Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 27
Lífeyris- sjóður STAK: Um 42% af innkomunni fara suður LJÓST er að umfang starfsemi lífeyrissjóðs Starfsmannafélags Akureyrarbæjar, STAK, mun verða verulega minna á þessu ári en því síðasta, eftir að fyrir liggur að greiðslur félaga sem vinna hjá Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri muni renna í lífeyrissjóð starfsmanna ríkis- ins. Jóhanna Júlíusdóttir formaður Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar sagði að vissulega væru það vonbrigði að ekki hefði verið tekið tillit til óska starfsmanna FSA um að fá að greiða áfram í lífeyrissjóð STAK, þó svo að ríkið hafi yfirtekið rekstur sjúkrahúsa í kjölfar nýrra laga sem gildi tóku um áramót. Á fundi sem Jóhanr.a og Halldór Jónsson bæjarstjóri áttu með full- trúa fjármálaráðuneytis nýlega kom fram að ekki væri unnt að koma til móts við þessar óskir starfsmanna sjúkrahússins, þar sem nú væri um að ræða ríkis- starfsmenn og lögum samkvæmt beri þeim að greiða í lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna. „Þetta sýnir okkur að við verð- um að vera vakandi hér úti á landsbyggðinni, maður hefur oft á tilfinningunni að allt stefni hægt og sígandi suður á bóginn. Þetta mun hafa í för með sér að starfsfólkið þarf að leita eftir þjónustu sunnan úr Reykjavík, en áður gat það komið við á skrif- stofu lífeyrissjóðsins þegar það óskaði eftir þjónustu," sagði Jó- hanna. Starfsmennirnir sem um ræðir eru um 250 talsins og um 42% af allri innkomu í lífeyrissjóð STAK eru frá þeim komin eða 25-30 milljónir. MorgunDíaoio/Kunar POr Hjálparsveit skáta á Akureyri átti 20 ára afmæli í liðinni viku og í tilefni af því var gestum boðið að skoða búnað og tæki sem sveitin hefur yfir að ráða. Á myndinni eru nokkrir félagar í hjálparsveitinni við skápa sína í Lundi, húsi sveitarinnar og eins og sjá má er útbúnaðurinn margbrotinn. Hjálparsveit skáta á Akureyri 20 ára: Flest útköll vegna óveðurs og ófærðar HJÁLPARSVEIT skáta á Akureyri átti 20 ára afmæli í síðustu viku og í tilefni af því var bæjarbúum boðið að heimsækja skátana í Lund, húsakynni þeirra við Viðjulund á laugardag. Þáðu fjölmarg- ir boðið og skoðuðu búnað og tæki þau sem hjálparsveitin hefur yfir að ráða og kynntu sér starfsemina. Skátarnir buðu gestum í stutta vélsleðaferð og þáðu þessir ungu piltar með þökkum að fara eina salibunu. Magnús Arnarsson sveitarfor- ingi sagði sveitina á Akureyri vel tækjum búna, hún ætti tvo öfluga björgunarbíla til fólks- og sjúkra- flutninga, en í þeim væri allur sá búnaður sem á þyrfti að halda t.d. í sambandi við fyrstu hjálp. Þá á sveitin snjóbíl, sem flutt getur tvær sjúkrakörfur og tíu farþega auk ökumanns. Þrír snjósleðar eru og í eigu sveitarinnar auk margs kon- ar tækja sem nauðsynleg eru við hjálparstörf. Innan hjálparsveitarinnar er starfandi flokkur sem sérhæft hef- ur sig í erfiðri fjallabjörgun og hafa menn sótt námskeið í útlönd- um til að vera betur í stakk búnir á því sviði. Um 45 manna hópur er tilbúinn að leggja af stað til hjálpar fyrirvaraiaust og um 20 manns að auki eru í nokkurs konar varaliði sveitarinnar. Hjálparsveit .skáta á Akureyri var kölluð út 27 sinnum á síðasta ári og sagði Magnús að flest útkall- anna hefðu verið vegna óveðurs og ófærðar, bæði innanbæjar og á heiðum, einkum Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Hann sagði að oft væri það svo að búið væri að til- kynna að t.d. Öxnadalsheiði væri ófær, en menn þráuðust við og teldju sig komast yfir á sínum fjallabílum. „Það er líka áberandi að sumt fólk hefur ofurtrú á fjór- hjóladrifnum fólksbílum og telur sig komast jafnvel yfir ófærur á þeim.