Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1991 Myrkir músíkdag'ar: Ahersla á franska og íslenska nútímatónlist TÓN SKÁLD AFÉL AG íslands gengst fyrir Myrkum músíkdög- um í Reykjavík dagana 9,- 16. fe- brúar. Níu tónleikar, innlendra og erlendra tónlistarmanna, verða á dagskrá hátíðarinnar sem haldin er í samvinnu við franska menn- ingarmálaráðuneytið, Symfóníu- hljómsveit íslands og Kammer- sveit Reykjavíkur. Sérstök áhersla verður lögð á franska og íslenska -*■ nútímatónlist en meðal flytjenda eru Edda Erlendsdóttir, píanóleik- ari, Manuela Wiesler, flautuleik- ari, Roger Carlsson, slagverks- leikari, og Elisíibeth Chojnacka, semballeikari. Frumflutt verða verk sjö íslenskra tónskálda. steinsson, Kristinn Sigmundsson, Hamrahlíðakórinn og Symfóníu- hljómsveit íslands. Lokatónleikar Myrkra músíkdaga verða í íslensku óperunni laugardaginn 16. febrúr. Þar leikur Elisabeth Chojnacka sembalverk. Að sögn Arnar Óskarssonar, framkvæmdastjóra Myrkra músik- daga, hefur dagskráin aldrei verið jafn stór í sniðum og nú og benti hann á að allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi í dag- skránni. Myrkir rhúsikdagar væru kjörinn vettvangur til að kynnast því nýjasta í tónlistarheiminum í dag. ■ Morgunblaðið/Árni Sæberg Lengst til vinstri á myndinni er Orn Óskarsson, framkvæmdasljóri Myrkra músíkdaga, næstur honum situr Hjálmar H. Ragnarsson, formaður Tónskáldafélags íslands, þá Karólína Eiríksdóttir og Leifur Þórarinsson úr stjórn félagsins. Lágmarksverð á rækju lækkar um 5-11%: Lækkun á lágmarksverði breyt- ir í rauninni engu fyrir okkur - segir Omar Karlsson skipsljóri á rækjubátnum Haferni HU „ÞESSI lækkun á lágmarksverði rækju núna breytir í rauninni engu fyrir okkur, þar sem þetta nýja lágmarksverð er það verð, sem við höfum fengið á Hvammstanga í allan vetur," segir Ómár Karlsson, skipstjóri á rækjubátnum Haferni HU, sem veiðir rækju í Húnaflóa og landar henni hjá Meleyri hf. á Hvammstanga. Á fundi Verðlagsr- áðs sjávarútvegsins á miðvikudag varð samkomulag milli fulltrúa sjómanna, útgerðarmanna og kaupenda um 5-11% lækkun á lág- marksverði rækju, að sögn Lárusar Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Nýja verðið gildir frá og með 16. þessa mánaðar til 28. febrúar nk. Hjálmar H. Ragnarsson, formað- ur Tónskáldafélags íslands, sagði á blaðamannafundi um Myrka músíkdaga að tilgangur þeirra hefði frá upphafi verið að veita sólarljósi inn í líf fólks í svartasta skammdeginu. Á því væri ekki síst þörf á tímum styijalda og náttúru- hamfara. Hann benti á að hátíðin væri að þessu sinni haldin í sam- vinnu við franska menningarmála- ráðuneytið og sagði að áhersla yrði lögð á að kynna ný tónverk og færa hljóðfæraleikara. Opnunartónleikar Myrkra músikdaga verða í Áskirkju laugar- daginn 9. febrúar klukkan 17.00 þar sem Reykjavíkurkvartettinn leikur verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- björnsson og Karólínu Eiríksdóttur. A sama tíma daginn eftir leikur Edda Erlendsdóttir verk eftir inn- _*enda og erlenda höfunda í íslensku Óperunni og mánudaginn 11. fe- brúar leikur sveit sem kallar sig Caput tónlist eftir-Iannis Xenakis, Jónas Tómasson, Lárus H. Gríms- son og Kaiju Saariaho á sama stað. Tónleikar Manuelu Wiesler verða í íslensku Óperunni 12. febrúar klukkan 20.00. Á tónleikunum leik- ur Manuela meðal annars verk eft- ir Kjartan Ólafsson, André Jolivet og Kaiju Saariaho. Næstir eru tónleikar franska strengjasextettsins Le sextuor á cordes de Lille. Tónleikarnir verða haldnir í íslensku Óperunni 13. febrúar klukkan 20.00. Þá leikur Kammersveit Reykjavíkur verk eft- __rír Jón Nordal í Langholtskirkju fimmtudaginn 14. febrúar klukkan 20.00 en daginn eftir klukkan 17.00 í Norræna húsinu mun Atli Heimir Sveinsson halda fyrirlestur um óperu sína Víkivaki sem sýnd var í sjónvarpinu um síðastliðna páska. Föstudaginn 15. febrúar klukkan 20.00 verða svo slagverks- tónleikar