Morgunblaðið - 22.01.1991, Síða 28
Tölvur
Örtölvu-
tækni og
KÓSí
samstarf
ÖRTÖLVUTÆKNI-Tölvukaup
og tölvudeild Kristjáns Ó Skag-
fjörð skrifuðu í gær undir sam-
starfssamning um þjónustu á
þeim einmenningstölvubúnaði
sem KÓS hefur selt hér á landi
á undanförnum árum. Tölvu-
deild KÓS er að undirbúa fleiri
samstarfssamninga af þessu
tagi og þá einkum á sviði hug-
búnaðargerðar.
Kristján Ó Skagfjörð er sölu-
og þjónustuaðili Digital Equipemnt
Corp. á íslandi en DEC er eitt af
stæstu tölvufyrirtækjum heims.
Þar fyrir utan hefur KÓS selt ein-
menningstölvubúnað frá ýmsum
framleiðendum. Að sögn Bjarna
Júlíussonar, framkvæmdastjóra
tölvudeildar KÓS, eru þessir sam-
starfssamningar liður í nýrri
stefnumörkun tölvudeildar KÓS en
samkvæmt henni verður nú meg-
ináherslan lögð á sölu og þjónustu
tölvubúnaðar frá Digital en þörfum
viðskiptavina fyrirtækisins á sviði
einmenningstölvubúnaðar og hug-
búnaðargerðar verður þjónað með
nánu samstarfi við þá aðila sem
búa yfir mestri sérþekkingu á þess-
um sviðum á markaðinum.
Samstarfssamningur KÓS og
Örtölvutækni nær sérstaklega til
þjónustu á ýmsum einmenningst-
ölvubúnaði, en þar er um að ræða
búnað frá fyrirtækjum á borð við
Nokia/Ericson, Nec og Calcomp,
og er þegar afráðið að ÓT-TK taki
Nokia-búnaðinn í umboðssölu auk
þess að þjónusta búnað þennan.
Til athugunar er að ÖT-TK taki
einnig til sölu annan búnað sem
KÓS flytur inn á þessum sviðum.
Bjarni segir. Örtölvutækni hafa
orðið fyrir valinu sem samstarfsað-
ili vegna þjónustugetu fyrirtækis-
ins og þá einkanlega á sviði 3270
tenginga og einmenningstölva.
Örtölvutækni er fyrir með viðhald
og þjónustu fyrir m.a. innheimtu-
menn ríkisins og ríkisskattstjóra
vegna tenginga við SKYRR. Með
samningi þessum er Örtölvutækni
orðin einn stærsti þjónustuaðilinn
innan þessa tækniumhverfis og
forsvarsmenn fyrirtækjanna segja
samstarfssamninginn um margt
sögulegan, m.a. vegna þess að hér
sé um gamla keppinauta að ræða
sem búi yfir mikilli sérþekkingu
hvort á sínu sviði — ÖT innan ein-
menningstölva og 3270 tenginga
en KÓS í stærri tölvum og netteng-
inum þeirra.
Verslun
Sess fær einka-
leyfiáERO
HÚSGAGNAFYRIRTÆKIÐ Sess
hf. hefur nú fengið einkaleyfi á
sölu og dreifingu ERO skrif-
stofustólanna á Islandi.
Að sögn Þorsteins Gunnarssonar
hjá Sess er fimm ára ábyrgð á stól-
unum og er litaval þeirra fjöl-
breytt. Hægt er að fá stólana bólstr-
aða með íslenskum áklæðum ef vill.
Sess mun jafnframt veita alla
viðgerða- og varahlutaþjónustu fyr-
ir stólana.
MORGCNBlAPHj VIÐSIgmMVlWUÚf, ?2V JANÚAR 1991
SAMIÐ — Gamlir keppinaut-
ar vinna nú saman, f.v. Jón Kristinn
Jensson, þjónustustjóri ÖT, Heimir
Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÖT,
Bjarni Júlíusson, framkvæmdastjóri
hjá KÓS, Jóhann Þ. Jóhannsson,
þjónustustjóri KÓS, og Karl Wern-
erson, fjármálastjóri ÖT.
Morgunblaðið/RAX
KAUPÞING HF
Kringlunni 5, sími 689080
Deutsche Bank
EUROVESTA
Einn stærsti alþjóðlegi
hlutabréfasjóðurinn í Þýska-
landi. Sjóðurinn er ávaxtað-
ur með kaupum á viður-
kenndum evrópskum hluta-
bréfum t.d. í Daimler -
Benz, Siemens o.fl.
Ávöxtun í þýskum mörkum
1989: 18,3%.
Raunvextir í íslenskum kr.
1989: 35,3%.
Elgnir 28.09. 1990: Rúmir
15 milljarðar ISK.
AKKUMULA
Hlutabréfasjóður ávaxtaður
með kaupum á alþjóðlegum
hlutabréfum í t.d. bönkum
og fyrlrtækjum eins og AEG
o.fl.
Ávöxtun í þýskum mörkum
1989: 26,2%.
Raunvextir í íslenskum kr.
1989: 44,5%.
Eignir 28.09. 1990: Tæpir
6 milljarðar ISK.
DB TIGER FUND
Verðbrcfasjóður sem var
stofnaður í október 1989,
ávaxtaður með kaupum á
verðbréfum frá hinum ný-
iðnvæddu rikjum í Suðaust-
ur-Asíu eins og Hong Kong,
Singapore o.fl.
Eignir 28.09. 1990: Tæpir
5 mllljarðar ISK.
RE-INRENTA
Alþjóðlegur skuldabréfasjóð-
ur ávaxtaður með mjög
örugguin verðbrérum.
Ávöxtun i þýskum mörkum
1989: 2,8%.
Raiinvextir í íslenskum kr.
1989: 17,8%.
Innlausn þarf ekki að tilkynna með neinum fyrirvara og kostnaður kemur fram sem mismunur á
kaup- og sölugengi.
Með raunvöxtum er átt við ávöxtun sjóðs ásamt gengisbreytingum umfram hækkun
lánskjaravísitölu hér á landi. Á þessu ári eru raunvextir mun mlnni en á árinu 1989, bæði vegna
lægri ávöxtunar sjóðanna og minni gengisbreytinga.
Leitaðu nýrra tækifæra. Fáðu nánari upplýsingar og nýttu þór sérfræðiþjónustu Kaupþings tii
arðbærrar fjárfestingar á erlendum verðbréfamarkaði.
í fyrsta skipti gefst islendingum kostur á að ávaxla fé sitt
í erlendum verðbréfasjóðum.
Kaupþing hefur gert samning við Deutsche Bank um sölu á hlutdeildarskírteinum í
fjórum þýskum verðbréfasjóðum. Sjóðirnir eru í vörslu DWS, Þýska
verðbréfafélagsins (Deutsche Gesellschaft fiir Wertpapiersparen), eins af stærstu
fjárfestingarfyrirtækjum Þýskalands.
Með því að snúa þér til Kaupþings- hf. býðst þér hlutdeild í eftirtöldum sjóðum: