Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 23
MQRGUNBLAÐIÐ 1>HI1XIU1)A(ÍUH 22. JAXUAH 199:1
28
Almenniiigiir snýst á sveif með
Bush og styður notkun hervalds
- Úthellum ekki blóði fyrir olíu“
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
Á TORGI fyrir utan byggingu ríkisstjórnar Massachu-
setts standa nokkur þúsund Bostonbúar, steyta hnefa
hveijir framan í aðra og láta rigna ókvæðisorðum. Þeir
skiptast í tvær fylkingar. Öðrum megin standa þeir sem
styðja þá ákvörðun George Bush forseta að láta til skar-
ar skríða gegn írökum, hinum megin eru andstæðingar
stríðsins við Persaflóa. Slíkur hiti er í viðstöddum að
lögreglan þarf að ganga í milli til þess að þeir gangi ekki
í skrokk hverjir á öðrum ... í sjónvarpinu situr frétta-
maður í einangruðu herbergi með gasgrímu fyrir vitum
sér og talar frá Israel um yfirvofandi sprengjuárás ...
Stúlka í strætisvagni: „Aldrei hélt ég að ég myndi upp-
lifa stríð.“ ... Á tröppum háskólabókasafnsins í Harvard
standa um hundrað stúdentar. Þeir fordæma Saddam
Hussein og syngja bandaríska þjóðsönginn .. .
- Friðarsinnar mótmæla
Reuter
Frá útifundi stuðningsmanna fjölþjóðahersins og ísraela í Persa-
flóastyrjöldinni í New York um helgina.
Bandaríkjamenn eiga í stríði
og daglega er sá, sem hér dvelur
um þessar mundir, minntur ræki-
lega á það. Þegar sovéskir her-
menn beittu vopnavaldi í Litháen
stóð í dagblaðinu New York Tim-
es að Míkhaíl Gorbatsjov Sovét-
leiðtogi skyldi ekki láta sig
dreyma um að geta beitt valdi í
skjóli deilunnar við Persaflóa;
bandarískir fjölmiðlar færu létt
með að fylgjast með tveimur styij-
öldum og gætu að auki tuggið
tyggigúmmi um leið. Þetta á ef
til vill við um áðurnefnt dagblað,
en hjá flestum fjölmiðlum kemst
ekki annað að en Persaflóinn. Og
meðal almennings er um fátt ann-
að talað>
Áður en bandarískir ráðamenn
ákváðu að láta til skarar skríða
gegn írökum bentu skoðanakann-
anir til þess að Bandaríkjamenn
skiptust nokkurn veginn í tvær
jafnar fylkingar í afstöðu sinni til
þess hvernig þeir ættu að bregð-
ast við í Persaflóa. Nu er yfir-
gnæfandi meirihluti manna fylgj-
andi hernaðaraðgerðum Banda-
ríkjahers í Mið-Austurlöndum. Á
fimmtudag og föstudag sendu
stóru sjónvarpsstöðvarnar þijár,
ABC, CBS og NBC, út fréttir all-
an sólarhringinn og komu margir
til vinnu að morgni með dökka
bauga undir augum eftir að hafa
fylgst næturlangt með framvindu
mála. Á veitingahúsum og knæp-
um var slökkt á tónlist til að við-
skiptavinir gætu fylgst með sjón-
varpinu. Fréttastofur á borð við
Associated Press skrifa vart um
annað en stríðið og hafá þó aðeins
rétt svo við eftirspurn dagblaða
og annarra viðskiptavina sinna
eftir fréttum.
Stríðinu mótmælt
Um helgina kom víða til mót-
mæla gegn stríðinu við Persaflóa.
Á laugardag söfnuðust tugir þús-
unda manna saman í Lafayette-
garði fyrir utan Hvíta húsið með
slagorð á vörum. „Úthellum ekki
blóði fyrir olíu“ og „beijumst gegn
AIDS, ekki írak“, var meðal ann-
ars hrópað. Lögreglan sagði ýmist
að 25 eða 75 þúsund manns hefðu
tekið þátt í mótmælunum. Ein
þeirra samtaka, sem skipulögðu
mótmælin, héldu þvi fram að 100
þúsund manns hefðu tekið þátt í
þeim.
Sama dag gengu um 20 þúsund
mótmælendur í Boston, Baton
Rouge og San Francisco. Smærri
hópar fólks, sem er hlynnt
stríðjnu, létu einnig að sér kveða.
Áður en Bandaríkjamenn létu til
skarar skríða virtust tilfinningar
manna blendnar, en nú virðist
afstaða manna hafa skýrst. Mót-
mæli eru sýnu kröftugri nú en
fyrir árásina, en á hinn bóginn
virðist þorri Bandaríkjamanna
hafa snúist á sveif með forseta
sínum.
