Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDA'GUR' 23. JANÚAR 1991 Jósafat Sigfússon frá Gröf - Kveðja Fæddur 14. september 1902 Dáinn 10. desember 1990 Útför Jósafats Sigfússonar sem lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks í hárri elli þann 10. desember var gerð frá Sauðárkrókskirkju þann 15. des. við mikið fjölmenni afkom- enda, ættingja og vina. Mér finnst ég verða að minnast Jósa frænda míns nokkrum orðum, en það var hann oftast kallaður. Daginn fyrir útförina kom ég til Sauðárkróks frá Akureyri, á leið- inni ók ég um Seyluhreppinn og var þá hugsað til afa og ömmu Sigfús- ar Hanssonar og Önnu Jónínu Jósa- fatsdóttur sem byijuðu að búa á Grófargili 1901—1902 við lítil efni á veraldlega vísu en mikla trú á framtíðina. Þama fæddist Jósi en áður höfðu þau eignast son sem hét Sigurður. Ingibjörg móðir mín fæddist svo árið 1903 en það ár bjuggu þau á Kjartansstöðum, en flytja að Syðri Brekkum í Blönduhlíð það ár og búa þar til ársins 1918. Arið 1917 í janúar missa þau Sigurð son sinn og um haustið brann bærinn á Syðri Brekkum, en þar var þá þríbýli, urðu þau þá að búa um sig í fjárbúsunum með barnahópinn um veturinn. Þau höfðu þá eignast Jóhann 1904, Guðrúnu 1906, Svanhildi 1907 og Bjarna 1916. Árið 1918 fjytja þau að Hofi á Höfðaströnd og þar eignast þau son sem þau létu heita Sigurð. Að Gröf á Höfðaströnd flytja þau árið 1921 og býr afi þar til ársins 1941, en þá taka þeir Bjarni og Ólafur Jónsson eiginmaður Svan- hildar við jörðinni. Árin sem afi bjó á Syðri Brekkum, eru þau hörðustu sem komið hafa á þessari öld, en þrátt fyrir frostavetur, hafís og fá- tækt tókst honum og ömmu að glæða hjá börnum sínum sérstaka bjartsýni og trú á lífið sem mótaði lífsviðhorf þeirra allra alla tíð. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, EINAR SIGURÐUR SIGURÐSSON, Leynisbraut 12, Grindavik, lést af slysförum mánudaginn 21. janúar. Guðbjörg Ólafsdóttir, Sigurður Einarsson, Erna Þ. Einarsdóttir, Hulda Rós Einarsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Sigurður Þórðarson. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG L. GUÐMUNDSDÓTTIR, Kötlufelli 3, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 25. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Magnús Stephensen Daníelsson, Áslaug K. Magnúsdóttir, Agnar Eide, Jórunn I. Magnúsdóttir, Stefán H. Stefánsson, Jón S. Magnússon, Kolbrún Viggósdóttir, Arnhildur S. Magnúsdóttir, Jón Guðbjörnsson, Ingibjörg L. Magnúsdóttir, Sveinn Isebarn, Sigríður Magnúsdóttir, Magnús Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, JAKOBÍNA HALLSDÓTTIR, Gunnlaugsgötu 3, Borgarnesi, sem andaðist í sjúkrahúsi Akraness 15. janúar, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 26. janúar kl. 14.00. Vigdís Þálsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN INGVARSDÓTTIR, Drápuhlíð 2, Reykjavík, sem andaðist 16. janúar sl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. janúar kl. 10.30. Synir, tengdadóttir og barnabörn. t Móðir okkar, MARÍA G. OLGEIRSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði áður til heimilis í Fellsmúla 4, Reykjavík, lést mánudaginn 14. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hörður Hjaltason, Einar Jóhann Olgeirsson, Ingibjörg O. Hjaltadóttir og aðrir aðstandendur. Einnig hefur sú lífsreynsla sem þau gengu í gegnum þegar bærinn brann 1917 eflaust fært þau nær hvort öðru, en mér er í barnsminni hvað Grafarsystkinin voru öll sam- hent og samkennd þeirra mikil. í fallegri útfararræðu sr. Hjálm- ars Jónssonar kom fram að Grafar- heimilið hefði verið sérstakt menn- ingarheimili, þar sem ríkti mikil og heit trú í uppeldi barnanna. Jósi ólst upp við öll venjuleg sveitastörf og er mér kunnugt um að honum var sérlega lagið að umgangast