Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 31 Hafnarframkvæmdir við Húnaflóa: Skagstrendingar hafa vil- yrði fyrir láni til að ljúka endurbótum á höfninni ÞRJÚ stór verktakafyrirtæki, sem starfa við Blönduvirkjun, eru tilbú- in að leggja út fyrir brimvarnargarði í böfninni á Blönduósi og bærinn er reiðubúinn að greiða sinn liluta í framkvæmdunum. Skag- strendingar hafa vilyrði banka um lán til að Ijúka endurbótum á höfninni á Skagaströnd og vilja helst ljúka viðgerðum í einum áfanga. Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings, segir Skag- strendinga hafa vilyrði frá banka um lán þannig að hægt verði að ljúka við endurbætur á höfninni. „Kostnaðurinn er um 120 milljónir og á fjárlögum í ár eru 40 milljón- ir. Við höfum hins vegar vilyrði hjá banka um fyrirgreiðslu þannig að hægt væri að ljúka við þetta í sum- ar,“ segir Sveinn. Hann benti einn- ig á að það kostaði minna að ljúka við höfnina á Skagaströnd en að gera brimvarnargarðinn á Blöndu- ósi. Hann sagði fullgerða höfn á Skagaströnd nægja fyrir skip beggja staða en höfnin á Blöndu- ósi, með gijótgarðinum, dygði ekki fyrir Skagstrendinga og ekki einu sinni fyrir Blönduósbúa, nema í ákveðnum áttum. „I upphafi skyldi endinn skoða. Eg tel ekki þörf á að bæta einni höfn við. Þessar 160 milljónir, sem brimvarnargarðurinn á Blönduósi kostar, er aðeins byijunin. Ég hef ekkert á móti því að þeir fái höfn, en það stendur til að byggja þarna höfn sem kostar 650 milljónir, sam- kvæmt áætlun fyrir tveimur árum, þannig að þetta er höfn fyrir um milljarð. Á sama tíma er mjög tak- mörkuðu fé varið til hafnarmála í landinu", sagði Sveinn. Skagstrendingar, sem rætt var við, segjast óttast að ef Blönduósbú- ar geri alvöru úr því að byggja gijótgarðinn komi það niður á við- haldi annara hafna á Norðurlandi vestra næstu áriij. „Það virðist helst vera baráttu- mál þeirra á Skagaströnd að koma ekki upp höfn hér“, segir Kári Snorrason útgerðarmaður á Blönduósi, og bætti því við að kostn- aður vegna brimvarnargarðsins væri svipaður og kostnaðurinn við að endurbæta höfnina á Skaga- strönd. Ofeigur Gestsson, bæjarstjóri á Blönduósi, segir Blönduósbúa hafa fullan hug á að byggja brimvarnar- garð en fyrst þurfi að tryggja fé til verksins. „Við- erum ósáttir við að fé hefur ekki verið tryggt þann- ig að.við getum hafist handa,“ seg- ir Ofeigur. Hann segir þijú stór verktakafyr- irtæki, sem starfa við Blönduvirkj- un, tilbúin að lána til framkvæmd- anna með skuldabréfi til sjö ára. Hann sagði að ekki yrði ráðist í framkvæmdir nema í samræmi við ákvæði laga um hafnir landsins. Heildarkostnaðurinn við gerð brim- varnargarðsins er 160 milljónir. Ófeigur sagði að ríkinu bæri að greiða 75%, á fjárlögum eða með lánsfjárlögum, og viðkomandi hafn- ir greiði 25%, en geti þó fengið allt að 10% af kostnaði frá hafnarbóta- sjóði. Ófeigur sagði bæjarsjóð tilbú- inn að greiða þau 15% sem honum bæri. „Alþingi samþykkti á sínum tíma að ráðast í framkvæmdir við höfn- ina hér og það er búið að hanna brimvarnargarðinn. Til stóð að setja hann á bryggjuna og var áætlaður kostnaður um 80 milljónir. Ef brim- varnargarðurinn verður hins vegar byggður fjær bryggjunni, þannig að rými skapist þar á milli, kosta framkvæmdirnar um 160 milljónir," sagði Ófeigur senda þér kveðjur Hér eru 100 happatölur sem hlutu vinning í Minute Maid Skólakverinu: 8 10040 14833 24880 12 .10502 14949 24903 103 10663 14991 26144 190 10889 15015 26636 330 10903 15578 26890 591 11133 15732 27780 599 11445 15744 27977 7708 11780 15803 29323 1009 1899 15997 29504 1445 11914 17321 29708 1521 11932 17411 29793 4753 11988 17732 29943 4980 12003 17774 31431 6075 12104 17944 31545 6678 12115 19943 31639 7339 12220 20101 31839 7772 12580 20191 32439 8842 13902 20733 33840 8902 13991 20922 33993 9750 14111 20994 34199 9797 14450 21430 34188 9899 14434 21498 34943 9955 14588 21717 34991 9955 14588 21717 34991 Vinningshafar vitji vinnings á skrifstofu Vífilfells, Haga v/Hofsvallagötu kl. 9-17. Doktorsritgerð um ólíkt hlut- skipti Islands o g Bretagne MUNIÐ LÍMMIÐANA MEÐ OKKUR Á MINUTE MAID FERNUNUM í NÆSTU VERSLUN. Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðingur, varði 28. ágúst sl. doktorsritgerð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum. Fjallar rit- gerðin um myndun þjóðríkis í tveimur Iöndum, sem áður höfðu verið héruð með lagalega og menningarlega sérstöðu, annars veg- ar á íslandi og hins vegar á Bretagne i Frakklandi, sem upphaf- lega var sjálfstætt hertogadæmi með sérlög og sérstakt tungumál. í meginatriðum tekur verkefnið til Síðari hluta 19. aldar eða tímabi- lið frá 1871 til 1914, en teygir sig þó lengra. Þessir tveir aðilar náðu sem kunnugt er mismunandi höfn, ís- land varð sjálfstætt lýðveldi en Bretagne féll smám saman inn í og sameinaðist Frakklandi. Hefur Guðmundur eftir margra ára vinnu á báðum stöðum rakið í viðamiklu verki gang mála og ástæðurnar fyrir því hvernig mál þróuðust á hvorum staðnum fyrir sig. Aða- landmælandi við doktorsvörnina við Cornell-háskóla var Steven L. Kapka, sérfræðingur í franskri sögu, og aðrir andmælendur mann- afræðingurinn Davydd J. Green- wood og sagnfræðingurinn John H. Weiss. Báru þeir lof á verkið. Guðmundur Hálfdánarson er fæddur í Reykjavík 1956. Hann nam fornleifafræði í Lundi, og lauk síðan cand. mag. prófi í sögu við Háskóla íslands 1982. Fór þá til frainhaldsnáms í evrópskri félags- sögu við sagnfræðideild Cornell- háskóla, þar sem hann var hann viðloðandi^ í 8 ár. Hann dvaldi heima á Islandi við rannsóknir á árunum 1985-87, áður en hann sneri aftur í Bandaríkjanna. Guð- mundur er sonur Hálfdánar Guð- mundssonar, fulltrúa hjá ríkis- skattstjóra og Onnu Margrétar Jafetsdóttur kennara og kona hans er Þórunn Sigurðardóttir bók- menntafræðingur. í framhaldi fékk dr. Guðmundur í vetur styrk frá rannsóknastofnun landbúnaðar í Frakklandi INNRA til að rannsaka fólksflutninga til Parísar frá Bretagne á síðari liluta 19. aldar, en þeir flutningar hafa staðið allar götur fram til þessa dags. Fóru þau hjónin til Frakklands nú eftir áramótin, þar sem Guðmundur verður við rannsóknastörf í París. En hvernig stóð á því að ísland varð sjálfstætt ríki en Bretagne ekki, þrátt fyrir sjálfstæðisóskir á báðum stöðum? Guðmundur segir liggja að baki flóknar ástæður. Þá sé fyrst til að taka að ísland er eyja, en Bretagne skagi áfastur Frakklandi. Þróunarinnar fór þó ekki að gæta fyrr en á síðari hluta 19. aldar, þar sem næstum voru beinni tengsl til íslands en París- ar. En á Bretagneskaga tóku pólit- ískar hreyfingar að taka mið af frönskum hreyfingum annars stað- ar í landinu. Þar myndaðist íhalds- söm kaþólsk hreyfing sem barðist gegn ríkinu, þ.e. lýðveldinu ekki Frakklandi, en kaþólikkar voru mjög áhrifamiklir á Bretagne. Síð- an koma þar fram lýðveldishreyf- ingar sem vinna gegn sterkum áhrifum kaþólskra. Miðstýringin frá ríkinu verður glltaf sterk í Paimpol og þorpunum þar í kring, tengist iðnaðinum þar o. fl. En úti í sveitunum er þáttur trúarinnar feikisterkur. Þegar frá líður er skólakerfinu umbylt undir forustu miðstjórnarinnar. Þá er skipulega unnið að útrýmingu kaþólskrar trúar og um leið bretónskunnar. Þetta telur Guðmundur ólíkt því sem var á íslandi, þar sem viðhorf ríkisins voru allt önnur. Danir gerðu t.d. ekkert til þess að kveða niður íslenskuna. Franska ríkið gerði allt til þess að innlima Bretagne, en Danir sýndu litla við- leitni í þá átt. Á Bretagne börðust einungis vissir hópar fyriy sjálf- stæði og svo er enn. En á íslandi fyrirfundust vart þeir sem studdu innlimun í Danmörku. Fleira kom til sem ekki er rúm til að gera grein fyrir hér. Dr. Guðmundur Hálfdánarson. Á Bretagne er nú mikill og vax- andi áhugi á að halda í hin gömlu menningaráhrif og varðveita bre- tónskuna, tungumálið sem fyrrum var talað á hálfum Bretagneskaga, enda björgunaraðgerðir nú á síð- asta snúningi. Skrifstofutækni Fyrir aðeins kr. 4750' á raánuði. NámiÖ kemur að góðum notum í atvinnuleit., Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dœmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð V erslunarreikningur Vcrðið miðast við skuldabróf til tvcggja ára. ^ Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 BUMBUBANINN - GYM TRIM - ÞREKHJÓL - GÖNGUBREITI - RÓÐRARVÉIAR - LYFTINGABEKKIR ALLAR VÖRUR A TILB0ÐSVERÐ1 í TAKMARKAÐAN TÍMA Faxafeni 10-108 Reykjavík - Sími: 91-82265

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.