Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 4
-MoMÍÍnMjLÓÍÐ MÍDVlíá’DAÍdÓÍÍ ik: JÍÍíStAá' íoáí'1 ’
s
H-
Island og Litháen:
Möguleikar skoðaðir á form-
legn stjómmálasambandi
-segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
VERIÐ að er skoða möguleika á að koma á formlegu stjórnmálasam-
bandi við Litháen með því að skiptast á sendimönnum. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra segir þó að ýmis tormerki séu á
þessu, vegna þess að Litháar séu hemumin þjóð, sem hafi ekki yfirr-
áð yfír utanríkisþjónustu eða vegabréfaáritunum, og geti ekki tryggt
réttindi sendiráðsstarfsmanna.
Á blaðamannafundi, sem-utanrík-
isráðherra hélt í gær, ræddi þann
mögulegar aðgerðir Isiendinga til
frekari stuðnings við Eystrasalt-
slöndin. í fyrsta lagi gæti Alþingi
sent sendinefnd til þjóðþinga land-
anna, og benti ráðherrann m.a. á
að sænska og norska þingið hefðu
þegar gert slíkt. Þá benti hann einn-
ig á að Pólland, Ungverjaland og
Tékkóslóvakía hefðu komið á bein-
um tengslum við þjóðþing Eystra-
saltsríkjanna með því að skiptast á
fastafuiltníum við þau.
í öðru lagi sagði Jón Baldvin að
íslendingar ættu að taka mann-
réttndabrot Sovétmanna í Eystra-
saltslöndunum upp innan Ráðstefn-
unnar um öiyggi og samvinnu íf
Evrópu og fara fram á að sett verði
á stofn rannsóknarnefnd um málið.
í þriðja lagi ættu íslendingar ásamt
öðrum Norðurlöndum að leggja það .
til á allsheijarþingi Sameinuðu þjóð-
anna að sett verði á stofn alþjóðleg
ráðstefna um máleihi Eystrasalts-
ríkjanna. í fjórða lagi ættu Islend-
ingar að ítreka tilboð sitt um að
bjóða Reykjavík sem fundarstað um
þessi mál og í fímmta lagi að reyna
að skapa samstöðu hjá vestrænum
þjóðum um að fyrirhuguð efnahags-
aðstoð ýmissa ríkja bandalaga og
stofíiana við Sovétríkin verði endur-
skoðuð í ljósi atburðanna í Litháen
og Lettlandi.
Jón Baldvin sagði að þjóðréttarleg
staða Eystrasaltsríkjarina þriggja
væri nokkuð ólík. Litháen hefði end-
urreist lýðveldi sitt og leitaði eftir
viðurkenningu á ríki sínu, m.a. með
því að skiptast á sendifulltrúum við
önnur ríki. Hin löndin tvö hefðu
ekki gengið eins langt í sjálfstæðis-
yfirlýsingum.
Utanríkisráðherra sagði aðgerðir
Borís Jeltsíns forseta Rússlands
skiptu miklu máli í þróun mála, og
það væri mikið fagnarðarefni að
rússnesk yfirvöld vilji hafa samráða
við Norðurlöndin um máleírii Eystr-
asaltsríkjanna.
Jón Baldvin lýsti ástandinu í
Eystrasaltslöndunum, eins og það
kom honum fyrir sjónir, og sagði
ferð sína þangað hafa verið ómet-
anlega reynslu fyrir stjórnmála-
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra leggur blóm á minnis-
varða um þá sem sovéski hersinn felldi í Vilnius í Litháen 13. þessa
mánaðar.
mann. Hann sagði meðal annars frá
því, að sérsveitir sovéska innanríkis-
ráðuneytisins, sem hann líkti við
Svartstakka Hitlers, réðust inn á
heimili ráðamanna í Eystrasaltsríkj-
unum og legðu þar aJlt í rúst. Hátt-
settur embættismaður í Litháen
hefði fengið taugaáfall af þessum
sökum, og einn af varaforsetum
landsins hefði verið tekinn upp í bíl
og honum misþyrmt. Utanríkisráð-
herra sagði það óhugsandi, að ráða-
menn í Kreml gætu þvegið hendur
sínar af þessum aðgerðum, þar sem
sérsveitimar heyrðu beint undir inn-
anríkisráðherrann, Borís Pugo.
VEÐURHORFUR í DAG, 23. JANÚAR
YFIRLIT í GÆR: Skammt norðan af Jan Mayen er minnkandi 995
mb lægðardrag og 1.012 mb smálægð skammt sunnan af Vest-
mannaeyjum hreyfist austnorðaustur. Milli Suður-Grænlands og
Nýfundnalands er allmikil 968 mb djúp lægð sem hreyfist norð-
norð-austur.
SPÁ: Vaxandi suðaustan- og sunnar.átt með rigníngu eða súld um
sunnan- og vestanvert landið en þurrt og víða léttskýjað norðaust-
antil. Hlýnandi veður.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestan strekkingur með skúrum eða
slydduóljum um vestanvert landið en bjart veður austantíl. Hiti 2-6
stig.
HORFUR Á FÖSTUDAU: Hvöss suðaustan- og sunnanátt og rign-
ing víða um land, einkum á sunnan- og vestanverðu landinu. Hlýn-
andi veður.
