Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANUAR 1991
13
MœSrt: Hornkon$$ft nr. 3
iurmpn: Manfred fctffejkur \
HjmarfhL Konsertstuck fyrir 4 hi
Laxness talað um að nú á tímum
væri gefið út ótrúlegt magn af fal-
legum bókum, vel prentuðum, með
góðan pappír og fagurlega inn-
bundnar — en því miður væri efni
þeirra í rýrara lagi. Stundum virð-
ast manni vel metnir rithöfundar
hafi snúið þessu sjónarmiði við
þannig að áhugaverð geti sú bók
ein talist sem hafi nógu hraklegt
útlit, sé nógu „undirgrundarleg".
Slíkt sjónarmið er misskilningur.
Og mér sýnist þetta greinasafn líða
fyrir slíkan misskilning. Kápan,
með svörtu letri á hvítan pappa, er
sem slík hvorki aðlaðandi né frá-
hrindandi, vekur einfaldlega enga
athygli á bókinni. Milli einstakra
Til höfuðs skoðanaleysinu
greina vantar stundum auða síðu,
slíkt er truflandi. Seinast verður að
nefna að engu er líkara en bókin
hafi verið illa — eðá ekki — pró-
farkalesin. í seinustu greininni (Um
hugarburð sannleikans og sann-
leika hugarburðarins) er t.d. ein
málsgrein sem endar á heljarlöng-
um aðdraganda að skýringarsetn-
ingu sem reynist síðan botnlaus:
„A hinn bóginn hefi ég verið að
velta því fyrir mér að alt þetta dót
sem skáldskaparfræðingar rjáia sér
við frá morgni til kvölds og kvöldi
til morguns, og hafa aukinheldur
gefið nöfn: hljóðstafir, endarím,
/.../ vísun, þema, og hvað það nú
altsaman hefur verið kallað.“
BERSTRÍPUÐ ÆTTBÓK
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Þorgeir Þorgeirsson: Uml II.
(165 bls.) Leshús 1990.
í þessari bók er Þorgeir á svip-
uðu róli og í fyrra Umli sínu; stutt-
ar greinarnar eru fullar af beittri
ádrepu. Þær eru neikvæðar í þeirri
merkingu að meira fer fyrir niður-
brotinu en uppbyggingunni. Svona
fyrst á litið ekki ljarri lagi að ætla
að margar greinarnar séu skrifaðar
í fýlukasti. Og hvað með það? Er
ekki ástæðulaust að allir séu alltaf
kátir? Samt er líklega réttara að
segja að Þorgeir rói sínum árum
að því að vekja viðbrögð. Eða eins
og hann segir á einum stað í bók-
inni: „Háskinn byrjar ekki fyrr en
margir eru orðnir sammála.“
Að efninu.
Hér eru á ferðinni 24 ritgerðir
sem hafa áður birst í ýmsum ritum
á ýmsum tímum, allar stuttar, sum-
ar nánast hugdettur einar.
Viðfangsefnin eru sum kunn úr
fyrra Umli: sjónvarp, kvikmyndir,
hámenning og lágmenning. Að auki
eru hér greinar um bjór sem stjóm-
málatæki, um óréttarfar, um plat-
ónskt hatur á skáldskap og um
krókaleiðir skáldskaparins. Yfirleitt
tekst Þorgeiri að skoða gömul við-
nýtt, /.../“ í framhaldi af þessum
orðum tæpir Þorgeir á afleiðingu
svokallaðrar íjölmiðlabyltingar þar
sem yfirborðsmennskan ræður
ríkjum. T.a.m. leyfist stjórnmála-
mönnum að þvaðra um sömu hlut-
ina í gær, í dag og á morgun og
fjölfalda gasprið í réttu hlutfalli við
fjölmiðlafjöldann þar til hljómur
orðanna hangir eins og leiðigjarnt
bergmál í loftinu — fullkomlega
laust við merkingu. Niðurstaða Þor-
geirs hljómar sem kaldhæðnisleg
vamaðarorð: „Slævun og hægfara
dauði tungumálsins eru hér í raun
að vinna það verk sem ritskoðun
víðast hvar leysir af hendi.“
Um vísuna sem breytti merkingu
orðtaks nefnist ein greinin. Hér
rökstyður Þorgeir þá skoðun að
seinustu línuna í stöku Kristjáns
Fjallaskálds, Yfir kaldan eyðisand,
beri ekki að taka bókstaflega. Ekki
felist heldur í henni andlegt eða
tilfmningalegt átthagaleysi. Þorgeir
telur líklegt, og færir að því sann-
færandi rök, að orðtakið „að eiga
hvergi heima“ hafi á seinustu öld
einfaldlega merkt „að ná ekki hátt-
um“. Vísan fellur niður allmörg
þrep við þetta en það verður að
hafa það.
Þá skal snúið frá efni til forms.
Eitt er það í þessari bók sem er
til töluverðs angurs fyrir lesandann:
slakur frágangur.
Einhvers staðar hefur Halldór
efni bókarinnar og færa í riútíma-
legra horf.
Það skal viðurkennnast að ekki
las ég bókina spjalda á milli en
það sem lesið var virtist svo til
laust við ummerki prentvillupúk-
ans. Hins vegar má alltaf reikna
með að ýmsar villur geti leynst í
ættfærslum eða öðrum upplýsing-
um um hrossin en til þess að geta
fundið þarf að þekkja til hros-
sanna.
Þorgeir Þorgeirsson
fangsefni í nýju ljósi, t.d. stöðu
íslenskrar tungu.
