Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 18
18 GI Saddam í felum og óvissa um getu hans til að stjórna London. Daily Telegraph, Reuter. HVAR er Saddam Hussein niður- kominn? Þessarar spurningar spyrja nú margir og svarið er vafalaust, að hann haldi til í ein- hverju loftvarnabyrginu í Bagdad. í síðari heimsstyrjöld stjórnaði Stalín vörnum Moskvu frá neðanjarðarjárnbraútihni í borginni og Hitler háði orr- ustuna um Berlín í byrgi undir kanslarabyggingunni. I ríki þar sem allt vald er samankomið hjá einum og sama manninum er lagt ofurkapp á að gæta öryggis hans, ef hann fellur er hætta á, að allt kerfið hrynji með honum. Her- íraksforseti á sér fáar leiðir út úr ógöngunum: Verður píslarvættisdauði lausn Saddams Husseins? Stjórnmálaskýrendur á Vesturlöndum hefur greint á um hve fram- sýnn stjórnmálamaður Saddam Hussein Iraksforseti sé í reynd. Oft hefur að vísu verið bent á hæfileika hans til að nýta sér hvert tæki- færi sem boðist hefur til að styrkja stöðu sina í arabaheiminum. Oðrum virðist stjórnsnilld hans einkum felast í dæmafárri harðn- eskju gagnvart eigin þjóðbræðrum, tækifærisstefnu og drjúgum skammti af ósvífni í samskiptum við nágrannaþjóðir Iraka. Við- brögð ýmissa arabaríkja og einkum þó Bandaríkjamanna við innrá- sinni í Kúveit virðast hafa komið Saddam gersamlega í opna skjöldu. Líklega hélt Saddam að aldrei kæmi til styrjaldar vegna Kúveits. Hafr hann samt sem áður gert ráð fyrir þeim möguleika vanmat hann gersamlega mátt heijanna sem hægt yrði að senda gegn honum. Það er jafnvel mögulegt að hann hafi ímyndað sér að hann gæti sigr- að í slíku stríði. Hvað sem þessum bollaleggingum líður er Ijóst að vonir hans og áætlanir um að verða ótvíræður forystumaður alls araba- heimsins eru foknar út í veður og vind eftir mistökin sem hann er búinn að gera með því að hleypa af stað styijöld. Sumir telja að helsta haldreipi hans sé að verða píslarvottur islams og hljóta þá dýrð sem slíkum endalyktum fylg- ir. Það mælir þó gegn þessari skoð- un að Saddam hefur verið trúleys- ingi frá unga aldri, enda þótt hann hvetji nú fjálglega til „heilags stríðs“ og biðjist fyrir opinberlega til að reyna að fá stuðning bók- stafstrúarmanna. Auk þess hefur hann á ferli sínum alltaf látið und- an síga femur en að beijast von- lausri baráttu. Sem dæmi um klók- indi hans og sjálfsbjargarviðleitni má nefna friðarsamninginn við ír- ana á síðasta ári þar sem hann gaf eftir alla landvinninga stríðsins við klerkana í Teheran til að geta ein- beitt sér að liðsöfnuði bandamanna. Góð spil á hendi framan af Saddam gekk margt í haginn fram til aðfaranætur 16. janúar þegar loftárásir fjölþjóðaíieraflans hófust. Hann hafði haldið Kúveit í hálfan sjötta mánuð og hafnað öll- um kröfum Sameinuðu þjóðanna um að draga her sinn á brott. Al- menningsálit í mörgum ríkjum ' múslima var á bandi hans þótt leið- togar ríkjanna væru það sjaldnast. Hann valdi réttan tíma til að láta vestrænu gíslana lausa og tókst að draga þannig úr háværri for- dæmingu almennings í Evrópu og Bandaríkjunum. Þótt innrásin í Kúveit hefði augljóslega ekkert með málstað Palestínumanna að gera tókst honum að snúa málum sér í hag á þeim forsendum, beina athyglinni að ísrael og sá efasemd- um meðal ráðamanna í sumum ríkjum bandamanna. Honum mi- stókst að vísu að fá því framgengt að brottflutningur herliðsins frá Kúveit yrði bundinn því skilyrði að hlutskipti Palestínumanna yrði bætt. En honum heppnaðist að draga málið á ný fram í sviðsljósið og tryggja að það yrði rætt á al- þjóðavettvangi þegar búið yrði að leysa Kúveit-deiluna. Ef Saddam hefði dregið herinn á síðustu stundu frá Kúveit hefði hann stað- ið uppi sigri hrósandi, risastór vígvél hans verið ósködduð og ógn- að öllum nágrannaþjóðum. írak hefði verið sterkasta ríkið á svæð- inu og Saddam Hussein voldugasti leiðtoginn. Breytt markmið bandamanna Stríðsátökin hljóta að breyta markmiðum bandalagsins gegn ír- ak. Það væri einfeldningsháttur að halda að Bandaríkjamenn og aðrir andstæðingar Saddams láti hjá líða að nota tækifærið og bijóta her- veldi hans á bak aftur, eyðileggja efnavopn hans og möguleika til framleiðslu slíkra vopna og kjama- vopna og síðast en ekki síst koma í veg fyrir að Saddam verði nýr kalífi arabaheimsveldis með aðset- ur í Bagdad. „Þetta er í rauninni ekki stefnubreyting," sagði heim- ildarmaður í breska utanríkisráðu- neytinu nýlega. „Áður en stríðið hófst voru sterk rök fyrir því að halda uppi viðskiptabanni á íraka eftir að þeir drægju herinn frá Kúveit.