Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 Afleiðingar Persaflóastríðsins: Færri bóka sig í flug hjá Flugleiðum Ahrifin vöruðu í tvo daga, segir for- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar ÁHRIFA stríðsins við Persaflóa er nú farið að gæta í farþegabókununt hjá Flugleiðum. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, hafa bókanir frá áramótum reynst vera 30% fleiri en á sama tíma í fyrra, en eftir að Persaflóastríðið braust út hefur nýjum bókunum fækkað töluvert. Það munu einkum vera erlendir farþegar sem draga úr ferðalögum sínum á þessum óvissutímum, en þrátt fyrir hertar öryggisaðgerðir á millilandaflugvöllum hefur það eng- um töfum valdið á flugi Flugleiða. Að sögn Helga Jóhannssonar, for- stjóra Samvinnuferða-Landsýnar, varð talsvert vart við afbókanir og breytingar á ferðaáætlunum á ferða- skrifstofunni fyrstu tvo daga stríðsins við Persafióa, en í gær var afgreiðslan aftur komin í eðlilegt horf. „Það var mjög greinilegt að áhrifin af stríðinu vöruðu aðeins í tvo daga en nú er allt komið á fullt aft- ur. Það kom okkur á óvart,“ sagði Helgi. Jónas Hvannberg, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði nokkuð um að herbergjapantanir hafi verið dregnar til baka á síðustu dögum. „Þarna er um erlenda menn í viðskiptaerindum að ræða og teljum við að þessar af- bókanir megi rekja til áhrifa af Pers- aflóastríðinu," sagði Jónas. Minni bjórsala en við bjuggumst við - segir forstjóri ÁTVR BJÓRSALA Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins var 6,83% minni Jarðgöng undir Hvalfjörð: Stofnfund- ur hlutafé- lagsins STOFNFUNDUR hlutafélags- ins, sem ætlar að annast undir- búning, fjármögnu og fram- kvæmdir við væntanleg jarð- göng undir Hvalfjörð, verður haldinn föstudaginn 25. janúar og hefst kl. 14. Fundurinn verður haldinn í fundarsal á 3. hæð Kirkjubrautar 54 á Akranesi. Dagskrá fundar- ins verður með þeim hætti að fyrst er undirritun stofnsamn- ings, þá verða staðfestar sam- þykktir fyrir félagið og kosið í stjórn, varastjórn svo og endur- skoðendur. Því næst verður und- irritaður samningur við sam- gönguráðuneytið og í lokin verða önnur mál rædd. allt árið 1990 en þá tíu mánuði ársins 1989, sem bjórsala var leyfð. Höskuldur Jónsson, for- stjóri ÁTVR, segir að þetta komi á óvart, enda hafi verið gert ráð fyrir að heildarsalan yrði svipuð á síðasta ári og árið 1989. Árið 1990 seldust 6.472.179 lítrar af bjór hjá ÁTVR. Salan árið 1989 var hins vegar 6.946.657, en bjórsal- an hófst ekki fyrr en 1. mars það ár. Þannig seldist 6,83% meira af bjór á 10 mánuðum ársins 1989 en allt árið 1990. Höskuldur Jónsson segir að ÁTVR hafi gert ráð fyrir að salan yrði svipuð þessi ár, þannig að salan tvo fyrstu mánuði ársins 1990 kæmi til móts við ,þá miklu sölu, sem varð fyrst eftir að bjórinn var leyfður. Það hafi ekki reynst rétt mat, enda sé nú ljóst að bjórneysla hafi verið gríðarlega mikil í mars og apríl 1989, auk þess sem veitingastaðir og einstaklingar hafi þá vefið að koma sér upp birgðum. Höskuldur segir það athyglisvert, að sala á bjór mæld í alkóhóllítrum hafi minnkað enn meir en salan mæld í lítrum. Af því megi sjá, að jafnframt því sem minna hafi verið drukkið af bjór árið 1990 en 1989, þá hafi verið drukkinn veikari bjór. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Upplýst skilti hafa verið sett upp á Olfusárbrú til að minna á 100 ára vígsluafmæli brúarinnar. • * Olfusárbrú: Minntá 100 ára vígslu- afmæli á þessu ári Selfossi. SKILTI hafa verið sett upp á Olfusárbrú til að minna á að á þessu ári eru liðin 100 ár frá vígslu fyrstu brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrirhugað er að minnast þessara tímamóta næsta haust 1-8. september en fyrsta brúin var vígð 8. sept- ember 1891. Skipuð hefur verið afmælisnefnd til að skipuleggja hátíðarhöld af þessu tilefni. Markmið hennar er að skapa góða hátíð fyrir börn og fullorðna, að kynna íbúum enn betur bæinn sinn og vekja jafn- framt athygli á bænum út á við. Meðal þess sem stefnt er að er opnun og vígsla Bæjar- og héraðs- bókasafns og héraðsskjalasafns í gamla kaupfélagshúsinu við Aust- urveg. Þá er meðal annars fyrir- hugað að hefjast handa við fram- • kvæmd nýs miðbæjarskipulags. Dagskráratriði vikuna 1.