Mest er andófið í háskólum.
Sú kynslóð sem nú fyllir kennslu-
stofur háskólanna lifir í skugga
hinna róttæku stúdenta sjötta
áratugarins, kynslóðar, sem lagði
sitt af mörkum til að binda enda
á styijöldina í Víetnam með stöð-
ugum mótmælum. En stúdentarn-
ir í bandarískum háskólum óttast
einnig að komið verði á herskyldu
dragist átökin við írak á langinn.
Aður en loftárásirnar á írak
hófust var lítið um mótmæli. Efnt
var til umræðna og málþinga við
háskóla víða um landið, en aðsókn
var yfirleitt lítil og allt fór vel
fram. Því næst kom jólafrí og þar
sem stúdentar sneru fíestir ekki
aftur til skóla sinna fyrr en fyrir
rúmri viku var lítið um aðgerðir.
í síðustu viku bar hins vegar svo
við að stúdentar gengu úr tímum,
lögðu undir sig stjórnarskrifstofur
skóla og margir hafa verið hand-
teknir.
Vandi friðarhreyfingarinnar
Friðarhreyfingin á hins vegar
við ýmis vandamál að stríða. Því
er haldið fram að velgengni
Bandaríkjamanna til þessa geri
að verkum að fólk taki ekki mark
á orðum andstæðinga stríðsins.
En friðarsinnar hafa meiri
áhyggjur af því að klofningur inn-
an hreyfingarinnar fæli frá það
fólk, sem er í miðju stjórnmál-
anna. Sá hópur samtaka, sem stóð
fyrir mótmælunum í Washington
á laugardag, telst hinn róttæki
armur friðarhreyfingarinnar.
Fulltrúar þeirra kreljast þess að
bandarískir hermenn verði tafar-
laust kvaddir heim frá Mið-
Austurlöndum, bandarískar her-
stöðvar á svæðinu verði lagðar
niður og arabar ákveði sjálfir
hvernig taka skuli á innrás Iraka
í Kúvæt. Þeir hafá ekki fordæmt
Saddam Hussein fyrir innrásina í
Kúveit.
Af ótta við að þessi samtök
hallist of langt til vinstri hefur
verið stofnuð Þjóðarhreyfing til
friðar. Þar er hvatt til vopnahlés
og samningaviðræðna eða að
efnahagsþvinganir verði reyndar
að nýju.
Almenningsálitið snýst
Þótt nokkuð hafi borið á andófi
og daglega sé efnt til aðgerða er
óhætt að segja að andstæðingar
stríðsins séu í miklum minnihluta.
Eftir að Bandaríkjamenn blésu
til orrustu hefur fylgi' George
Bush forsetá aukist til muna. í
skoðanakönnun sjónvarpsstöðvar-
innar ABC og dagblaðsins New
York Times, sem birt var á laugar-
dag, kváðust 86 prósent að-
spurðra telja að forsetinn stæði
sig vel í starfi. Þetta er mesti
stuðningur sem nokkru sinni hef-
ur komið fram við forseta í Banda-
ríkjunum. John F. Kennedy kemur
næstur. Samkvæmt Gallup-skoð-
anakönnun sem gerð var í maí
1961, rétt eftir hina hrapalegu
tilraun til að steypa kommúnista-
stjórn Fidels Castros úr stóli með
innrásinni í Svínaflóa, studdu þá
83 prósent aðspurðra Kennedy.
Skoðanakönnunin, sem hér um
ræðir, var gerð að kvöldi fimmtu-
dagsins 17. janúar, daginn eftir
að Bandarfkjamenn réðust á írak,
og sýnir mikla sveiflu meðal al-
mennings frá annarri könnun,
sem gerð var fyrir ABC/New
York Times 11. til 13. janúar. Þá
kváðust 66 prósent þeirra, sem
fyrir svörum urðu, ánægð með
störf forseta.
Einnig hefur almenningur kú-
vent í afstöðu sinni til styijaldar
fyrir botni Persaflóa eftir að átök-
in hófust. í könnuninni, sem fyrr
var gerð, töldu 47 prósent að
Bandaríkjamenn ættu „að hefja
hernaðaraðgerðir gegn írökum“
ef þeir hefðu ekki kvatt herlið
sitt brott frá Kúveit er frestur
Sameinuðu þjóðanna rynni út. Þá
vildu hins vegaV 46 prósent að-
spurðra láta reyna á efnahagsað-
gerðir á hendur írökum enn um
sinn.
Eftir árásina sögðu 79 prósent
þeirra, sem könnunin náði til, að
Bandaríkjamenn hefðu gert „rétt
í því _að helja hernaðaraðgerðir
gegn írökum“, en aðeins 16 pró-
sent voru þeirrar hyggju að
Bandaríkjamenn hefðu átt að bíða
átekta eftir 15. janúar.
