Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 9 Qílver sf. Smiðjuvegi 60, sími 46350 Viðurkennd VOLVO þjónusta Eitt simtal og þú ert áskrifandi að spariskírteinum ríkissjóðs Áskriftar- og þjónustusímar: 91-62 60 40 og 91-69 96 00 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA ■ 1 I>jónusUimiöstöft ríkisverftbréfa, Hverflsgötu 6,2. hæð. Síml 91-62 60 40 |Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reylq'avíkur: Uppbyggiiig og þróttmikill rekstur an skattahækkana I - segir Davíð Oddsson, borgarsfió^ Staða Reykjavíkur Fjármálastjórn stærsta sveitarfélagsins í landinu, Reykjavík, er á allt annan veg en stjórn fjármála ríkisins. Þetta kom glöggt fram í síðustu viku, þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 1991 var til fyrri umræðu. I Reykjavík heldur meirihluti sjálfstæðis- manna utan um fjármál borgarinnar og þarf ekki að auka tekju- öflun með skattheimtu. Ríkisstjórnin ræður hins vegar ekkert við fjárhag ríkisins og skattarnir hækka jafnt og þétt. í Stakstein- um í dag er gripið niður í ræðu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra, þegar hann kynnti fjárhagsáætlunina. Reykjavík og þjóðarsáttin Þegar Davíð Oddsson ræddi rekstrarútgjöld Reykjavikurborgar minntist hann á þjóðar- sáttina og sagði: „Þótt verðlag í kjölfar „þjóðarsáttar" hafi um tima reynst stöðugra en áður um langt skeið verð- ur ekki sagt að við bóum við mikið öryggi í .þeim efnum. Við höldum þó enn í vonina og í forscnd- um þess fruinvarps, sem hér er lagt fram til fyrri umræðu, er gert ráð fyr- ir hóflegurn hækkunum. Enginn skyldi þó ganga þess dulinn, að hér er teflt á tæpasta vað. Reykjavíkurborg hefur lagt sitt af mörkum og gott betur til þess, að „þjóðarsáttin" gæti hald- ist, þrátt fyrir stór orð ríkisstjómarinnar og talsmanna hennar um amiað. Það var svo sem ekki við öðru að bóast af þessari ríkisstjórn en að hón reyndi að snóa sig ót ór sjálfskaparvíti óstjómar með blekking- arhjali um, að öðrum væri uin að kenna, hvem- ig komið, og þar áttu sveitarfélögin að gegna hlutverki skórksins í spil- inu. Þetta hefði heldur ekki komið að sök, ef ábyrgir aðilar vinnu- markaðarins hefðu ekki um tima látið blckkjast og gengið erinda ríkis- stjómarinnar að nauð- synjalausu í þeirri tró, að sveitarfélögin í landinu sæju sér hag í því að sáttargjörðinni frá því í febróar í fyrra yrði spillt. Hvað Reykjavíkurborg varðar skal það aðeins áréttað, að álagningar- hlutfall ótsvars hefur ekki verið hækkað síðan staðgreiðsla var tekin upp og verður ekki hækkað á þessu kjörtímabili. Haldið hef- ur verið aftur af öllum gjaldskrárhækkunmn stofnana og fyrirtækja borgarinnar eins og frek- ast er kostur, langt um- fram það, sem talið er eðlilegt, meðal annars af ríkissljórninni. Hón legg- ur beinlinis höfuðáherslu á það í síðasta frumvarpi sínu til Ijárlaga, að not- endur opinberrar þjón- ustu standi í aukiium mæli undir kostnaðinum af hemd.