-8. september eru enn í mótun. Fyrir- hugað er að þá viku verði boðið upp á atriði sem varpa ljósi á bygg- ingu brúarinnar sem merks við- burðar í samgöngumálum. Einnig er stefnt að því að kynna þátt brúarinnar í sögu Selfoss og upp- byggingu þéttbýlis á Selfossi. — Sig. Jóns. íslensk samninganefnd enn í Moskvu: Enn óvíst hvort Sovétmenn kaupa saltsfld héðan í vetur Ný viðskiptabókun ekki undirrituð fyrr en niðurstaða er fengin ÓVÍST er enn hvort Sovétmenn kaupi héðan 50 þúsund tunnur af saltsíld, sem samið hafði ver- ið um að þeir keyptu héðan á þessari vertíð. Islenskir samn- inganefndarmenn funduðu í Moskvu á mánudag með J.A. Borisov, sem er einn af varafor- mönnum ríkisnefndar um mat- væli og innkaup, svo og J.P. Ledentsov, formanni sovésku viðskiptanefndarinnar, sem se- tið hefur að samningum við Is- lendinga undanfarna daga. Á þessum fundum var rætt um uppgjör og efndir Sovétmanna vegna kaupsamninga nýliðins árs og væntanleg viðskipti íslendinga og Sovétmanna árin 1991 og 1992. Einnig var rætt um hugsan- Norskar verksmiðjur hætta að taka á móti loðnu úr Barentshafinu: Efast ekki um að íslenskar verk- smiðjur myndu þiggja þessa loðnu - segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda LOÐNUVEIÐAR Norðmanna í Barentshafi hófust um miðjan þennan mánuð en norskar loðnuverksmiðjur sögðust ekki ætla að taka á móti loðnu frá og með 22. þessa mánaðar ef norsk stjórnvöld halda ekki áfram að styrkja verksmiðjurnar. „Eg efast ekki um að íslensku loðnuverksmiðjurnar myndu þiggja þessa loðnu, ég tala nú ekki um ef þær þyrftu ekki að greiða nema 3.500 krónur fyrir tonnið af henni, eins og mér skilst að norsku verksmiðjurnar ætli sér að greiða," segir Jón Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsfram- leiðenda. íslensku loðnuverksmiðjurnar greiddu 4.200 krónur fyrir loðnutön- nið í haust. „Það tæki 3-4 sólarhringa að sigla með loðnuna hingað frá Barentshaf- inu, þannig að sú afurð, sem úr henni kæmi, yrði aldrei öndvegisvara en allt er hey í harðindum," segir Jón Olafsson. „Færeyingar fengu loðnu úr Barentshafinu hér á árum áður en ég á eftir að sjá norsku loðnuverksmiðjurnar horfa á eftir þessari loðnu til okkar. Við höfum orðið að þreyja hér þorrann og gó- una og ekki fengið nokkurn skapað- an hlut á meðan norsku verksmiðj- urnar eru orðnar slæptar af ríkis- styrkjum." Heildarloðnukvótinn í Barentshafi er 850 þúsund tonn í vetur og veið- arnar hafa gengið ágætlega. Norð- menn mega veiða 60% af kvótanum, eða 510 þúsund tonn, en Sovétmenn 40%, 340 þúsund tonn. „Okkur finnst mjög ólíklegt að tengsl séu á milli loðnustofnanna í Barentshafi og við ísland," segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar. Hann segir að eng- in loðna hafi fundist í námunda við hugsanlega leið loðnunnar til Bar- entshafsins en rannsóknaskip hafi verið mikið á því svæði undanfarið. Slæmt veður hefur verið við Aust- firði undanfarið og því erfitt að rann- saka loðnustöfninn. Fjögur loðnu- skip eru ekki búin að veiða þá tvo loðnufarma, sem þau áttu að fá sem greiðslu fyrir loðnuleit í þessum mánuði en 6 loðnuskip tóku þátt í henni. „Þegar þessi skip eru farin af miðunum reiknum við með að þijú önnur loðnuskip taki þátt i leit- inni, það er að segja Guðmundur, Bjarni Olafsson og Grindvíkingur,“ segir Jakob Jakobsson. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur legið inni á Reyðarfirði undan- farið, þar sem áhöfnin hefur verið í fríi, en skipið fer aftur í loðnurann- sóknir um miðja þessa viku. Rann- - sóknaskipið Bjarni Sæmundsson lá hins vegar í mynni Seyðisfjarðar á mánudag vegna brælu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær loðnuleiðangri rannsóknaskipanna lýkur en Árni Friðriksson verður í leiðangrinum fram í miðjan næsta mánuð að minnsta kosti. lega lánafyrirgreiðslu til Sovét- manna til að auðvelda þeim að efna kaupsamninga fyrir árið 1990. Fundurinn með Borisov stóð í eina klukkustund en álitið er að hann sé einna helst í aðstöðu til að koma fram lausn þessaramála. Þegar niðurstöður af athugun- um Borisovs liggja fyrir verður íslenska sendiráðið í Moskvu látið vita en ekki er gert ráð fyrir að formlega verði undirrituð ný við- skiptabókun íslendinga og Sovét- manna fyrr en fengin er niður- staða varðandi þau viðskipti, sem óútkljáð eru. Fulltrúar íslenskra útflytjenda ræddu einnig í Moskvu á mánudag og þriðjudag við forstjóra og að- stoðarforstjóra Sovrybflot, sem verið hefur aðalkaupandi íslenskra sjávarafurða í Sovétríkjunum en Soviybflot hefur heyrt undir so- véska sjávarútvegsráðuneytið. Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmda.stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,_ Sæmundur Guðmundsson hjá Islenskum sjáv- arafurðum hf. (áður sjávarafurða- deild Sambandsins) og Garðar Sverrisson, framkvæmdastjóri Sölusamtaka iagmetis, fóru frá Moskvu á þriðjudag en Einar Benediktsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar,, verður áfram í Moskvu til að fylgjast með gangi mála. IkU LíiiMín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.