Roger Carlsson á Kjarv- alsstöðum. Leikin verða verk eftir Iannis Xenakis, Per Norgárd og frumflutt verk eftir Áskel Másson. Stærstu tónleikarnir verða í Háskólabíói laugardaginn 16. fe- brúar klukkan 14.00 þar sem flutt verða verk eftir Iannis Xenakis, N’C. Thien Dao og Hróðmar Sigur- björnsson. Flytjendur eru einsöngv- ararnir Signý Sæmundsdóttir, Jó- hanna Þórhallsdóttir, Jón Þor- Ómar Karlsson segir að rækju- verksmiðjur við vestanverðan Húnaflóa hafi neitað að greiða Iág- marksverð fyrir innfjarðarækjuna í byrjun þessarar vertíðar. „Við höfum nánast verið 1 með þetta nýja lágmarksverð og höfðum ekki efni á því að neita því, þar sem við megum ekki selja rækjuna þar sem við getum fengið hæsta verðið fyrir hana,“ segir Ómar. „Rækjuverksmiðjan á Hólmavík neitaði í vertíðarbyrjun í nóvember að greiða lágmarksverð fyrir rækj- una en hún gerir það núna vegna þess að sjómenn á Hólmavík neit- uðu að róa fyrir lægra verð. Þá greiddu verksmiðjurnar á Blöndu- ósi og Skagaströnd enn lægra verð fyrir rækjuna í nóvember síðast- liðnum en verksmiðjan á Hvamm- stanga.“ Ásgeir Blöndal, skipstjóri á Húna HU, sem veiðir einnig rækju í Húnaflóa en landar henni á Blönduósi, segir að þar hafi verið greitt lágmarksverð fyrir rækju undanfarið. „Mér líst illa á þessa verðlækkun á rækju núna,“ segir Ásgeir. Ömar Karlsson segir að rækju- kvótinn í Húnaflóa sé 2 þúsund tonn á þessari vertíð, eða 700 tonn- um meiri en á síðustu vertíð, auk þess sem rækjan sé stærri nú en þá. Ómar segir að lágmarksverð rækju hafi lækkað um 5% í haust. „Við veiddum 75 tonn af rækju í fyrra fyrir 6,4 milljónir en veiðum 90 tonn núna fyrir um 5,5 milljón- ir. Við fengum tæplega 64 króna meðalverð fyrir rækjuna fyrir þessi áramót en menn fengu tvöfait þorskverð fyrir rækjuna fyrir nokkrum árum,“ upplýsir Ómar. Hann segir að innfjarðarækjan sé smærri en úthafsrækjan og rækjuverksmiðjurnar yfirborgi allt- af úthafsrækjuna. „Verksmiðjurn- ar hafa álltaf greitt sama verð fyr- ir djúprækjuna, sama hve smá hún er og ég hef heyrt að greiddar hafi verið allt að 120 l<rónur fyrir kílóið af henni,“ segir Ómar Karls- son. „Við höfum gert samning um kaup á rækjuverksmiðju, sem var starfrækt í eitt sumar fyrir nokkr- um árum á Patreksfirði. Þessi verk- smiðja hefur vinnsluleyfi en hún verður ekki starfrækt hér á þess- ari vertíð,“ segir Jakob Kristinsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar hf. á Bíldudal, en þar hefur einung- is verið starfrækt ein rækjuverk- smiðja, Rækjuver hf. Tólf bátar hafa veitt rækju í Afnarfirði en þrír þeirra hafa selt aflann til ísafjarðar, til dæmis Ýmir BA. Sindri Björnsson, skip- stjóri á Ými, segist ekki hafa viljað gera samning við Rækjuver um að landa öllum rækjuafla Ýmis hjá Rækjuveri á þessari vertíð fyrir lágmarksverð Verðlagsráðs. „Rækjuver bjó til löndunarsamn- ing, sem við áttum að skrifa undir þegjandi og hljóðalaust í haust. Þrír rækjubátar hér mótmæltu því hins vegar og þá var þessari einok- un aflétt, þannig að við gátum flutt rækjuna burtu,“ segir Sindri. Hann segist fá lágmarksverð Verðlags- ráðs fyrir rækjuna, sem hann selur til Isafjarðar og því lítist honum illa á þessa lækkun á lágmarks- verðinu núna. „Við róum áfram á —y gamla rækjuverðinu“ „Við róum áfram á gamla rækju- verðinu,“ segir Gunnar Karl Garð- arsson, skipstjóri á Jörundi Bjarna- syni BA, sem veiðir rækju í Árnar- firði og selur hana Rækjuveri. „Ég veit hins vegar ekki hve lengi við fáum þetta verð greitt," segir Gunnar Karl. Hann segir að rækjukýótinn í Arnarfirði sé 700 tonn á þessari vertíð, eða 100 tonn- um meiri en á síðustu vertíð. Rækj- an í Arnarfirðinum sé aftur á móti miklu stærri en rækjan í ísafjarðar- djúpi. Markaðsverð á rækju hefur lækkað síðustu 6 mánuði um 20% að minnsta kosti og er afurðaverð- ið nú, einkum á smæstu rækjunni, í engu samræmi við verð á rækju upp úr sjó, að sögn