Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 18
MOEGUÍjBIjÍÐlb ÞlÓbjÚ'DÍdÚk' ^2.'ÍÍáMúM i'áó'í ’'í
18
Svavar og Guðrún í efstu sætum Alþýðubandalagsins:
Staðfest bil milli verka-
lýðshreyfingar og flokks
- segir Guðmundur Þ. Jónsson
sem ekki er ákveðinn 1 að taka
fjórða sæti listans í Reykjavík
SVAVAR Gestsson menntamálaráðherra varð í fyrsta sæti í for-
vali Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna næstu alþingiskosninga
með 66% atkvæða í það sæti og 87% alls. Guðrún Helgadóttir for-
seti Sameinaðs þings varð í öðru sæti með 40% atkvæða í efstu
tvö sætin og 56% alls. Þau skipuðu þessi sæti við síðustu alþingis-
kosningar en nýtt fólk varð í næstu sætum. Auður Sveinsdóttir
landslagsarkitekt varð í 3. sæti með 41% atkvæða og 66% alls,
Guðmundur Þ. Jónsson formaður Iðju í fjórða með 46% í 1.-4.
sæti og 53% alls og Már Guðmundsson, hagfræðingur og efnahags-
ráðgjafi fjármálaráðherra, í fimmta sæti með 51% atkvæða. Guð-
mundur segir að niðurstaðan staðfesti bil sem verið hafi að mynd-
ast á milli verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðubandalagsins.
Um 1.190 félagar í Alþýðu-
bandalaginu áttu rétt á að taka
þátt í forvalinu sem fram fór um
helgina. 456 greiddu atkvæði, og
var þátttaka því 38%, þar af voru
439 atkvæði gild. Niðurstöður
forvalsins eru ekki bindandi við
skipan framboðsiista flokksins en
aukinn meirihluta þarf á félags-
fundi ef breyta á niðurstöðunum.
Bima í 6. sæti
Formaður kjömefndar, Hallur
Páll Jónsson, veitti ofangreindar
upplýsingar en neitaði að gefa
upplýsingar um hvernig atkvæði
féllu á efstu menn og hver röð
annara þátttakenda varð. Hér á
síðunni er birt tafla með tölulegum
niðurstöðum forvalsins og eru
upplýsingar í hana fengnar annars
staðar en hjá kjörnefnd.
Þar kemur í Ijós að Birna Þórð-
ardóttir blaðamaður varð í 6. sæti
í forvalinu. Hún fékk næst flest
atkvæði í fyrsta sætið, eða 55
(13%), og fékk alls 177 atkvæði
eða 40%. Guðrún Helgadóttir fékk
49 atkvæði í fyrsta sætið. Guð-
mundur Þ. Jónsson fékk næst flest
atkvæði í annað sætið, 109 sem
er 68 atkvæðum færra en Guðrún
fékk. Bima varð næst honum að
atkvæðum í annað sætið.
„Ánægður með
niðurstöðuna“
„Ég er ánægður með niðurstöð-
una. Ég held að það geti orðið
góður listi sem skipaður verði í
grófum dráttum
samkvæmt for-
valinu. Sérstak-
lega er ég þakk-
látur fyrir þá
góðu niðurstöu
sem ég fæ,“
sagði Svavar
Gestsson þegar
leitað var álits
hans á niðurstöð-
um forvalsins.
Varðandi óánægju Guðmundar
Þ. og Más sem höfnuði í 4. og 5.
sæti sagði Svavar: „Ég vona að
þeir gefi kost á sér á listann og
’ hef lagt áherslu á það við þá. Ég
skoraði á þá að taka þessum niður-
stöðum vel og drengilega, eins og
ég veit að þeir hugleiða alvar-
lega.“ Svavar sagði að það væri
misskilningur að útkoma Guð-
mundar sýndi að fulltrúar verka-
lýðshreyfíngarinnar ættu ekki
lengur upp á pallborðið í Alþýðu-
bandalaginu. „Staðreyndin er sú
að munurinn á þessum mönnum
var svo lítill að það er nánast til-
Svavar
viljun hvar hver lendir. Það er ein-
faldlega gallinn og kosturinn við
að velja á lista með svona aðferð-
um að því fylgir alltaf einhver
óvissa,“ sagði Svavar.
