Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.01.1991, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐjyDAGUR 22. JANÚAR 1991 FYRIR BQTNI PERSAFLOA Saddam talinn eiga þúsundir Scud-flauga Kiyadh, London, Brussel, Washington. Reuter, Daily Telegraph. TOM King, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær að liðs- menn fjölþjóðahersins við Persa- flóa hefðu fundið 8-10 skotpalla fyrir Scud-eldflaugar auk þeirra sem áður var vitað um. Mögulegt sé að tekist hafi þegar að eyði- leggja þrjá þeirra. Sérfræðingar telja að Saddam Hussein hafi keypt allt að 4.000 Scud-flaugar af Sovétmönnum en nokkur hundruð hafi verið notuð til loft- árása á Teheran í stríðinu við Irana og allmargar við tilraunir. Talsmenn fjölþjóðahersins álíta að Irakar eigi enn um 50 skot- palla, þar af 20 hreyfanlega sem sífellt eru fluttir milli staða á risastórum flutningabílum og afar erfitt er að finna. Flutningabílunum er ekið inn í sprengjuheld skýli þegar eftir að búið er að skjóta flaugunum sem eru um 11 metra iangar. Hægt er að fela bílana með skotpöilunum á fjölmörgum stöðum, t.d. í strætis- vagnaskýlum. Um tvær klukku- stundir tekur að hlaða skotpallana á ný. Scud-flaugarnar fara með um 6.000 km hraða á klst. og geta því orrustuþotur ekki gert árásir á þær á flugi. Bandarískir njósnahnettir taka stöðugt myndir af írak en vandinn er sá að of langan tíma tekur að vinna úr upplýsingum þeirra; hreyfanlegu skotpallamir eru yfirleitt á brott þegar því starfi er lokið. - íraskir vísindamenn hafa breytt nokkur hundruð flaugum til að auka langdrægni þeirra. Hafa þeir jafnframt orðið að minnka sprengjumagnið til að létta flaug- arnar og bera langdrægustu flaug- arnar aðeins 112,5 kg af sprengi- efni. Reuter Hermenn frá Qatar, sem þátt taka í aðgerðum fjölþjóðaherliðsins í Saudi-Arabíu, snúa sér til Mekka er þeir biðja bæna sinna einhvers staðar í sandauðninni. Þessi herdeild var talin vera um 20 kílómetra frá víglínu íraka í suðurhluta Kúveit. Þungar loftárásir fjölþjóðaliðsins á kjarnorku- og efnavopnastöðvar Iraka: Sókn iim í Kúveit undirbú- in með hörðum loftárásum Dhahran, Washington, Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. NORMAN Schwarzkopf/ yfirhershöfðingi hersveita fjöl- þjóðaliðsins í Saudi-Arabíu, sagði á fundi með blaðamönnum á sunnudag að gerðar hefðu verið harðar loftárásir á kjarnakljúfa og kjarnorkutilraunastöðvar Iraka auk þess sem tekist hefði að skerða verulega möguleika Saddams Husseins Iraksforseta á að grípa til efna- og sýklavopna í Persaflóastyrjöldinni. Þá sögðu talsmenn herstjórnar fjöl- þjóðahersins að lögð yrði ríkari áhersla en áður á loftárás- ir á stöðvar íraka í Kúveit og við írösku landamærin. Fram til þessa hafa loftárásirnar einkum beinst að hernaðarlega mikilvægum skotmörkum í írak, einkum höfuðborginni Bagdad, og Kúveit. Schwarzkopf sagðist vera þess verulegt tjón á kjarnakljúfum íraka fullviss að tekist hefði að vinna og að ástæða væri til að ætla að þeir yrðu óstarfhæfir næstu árin. Irösk stjómvöld hafa jafnan mót- mælt því að unnið sé að þróun kjarnorkuvopna í landinu en flestir vestrænir hernaðarsérfræðingar fullyrða að sú sé raunin. Er mat manna almennt það að Saddam forseti stefni að því að bæta gereyð- ingarvopnum í vopnabúr sitt á næstu tveimur til fimm árum. Kjarnorkutilraunir Iraka urðu fyrir miklu áfalli árið 1981 er ísraelar réðust á kjarnakljúf sem var í smíðum skammt frá Bagdad en fullyrt hefur verið að slfkar tilraun- ir hafi farið fram á síðustu árum, Eldflaugaárásirnar á Israel: bæði í nágrenni Bagdad og eins í norðurhluta landsins, nærri tyrk- nesku landamærunum. Er að öllum líkindum um fjóra kjarnakljúfa að ræða. Hershöfðlnginn gat þess einnig að efna- og sýklavopnaverksmiðjur íraka hefðu orðið fyrir þungum loft- árásum en talið er að Saddam hafi komið sér upp miklum eiturbirgðum á undanförnum árum. Af hálfu fjöl- þjóðaliðsins hefur verið lögð á það rík áhersla að finna stöðvar þessar til að minnka getu herafla íraka til að beita efna- og sýklavopnum í landorrustum sem menn sjá fyrir sér er fjölþjóðaherinn ræðst gegn liðsafla Iraksforseta í Kúveit. Aðgerðarleysi treystir samningastöðu Israela Jerúsalem, Washington, París, Amman. Reuter. LAWRENCE Eagleburger aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagði í gær að ísraelar hefðu fullan rétt til að svara eldflaugaárásum frá Írak en hrósaði þeim jafn- framt fyrir að hafa haldið að sér hendi eftir að sovétsmíðuð- um Scud-flugskeytum hafði verið skotið á borgir í Israel tvær nætur í röð í síðustu viku. Stjórnmálaskýrendur