Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 33
MÖRGtJNBLAÖIÐ MlÐVlKUDAGtJK 23. 'JANÚAR 1991 33 María G. Olgeirsdóttir, Akureyri - Minning Fædd 11. ágúst 1905 Dáin 14. janúar 1991 Amma, María Guðbjörg Olgeirs- dóttir, fæddist á Akureyri 11. ágúst 1905. Foreldrar hennar voru Sol- veig Gísladóttir fædd á Grund í Svarfaðardal og Olgeir Júlíusson bakarameistari, fæddur í Garði í Fnjóskadal. Hún átti þijú systkini; Einar Baldvin, f. 14. ágúst 1902, Hildigunni, f. 10. mars 1904, d. 29. júlí 1985 og Krístínu Sigríði, f. 6. febrúar 1915, d. 6. ágúst 1929. í upphafi aldarinnar var lífsbar- áttan hörð á íslandi. Mörgu fólki reyndist ómögulegt að halda börn- um sínum heimili og þá tíðkaðist að börn væru sett, til lengri eða skemmri tíma, í fóstur. Amma bjó með foreldrum sínum og systkinum á Akureyri, í Hafnarfirði og Reykjavík, en henni og hinum systkinunum var komið tímabundið í fóstur þegar afkoma heimilisins bauð ekki upp á annað. Lífsbaráttan byijaði snemma og vinnusemi, heið- arleiki og gott upplag var vega- nestið út í lífið. Þegar amma var 17 ára, árið 1922, hélt hún til Kaupmannahafn- ar og réð sig í vist. Hún var í Kaup- mannahöfn, nánast samfellt, til árs- ins 1932. Á Hafnarárunum kynntist hún mörgu fólki og góðu. Á tíma- bili voru þau systkinin Einar, Hidda og amma samtímis í Kaupmanna- höfn og nutu þau þess svo sannar- lega. Tengslin við sumar vinkonurn- ar frá þessum tíma hafa aldrei rofn- að þó ekki hafi draumurinn um endurfundi orðið að veruleika nema einu sinni, en það var árið 1955 þegar amma heimsótti Kaupmanna- höfn í tilefni fimmtugsafmælis síns. Amma undi hag sínum vel í Kaup- mannahöfn. Þessi ár voru oft rifjuð upp og Danir og flest sem danskt var naut virðingar ömrnu. Áhrif- anna frá þessum tíma gætti alltaf í heimilshaldi ömmu, þar komu saman norðlenskar venjur og dan- skar hefðir, ekki síst í matargerð- inni. Við vissum að ef ömmu þótti sérlega mikið til einhverra hluta koma lét hún þess gjarnan getið að þetta væri bara eins og danskt... betra gat það ekki verið. Fyrri manni sínum kynntist amma í Kaupmannahöfn. Amma og afi; Hjalti Árnason, gengu í hjónaband 1930. Þau fluttu til Reykjavíkur 1932 en það sama ár eignaðist amma Hörð. Árið 1934 fæddist þeim svo dóttir, Ingibjörg Olga. Leið ömmu lá síðar aftur til Akureyrar, en þangað flutti hún 1936 þegar leiðir þeirra afa og ömmu skildu. Á þessum tíma höfðu konur ekki notið menntunar til jafns við karla, möguleikar þeirra til fjár- hagslegs sjálfstæðis voru því næsta litlir. Atvinnumöguleikar kvenna voru mjög takamrkaðir enda starfs- vettvangur þeirra á þessum tíma fyrst og fremst innan eigin heimil- is. Sterk fjölskyldubönd hjálpuðu þegar á móti blés og systkini ömmu og foreldrar aðstoðuðu hana eftir megni. Margar minningar ömmu frá þessum tíma tengdust Dalvík. Bæði hún og Hidda dvöldu þar og heiðurshjónin Ingibjörg Baldvins- dóttir og Þorsteinn Jónsson símstöðvarstjóri á Dalvík nutu mik- illar virðingar ömmu. Inga Hlíðar, dóttir þeirra hjóna, var æskuvin- kona ömmu og Hiddu. Okkur skild- ist strax að Inga var einstök kona og að sérlega hlýr og traustur vin- skapur var á milli þessara kvenna. Seinni maður ömmu var Olgeir