Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B
18. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Irakar skjóta a.m.k. 15 Scud-flaugum á Israel og Saudi-Arabíu:
Þrír óbreyttir borgarar lét-
ust og 70 særðust í Tel Aviv
Herflugvélar bandamanna hafa flogið rúmlega 10.000 árásarferðir - Fullyrt að írakar
hafi kveikt í olíuturnum í Kúveit - Tundurduflaleggjara íraka sökkt fyrir botni Persaflóa
Washington, London, Jerúsalem, Riyadh, Dhahran. Reuter.
ÞRIR óbreyttir borgarar hið minnsta biðu bana og a.m.k. 70
særðust er írösk Scud-eldflaug sem skotið var frá vesturhluta
Iraks hæfði ibúðablokk í Tel Aviv í gærkvöldi í þriðju eldflauga-
árás Iraka á skotmörk í ísrael á fimm dögum, að sögn talsmanns
ísraelska hersins. Mikið tjón varð á blokkinni og nálægum bygg-
ingum. Talið var að margar klukkustundir tæki að grafa fólk
úr rústum húsa og afleiðingar árásarinnar voru því ekki að fullu
kunnar þegar blaðið fór í prentun. Þatriot-gagnflaugar sem
bandaríski herinn flutti til Israels um helgina voru sagðar hafa
grandað tveimur Scud-flaugum er þær nálguðust skotmörk sín.'
Irakar skutu a.m.k. 15 Scud-eldflaugum á ísrael og Saudi-Arabíu
í gær og hafa ekki skotið jafn mörgum á einum degi frá byrjun
Persaflóastríðsins. Ehud Olmert heilbrigðisráðherra ísraels sagði
að það væri ekki spurning um hvort, heldur hvernig ísraelar
myndu hefna eldflaugaárásarinnar.
Eldflaugaárásin á ísrael var gerð
klukkan 20.37 að staðartíma, eða
18.37 að íslenskum tíma, en hættu-
ástandi var aflétt hálfri stundu síðar.
Flaugin kom niður í úthverfi borgar-
innar og olli verulegu tjóni á fjolda
bygginga.
I dögun í gærmorgun skutu írakar
sex Scud-flaugum á Riyadh og Dha-
hran í Saudi-Arabíu en Patriot-flug-
skeyti grönduðu nokkrum á flugi,
aðrar féllu í Persaflóa eða fjarri
mannabyggð. Patriot-skeytunum er
ekki sk'otið þegar stefna Scud-flaug-
anna bendir til að þær muni ekki
valda tjóni, að sögn talsmanns fjöl-
þjóðahersins. Að minnsta kosti fjór-
um flaugum var síðan skotið á
Dhahran, þar sem meginstjórnstöðv-
ar bandamanna er að finna, klukkan
14.45 en þeim var eytt á flugi.
Nokkrum Scud-flaugum til viðbótar
var skotið kl. 17.40 en þeim var
sömuleiðis eytt.
Flugsveitir fjölþjóðahersins héldu
uppi linnulausum loftárásum á skot-
mörk í Irak í gær, einkum þó Basra
þar sem er að finna höfuðstöðvar
úrvalshersveita_ Saddams Husseins
Iraksforseta. í gærmorgun höfðu
fiugvélarnar farið rúmlega 10.000
árásarferðir á írösk skotmörk frá
upphafi stríðsins.
Talsmaður bandaríska heraflans í
Saudi-Arabíu sagði í _gær að loft-
myndir sýndu að Irakar hefðu
sprengt olíuvinnslustöðvar og geyma
í loft upp á Wafra-vinnslusvæðinu í
suðurhluta Kúveit og hefði mikill
kolsvartur reykjarmökkur stigið upp
af svæðinu.
íröskum tundurduflaleggjara
sökkt fyrir botni Pérsaflóa
Flugvélar bandaríska sjóhersins
sökktu á mánudag írösku skipi sem
var við tundurduflalagnir fyrir botni
Persaflóa og síðar sama dag var
gerð árás á þijú minni skip sem lauk
með því að eitt þeirra sökk en hin
hurfu til lands, að sögn talsmanns
bandaríska flotans á Persaflóasvæð-
inu.
Óháða sovéska fréttastofan Inter-
fax hafði eftir ónafngreindum sov-
éslcum herforingja að herflugvélar
bandamanna hefðu ekki hæft nein
Blóðbaðið í Lettlandi og Litháen:
Gorbatsjov skellir skuldinni
á íbúa Eystrasaltsríkjanna
Forsetinn lofar rannsókn á hlutdeild hers og lögreg'lu í valdbeitingunni
Moskvu. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sagði í gær að íbúar
Eystrasaltsríkjanna ættu sjálfir sök á blóðbaðinu þar undanfarið en
hét því jafnframt að rannsakað yrði hvernig stóð á því að lögregla og
her gripu til vopna í Vilnius og Riga. Anatolijs Gorbunovs, forseti
Lettlands, sem hitti Gorbatsjov að máli í gær sagði að ekki væri hætta
á beinni forsetastjórn í Eystrasaltsríkjunum á næstunni.