Umskipti á Bandaríkjaþingi
Svipuð umskipti hafa orðið á
Bandaríkjaþingi. Laugardaginn
12. janúar gekk þingheimur til
atkvæða um það hvort heimila
ætti Bush að beita herafli til að
hrekja íraka brott frá Kúveit. í
öldungadeildinni var heimildin
samþykkt með naumindum. 52
öldungadeildarþingmenn vildu
heimila valdbeitingu, en 47
greiddu atkvæði gegn því. í full-
trúadeildinni var meiri stuðningur
við tillöguna, en bar því þó síður
en svo vitni að þar stæðu þing-
menn sameinaðir að baki forset-
anum. 250 voru hlynntir henni,
en 183 andvígir.
17. janúar lýsti öldungadeildin
hins vegar yfir einróma stuðningi
við forsetann og Bandaríkjaher.
Degi síðar greiddu 399 fulltrúa-
deildarþingmenn atkvæði með
svipaðri stuðningsyfirlýsingu. Að-
eins sex voru henni andvígir og
sex sátu hjá.
Þingmenn, sem mæltu gegn
hernaðaraðgerðum, höfðu margir
lýst því yfir að þegar á hólminn
væri komið myndu þeir styðja
forsetann og standa að baki hern-
um.
Hins vegar hafa vaknað upp
raddir efasemda um að þeir þing-
menn, sem voru andvígir því að
beita hervaldi áður en átökin hóf-
ust, beiti sér nú af heilindum.
Þetta kom til dæmis í ljós þeg-
ar Edward M. Kennedy, öldunga-
deildarþingmaður frá Massachu-
setts, heimsótti hermenn í kjör-
dæmi sínu til að sýna þeim sam-
stöðu. Ýmist virtu hermennirnir
Kennedy vart viðlits eða heilsuðu
honum fálega. „Ég held að það
sé tímasóun að hann skuli koma
hingað," sagði hermaður einn.
„Við gætum verið að gera æfíng-
ar og annað, sem kemur okkur
að gagni þegar við komum á
vígstöðvarnar."
Almenningsálitið kann enn
að breytast
Eins og stendur eru flestir
Bandaríkjamenn á því að Bush
hafi gert rétt þegar hann ákvað
að beita hei-valdi. En ýmsir telja
að það geti breyst ef styijöldin
dregst á langinn. Ýmsir dálkahöf-
undar halda því fram að Banda-
ríkjamenn hafi ekki þolinmæði til
að heyja langt stríð. Mike Barnic-
le, sem skrifar fyrir dagblaðið
Boston Globe, hélt því fram á
sunnudag að Bush hefði að einu
leyti gert reginmistök. Hann hefði
greint þjóðinni frá því hvenær
stríðið ætti að hefjast, en hann
hefði gleymt að taka fram hvenær
því ætti að ljúka.
Peter Lemieuz, stjórnmála-
fræðiprófessor við Massachusetts
Institute of Technology, er þeirrar
hyggju að mannfall í Persaflóa
muni ráða úrslitum um afstöðu
Bandaríkjamanna til stríðsins. Sú
hafi verið raunin í Víetnam. Eftir
því sem fleiri bandarískir hermenn
féllu í valinn jókst andstaða þjóð-
arinnar við stríðið. Hingað til hef-
ur Bandaríkjaher neytt yfirburða
sinna í lofti og enn er ekki farið
að- beijast á jörðu niðri. Komi til
þess er viðbúið að háðar verði
mannskæðar orrustur og þá gæti
almenningsálitið snúist við að
nýju-
BÓKAMARKAÐUR V Ö K U H E L G A F E L L S
Ú'Tsn^t0* (Áítfrf
Verö jra (_
95 X
krónum r
Мnú um nokkur sértUboð:
Heim til þín ísland - eftir Tómas Guðmundsson.
Hagleiksverk Hjálmars í Bólu - eftir Kristján Eldjá
Stóra ævintvrabókin - Ólafur Bjami Guðnason þýd
Launráö í Lundúnum - eftir Ken Follett.......... 1.344,- 295,-
Paskval Dvarte og hyski hans
- í þýðingu Kristins R. Ólafssonar.............. 1.829,- 295,-
Venjulegt Tilboðs- Af-
verð verð sláttur
789,- 295,- 63%
1.349,- 295,- 78%
3.088,- 595,- 81%
1.344,- 295,- 78%
1.829,- 295,- 84%
Markaðurínn
stendurtil
20. febrúar.
VAKáí
m s
HELGAFELL
Siðumúla 6 * sími 688300