“ Hvernig myndu arabískir þátt- takendur í bandalaginu gegn írak bregðast ef ein af bræðraþjóðum þeirra yrði að sætta sig við algeran hemaðarósigur og hræðilega auð- mýkingu af hálfu herliðs þar sem kjarninn er ættaður frá löndum „trúvillinganna“? Sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda telja að innst inni myndu þeir vera án- ægðir þótt látin yrðu í ljós reiði og skelfing á opinberum vettvarigi. „Egyptar og Sýrlendingar yrðu Saddam Hussein íraksforseti. innra með sér harðánægðir, frá sér numdir af gleði,“ sagði einn sér- fræðingurinn. Báðar þjóðirnar hafa haft miklar áhyggjur af vaxandi veldi Saddams Husseins eftir að stríðinu milli íraka og írana lauk 1988. Egyptar hafa meiri áhuga á að byggja upp efnahag sinn í friði og öðlast smám saman aftur virð- ingu meðal annarra arabaþjóða sem þeir glötuðu að nokkm vegna friðarsamninga Anwars Sadats við Israela á áttunda áratugnum. Þeir hafa engan áhuga á að jafnvægi í Mið-Austurlöndum verði raskað enn frekar en orðið er. Sýrlending- ar gera sér gein fyrir því að þeir geta ekki lengur reitt sig á pólitíska, efnahagslega og hernað- arlega hjálp frá Sovétríkjunum. Þeir vilja nú eindregið reyna að þvo af sér stimpilmerki hryðjuverka- manna og bæta sambúðina við Vesturlönd til að einangrast ekki í valdataflinu í Mið-Austurlöndum. Mikilvægast af öllu er þó kannski að fjölmargir arabar í nágrann- aríkjum Saddams telja að öflug vígvél hans sé miklu fremur ógn við nágrannaríki trúbræðra hans en það ríki sem hann segist sjálfur vilja sigra, þ.e. ísrael. Sterkari staða ísraela Margt bendir til þess að ísraelar geti og hafí nú þegar styrkt mjög stöðu sína með því að rasa ekki um ráð fram andspænis eldflauga- árásum íraka. Sambúð þeirra við Bandaríkjastjóm hefur stórbatnað. Með því að láta ekki egna sig til þátttöku í átökunum hafa þeir tryggt að bandalagið gegn Saddam klofnar ekki og stjórnvöld í Jerúsa- lem eiga nú miklu fremur hönk upp í bakið á ráðamönnum Vesturveld- anna en öfugt. Bandalagsríkin verða að tryggja ísraelum að hver sem úrslit mála verði þurfí þeir ekki að óttast árás af hálfu íraks. Það styrkir enn samningsstöðu ísraela að Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) hefur með stuðningi við Saddam glatað öllum ávinningi sem hann hafði með erfiðismunum öðl- ast á Vesturlöndum eftir að hann hafnaði hyrðjuverkum. Ólíklegt er að PLO leiki stórt hlutverk í alþjóðlegum samninga- viðræðum um frið í Mið-Austurl- Öndum sem jafnvel Ísraelar munu e.t.v. ljá máls á eftir átökin fyrir botni Persaflóa. ísraelsstjórn hefur neitað að ræða við fulltrúa PLO en mögulegt er að hægt verði að telja hana á að ræða við aðra tals- menn Palestínumanna á hernumdu svæðunum. Sýrlendingar gætu fengist til að taka þátt í viðræðum um frið á öllu svæðinu gegn því að fá á ný Golan-hæðirnar sem ísraelar hersitja. Hugmyndir Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta um nýja skipan öryggismála í heimin- um og þá ekki síst í Mið-Austurl- öndum gætu orðið að veruleika. (Byggt á The Daily Tclegraph). foringjarnir þurfa líka á fyrir- skipunum hans að halda en á þessari stundu er ekki vitað . hvort eða hvernig þeim er komið til skila. Til að koma skilaboðum áleiðis verður Saddam 'annaðhvort að not- ast við útvarpssendingar eða síma- og fjarritalínur, sem eru grafnar í jörð og hafa ekki rofnað í árásum bandamanna. Hlerunarstöðvar