Guðmundsson. Þau eignuðust Einar Jóhann árið 1942 og það sama ár fluttu þau til Reykjavíkur. Um nokkurra ára skeið bjuggu amma og Olgeir í Kópavoginum hjá Ilerði og Ásu. Þar var gott að vera og nágrannanna í Kópavoginum var oft minnst. Amma missti seinni mann sinn árið 1965 en hann var þá orðinn sjúklingur á Vífilsstöðum. Árið 1964 fluttu hún og Einar Jó- hann í Fellsmúla 4. Þar bjó amma í tuttugu ár eða þar til hún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði. Á Hrafn- istu leið ömmu vel. Góður aðbúnað- ur; vistleg húsakynni og frábært starfsfólk á þar mestan þátt í. Starfsfólki Hrafnistu færum við innilegar þakkir og óskum því góðs í framtíðinni. . Við minnumst ömmu fyrst og fremst þegar hún bjó í Fellsmúlan- um. Þá var stutt að fara í heimsókn til hennar og nutum við nábýlisins við hana. Hjá henni áttum við okk- Fæddur 15. október 1909 Dáinn 13. janúar 1991 I gær, þriðjudag, var jarðsunginn tengdafaðir minn, Karles Tryggva- son. Hann lést eftir stutta sjúk- dómslegu. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Hann fæddist á Jórunnarstöðum í Eyjafirði. Faðir hans var Tryggvi Sigurðsson bóndi og móðir hans Lilja Frímannsdóttir frá Gull- brekku. Hun lést 1917 þegar Karles var 7 ára gamall. Eftir það ólst hann upp hjá Aðalsteini bróður sínum á Jórunnarstöðum. Karles átti fjögur alsystkini, fjögur hálf- systkini samfeðra og tvö hálfsystk- ini sammæðra. Hann fór snemma að vinna í vinnumennsku í Eyjafirði en 1939 flutti hann til Akureyrar og fór að vinna hjá Mjólkursamlagi KEA og þar vann hann óslitið í 40 ár. Karles kvæntist Lilju Jónasdóttur frá Leyningi árið 1944, þau áttu saman átta börn, eitt andaðist í fæðingu. Elst er Lilja Margrét, þá Hreinn, Ævar, Karl Jóhann, Tryggvi, Jónas Vignir og Frímann. Barnabörnin eru 17 og langafa- ar leikföng og stofan var leikher- bergið. Myndirnar sem við teiknuð- um og gáfum ömmu voru settar í ramma og „prýddu" stofuna, púð- arnir sem við saumuðum voru í sófanum og ýmsir hlutir smíðaðir í skólanum öðluðust notagildi hjá ömmu. Oftar en ekki var tekið í spil. Hidda frænka og amma spiluðu þá við okkur og létu fljóta með nokkrar bernskusögur. Söguna um það þegar Hidda og vinkonur henn- ar týndust í Hafnarfjarðarhrauninu heyrðum við aldrei nógu oft. Ungu vinkonurnar höfðu farið í beijamó en gleymdu sér í mónum. Eftir að börnin tvö. Tryggvi var alinn upp hjá föðursystur sinni, Margréti. Karles var ör í lund og vildi að hlutirnir gengju fljótt fyrir sig, hann átti það stundum til að vera svolítið fljótfær. Hann var mikill bókamað- hafa reikað langa stund í hrauninu greindu þær ljós í fjarska og þvílíkur léttir. Kaupmannahafnaráranna var oft minnst með gleði og eftirsjá. Ef afmæli eða jólahátíðin var í vondum og leyndarmálin krydduðu hvers- dagslífið gripu amma og Hidda til dönskunnar. Við viss'um að eitthvað skemmtilegt var á döfinni ef þær systur spjölluðu á dönsku. Þrátt fyrir að amma og Hidda hafi ekki verið saman alla bernskuna voru þær miklir mátar. Á sumardaginn fyrsta og 17. júní héldu þær með okkur í bæinn og allir í sínu fínasta pússi, laufabrauðið var bakað með ömmu og Dúu og þannig mætti lengi telja. Þegar við fluttum úr Háaleitishverfinu • var mjög skemmtilegt að fara í strætó til ömmu Maju, við vissum að þar átt- um við satnan okkar heim. Ekki spillti það ef Einar frændi var heima, hann var barngóður og hressilegur og kunnum við sannar- lega að meta það. Amma var barn síns tíma. Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum, hún bjó yfir hlýju og heiðarleika. Aldr«i tók hún þátt í umtali um annað fólk en vonaðist til að Guð yrði með öllum mönnum. Starfsvettvangur ömmu var inni á heimilinu; hún unni blómum og inátti greinilega sjá það í Fellsmúlanum. Góður söngur gladdi hana og eins þegar tekið var í spil. Þegar við vorum lítil söng hún fyrir okkur og röddin hennar hljóm- ar enn í minningunni. Við getum glaðst yfir góðum minningum. Hvíli hún í friði. Margrét, María Solveig, Emil Björn, Magnús og Davíð. ur og átti mikið af góðum bókum. Hann hafði líka mjög gaman af því að spila brids og alltaf þar sem fjöl- skyldan kom saman var spilað, a.m.k. á einu borði. Ég vil þakka Karlesi fyrir alla umhyggjusemina og velvild á liðn- um árum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsa Karles Tryggvason afi okkar er látinn. Við eigum margar ánægju- legar minningar tengdar honum, sem við þökkum fyrir. Okkur lang- ar að minnast hans með ljóðlínum eftir Davíð Stefánsson, en hann var í miklum metum hjá afa. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það bezta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin er góð... Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast afa okkar og njóta ná- vistar hans þettá lengi. Hvíli hann í friði. Barnabörnin Ljóðabók bamanna; Börn yrkja um daglegt líf Alþýðusamband íslands og - bókaforlagið Iðunn auglýsa þessa dagana eftir ljóðum í Ljóðabók barnanna sem áætlað er að komi út í vor. I ljóðabók- inni sem gefin er út í samvinnu við Menntamálaráðuneytið og nefnd um barnamenningu verða ljóð eftir börn 12 ár og yngri og er öllum börnum í þessum aldurs- þópi heimilt að senda inn ljóð sem fjalla eiga um daglegt líf. Einnig er óskað eftir myndum eftir börn í sama aldursflokki og verða þær notaðar til að mynd- skreyta bókina. í fréttatilkynningu frá Mennta- málaráðuneytinu er óskað eftir að skólastjórar grunnskóla og for- stöðumenn leikskóla safni saman ljóðum og myndum í hverju skóla í samráði við kennara og fóstrur. Æskilegt væri að hver skóli veldi síðan 10 ljóð og 10 myndir en hins vegar óskar útgáfunefnd eftir því að fá sent allt efni sem safnast í hverjuin skóla. Nauðsynlegt er að merkja öll ljóð og myndir og skulu ljóðin vera á örk í stærðinni A4 en teikningarnar í stærð A3 eða A4. Verkin skulu send til MFA (Menningar- og fræðslusambands alþýðu), Grensás- vegi 16 A, 108 Rvík, fyrir 1. mars 1991, merkt Ljóðabók barnanna. Áætlað er að bókin komi út á sum- ardaginn fyrsta, 25.apríl 1991. Eigum fyrirliggjandi PASLODE loftverkfæri KAMBSAUMSBYSSUR N AGLABY SSUR DÚKKSAUMSBYSSUR HEFTIBYSSUR GASBYSSUR SALA-SALA-SALA-SALA LEIGA-LEIGA-LEIGA-LEIGA Fallar hf. DALVEG116, 200 KÓPAVOGI. SÍMAR 641020-42322 Karles Tryggvason, Alaireyri - Minning PEPSIÁ ÍSLANDI NÝTT SÍMANÚMER 678 990 GOSDRYKKJAVERKSMIÐJAN SANITAS HF„ GOSANHF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.