Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1991
„Ef simdur skipt er lögunum,
þá mun og sundur skipt friðnum“
eftirJón Sigurðsson
Hernaðaraðgerðir samheijaríkj-
anna við Persaflóa, sem hófust með
loftárásum á írak aðfaranótt síðast-
liðins fimmtudags, eru okkur öllum
harmsefni, sem höfum í lengstu lög
vonað að friðsamleg lausn fyndist
á deilunni fyrir 15. janúar. Eftir
að sýnt var að íraksforseti myndi
hafa að engu ítrekaðar áskoranir
samfélags þjóðanna um að draga
hernámslið sitt frá Kúvæt í sam-
ræmi við ályktanir öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna varð styrjöld
hins vegar ekki umflúin, með öllum
þeim hræðilegu afleiðingum sem
hún hefur.
í opinberum umræðum hér á
landi undanfarna daga hefur verið
fullyrt að aðgerðir þær-f-Sem sam-
heijaríkin tuttugu og átta hafa tek-
ist á hendur til að hrekja herlið
Iraka frá Kúvæt, séu ekki fram-
kvæmdar í nafni Sameinuðu þjóð-
anna og stríðsreksturinn sem slíkur
Sameinuðu þjóðunum óviðkomandi.
Hér er um alvarlegan misskilning
að ræða. Hernaðaraðgerðir sam-
heijaríkjanna við Persaflóa eru ekki
einungis í fyilsta samræmi við sátt-
mála hinna Sameinuðu þjóða heldur
er þeim beinlínis hrundið í fram-
kvæmd til fullnustu ályktana ör-
yggisráðsins um skilyrðislausan
brottflutning herliðs íraka frá Kú-
væt og endurheimt sjálfstæði lands-
ins.
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna
í sáttmála Sameinuðú þjóðanna
er að finna skýlaus ákvæði um
heimild öryggisráðsins til að úr-
skurða hvort fyrir hendi sé ófriðar-
hætta, friðrof eða árás og skal þá
gera tillögur um, eða ákveða hvaða
ráðstafanir skuli gerðar til að koma
á aftur. heimsfriði og öryggi.
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna
gefur færi á ýmsum leiðum til þess
að hrinda í framkvæmd ályktunum
öryggisráðsins. Framkvæmdin þarf
ekki nauðsynlega að vera í höndum
ráðsins sjálfs. Öryggisráðið getur
einfaldlega farið fram á það við
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að
þau veiti þann stuðning sem nauð-
synlegur er til að framfylgja álykt-
unum ráðsins. Það er þetta sem
öryggisráðið hefur _ gert varðandi
innrás og hernám íraks í Kúvæt.
Aðgerðir samheijaríkjanna nú eru
byggðar á ályktunum öryggisráðs-
ins og ákvæðum sáttmálans um
rétt ríkja til sjálfsvarnar.
Þegar litið er yfir ítrekaðar til-
raunir Sameinuðu þjóðanna til að
leysa deiluna við Persaflóa með frið-
samlegum hætti allt frá 2. ágúst
1990, þegar íraksher réðst inn í
Kúvæt, sést glöggt að samtökin
hafa reynt til hins ítrasta að koma
í veg fyrir vopnuð átök á svæðinu.
Alyktanir öryggisráðsins
Öryggisráðið hefur á undanförn-
um mánuðum samþykkt tólf álykt-
anir um Irak-Kuvæt málið. Þessar
ályktanir eru:
1. Ályktun 660 (2. ágúst 1990),
þar sem innrásin er fordæmd og
þess krafist að írak dragi herlið
sitt þegar í stað og án skilyrða frá
Kúvæt.
2. Ályktun 661 (6. ágúst 1990)
um viðskiptabann á Irak og Kúvæt.
3. Ályktun 662 (9. ágút 1990),
þar sem innlimun Iraks á Kúvæt
er lýst ólögleg og ógild.
4. Ályktun 664 (18. ágúst 1990),
þar sem þess er krafist að erlendum
ríkisborgurum verði fijálst að fara
frá Kúvæt og öryggi þeirra verði
tryggt.
5. Ályktun 665 (25. ágúst 1990),
um hafnbann á írak.
6. Ályktun 666 (13. september
1990), um sendingu matvæla til
Iraks og Kúvæt í mannúðarskyni.
