Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 19 Loftárásir Bai)damanna og loftvarnir Iraka 5.400 m O O Sprengjuvélin sleppir klasa- sprengjunni 800-1.300 m frá skotmarkinu. ©Sprengjuhylkið opnast yfir flug vellinum, en úr því fellur stór sprengja, sem eyðileggur flug- brautina. @ Fjöldi lítilla sprengia siglir í kjölfar þeirrar stóru. Þær dreirast í kring um sprengigíginn og mynda e.k. jarð- sprengiusvæði á flugbrautinni, en fyrir vikið er óhægt að gera við brautina. 4.300 m m v, 3.000 m 1.500 m \ Flugvélnr veriur vort Fyrsta loftvarnaskothrið Fyrsti möguleiki á að koma skoti á vélina Siðasti möguleikí Fluavélin nálgast á 300 Km/sek hraða ....(1.072 km/klst). ZSU-23-4 23 tnm fallbyssa er eitt árangurs- ríkasta loftvarnavoon i neimi ásamt loftvarnaflugskeytum á borð við SA-6, en.at þeim eiga írakar gnótt. Heimild: Modem Lond Combot eftir David Miller og Christopher F. Foss. Reuter. Genfarsáttmálinn: írökum er skylt að vemda stríðsfang'a sína skílyrðislaust Lundúiium. Daily Telecnraph, BANDARÍSK stjórnvold hafa ít- rekað sagt að stríðið fyrir botni Persaflóa verði ekki annað Víet- namstríð. Hingað til hefur flest bent til þess að þetta reynist rétt. A sunnudag gerðist hins vegar atburður sem minnir mjög á stríðið í Víetnam — flugmenn bandamanna, sem írakar höfðu tekið til fanga, voru látnir koma fram í sjónvarpinu í Bagdad, þar sem þeir hvöttu til þess að endi yrði bundinn á striðið. Það er tilgangslaust að velta því fyrir sér hvernig stríðsfangarnir voru fengnir til að tala á þennan hátt. Þeir kynnu einfaldlega að hafa sætt pyntingum. Ef til vill létu þeir undan til að geta fullvissað ættingja sína um að þeir. væru enn á lífi og vera kann að yfirmenn þeirra í hernum hafi sagt þeim að bregðast þannig við. Það sem skiptir hins vegar meira máli er að sýningin á flugmönnun- um gefur vísbendingar um hvernig írakar hyggjast koma fram við stríðsfanga sína. Þeir hafa undirrit- að Genfarsáttmálann um meðferð stríðsfanga. Þar er kveðið á um að koma verður fram við þá á mannúð- legan hátt, flytja þá til öruggra staða utan átakasvæða, sjá þeim fyrir sómasamlegu húsnæði og fæði. Einnig kemur þar skýrt fram að ekki má beita þeim sem gíslum. Skýra verður frá handtöku stríðsfanga opinberlega og fulltrúar hlutlausrar stofnunar eða ríkis verða að geta fylgst með því að farið sé eftir sáttmálanum. Alþjóða- ráð Rauða krossins hefur einkum gegnt þessu hlutverki á undanförn- um áratugum. Mismunandi viðhorf eftir heimshlutum Genfarsáttmálinn á rætur að rekja til siðareglna vestrænna herja, sem byggja síðan á kristnum siðalögmálum. Kjarni þessara reglna er að hermaður sem leggur niður vopn glatar þar með mögu- leikanum til sjálfsvarnar. Óvininum sem fellst á uppgjöf hans ber þá skylda til að vernda líf hans. Ekki er hægt að víkjast undan þessari skyldu, samkvæmt sáttmálunum. Sá sem ber ábyrgð á föngunum verður, ef nauðsyn krefur, að fórna eigin lífi til að vernda þá. 111 meðferð óréttlætanleg Þeir sem aldir hafa verið upp við Þannig kom breski stríðsfanginn John Peters fyr- ir sjónir í íraska sjónvarpinu á sunnudag. Bandaríski flugmaðurinn Jeffrey Norton Zaun var illa útleikinn þegar hann var sýndur í sjónvarpinu i Bagdad. kristindóm ættu að skilja þessar siðareglur, þótt kristnir menn hafi oft verið staðnir að því að bijóta þær. Þjóðir í öðrum menningar- heimum hafa ekki alltaf haft sömu viðhorf til stríðsfanga. Rómverjar drápu oft skrælingja, sem þeir tóku til fanga, þegar þeim þóttu þeir gagnslausir. Fyrr á tímum hnepptu múslimar oft trúbræður sína í þræl- dóm, oft til að gera þá að hermönn- um, þar sem Kóraninn bannar þeim að beijast við þá. Þijár milljónir rússneskra fanga dóu í fangabúðum nasista í síðari heimsstyijöldinni af vosbúð, hungri og þrælkun. Japanir höfðu ekki undirritað Genfarsátt- málann í heimsstyijöldinni síðari og samkvæmt siðareglum japanska hersins bar hermönnum hans að fórna sér fyrir keisarann. Hann hafði aðeins sæmd af því að fara af vígvellinum sem lík eða sigurveg- ari. Vestrænir hermenn, sem gáfust upp, höfðu því í augum Japana kosið að verða sér til skammar fremur en að deyja. Því veigruðu þeir sér ekki við að misþyrma stríðs- föngum sínum, svelta þá og koma þeim jafnvel fyrir við hugsanleg skotmörk bandarískra sprengju- þotna. 