Lárusar Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Hann segir að tekjur framleiðenda hafi einnig minnkað vegna þess að greiðslum af innstæðum þeirra úr Verðjöfnunarsjóði hafi verið hætt, þar sem innstæðurnar séu tæmdar. Lárus upplýsir að samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar hafi tap rækjuvinnslunnar verið 18% í októ- ber og hún verði áfram rekin með tapi, þrátt fyrir þessa lækkun á Verðlagsráðsverðinu. „Þetta sam- komulag var af hálfu fulltrúa Fé- lags rækju- og hörpudiskframleið- enda gert til skamms tíma, fyrst og fremst með það að markmiði að staða vinnslunnar verði tekin út á næstu vikum og leitað leiða til að koma í veg fyrir rekstrar- stöðvun hennar,“ segir Lárus. Hann segir að framleiðsluverð- mæti pillaðrar rækju sé talið verða 4 til 5 milljarðar á þessu ári, en framleiðsluverðmæti pillaðrar rækju hafi verið um 3,7 milljarðar í fyrra. Úthafsrækjukvótinn verði um 28 þúsund tonn í ár, eða um 5 þúsund tonnum meiri en í fyrra. Þá sé útlitið gott varðandi veiðar á innfjarðarækju, en hún sé smá og því fáist lágt verð fyrir hana. Lárus segir að stærðarflokkum á rækju hafi verið breytt til að hvetja menn til að veiða stóra rækju. Lágmarksverð á óskelflettri rækju í vinnsluhæfu ástandi, er nú 77 krónur fyrir 200 stykki og færri í kílói en sá flokkur er nýr. Lág- marksverð fyrir 201-230 stykki í kílói er nú 73 krónur en 64 krónur fyrir 231-290 stykki í kílói, 58 krónur fyrir 291-350 stykki í kílói og 28 krónur fyrir undirmálsrækju, 351 stykki og fleiri í kílói. Afhend- ingarákvæði eru hins vegar óbreytt. -------------- Stykkishólmur: Góðir gestir í heimsókn Verslunarráð Islands varar sveitarstjórnir við hækkun álagna: HÓLMARAR fengu góða gesti úr Húnavatnssýslu í heimsókn sl. sunnudag. Atvinnureksturimi þolir ekki hærri gjöld VERSLUNARRÁÐ íslands hefur ritað sveitarstjórnum stærri sveitar- félaga bréf, þar sem varað er eindregið við að hækka álögur á fyrir- tæki við gerð fjárhagsáætlana fyrir yfirstandandi ár. „Atvinnurekst- urinn þolir ekki hærri gjöld,“ segir í bréfinu. Verslunarráð vekur í bréfinu sér- staka athygli á að fasteignagjöld fyrirtækja utan Reykjavíkur hækk- uðu almennt á síðasta ári, þar sem þá var tekin upp viðmiðun við fast- eignaverð í Reykjavík við ákvörðun gjaldstofns. Ennfremur er bent á að 12% hækkun fasteignamats milli ára sé „tæpast í samræmi við al- menna verðþróun á atvinnuhús- næði, alla vega ekki þeim eignum sem keyptar hafa verið á nauðung- aruppboðum í kjölfar gjaldþrota fyrirtækja." Þá er rætt um nýtt gjald, sorp- eyðingargjald, sem hafi komið inn í fjárhagsáætlanir ýmissa sveitarfé- laga við gerð þeirra nú. „Verslunar- ráð telur óeðlilegt að leggja slíkt gjald á fyrirtæki án þess að fast- eign'askattur lækki á móti. Má benda á að Reykjavíkurborg hefur þann hátt á,“ segii1 í bréfinu. Bent er á að nú sé þriðja sam- dráttarárið í röð í atvinnulífinu. „Fasteignagjöld og önnur gjöld á atvinnuhúsnæði eru því sérstaklega íþyngjandi fyrir atvinnureksturinn eins og nú er ástatt og hefur Versl- unarráð þegar farið fram á það við Reykjavíkurborg að hún lækki þau ef nokkur kostur er. Verslunarráð hveturöll sveitarfé- lög til þess að lækka fasteignagjöld og þá ekki síst þau sem hafa hækk- að álögur á fyrirtæki á núverandi samdráttartíma í atvinnulífinu og mótmælir sérstaklega áformum um að nota sorpeyðingargjald til þess að íþyngja atvinnurekstrinum," segir í bréfinu til sveitarfélaganna. Það var sóknarpresturinn, séra Kristján Björsson úr Breiðaból- staðarsókn og kirkjukórinn á Hvammstanga ásamt söngstjóra sínum og stjórnanda, Helga Ólafs- syni. Flutti Kristján stólræðu en guðþjónustuana önnuðust þeir báðir, sóknarprestarnir, Kristján og séra Gísli Kolbeins. Á eftir bauð kirkjukórinn í Stykkishólmi komumönnum öllum til kaffisamsætis. Veður var eitt hið fegursta sem komið hefur hér frá áramótum og viðraði því vel til ferðalaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.