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * # Snjókoma
# * #
■j o Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
5, ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
JT Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
Akureyri Reykjavík hiti 7 3 veftur skýjaö rigning
Bergen 2 súld
Helsinki 0 skýjaft
Kaupmannahöfn 3 léttskýjað
Narssarssuaq 4-8 alskýjaft
Nuuk +11 snjókoma
Ósló 3 skýjað
Stokkhólmur 0 skýjaft
Þórshöfn 8 súld
Algarve 14 helðskfrt
Amsterdam 4 þokumóða
Barcelona 8 místur
Berlfn 3 þokumóða
Chicago vantar
Feneyjar 4 þokumóða
Frankfurt 4 skýjaft
Glasgow 6 súldás. klst.
Hamborg 3 súld
Las Palmas vantar
London 5 skýjaft
Los Angeles 9 heiftskírt
Lúxemborg 2 skýjað
Madrfd 8 hálfskýjað
Malaga 11 súld
Mallorca 13 léttskýjaft
Montreal +22 léttskýjað
NewYork 12 skýjað
Orlando vantar
París 4 skýjað
Róm 9 þokumóða
Vín +2 þokumóða
Washington vantar
Winnipeg +4 snjókoma
Morgunblaðið/Þorkell
Emil Sæmundsson pípulagningamaður og
Örn Jensson, deildarstjóri hjá Hitaveitu
Reykjavíkur, skoða það sem eftir var af
rörinu. Á minni myndinni sést vel hversu
morkið rörið var orðið.
Heitavatnsleiðsla gaf sig 1 Kópavogi:
Ibúar stóðu í vatns-
austri alla nóttina
Vatnið olli skemmdum á sex íbúðum
ÍBÚUM við Þverbrekku 4 í Kópavogi varð ekki svefnsamt í fyrrinótt.
Heitavatnsrör gaf sig í íbúð á 7. hæð og rann vatnið alveg niður í
kjallara og var nóg að gera hjá fólkinu fram undir morgun, við að ,
þurrka upp vatnið og forða innbúi
Skemmdirnar urðu mestar í íbúð
á annari hæð hjá Huldu Ásgeirsdótt-
ur. Hún sagðist hafa vaknað upp úr
klukkan tvö um nóttina. „Ég hélt
að þetta væri lítið og fór að þurrka
upp volgt vatnið. Þá fór allt í einu
allt á flot og vatnið flóði út á stiga-
ganginn," sagði Hulda. Hún sagði
að slökkviliðið hefði komið með dæll-
ur til að dæla vatninu út.
Heitavatnsleiðslan gaf sig í útvegg
vesturhliðar hússins, á sjöundu hæð.
Vatnið rann niður vegginn og kom
út úr honum á öllum neðri hæðum
hússins. Kristinn Möller býr í íbúð-
inni þar sem rörið bilaði. „Ég vakn-
aði við mikinn hvin um hálf þijú og
hélt að þetta væri úti. Síðan uppgöt-
vaði ég að hávaðinn var í veggnum
hjá mér. Það kom ekki mikið vatn
inn hjá mér, en ég náði þó upp einum
fimm fötum af vatni,“ sagði Kristinn.
Hann sagði það lán í óláni að
leiðslan skyldi gefa sig að nóttu til
því það hefði getað orðið mun meira
tjón ef þetta hefði gerst að degi til
þegar fáir íbúar eru heimavið.
Þegar Morgunblaðið skoðaði að-
stæður í gær var Emil Sæmudsson
pípulagningamaður að gera við
sprungna rörið á 7. hæð. Gatið á
rörinu var ekki stórt, en tæring í
rörinu var mjög mikil. Rörið var á
frá skemmdum.
kafla eins og gamalt gatasikti og
sagði Emil þetta óeðlilega endingu á
vatnslögnum því húsið væri ekki það
gamalt. Húsið var byggt á árunum
1972 og 1973.
Skemmdir urðu tölverðar en ekki
var búið að meta það í gær enda
erfitt að gera það strax. Víða er
parket á gólfum og skemmdir koma
ekki strax fram á þvf.
Hreinn Frímannsson, yfirverk-
fræðingur Hitaveitu Reykjavíkur,
segir að ekki hafi verið venju fremur
mikið að gera hjá Hitaveitunni. Hann
sagði að fjórar bilanir hefðu orðið í
Kópavogi í fyrrinótt. Tvívegis hefði
verið um vatnsinntök að ræða, en
litlar skemmdir hefðu orðið. Ofn
hefði gefíð sig í Þverbrekku 2 en þar
hefði ekki verið um þrýstisprengingu
að ræða.
„Þrýstingur hefur verið heldur
hærri en venja er, en í öllum húsum
eiga að vera þrýstiminnkarar, sem
minnka þrýstinginn, og öryggislokar
sem taka við ef þrýstiminnkarinn
bilar,“ sagði Hreinn og bætti því við
að rörið sem gaf sig f Þverbrekku 4
hefði verið mjög ryðgað.
Samkvæmt upplýsingum frá
tryggingafélögunum bætir heimils-
og húseigendatrygging skaða af
yöldum vatnsleka sem þessum.____»