111 meðferð er óréttlætanleg Svo virðist sem Irakar hyggist beita álíka aðferðum og Japanar. íraski sendiherrann í Lundúnum hefur sagt að Irakar ætli að beita stríðsföngunum sem „skjöldum af holdi og blóði“ þar til þotur fjöl- þjóðahersins við Persaflóa hætti að gera árásir á íbúðarhverfi í írak. Genfarsáttmálinn gefur hins vegar ekki færi á neinum fyrirvöi-um. Slík meðferð á stríðsföngum brýtur einnig í bága við þær greinar í sátt- málanum sem banna gíslatöku og kveða á um að þeim skuli fluttir á örugga staði. Grein 3 í sáttmálanum, eftir end- urskoðun hans árið 1949, bannar að stríðsfangar séu „svívirtir, auð- mýktir og niðurlægðir". í grein 13 segir að „stríðsfanga verður ávaltt að vernda, einkum gegn . . .forvitni almennings". í grein 14 kemur fram að stríðsfangar eiga undir öllum kringumstæðum rétt til að virðing sé borin fyrir þeim sem einstakling- um og ekki megi lítillækka þá. Ráðherrar í ríkisstjórn íraks, einkum þeir sem fara með utanrík- is- og dómsmál, vita að með því að sýna stríðfanga sína í sjónvarpi gerðust írakar brotlegir við allar þessar greinar. Þeir geta ekki rétt- lætt illa meðferð á fÖngunum með því að saka óvinina um að gera árásir á óbreytta borgara þar sem i Genfarsáttmálanum er ekki gefið færi á neinum fyrirvörum. (Auk þess bendir ekkert til að staðhæf- ingar íraka séu á rökum reistar.) Irösk stjórnvöld hafa því brotið alþjóðalög. Einnig er hægt að draga einstaka íraka til ábyrgðar því í Genfarsáttmálanum segir að þeir sem bijóta gegn honum eigi réttar- höld yfir höfði sér. Þar sem írakar hafa undirritað Genfarsáttmálann verða þeir að fara eftir honum og ekki er hægt að réttlæta stríðsglæpi þeirra með því að vísa til þess að siðareglur araba og Vesturlandabúa séu ólíkar. Mikíll ör- yggisvið- búnaður á Italíu Telja að allt að 300 hermdar- verkamenn séu í Evrópu Flórens. Frá Bergijótu Leifsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Róm, Re- uter. Á Italíu er talið að allt að 300 hermdarverkamenn séu í Evrópu, reiðubúnir til að fremja óhæfuverk í samræmi við fyrirskipun _ Saddams Husseins, forseta Iraks. Líkt og víðar í Evrópu hefur ferð- amannaiðnaðurinn á Ítalíu orðið fyrir þungum áföllum vegna styijaldarinnar fyrir botni Persaflóa. Stríðsóttinn skilaði sér inn á heimili manna hér í Flórens í gegnum fjölmiðla og sérstak- lega urðu margir hræddir eftir að ríkissjónvarpsstöðin RA- IUNO hafði sýnt viðtal við Saddam Hussein, sem frétta- stjóri stöðvarinnar í Bagdad hafði tekið. Flórensbúar flykkt- ust í verslanir og stórmarkaði til að birgja sig upp af mat og létu yfirlýsingar stjórnvalda þess efnis að nóg væri af birgð- um í landinu sem vind um eyru þjóta. Þá þóttu það ekki gleði- tíðindi er yfirvöld boðuðu að þeir sem gegnt hefðu herþjón- ustu á árunum 1983-1989 yrðu hugsanlega kallaðir út. A méginlandi Evrópu óttast menn mjög að palestínskir hryðjuverkamenn muni láta- til sín taka. Þann 18. þessa mán- aðar var íraki einn, Khalid Dunham al-Jawary, handtek- inn á aðalflugvelli Rómar. Hann hefur verið eftirlýstur undanfarin 18 ár fyrir að hafa reynt að standa fyrir sprengju- tilræði í New York þegar Golda Meir, Jiáverandi forsætisráð- herra Israels, var þar í opin- berri heimsókn. Öflugri gæslu er haldið uppi við ríkisfýrirtæki hér í Flórens af ótta við hryðju- verk líkt og í öðrum ítölskum borgum. Hið sama gildir um flugvöllinn og bænahús gyð- inga hér í borg. Á fyrsta degi styijaldarinnar við Persaflóa var bensínsprengju varpað inn um hlið útibús Harward- háskóla í Flórens og eftir þann atburð var námsmönnum við útibú allra bandarískra háskóla í borginni ráðlagt að snúa heim til Bandaríkjanna. Flestir stúd- entanna hafa hins vegar hunds- að þessi tilmæli enn sem komið er. Reiknað er með að hótel- pantanir á Ítalíu í ár dragist saman um heil 70 til 80% og lítil aðsókn hefur verið að PITTI-vörusýningunum sem fram fara á ári hveiju. Þess má geta að um síðustu helgi var aðeins einn gestur á fimm stjarna hóteli í miðborg Flórens en þar eru 110 herbergi. Flugfélög og ferðaskrifstof- ur hafa einnig orðið hart útí. Almenningur er tekinn að af- panta ferðir til fjarlægra landa og áætlunarflug hefur gengið illa. • Tíu starfsmenn íraska sendiráðsins í Róm voru reknir úr landi í gær í mótmælaskyni við þá ákvörðun íraka að flytja stríðsfanga sína til hugsanlegra skotmarka herþotna fjölþjóða- hersins við Persaflóa. ítalskur flugmaður var á meðal stríðs- fanganna, sem sýndir voru í íraska sjónvarpinu á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.