„Flokkurinn hefur talað“
„Það er aldrei svo að forval
skili nákvæmlega þeim lista sem
maður hefði kosið en flokkurinn
hefur talað og
við því er auðvit-
að ekkert að
segja. Framund-
an er svo vinna
við að samhæfa
starfskrafta í
komandi kosn-
ingabaráttu og
er lykilatriði
hvemig það
tekst," sagði
Guðrún Helgadóttir.
Aðspurð um útkomu fulltrúa
verkalýðsforystunnar sagði Guð-
rún: „Alþýðubandalagið hefur allt-
af leitast við að vera í góðum sam-
skiptum við verkalýðshreyfínguna
í víðustu merkingu. En það sýnist
ekki vera að félagar í verkalýðs-
hreyfingunni telji að forystumenn
hennar eigi að sitja á alþingi og
ég get að sumu leyti tekið undir
það sjónarmið."
„Fólk vill breytingu“
„Ég er mjög ánægð með niður-
stöðuna. Mér finnst hún vera
merki um að fólk vilji leggja aukna
áherslu á. þau
mál og þau við-
horf sem ég hef
verið að reynaað
halda á lofti.
Fólk vill breyt-
ingu, er orðið
þreytt á þessu
eilífa stagli um
aðrar áherslur í
þjóðfélaginu,"
sagði Auður
Sveinsdóttir.
Auður sagðist hafa lagt megin-
Auður
Guðrún
Atkvæði: í viðk. sæti
Röð: 1. 2. 3. 4. 5. Alls
1. Svavar Gestsson 289 43 32 7 13 289 66% 384 87%
2. Guðrún Heigadóttir 49 128 26 22 20 177 40% 245 56%
3. Auður Sveinsdóttir 9 59 113 60 48 181 41% 289 66%
4. GuðmundurÞ. Jónsson 8 101 41 52 30 202 46% 232 53%
5. MárGuðmundsson 22 32 111 28 29 222 51% 222 51%
6. Birna Þórðardóttir 55 43 22 32 25 177 40%
7. Margrét Ríkharðsdóttir - 1 4 23 68 53 149 34%
8. SteinarHarðarson - - 3 22 43 68 136 31%
9. Ámi Þór Sigurðsson - 7 17 45 38 107 24%
10. Amór Þórir Sigfússon 2 6 10 27 23 68 15%
11. Sigurrós Siguijónsdóttir - 7 7 16 28 58 13%
12. Haraldur Jóhannesson 1 1 6 21 25 54 12%
13. Þorvaldur Þorvaldsson 3 3 4 11 25 46 10%
14. Matthías Matthíasson 2 5 7 14 28 6%
Atkvæði greitt í forvali Alýðubandalagsins.
áherslu á umhverfismálin, hún
vildi að lögð yrði áhersla á að
halda ímynd landsins sem hreinu
og lítið menguðu. Sagðist hún
vera alfarið á móti álveri. Einnig
sagðist hún vera á móti aðild ís-
lands að Evrópubandalaginu. „Ég
skýri árangur minn í forvalinu
með því að þessi viðhorf eigi upp
á pallborðið hjá fólki," sagði Auð-
ur.
„Biiið staðfestist"
„Ég sóttist eftir
hlaut það ekki og
andi ekki ánægður
una,“ sagði Guð-
mundur Þ. Jóns-
son. „Það hefur
verið að myndast
bil á milli verka-
lýðshreyfingar-
innar og Alþýðu-
bandalagsins.
Það staðfestist.
Mitt framboð
gekk út á að
treysta þetta
sambánd og tryggja að það væri
maður frá verkalýðshreyfingunni
í þingflokknum eins og lengst af
var fram til ársins 1987 og skip-
aði hann gjarnan annað sæti list-
ans. Það er mjög slæmt mál að
ekki virðist lengur vera pláss fyrir
okkar fulltrúa," sagði Guðmundur.
Guðmundur sagðist ekki vera
búinn að gera það upp við sig
hvert yrði framhald málsins af
hans hálfu. Varðandi það hvort
hann myndi hafna fjórða sæti list-
ans sagði Guðmundur að hann
væri að hugsa málið. Hann myndi
svara kjömefndinni þegar þar að
kæmi.
„Jafntefli armanna“
„Ég stefndi á þriðja sætið og
það munaði ekki miklu að það
hefðist og enn minnu munaði að
ég næði fjórða sætinu. Það er því
ekki hægt að segja annað en að
ég hafí fengið sæmilegt brautar-
gengi. Að vísu er þetta ekki það
sæti sem ég stefndi að og mun
ég taka mér nokkra daga í að
íhuga hvert framhaldið verður,"
sagði Már Guðmundsson. Varð-
andi það hvort hann væri að íhuga
að hafna fimmta sætinu sagði
hann að málið væri enn opið og
ítrekaði það sem hann sagði hér
að ofan.