bandamanna verða hins vegar strax varar við ef útvarpssendar eru not- aðir og þá eru umsvifalaust gerðar árásir á upptökin. Miklar sendingar af þessu tagi eru því ólíklegar og Saddam myndi hugsanlega koma upp um verustað sinn með því að nota þær. Niðurgrafnar símalínur eru þess vegna vænlegri kostur en ■ slíkt fjarskiptakerfi er mjög ósveigj- anlegt og líkurnar á, að það hafí rofnað í loftárásum, eru miklar. Þá er fátt annað eftir fyrir Saddam en að hafa sendiboða í förum milli höfuðstöðvanna og vígvallarins. Almenningur í írak hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli vegna loftár- ása bandamanna enda hafði fólki verið talin trú um, að máttur hers- ins væri svo mikill, að lítið væri að óttast. „Okkur var sagt að hafa engar áhyggjur," sagði kona í Bagdad við vestræna fréttamenn áður en þeir urðu að fara burt úr borginni. „Þeir sögðu, að þetta yrði eins og í stríðinu við írani en þetta er engu líkt.“ Hér er um að ræða óvenjulega hreinskilni því að írakar eru orðnir vanir því að tala bara í hálfkveðnum vísum af ótta við, að allar samræð- ur sép hleraðar, hvar sem fólk er statt. Segja sumir, að hlerunartækj- um hafí jafnvel verið komið íyrir í umferðarljósastaurum og í stál- grindunum á brúnni yfír Tígrisfljót. Áður en frestur íraka til að fara frá Kúveit rann út var það haft eftir ’ymsum stjórnarerindrekum, að mesta hættan fyrir Saddam væri að standa uppi sem keisarinn, sem reyndist ekki vera í neinu. Ef það gerðist væri líklegt, að kúgun- arkerfíð missti tökin á fólkinu og raunar virtist þegar vera farið að slakna á aganum áður en loftárás- imar hófust. Svartamarkaðsbrask með dollara jókst þá skyndilega þrátt fyrir ströng viðurlög og al- gengt var, að umferðarreglur væru ekki virtar. Hingað til hafa menn átt á hættu að missa bílinn fyrir að aka yfír á rauðu ljósi eða á móti einstefnu. Ef íraski herinn á ekkert öflugt svar við lofthernaði bandamanna munu margir írakar vafalaust minnast sigurvissu Saddams og yfírlýsinga hans um „leynivopnið", sem átti að sigra íjandmannaher- inn. „Ég vildi, að það væri notað,“ sagði gamall maður í einu loft- varnabyrgjanna um leið og það skalf og nötraði í miklum sprengin- um. „Eg vildi, að við hefðum eitt- hvað til varnar.“ Eldur í olíulindunum í Kúveit gæti logað í marga mánuði Lundúnum. Reuter. ÍRAKAR gætu auðveldlega kveikt í olíulindum Kúveits áður en þeir færu úr landinu, að því er verkfræðingar sögðu í gær. Vísindamenn vöruðu einnig við því að eldurinn gæti logað mánuð- um saman og reykmökkurinn kynni að verða svo mikill að ekki sæist til sólar. Verkfræðingar sögðu að þar sem olíulindir Kúveits væru ná- lægt yfírborði jarðar yrði eldurinn gífurlegur. „I Kúveit er einna mest af þeim olíulindum heims sem auðveldast er að nýta,“ sagði verkfræðingur sem starfað hefur við að reisa olíumannvirki í Kú- veit. „Þær eru ekki mjög djúpar þannig að ef eldurinn kemst niður um borholuop gætu þær brunnið í mjög langan tíma.“ Verkfræðingurinn bætti við að öryggisloki í holunum og skjót viðbrögð slökkviliðsmanna gætu komið í veg fyrir alvarlegt tjón. Sérfræðingar í olíuvinnslu töldu hins vegar að hægt væri að eyði- leggja öryggislokana með sprengjum, jafnvel þá sem lægju dýpst í holpnum. Auk þess væru litlar líkur á því að slökkvilið kæmist til þeirra fyrr en ljölþjóða- herinn næði Kúveit á sitt vald. Nokkrir vísindamenn sögðu að reykmökkurinn gæti jafnvel dreg-* ið úr regni í Asíu og valdið minni hita út um allan heim. Aðrir voru þó þeirrar skoðunar að hundruð olíulinda þyrftu að brenna í sex mánuði og jafnvel ár til að hafa veruleg áhrif á loftslag í heimin- um. John Pike, loftslagsfræðingur hjá Sambandi bandarískra vísindamanna í Washington, sagði að ef kveikt yrði í öllum olíulind- unum yrði reykmökkurinn til þess að ekki sæist til sólar. Hins vegar telja flestir verkfræðingar ólíklegt að írökum takist að kveikja í þeim öllum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.