“ Reykjavík og- alþjóðlegt um- hverfi I ræðu sinni vék Davíð Oddsson að samrunaþró- uninni í Evrópu og stöðu höfuðborga. Hami sagði meðal annars: „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að vaxandi samvimia Evrópuríkja hefur þegar haft mikil áhrif hér á landi sem og annars stað- ar á Norðurlöndum. Það er aftur á móti ekki víst, að öllum sé kumiugt um, hver áhrif þessi þróun hefur haft á viðhorf Norðurlandabóa í at- vinnu- og byggðamálum upp á síðkastið, en þau vom einmitt til umræðu á sameiginlegum fundi fulltróa höfuðborga Norðurlanda í byqun desember. Þar kom mjög skýrt fram, að Norður- landaþjóðimar, að Dön- um meðtöldum, töldu sig vera á jaðarsvæði evróp- skrar efnahagssamvinnu og eiga í vök að veijast í samkeppninni á evr- ópskum mörkuðum. Straumur fyrirtækja, fólks og fjármagns lægi suður um Þýskaland og Frakkland og höfuðborg- ir Norðurlanda væm þegar faraar að gjalda þessarar þróunar eins og ráða mætti af fiistningi bækistöðva öfiugra fyrir- tækja og ýmissar starf- senii til vaxtarsvæðaima kringum London, Miinchen, Lyon og víðar. Af þessurn ástæðum væri það brýnna en nokkru sinni að fá ríkisstjómir Norðurlanda ofan af því að hygla dreifbýli á kostnað þéttbýlisins, og þá ekki sist höfuðborg- anna og þéttbýlisins í grennd við þær... Af hálfu Reykjavíkur- borgar hefur því hins- vegar lengi verið haldið fram, að þéttbýlið í Reykjavík og nágrenni styrki landsmeim alla og sé hinn raunverulegi átakspunktur landsins í togstreitunni um fólk, fyrirtæki og Qármagn í samkeppninni við ótlönd. Um þetta snýst hin sam- eiginlega ályktun, _ og hafi Stokkhólmur, Ósló, Helsinki og Kaupmanna- höfn,fyrir hönd þjóða sinna, áhyggjur af smæð sinni í þessari sam- keppni, hvaða máli gegn- ir þá um okkur hér? A höfuðborgarsvæði bóa nó tæplega 145.000 maims, þar af tæplega 98.000 í Reykjavík, en borgarbóum hefur fjölg- að um nálega 14 þósund síðan 1980 og íbúum höf- uðborgarsvæðisins fjölg- aði um samtals 23 þúsund á sama tíma. Þetta er vissulega mikil Qölgun á íslenskan mælikvarða og margir bera sig illa und- an fólksflóttanuin af landsbyggðinni eins og það er kallað. En hvert halda menn, að fólkið hefði farið, ef ekki nyti öflugs þéttbýlis á höfuð- borgarsvæði með þeirri fjölbreytni, sem ekki væri ella völ á innan- lands? Svari því hver sem vill, en skemmst er að minnast þess, að þrátt fyrir þá fjölbreytni, sem hér er, hafa umtalsvert fleiri fiuttst til útlanda en komið hafa heim til Iandsins síðustu tvö árin. Vafalaust má að ein- hveiju leyti rekja það til rýmandi launakjara, en það má mikið vera, ef samkeppnin um hæft fólk og fjölbreytt starfs- tækifæri þess í útiöndum em ekki farin að segja til sín hér sem annars staðar á Norðurlöndum." ERLENDIR VÍSITÖLUSJÓÐIR Fjárfestið í helstu kauphöllum heimsins með VEB VIB býður nú viöskiptavinum sínum og öðrum fjárfestum að taka þátt í ávöxtun hlutabréfa í helstu kauphöllum heimsins í gegnum Verðbréfasjóði VÍB. Erlendar eignir nýrra Sjóðsbréfa eru ávaxtaðar í hlutabréfum erlendra fyrirtækja með því sem næst sama vægi og fyrirtækin hafa í' * hlutabréfavísitölum á viðkomandi markaði. Sjóðir sem þessir nefnast vísitölusjóðir. Þegar er hafm sala á • Þýskalandssjóði og Evrópusjóði en síðar verða í boði Bretlandssjóður og Ameríkusjóður. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.