Aðspurður hvemig hann túlkaði
niðurstöðuna í ljósi valdabaráttu
fólks sem tengist Birtingu annars
vegar og fyrri forystu flokksins
hins vegar sagði Már að það væri
ekki hægt að selja málið upp á
svo einfaldan hátt, fleiri armar
væru í flokknum eins og til dæm-
is fólk sem tengist Fylkingunni
og síðan almennir flokksmenn sem
ekki tækju afstöðu til slíkra deilna.
„Mér sýnist úrslitin vera þannig
að ekki sé hægt að túlka þau með
neinum einhlítum hætti hvað varð-
ar einhveija arma. Það er helst
að hægt sé að
tala um ein-
hverskonar jafn-
tefli,“ sagði
hann.
Már er efna-
hagsráðgjafi Ól-
afs Ragnars
Grímssonar fjár-
málaráðherra og
formanns Al-
þýðubandalags-
ins. Már taldi ekki hægt að tala
um að árangur hans í forvalinu
sýndi veika stöðu formannsins.
„Ég fæ tiltölulega góða kosningu
þegar á heildina er litið. Það mun-
ar mjög litlu að ég nái þriðja sæt-
inu. Ég tók ekki ákvörðun um
framboð fyrr en viku fyrir forvalið
og miðað við það held ég að þessi
árangur sé nokkuð þokkalegur.
Og þó að ég sé efnahagsráðgjafi
fjármálaráðherra og við oft sam-
mála í pólitík held ég að ég hafi
fengið fylgi nokkuð víða að og að
ekki sé hægt að túlka þetta sem
neinn ósigur fyrir hann,“ sagði
Már.
Kjartan Valgarðsson, formaður
Birtingar, vildi ekki Ijá sig neitt
um úrslit forvals Alþýðubanda-
lagsins. Gaf hann þá skýringu að
Birting hefði slitið stjómmálasam-
bandi við ABR og ekki tekið þátt
í vali frambjóðenda og því væri
ekki eðlilegt að hann léti hafa eitt-
hvað eftir sér um niðurstöðuna.
öðru sætinu en
er þar af leið-
með niðurstöð-
Guðmundur
Már
A
Listasafn Islands:
Myndir í eign Lista-
safnsins á sýningn
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir í Listasafni íslands sýning
á verkum í eigum safnsins.
í sölum 1, 2 og 4 eru sýnd
málverk eftir íslenska listamenn
m.a. Ásgrím Jónsson, Gunnlaug
Scheving, Jóhannes S. Kjarval,
Jón Engilberts, Þórarin B. Þor-
láksson, Þorvald Skúlason og
marga fleiri.
í sal 3 eru sýnd grafíkverk eft-
ir eftirtalda listamenn: Björgu
Þorsteinsdóttur, Eddu Jónsdóttur,
Jón Reykdal, Jóhönnu Bogadóttur,
Jónínu Láru Einarsdóttur, Ragn-
heiði Jónsdóttur, Sigrid Valtingoj-
er, Valgerði Bergsdóttur, Valgerði
Hauksdóttur og Þórð Hall. Þar er
einnig sýndur nýlegur skúlptúr
Kristins E. Hrafnssonar.
Listasafn íslands er opið alla
daga nema mánudaga kl. 12.00-
18.00 og er aðgangur ókeypis.
Veitingastöfa safnsins er opin á
sama tíma.
Listasafn íslands
Hofsós:
TriIIa eyði-
lagðist í óveðri
Hofósi.
TRILLA eyðilagðist í miklu
óveðri sem hér geysaði í fyrri-
nótt og fram undir hádegi i gær.
Björgunarsveitin var kölluð út um
klukkan 07.30 í gærmorgun til að
aðstoða smábátaeigendur í höfn-
inni. Þriggja tonna trilla hafði
slitnað frá bryggju og borist upp
í giýtta fjöru þar sem hún gjör-
eyðilagðist. Tveimur öðrum bátum
tókst að bjarga.
Skömmu fyrir hádegi var björg-
unarsveitin aftur kölluð út og að
þessu sinni til að aðstoða bóndann
á Narfastöðum. Jámplötur höfðu
fokið af húsi því sem hann notár
_yndir kanínurækt.
Einar