Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 29
itifil HAtMAl ,8S HIJOAaUSIVQÉlM QIGAJf 1VI'JOHOM “MORGUNBLAÐIÐ “MIÐVIKUD-AGUR-237-JAIWAR-1991' Skattaþrældóm- ur — fjölmiðlafár eftirPál V. Daníelsson Mikið fjaðrafok hefur verið út af því að fólk hefur lagt sparifé sitt í kaup á hlutabréfum. Fár hefur hlaupið í fjölmiðla, sem rekið hafa svo einhæfa fréttamennsku að stundum hefði nú verið sagt að tómarúm væri á vissum stöðum. Fyrir nokkrum árum rausnaðist alþingi til að samþykkja lög þar sem létta ætti einstaklingum að leggja fé í atvinnurekstur með því að upp- hæðir að vissu marki væru frádrátt- arbærar til skatts. Var um þetta talað sem mikinn stuðning við at- vinnulífið, bæði að það styrkti eig- infjárstöðu fýrirtækja og gæfi al- menningi kost á að taka þátt í at- vinnurekstrinum. Þetta var nú góðra gjalda vert. En Adam var ekki lengi í Paradís. Komst ekki inn fyrir dyrnar því þegar að fram- kvæmdinni kom voru sett svo þröng skilyrði að það voru eingöngu örfá stórfyrirtæki sem gátu fullnægt þeim. Vaxtarbroddur atvinnulífsins, sem liggur í smáfyrirtækjunum, var settur út í kuldann. Holskefla vaxtaokurs Þegar holskefla vaxtaokurs og verðtrygginga eftir vafasömum við- miðunarreglum reið undirbúnings- laust yfir fyrirtæki og einstaklinga fór þjóðfélagið úr skorðum. Ekki bætti úr skák þegar innleitt var og lögverndað svokallað vaxtafrelsi til handa bönkum og verðbréfamörk- uðum og þeim gefin laus höndin með að bjóða í fjármagnið hverjir í kapp við aðra. Þannig var verð- bólgunni hleypt upp. Atvinnurekst- urinn neyddist til þess að taka lán með þeim kjörum sem upp voru sett, því skattareglur vernduðu fé á fjármagnsmarkaðnum en lítið eða ekki í atvinurekstrinum. Atvinnulíf- ið, einstaklingarnir og opinberir aðilar urðu því að sæta afarkostum, sem leitt hafa af sér gjaldþrot í stórum stfl svo og skattahækkanir og erlendar lántökur. Afleiðingin er sú að annars vegar hefur safn- ast mikill auður á fáar hendur og hins vegar atvinnuleysi og mikil fátækt. Að sleppa fjármagninu lausu boðar ekki almenna hagsæld heldur grimmd og miskunnarleysi, það þekkja þeir sem í höndum þess lenda. Þarf ekki að draga úr atvinnuleysi? Allt hefur þetta valdið miklum átökum í þjóðfélaginu og ekki séð fyrir hver endirinn verður. En margur er þó að reyna að þrauka, klóra í bakkann og reyna að aðlag- ast því þjóðfélagi sem við byggjum í dag. Þess vegna hafa æ fleiri hlutafélög, eftir að rýmkað var um skattareglur varðandi eigið fé og öflun þess, farið út á þá braut að gera þau að almenningshlutafélög- um og hlutabréf í þeim verið boðin til kaups. Töluverð sala varð á hlutabréfum á sl. ári. Og þá ætlar allt um koll að keyra. Hvað veldur þetta miklu skattatapi hjá ríkissjóði er spurt? Og illu heilli eru komnar upp radd- ir um að undir lekann verði að setja og hefta það að hinn almenni mað- ur geti keypt hlutabréf og fengið skattafslátt. Alltaf skal ráðast á þann sem minna má sín. En hvern- ig væri að líta á það hvort aukin hlutabréfasala hafí ekki styrkt at- vinrtureksturinn. Þurfum við ekki á fyrirtækjunum að halda til þess að stöðva vaxandi atvinnuleysi og gera þau færari um að bera hina sívax- andi skattbyrði? Af hveiju líta fréttamenn ekki á þessa hlið mál- anna? Páll V. Daníelsson „Það er af hinu góða að fólk kaupi hlutabréf. Meginhluti fólks gerir það sér til hagsbóta og til eflingar atvinnulíf- inu.