Gorbatsjov flutti ræðu á frétta-
mannafundi í gær í Moskvu tveimur
dögum eftir að svarthúfusveitirnar
svokölluðu tóku innanríkisráðuneytið
í Riga með valdi. „Upptök harmleiks-
ins liggja í því að sovéska stjórnar-
skráin og borgaraleg réttindi hafa
verið fótum troðin með því að mis-
muna fólki af ólíku þjóðerni," sagði
Gorbatsjov. Hann sagði að einnig
væri um að kenna óábyrgri hegðun
gagnvart hermönnum og fjölskyidum
þeirra. Gorbatsjov sagði að fram
myndi fara rannsókn á valdbeiting-
unni í Vilnius og Riga og hlutdeild
hers og lögreglu í henni. Hann vísaði
gagnrýni erlendis frá á bug og hafn-
aði því að hann hefði snúið við blað-
inu. Rúmlega liundrað sovéskir
menntamenn birtu í gær yfirlýsingu
þar sem þeir sökuðu forsetann um
að hafa snúið þróuninni í landinu við
og væri nú stefnt í átt til „vinnu-
búða, hreinsana, ógnar, hungurs og
eyðileggingar".
Anatolijs Gorbunovs, forseti Lett-
iands, sagði að Gorbatsjov hefði ekki
kotnið með neinar uppbyggilegar
lausnir á vandanum í Eystrasaltsríkj-
unum heidur staðið á því fastar en
fótunum að sovéska stjórnarskráin
væri grundvöllurinn sem byggja ætti
á. Arnold Ruutel, forseti Eistlands,
sem hitti Gorbatsjov á mánudag
sagði í gær að Gorbatsjov hefði heit-
ið því að valdi yrði ekki beitt í Eist-
landi.
Tilkynnt var í Moskvu í gær að
fimmtíu- og hundraðrúblu seðlar
yrðu teknir úr umferð til að vinna
bug á „smygli, spillingu og spákaup-
mennsku" í landinu. Valentín Pavlov,
forsætisráðherra Sovétríkjanna,
kynnti aðgerðirnar í sjónvarpi og
fullvissaði áhorfendur um að ekki
væri meiningin að gera fé almenn-
ings upptækt með þessum hætti en
sagði að margir notuðu áðurnefnda
seðla til að smygla fé úr landi. Hægt
verður að skipta seðlunum í bönkum
fram á laugardag.
Þingmenn á þingi Evrópubanda-
lagsins í Strassborg samþykklu í gær
að fresta uniræðu um neyðaraðstoð
við Sovétríkin vegna ofbeldisverka
sovéska liersins. Einnig samþykkti
ráðherraráð EB að hægja á fyrirhug-
aðri neyðaraðstoð. Um er að ræða
mögulega frestun eða niðurfellingu
á 30 mitljarða íslenskra króna tækni-
aðstoð og rúmlega 30 milljarða
tryggingar vegna matarkaupa á
Vesturlöndum. Sovétríkin munu hins
vegar fá tæplega tuttugu milljarða
neyðaraðstoð sem samþykkt var á
leiðtogafundi EB í Róm í desember.
Talsmaður utanríkisráðuneytis Lúx-
emborgar sagði í Brussel í gær að
allar langtímaáætlanir um aðstoð við
Sovétríkin yrðu lagðar á hilluna um
tíma.
Sovésk stjórnvöld höfnuðu fyrir
lielgi beiðni sjö aðildarríkja RÖSE-
yfirlýsingarinnar um sérstakan fund
innan ROSE um ástandið í Eystra-
saltsríkjunum.
skotmörk í 90% árásarferðanna tii
íraks og Kúveits. Þrátt fyrir gífur-
legt sprengjuregn væru flestir her-
flugvellir Iraka óskemmdir og flug-
floti þeirra væri nánast ósnortinn.
Sömuleiðis væru 30 loftvarnarkerfi
íraka ólöskuð. Þau eru nær öll
smíðuð af Sovétmönnum og að sögn
Interfax hafa fregnir um árang-
ursríkar árásir á þær valdið ráða-
mönnum í Moskvu áhyggjum.
Evrópubandalagið (EB) fordæmdi
í gær meðferð íraka á stríðsföngum,
sagði hana jafngilda stríðsglæp og
yrðu einstakir stjórnendur landsins
gerðir persónulega ábyrgir fyrir
þeim.
Sjá einnig fréttir af Persa-
flóastríðinu á bls. 18 - 21.
Reuter
Liðsmenn björgunarsveita flytja konu sem særðist alvarlega þegar sovétsmíðuð Scud-eldflaug hæfði
íbúðablokk í Tel Aviv í gærkvöldi. Eldflaugin var ein þriggja sem skotið var frá herstöð íraka við jórd-
önsku landamærin en hinum tveimur grönduðu bandarísk Patriot-Ioftvarnaskeyti.