7. Ályktun 667 (16. september
Jón Sigurðsson
„Sagan sýnir að and-
varaleysi og undanláts-
semi gagnvart yfir-
gangi og útþenslu-
stefnu ofbeldishneigðra
einræðisherra hefur
leitt ógæfu yfir heim-
inn.“
1990), um lokun sendiráða í Kú-
væt, vernd stjórnarerindreka og
annarra erlendra ríkisborgara og
frelsi þeirra til að yfirgefa landið.
8. Alyktun 669 (24. september
1990), um umboð nefndar, sem
sett var á laggirnar með ályktun
661 um viðskiptabann á írak og
Kúvæt.
9. Ályktun 670 (25; september
1990) um flugbann á írak og Kú-
væt.
10. Ályktun 674 (29. október
1990), þar sem þess er krafist að
írakar láti án tafar af gíslatöku,
gripdeildum og valdbeitingu gagn-
vart útlendum ríkisborgurum og
íbúm Kúvæt.
11. Ályktun 677 (28. nóvember
1990), _þar sem fordæmdar eru að-
gerðir Iraka til að hafa áhrif á sam-
setningu kúvæsku þjóðarinnar með
tilflutningum fólks og eyðileggingu
þjóðskrár lögmætra stjórnvalda í
landinu.
12. Ályktun 678 (29. nóvember
19909, þar sem aðildarríkjum er
veitt heimild, í pamstarfi við lögmæt
stjórnvöld í Kuvæt, til að grípa til
allra nauðsynlegra aðgerða til fulln-
ustu ályktunar 660 (2. ágúst 1990),
hafi írak ekki orðið við tilmælum
öryggsráðsins í ofangreindum
ályktunum fyrir 15. janúar 1991.
í þessum tólf ályktunum er ítrek-
að lýst þeim ásetningi ráðsins að
bijóta á bak aftur innrás og hernám
Irak á Kúvæt og endurheimta full-
veldi og sjálfstæði landsins.
Við umræður um síðustu álykt-
unina (678) var öllum ljóst að
vopnavaldi kynni að verða beitt sem
neyðrúrræði ef írak virti ekki frest-
inn sem settur var til 15. ianúar
1991.
Ákvörðun samherjaríkjanna
Eins og ályktanaskráin ber með
sér markaði heimiid öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna til hernaðar-
aðgerða við Persaflóa aðeins síðasta
skrefið í þrotlausri viðleitni samtak-
anna í meira en fimm mánuði til
að afstýra frekari ófriði- við Persa-
fóla. Tilraunir þessar voru gerðar.
um leið og ijölmörg ríki og samtök,
þar á meðal Evrópubandalagið,
Norðurlönd og Frakkland reyndu
hvað þau gátu til að stilla til frið-
ar. En allt kom fyrir ekki. Því tóku
samheijaríkin ákvörðun um að
hefja hernaðaraðgerðir gegn her-
námsliði íraks í Kúvæt og var það
gert með heimild Sameinuðu þjóð-
anna og beinlínis til að framkvæma
ályktanir öryggisráðsins.
Auk þess að veita aðildarríkjun-
um sem störfuðu með stjórn Kúvæt
heimild til allra nauðsynlegra að-
gerða, þar með taldar hernaðarað-
gerðir, fór öryggisráðið fram á að
öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna
veittu stuðning til að hrinda nauð-
synlegum aðgerðum í framkvæmd,
m.ö.o. að bijóta á bak aftur hernám
íraka í Kúvæt. Því ákalli var sinnt
af samheijaríkjunum 28.
Einstök aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna, þ. á m. ísland, eru ekki
skuldbundin til að taka þátt í hern-
aðaraðgerðum við Persaflóa. Hins
vegar hefur ísland, eins og önnur
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna,
skuldbundið sig til að „fallast á og
framkvæma ákvarðanir öryggis-
ráðsins". Fréttatilkynning utanrík-
isráðherra um málið frá 17. janúar
sl. er í samræmi við skuldbindingar
íslands innan Sameinuðu þjóðanna,
en þar segir meðal annars: „Að-
gerðir þær, sem samheijaríkin
gripu til síðastliðna nótt, voru óhjá-
kvæmilegar, til þess að standa við
ályktanir öryggisráðs Sameinuðu
þjóða'nna í þeim tilgangi að hrinda
innrás írakshers og endurheimta
sjálfstæði Kúvæts".
Ályktanir öryggisráðsins varð-
andi innrás íraks í Kúvæt hafa
verið kynntar og ræddar í ríkis-
stjórn Islands og utanríkismála-
nefnd Alþingis og um þær hefur
ríkt einhugur hér á landi. íslending-
ar eru ekki styijaldaraðilar, — eru
ekki í hópi samheijaríkjanna 28 —
en þeir eru bundnir af ályktunum
öryggisráðsins sem samheijaríkin
hafa nú neyðst til að. framkvæma
með vopnavaldi.