skepnur og átti hann jafnan afbragðs góða hesta. Árið 1929 kvænist hann eftirlifandi konu sinni Jónönnu Jónsdóttur frá Stað- arbjörgum í Hofsósi. Bjuggu þau fyrstu árin í Gröf og stundaði Jósi þá einnig vinnu utan heimilis, var meðal annars í vegavinnu og við byggingu brúar við vestari Héraðs- vötn. Árið 1934 flytja þau í nýtt hús sem þau byggðu sunnan við bæinn á Staðarbjörgum í Hofsósi og nefndu húsið Sæland. Mér er í fersku minni þegar við strákarnir sem vorum í sveitinni hjá afa og ömmu vorum sendir í kaup- staðinn, var ætíð komið við á Sæ- landi og þegnar góðgerðir hjá Jón- önnu og heilsað upp á frændsystk- inin. Á þessum árum var Jósi við sjóróðra bæði með Jóni tengdaföður sínum og fleirum einnig vann hann við smíðar m.a. sem við Skeiðsfoss- virkjun í Fljótum en hún var þá í byggingu. Þegar' þannig hentaði að hann átti helgarfrí komu þau með börnin inn í Gröf eins og það var kallað, var það alltaf tilhlökkunarefni okk- ar sem í sveitardvölinni voru, minn- ist ég alveg sérstaklega hve Jósi var barngóður og tilbúinn að taka okkur á hné sér og gantast við okkur. Fjölskyldan flytur til Sauðár- króks árið 1947, en fyrir tveimur árum hafði þá Sigurður bróðir hans stofnað byggingafyrirtæki með Árna Jóhannssyni stjúpföður mínum og fleirum. Mikil vinna var framundan við húsbyggingar í Skagafjarðarsýslu og á Sauðár- króki, breytingar eftirstríðsáranna í atvinnuháttum kölluðu fleira fólk til starfa í þéttbýlinu og á Sauðár- króki fór íbúum að fjölga. Á Sauðárkróki hafði sr. Helgi Konráðsson beitt sér fyrir stofnun gagnfræða- og iðnskóla, þannig að auðveldara var að framfleyta fjöl- skyldunni þar en á Hofsósi og koma börnunum til mennta. Jósi og Jónanna byggðu fallegt heimili á Hólavegi 14, þar sem þau bjuggu uns þau fóru á Dvalarheim- ili Sauðárkróks fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust 4 börn, Braga Þór, maki María Guðmundsdóttir, búsett í Borgarnesi, þau eiga 4 börn, Guðrúnu Jónínu, maki Björn Arason sem einnig eru búsett í Borgamesi, þau eiga 4 börn, Jón Rögnvald, maki Sigríður Ingimars- Gunnar Mekkinós- son - Minning Fæddur 10. maí 1927 Dáinn 4. janúar 1991 Mig langar með örfáum orðum að kveðja minn gamla vin, Gunnar Mekkinósson. Við vorum mjög nán- ir vinir í fleiri ár. Við ferðuðumst vítt og breitt um okkar fagra land og nutum náttúrufegurðarinnar í fyllsta mæli. Einnig nutum við spánarsólar saman eitt síðsumar. Alltaf reyndist Gunnar frábær ferðafélagi og vinur og allir sem kynntust honum í öllum þessum ferðum fundu að þar fór góður drengur og var hann alls staðar vel liðinn, bæði í leik og starfi. Hann var börnum sínum góður faðir og félagi, barnabörnunum góður afi. Gunnar var mjög dugleg- ur til vinnu og vandvirkur hús- gagnabólstrari, gagnrýninn á sjálf- an sig og lét ekkert frá sér fara nema hann væri fullkomlega ánægður. Hann átti við sín vandamál að stríða eins og við öil en tók þeim með æðruleysi. Ég vil þakka honum fyrir allar okkar góðu stundir sem við áttum saman í fjölda ára og •votta bömum hans, systkinum og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Ása í dag, 23. janúar, verður vinur minn, Gunnar Mekkinósson, jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. Hann andaðist 14. janúar síðastliðinn á sjúkrahúsinu í Keflavík eftir um það bil eins árs erfiða sjúkdómslegu. Foreldrar Gunnars voru sæmdar- hjónin Mekkinó Björnsson, kaup- maður í Reykjavík, og Dagmar Þorkelsdóttir. Systkini hans em Hólmfríður, Björn kaupmaður og Magnús kaupmaður, sem lést í febr- úarmánuði á síðasta ári. Gunnar fæddist hinn 10. maí 1927. Naut hann bjartra æskudaga í faðmi samhentrar myndarfjöl- skyldu. Lauk hann námi í hús- gagnaiðn og hlaut meistararéttindi í húsgagnabólstrun. Eftir starfs- reynslu hjá öðrum stofnaði hann og rak eigið