“ Rekstur sveitarinnar er ijár- magnaður með styrkjum frá bæn- um, sýslusjóði og ríkinu, en lang- stærsti tekjuliður hennar er vegna flugeldasölu eða um 95%. Útgjöldin eru töluverð, en m.a. þarf að slysa- tryggja allan mannskapinn og tryggja búnaðinn ot sagði Magnús að tryggingar gætu numið allt að hálfri milljón króna. Kostnaður við leit er getur numið hundruðum þúsunda og sem dæmi nefndi Magnús að rafhlöðukostnaður í nýlegri leit hefði verið 70 þúsund krónur. í tilefni afmælis Hjálparsveitar skáta er ætlunin að efna til mikill- ar vetraræfingar síðar í vetur fyrir félaga í sveitinni auk hjálparsveita í nágrenninu. Þá eru á dagskránni æfingarferðir er tengjast björgun úr snjóflóðum og ferðalögum að vetri. Bátur mannsins sem saknað er liggur brotinn í fjörunni við Gjögurtá. Leit bar engan árangur LEIT að sjómanninum frá Greni- vík sem saknað hefur verið frá því á sunnudag bar engan árang- ur í gær, en björgunarsveitir frá Olafsfirði, Hrísey og Grenivík leituðu á svæðinu við Gjögurtá þar sem bátur mannsins fannst brotinn í fjörunni síðdegis á sunnudaginn. Sigursteinn Magnússon formað- ur björgunarsveitarinnar Tinda í Ólafsfirði sagði að fyrst í gær hefði viðrað vel til leitar, en á sunnudag var veður slæmt og komust leitar- menn ekki í land utan þeir sem sigu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. All- margir tóku þátt í leitinni lýgær, björgunarsveitarmenn frá Ólafs- firði, Hrísey og Grenivík, tveir bát- ar frá Grenivík og einn frá Ólafs- firði auk þess sem gúmmíbátur björgunarsveitarinnar í Hrísey var á svæðinu. Þá voru einnig notaðir svokallaðir sæsleðar og sagði Magnús að þeir hefðu gefið góða raun, en á þeim er hægt að komast alla leið upp í fjöru. Súr lúða sett í þorrabakkann í stað hvalsins „Viðbrögðín hafa verið mjög góð, fólki þykir þetta gott og sumum finnst lúðan betri en hvalur- inn,“ sagði Sævar Hallgrímsson kjötiðnaðarmaður hjá Bautabúrinu, en fyrirtækið hefur nýlega sett á markað súra Lúðu, sem að nokkru ieyti líkist súrum hval. Unnendur súra hvalsins sem nú er horfinn úr þorratrogum geta nú í sárabætur gætt sér á lúðunni í hans stað. Sævar sagði að fyrir margt löngu hefði þótt sjálf- sagt að setja heilagfiski í súr og hefur hann unnið að því alllengi að þróa aðferð sem hentað gæti til að'forma fiskinn og koma honum í neytendaumbúðir. Súru lúðunni er ekki eingöngu ætlað að fylla skarð hvalsins i þorrabökkum, heldur sagði Sævar að fyrir- tækið hefði átt mikið magn lúðu í frysti, en á veitinga- húsinu Bautanum eru ákveðin stykki lúðunnar mikið notuð. Það sem ekki er notað þar hafi farið í frystig- eymslur Bautabúrsins. „Þetta var líka spurning um nýtingu, að við fórum út i þetta,“ sagði hann. Fyrirhugað er að bjóða upp á lúðubitana súru áfram að liðnum þorra og sagði Sævar að yiðbrögð fólks við fyrstu sendingum á markaðinn lofuðu góðu um framhaldið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sævar Hallgrímsson kjötiðnaðarmaður hjá Bautabúrinu sker lúðuna súru, en hún þykir líkj- ast nokkuð súrum hval sem ómissandi hefur þótt í þorratrogum landsmanna, en er eftir hval- veiðibann horfinn þaðan. Viðbrögð neytenda hafa verið góð og þykir sumum lúðan betri en hvalurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.