Tilveruréttur smáþjóða
Það er afar mikilvægt að
óvenjuvíðtæk samstaða náðist inn-
MEÐAL ANNARRA ORÐA
MEÐ SORG í HJARTA
eftir Njörð
P. Njarðvík
Þegar þetta er ritað að morgni
fimmtudags 17. janúar, eru aðeins
liðnar fáeinar klukkustundir frá
árás á írak, og ég veit ekki hvern-
ig umhorfs verður þegar greinin
birtist. Á þessari morgunstundu
grefur óheillafregn næturinnar
sig djúpt í vitundina, og ég þykist
þess fullviss að allar hugsandi
manneskjur beri sorg í hjarta. Enn
einu sinni hafa vopn tekið völd,
og í vopnavaldi felst uppgjöf
mannlegrar skynsemi.
Hve undarlega fljótt sveiflast
gleði til sorgar og von til ótta.
Ekki er langt síðan við sáum
múra ofríkis og kúgunar hrynja
og fólk ganga fram fijálst þar sem
það var áður skotið. Við sáum
áratuga valdaklíku hrynja líkt og
af sjálfu sér og ofsótta menn velj-
ast til leiðtoga vaknandi þjóða.
Enn skemmra er síðan við sáum
lýst yfir endalokum kalda
stríðsins. Fyrrverandi fjandmenn
tókust í hendur í tákni eindrægni
og framtíðarfriðar. Við horfum á
þetta gerast þakklátum huga,
lítum fram til bjartra tíma og
hugsum: loksins fær mannleg
skynsemi að ráða. í dag sjáum
við ofbeldið taka völd af skynsem-
inni fyrir botni Persaflóa og á
ströndum Eystrasaits. Óg við
hljótum að spyija okkur: hvernig
getur sh'kt gerst?
Grímulaust ofbeldi
. Það er mikil og barnaleg ein-
földun að ætla að skipta heiminum
í svart og hvítt, þar sem allt er
gott annars vegar og allt illt hins
vegar. Það er líka barnaskapur
að halda að máttug herveldi beij-
ist af hugsjón. Það er ekki til siðs
að vitna mikið í Adolf Hitler, en
hann mun hafa sagt einhvers
staðar að stórveldi ættu sér ekki
siðferði, einungis hagsmuni. í
valdhroka sfnum hefur hann trú-
lega flutt okkur þann sannleika í
þessum orðum, að stórveldi hafi
svo mikilla hagsmuna að gæta,
að það geti engan veginn látið
siðferði standa í vegi fyrir sér.
Hinn veiki skal víkja fyrir hinum
sterka, smáþjóð fyrir stórþjóð, hið
hráa afl máttarins skal gilda, lög-
mál frumskógarins. Sem er and-
stæða siðferðis, skynsemi, sann-
girni og réttlætis.
Bandaríska vikuritið The New
Yorker skýrir frá því 19. nóvem-
ber, að þegar mótmælendur
stríðsæsinga hafi hrópað ,að þeir
viiji ekki láta blóð fyrir olíu, þá
hafi forseti Bandaríkjanna svarað
að deilan snerist ekki um olíu,
heldur grímulaust ofbeldi (naked
aggression). Og blaðið bætir við:
— rétt eins og Bandaríkjamenn
hafi samþykkt að beijast og láta
líf sitt í hvert sinn sem eitthvert
ríki ræðst á annað einhvers staðar
í heiminum.
Það er nú það. Við vitum mæta-
vel að það er ekki sama hver beit-
ir ofbeldinu. Og við vitum líka vel
að Bandaríkjamenn hafa sjálfir
hvað eftir annað farið með herlið
inn í nágrannaríki sín í suðri og
beitt þar „grímulausu ofbeldi".
Sovétmenn réðust inn í Ungveija-
land, Tékkóslóvakíu og Afganist-
an án þess a_ð nokkur hreyfði
hönd né fót. ísraelar beita Pa-
lestínumenn grímulausu ofbeldi,
limlestingum og pyndingum. Eng-
inn skiptir sér af því. Ofe þessi
upptalning gæti orðið ærið löng
ef skyggnst er um heim allan frá
lokum síðari heimsstyijaldar.