telja að þessi afstaða stjórnar Yitzhaks Shamirs forsætisráð- herra verði til þess að treysta bönd ísraela og Bandaríkja- manna, afla ísraelum nýrra vina og styrkja stöðu þeirra í friðarsamningum að loknu Persaflóastríði. Bandaríkjastjórn hefur lagt hart að ísraelum að svara ekki eld- flaugaárásunum af ótta við að það kynni að riðia náinni samstöðu ríkja sem aðild eiga að fjolþjóða- hernum á Persaflóasvæðinu en þar á meðal eru nokkur arabaríki. Til þess að veijast frekari eldflauga- árásuni frá Irak sendu Bandaríkja- menn tvö Patriot-gagnflaugafylki til ísraels á laugardag og sunnu- dag og jafnframt var ákveðið að senda flugmóðurskipið Forrestal inn í botn Miðjarðarhafs til þess að auka öryggi Israela. Talið er að þessi ákvörðun verði til að draga úr þrýstingi á stjóm Yitz- haks Shamirs forsætisráðherra heima fyrir um að svara árásanna en leiðtogar Verkamannaflokksins og smáflokka hafa lýst stuðningi við afstöðu hans. Almenningur hefur hins vegar krafist hefnda og er Shamir því í pólitískrí klemmu. Annars vegar á hann á hættu að tapa fylgi heima fyrir vegna a^gerðarleysis en gagnárás á írak myndi sömuleiðis leiða til þess að pólitískur ávinn- ingur hans á alþjóðavettvangi hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Af hálfu bæði bandarískra og ísraelskra stjórnvalda er því harð- lega neitað að böggull hafi fylgt skammrifi; ísraelar hafí ekki verið íátnir afsala sér rétti til að hefna frekari árása. Talsmaður Banda- ríkjahers staðfesti í gær að enn hefði ekki tekist að eyðileggja alla varanlega Scud-skotpalla sem ógnað gætu ísrael og heldur ekki færanlega palla. ísraelar fengu tvær Patriot- stöðvar í september sl., en hafa ekki lokið þjálfun í notkun þeirra. Aðeins viku fyrir eldflaugaárás íraka sl. föstudag höfðu þeir hafn- að að fá bandarískar Patriot-sveit- ir uns þeir væru sjálfír tilbúnir til að taka sínar eigin í notkun. David Levy utanríkisráðherra ísraels hefur fallist á viðræður við fulltrúa Evrópubandalagsins (EB) um deilumál í Miðausturlöndum þegar Persaflóastríðið er afstaðið, að því er talsmaður ríkisstjórnar Lúxemborgar skýrði frá í gær en t Lúxemborg fer með forystu í EB í ár. 9 Mustafa Tlas varnarmálaráð- herra Sýrlands veittist í gær að því sem hann kallaði heimsvalda- drauma Saddams Husseins íraks- forseta í al-Thawra,, málgagni Damsakus-stjórnarinnar, og sagði „heimskulegar eldflaugaárásir hans á ísrael“ ekki til þess fallnar að snúa Sýrlendingum á sveif með írak í Persaflóastríðinu og þær yrðu heldur ekki til þess að frelsa Palestínu. Asam Abu Sharif, náinn sam- verkamaður Yassers Arafats leið- toga Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) sagði í gær að koma bandarísku Patriot-sveitanna til ísraels jafngilti því að ísraelar væru orðnir fullgildir þátttakendur í Persaflóastríðinu. Háttsettir jórd- anskir -embættismenn sögðu um helgina að Patriot-flaugar sem fjölþjóðaherinn hefur komið upp í Israel ógni á engan hátt öryggi Jórdaníu þar sem engin hætta sé á að hægt verði að granda Scud- flaugum meðan þær væru á flugi yfir Jórdaníu. Loftárásir á úrvalssveitir Schwarzkopf staðfesti að undan- farna tvo sólarhringa hefðu verið gerðar loftárásir á stöðvar úrvals- hersveita Saddams forseta, Lýð- veldisvarðarins, við landartiæri Kú- veit og íraks. Sagði hershöfðinginn að varnir þeirra væru með þeim öflugustu sem unnt væri að ímynda sér. Schwarzkopf kvað úrvalssveit- irnar hafa dreift sér eftir að árásirn- ar hófust og grafið sig niður í eyði- merkursandinum. „Jafnvel við bestu aðstæður er mjög, mjög er- fitt að tortíma bryndrekum og bryn- vörðum vélaherdeildum með vopna- búnaði þeim sem við ráðum yfir,“ sagði hershöfðinginn. Hann lét að því liggja að loftárásum þessum yrði haldið áfram um ótiltekinn tíma áður en hersveitir fjölþjóðaliðsins blésu til sóknar yfír landamærin til að hrekja innrásarlið íraka frá Kú- veit. í Bretlandi tóku talsmenn stjórnvalda í sama streng og sögðu sýnt að frekari loftárásir væru nauðsynlegar áður en landhernaður yrði hafinn. John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í viðtali um helgina að hann teldi að stríðið myndi standa í „allnokkrar vikur enn“ og þóttu þessi ummæli styrkja þá skoðun enn frekar. Hins vegar hefur fjölþjóðaherinn þegaiNhafið stórfellda liðsflutninga í norður í átt til landamæra Kúveit og Saudi- Arabíu og kvaðst John Fulleríon, fréttamaður Eeuters-fréttastofunn- ar hafa fylgst með því er þúsundum brynvagna, liðsflutningabíla og stórskotaliðsvopna, var ekið í norð- urátt um nótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.