fyrirtæki, Formbólstr- un. Árið 1949 giftust þau Gunnar og Erla Guðmundsdóttir, Benja- mínssonar, klæðskerameistara, og konu hans, Vilborgar Einarsdóttur. Böm þeirra urðu Vilborg, Björk, Guðmundur, sem dó ungur, Dag- mar og Gunnar yngstur. Grétar Felix var sonur Gunnars fyrir hjú- skap. Þrítugur að aldri fluttist Gunnar með fjölskyldu sinni til Kanada. Starfaði hann við iðn sína í Van- couver unz þau fluttust aftur heim til íslands. Naumast verður fram hjá því litið, að þungbær sonarmiss- ir hafi beint og óbeint markað ör- lagaspor í lífi fjölskyldunnar. Slitu þau Gunnarog Érla samvistir 1961. Var það Gunnari mikil hamingja, þótt skammvinn væri, er hann kynntist Esther Ágústsdóttur. Gift- ust þau árið 1964. Þrem árum síðar lést hún af ólæknandi hvítblæði. Var þá enn að Gunnari þungur t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR STÍGSDÓTTUR. Sigurður Ingi Sigmarsson, Fannéy Stefánsdóttir, Magnea Sigmarsdóttir, Karl Martínsson, Guðlaug Sigmarsdóttir, Hafliði Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. dóttir, búsett á Sauðárkróki, þau eiga 2 syni, og Ingibjörgu Gunn- hildi, maki Sveinn M. Friðvinsson sem einnig eru búsett á Sauðár- króki, þau eiga 3 syni. Víst er að þeim Jónönnu og Jósa tókst að koma börnum sínum vel til manns og búa þau vel undir lífsbaráttuna, enda var það þeirra áhuga- og metnaðarmál. Barna- börnin fóru heldur ekki varhluta af umhyggjusemi þeirra, ástúð og áhuga á allri velferð meðan þau gátu og höfðu tækifæri til að sinna þeim. Hann kvaddi um miðja að- ventuna, þegar undirbúningur jóla- hátíðarinnar er í fullum gangi og við bíðum komu frelsarans. Útför hans var gerð frá Sauðár- krókskirkju 15. desember en kirkj- an var endurvígð sunnudaginn áður eftir mikla endurbyggingu. Kirkjan er Sauðkrækingum til mikils sóma dg við þessa kveðjuathöfn um ein- stakan gæfumann, sem af mörgum gæti verið gleymdur vegna langvar- andi dvalar á elliheimili og sjúkra- húsi, fann maður svo vel þá vin- áttu, frændsemi og hlýhug sem sr. Hjálmar gerði að umræðu í ræðu sinni umlykja sig. Fjölmenn 'erfidrykkja var í fé- lagsheimilinu Bifröst þar sem að- komnum vinum og ættingjum gafst tækifæri til að njóta góðra veitinga ásamt að hitta fjölmarga Sauð- krækinga. Öldruðum systkinum hans votta ég samúð mína. Á þessari stundu óska ég þess að afkomendur hans og tengdabörn megi taka lífshlaup hans sér til fyrirmyndar, og ylji sér við endur- minningar um föður, tengdaföður og afa. Jónönnu sem dvelur á ellideild Sjúkrahúss Sauðárkróks sendum við hjónin okkar innilegustu kveðjur og biðjum guðs blessunar. Sverrir Sveinsson harmur kveðinn, sem nærri má geta. Kynni okkar Gunnars hófust í ársbyijun 1979. Urðu þau náin, enda lágu saman leiðir okkar í við- leitni til breyttra viðhorfa og betra lífs. Þar var Gunnar heill og óskipt- ur og náði því marki, sem að var stefnt. Reyndist hann mér traustur og góður vinur, svo að aldrei bar skugga á. Sterkastur var hann mér o g bestur, þegar mest ég þurfti við. Saman áttum við ferðir og dvöl í Kerlingarfjöllum og á Vatnajökul, að ég nú ekki nefni Bláíjöllin okk- ar. Vinátta okkar bar ekki í sér nein skiiyrði. Hún var einlæg og verður ekki fullþökkuð. í þessum kveðjuorðum mínum vil ég minnast þess margvíslega lífsláns, sem Gunnar varð aðnjót- andi. Ber þar hátt sjaldgæft trygg- lyndi Erlu Guðmundsdóttur, sem stóð einsog klettur við hlið hans unz yfir lauk með þeirri umhyggju, sem enginn annar gat veitt. Síðustu árin starfaði Gunnar á Keflavíkurflugvelli. Þar naut hann velvildar samstarfsmanna, sem nú sjá á bak góðum félaga. Ég kveð með þessum orðum Gunnar vin minn og bið þann, sem öllu ræður að gefa Erlu, börnum hans og öðr- um nátengdum, styrk í sorg þeirra og votta þeim einlæga samúð. Axel Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.