næstu mánaðamót, þannig að sé gengiö frá greiöslu eftir þann tíma hækkar uppgefiö verö. íslendingur búsettur á svæðinu verður farþegum okkar til aðstoðar og veitir upplýsingar. ^ 4 -4 URVAL'UTSYN Pósthússtræti 13. Álfabakka 16. sími 26900 simi 603060

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.