Hagsmunir ráða
Ég er ekki að halda uppi vörn-
um fyrir Saddam Hussein, síður
en svo. Hann veður fram í ofbeldi
og yfirgangi í þeirri trú að hann
komist upp með það og kúgar
sína eigin þjóð til að lúta persónu-
legum vilja sínum og þjóna sínum
eigin stórveldisdraumum. En ég
vil ekki láta segja mér að stórveld-
in snúist gegn honum af ein-
skærri umhyggju fyrir Kúveit.
Var ríkið Kúveit ekki búið til af
stórveldum eins og raunar fleiri
ríki á þessu svæði? Og varla er
ástæða til að stofna til styijaldar
í þeim tilgangi einum að koma
fyrrverandi stjórnarherrum í Kú-
veit aftur til valda. Ekki ríkti þar
nein réttlát lýðræðisstjórn (og
hvar er lýðræðið að finna í araba-
heiminum?). Saddam Hussein rak
sig einfaldlega á hagsmuni stór-
velda: olíuna. Ég er því miður
hræddur um að Saddam Hussein
hefði komist upp með að leggja
undir sig Kúveit ef þar hefði eng-
in olía verið, rétt eins og hann
kemst upp með það ásamt Tyrkj-
um og Irönum að kúga Kúrda.
Og þá vaknar sú spurning hvað
gerst hefði, ef ríkl vinveitt vestur-
veldum hefði lagt undir sig Kú-
veit, t.d. Saudi-Arabía. Hefði þá
verið farið í stríð? Svari því hver
fyrir sig. En því miður er ég
hræddur um að hagsmunir haldi
áfram að ganga fyrir siðferði í
afskiptum stórvelda af framvindu
heimsmála.
Engir hagsmunaárekstrar?
Saddam Hussein taldi að Kú-
veit tilheyrði írak með réttu og
Gorbatsjov telur að Eystrasalts-
ríkin tilheyri Sovétríkjunum með
réttu, þótt þau hafi lýst yfir sjálf-
stæði sínu og verið innlimuð í það
fyrrum volduga ríki með „grímu-
lausu ofbeldi" hervalds á fölskum
og ólöglegum forsendum. Þar
ræður ekki sjálfsákvörðunarréttur
smáþjóða, heldur hagsmunir stór-
veldis. Sovétmenn vilja áreiðan-
lega ekki missa hafnaðstöðu sína
við Eystrasalt í þessum ríkjum,
og því á fyrra ofbeldi þeirra að
réttlæta núverandi ofbeldi. Með
ofbeldi skuiu þessar þjóðir tilheyra
ríkjasambandi Sovétríkjanna. Og
handhafi friðarverðlauna Nóbels
ber ábyrgð á því að skriðdrekar
‘murki Iífið úr vopnlausu fólki und-
ir beltum sínum. Sami maður og
lyfti hrammi rússneska bjarnarins
af ríkjum Austur-Evrópu og lét
þau laus, samþykkti meira að
segja sameiningu sem fáir bjugg-
ust við að gerðist á þessari öld.
Hvers vegna í ósköpunum? Er það
vegna þess að hagsmunir stór-
veldis ráði för jafnvel óháð leið-
toga sínum? Vitum við hver
stjórnar hervaldi Rússa um þessar
mundir? Mega þeir kúga þjóðir
Eistlands, Lettlands og Litháens?
Er það kannski af því að önnur
stórveldi hafa þar engra hags-
muna að gæta?
Rússneska skáldið Jevtúsjenkó
segir í viðtali í síðasta hefti News-
week, að menn sýni veikleika í
hvert skipti sem þeir grípi til
vopnavalds (hvort sem það gildir
einnig við Persaflóa). Sá veikleiki
er þá væntanlega að Rússar geti
ekki stjórnað Eystrasaltsríkjunum
án hervalds. Hins vegar skilja
þeir ekki að þeir eiga alls ekki
að stjórna þessum ríkjum. Það er
hinn raunverulegi veildeiki þeirra
— skortur á siðferði sem heims-
veldi á ekki til.
Á þessum sorgardegi horfum
við á menn ætla að tryggja frið
með stríði og réttlæti með of-
beldi. En hvorugt verður tryggt
án gagnkvæms skilnings allra
manna sem byggist á siðferði. Því
skulum við taka undir með Jó-
hannesi úr Kötlum: Horfumst í
- augu gegnum ’ ijarlægðirnar/
horfumst í augu gegnum aldirnar/
biðjum um frið.
Ilöfundiir er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Iláskóln Islnnds.