Grein, sem nefnist Um tungu-
málið, virðist vera skrifuð af tilefni
málræktarátaksins. Sjónarhornið er
dálítið hvatskeytislegt og rífur dá-
lítið í þankann: „Þjóðrembuhyggjan
fyrir tungumálinu er að sínu leyti
jafn indæl og hún er vonlaus. /.../
En svona hagar nú til um þessar
mundir. Við þurfum að umgangast
tungumálið einsog sjúkling. Á
tímum þegar íslensk tunga þyrfti
helst að brýna eggjar sína uppá
Bækur
Valdimar Kristinsson
Ættbók og saga íslenska hests-
ins á 20. öld
Gunnar Bjarnason ráðunautur
tók saman.
Prentverk Odds Björnssonar
grentaði.
Útgefandi Bókaforlag Odds
Bjömssonar.
Gunnar Bjamason sá nafnkunni
og umdeildi ráðunautur hefur um
árabil skrifað bókaflokkinn Ætt-
bók og sögu og nú nýverið kom
út sjötta bindið. Þessar bækur hafa
samanstaðið af rituðum texta frá
bijósti Gunnars sem hefur haft að
geyma starfsögu hans og hinsveg-
ar af upptalningu á kynbótahross-
um bæði stóðhestum og hryssum
sem færð hafa verið til ættbókar
hjá Búnaðarfélagi íslands.
Þótt ættbækurnar séu alltaf vel-
þegnar af hestamönnum til upp-
sláttar verður að telja ritsmíð
Gunnars þann þátt bókaflokksins
sem aflað hefur honum mestra vin-
sælda. Að þessu sinni ritar Einar
E. Gíslason formaður Félags
hrossabænda formála bókarinnar
en Gunnar ánafnaði félaginu fram-
haldandi höfundarrétti ritverksins.
Ættbók og saga 6. bindi sam-
anstendur einvörðungu af ættbók.
Eru þar birtar upplýsingar um
stóðhesta með ættbókamúmer frá
1141 til 1176. Þess ber þó að geta
að Gunnar gefur hestunum þessi
númer sjálfur eftir gamla kerfí BÍ.
Nokkrar deilur hafa orðið um hvort
halda beri þessu kerfi áfram við
lýði eður ei og virðist manni það
vera óþarfar deilur svo virðist sem
menn hafi hætt að miklu leyti að
leggja ættbókamúmer á minnið
eftir að þau fóra yfir 1000. Hryss-
urnar eru með númer frá 4717 til
8071. Óneitanlega olli það manni
. vonbrigðum að ekki væri áfram-
hald starfssögu Gunnars í bókinni
en ástæða þess mun vera pláss-
leysi en alls era upplýsingar um
3388 hross í bókinni. Á baksíðu
segir að framhald starfsögunnar
muni bíða næsta bindis.
Þrátt fýrir að Ættbók og saga
hafi á sínum tíma verið mikið tíma-
mótaverk og gott framtak í upplýs-
ingastarfi sem Búnaðarfélagið
KOTASÆLA
fitulítil og freistcmdi
Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni:
Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d.
kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni
á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika.
KOTASÆLA - fitulítil og freistandi
Gunnar Bjarnason
sinnti ekki sem skyldi er ljóst að
upplýsingar sem gefnar eru upp
um hvert hross era nægilegar ef
miðað er við það sem gerist í dag.
Einkunnir eru ekki sundurliðaðar
eins og nú tíðkast orðið og ættar-
skráningar í mörgum tilfellum fá-
tæklegar. Þá vantar allar upplýs-
ingar um margar hryssanna utan
nafn og númer. Ósagt skal látið
hversvegna þessar upplýsingar
vantar en að sjálfsögðu rýrir þetta
heldur gildi bókarinnar.
Myndir eru frekar fáar miðað
við fyrri bindi. Fremst í bókinni
eru stórar litmyndir af heiðurs-
verðlaunaafkvæmahrossum frá
Landsmótinu í sftmar. Eitthvað
hefur prentun þeirra farið forgörð-
um því fjórar af myndunum sex
eru vel grænar á að líta. Hinsveg-
ar eru litmyndir á forsíðu og baks-
íðu stórgóðar. Á forsíðunni er
mynd af rauðu hrossi hlaupandi
frjálsu í haga, sérlega fallcg mynd.
Á baksíðu bera tvo hross við sólar-
lags himin með sólina í bakgrunni.
Með útkomu sjötta bindis hefur
Gunnar Bjarnason unnið það
ágæta afrek að gefa út lýsingu á
9247 kynbótahrossum. Þar sem
ljóst er að framhald verður á útg-
áfu þessa bókaflokks mætti gjarn-
an huga að nákvæmari upplýsing-
um um hvert hross og ef til vill
mætti endurskoða uppsetningu á
T0NI
-rauð
HáskólábK
fimmti|Öaginn 24. jannar, ki, 2Q.OO
EFNISSKFÍ^: '
Tsja%ovskk.
EINLEIKARAR: Hefaaapn Baumann
Joseph Ognibene
Þorkeli Jóelsson og
Émil Friöfinnsson
'«•!. iih.V J.. J.J1,1 jjmr
HUÓMSVEIÝÁRS TJÓRI:
Petri Sakari
Sinfóníuhljómsveit íslands
Hásfeétabíói v/Hagatorg. Sími 622255.
====== ■== g íslandi er aðalstyrictaraðlll Slnfóniuhljómsveltar
Islands starfsárið 1990 - 1991