“ Öllum best að atvinnulífið blómgist? Ég heid að fólk verði að hugsa áður en það talar í þessu máli. Ef engiíin er hvatinn til að byggja at- Vinnulífið upp er hætt við að víða verði þröngt fyrir dyrum, jafnvel hjá íjölmiðlafólki. Og eigi að setja fótinn fyrir þessa örlitlu glufu, sem hinn almenni launþegi hefur fengið til þess að hafa möguleika á að taka þátt í atvinnurekstri svo og að hindra fyrirtækin í því að auka eigið fé sitt og komast þannig hjá því að leita í miklum mæli á hinn rándýra fjármagnsmarkað er illa farið. Sannleikurinn er sá að þann- ig þarf það opinbera að búa að at- vinnurekstrinum að það eigidfé sem í honum er bundið gefi að jafnaði bestan arðinn. Það er sú leið sem getur haldið fjármagnsmarkaðnum og vaxtaokrinu í skefjum og bætt hag einstaklinga, fyrirtækja og op- inberra aðila. Það er af hinu góða að fólk kaupi hlutabréf. Meginhluti fólks gerir það sér til hagsbóta og til eflingar atvinnulífinu. Þótt einhver hafi orð- ið bráð einhæfra skattalegra gylli- auglýsinga þeirra er önnuðust hlutabréfasölu og keypt hlutabréf með það eitt í huga að njóta skatt- fríðinda en ætli að selja bréfín fljótt aftur þá sjá núgildandi lög fyrir að erfitt er um vik að leika slíkan leik. Misnotkun þeirra fáu í þessum efn- um má hvorki láta bitna á öllum almenningi né atvinnulífinu. Það væri þjóðarslys. Höfundur er viðskiptafræðingur■ AUGLYSINGAR KENNSLA Saumanámskeið Ný saumanámskeið að hefjast. Uppiýsingar í símum 679440 og 611614 eft- ir kl. 14.00. Björg ísaksdóttir, sníðameistari. Þýskunámskeið Germaníu hefjast á ný mánudaginn 28. janúar 1991. Kennsla verður sem hér segir: Byrjendur(nýir).. mánud. 20.15-21.45 Byrjendur (frá fyrra ári þriðjud. 20.15-21.45 Framhald I ...... þriðjud. 18.45-20.15 Framhaldlll ..... mánud. 18.45-20.15 Framhald IV...... þriðjud. 18.45-20.15 FramhaldV........ fimmtud. 18.45-20.15 FramhaldVI ...... mánud. 18.45-20.15 Kennt verður í Lögbergi, Háskóla íslands, annarri hæð. Upplýsingar eru gefnar í síma 10705. Nýir þátttakendur velkomnir í alla hópa. HEIMILISIÐN AÐ ARSKÓLINN Sími 17800 Námskeið sem byrja ífebrúar: Vefnaður Spjaldvefnaður Fatasaumur Baldýring Bútasaumur Tauþrykk Leðursmíði Útskurður Prjóntækni, framhaldsnámsk. 4. febrúar- 7. 6. febrúar-27. 5. febrúar- 2. 5. febrúar-12. 4. febrúar-11. 4. febrúar-11. 7. febrúar-28. 5. febrúar-26. 7. febrúar-28. mars. febrúar. mars. mars. mars. mars. febrúar. mars. febrúar. Námskeið skólans eru opin öllum án inntöku- skilyrða. Skráning er á skrifstofu skólans, Laufásvegi 2, í síma 17800. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Félag háskólakennara Áríðandi fundur í Félagi háskólakennara verður haldinn í Odda fimmtudaginn 24. janú- ar kl. 17.00. Fundarefni: Kjarasamningur. Stjórn F.H. Verkamannafélagið Dagsbrún Framboðsfundur Félagsfundur verður haldinn í Bíóborg (áður Austurbæjarbíó) miðvikudaginn 23. janúar 1991 kl. 17.00. , Dagskrá: Komandi stjórnarkosningar í Dagsbrún. Dagsbrúnarmenn eru beðnir um að koma beint úr vinnu. Atvinnurekendur eru beðnir um að hindra ekki að menn komist á fundinn. Félagar fjölmennið. Stjórn Dagsbrúnar. : ÝMISLEGT Innflytjendur athugið! Önnumst markaðssetningu og sölu á ýmsum tæknibúnaði ásamt öðrum vöruflokkum. Margt kemur til greina. Vinsamlegast sendið inn upplýsingar á auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. janúar merktar: „I - 8817“. Málverkauppboð Höfum hafið móttöku á myndum fyrir uppboð sem haldið verður 3. febrúar nk. Myndir þurfa að hafa borist fyrir 30. janúar. BORG Pósthússtræti 9 Austurstræti sími 24211. TIIKYNNINGAR Símaþjónusta fyrir heyrnarskerta Upplýsingadeild Tryggingastofnunar hefur tekið í notkun textasfma. Símanúmerið er 91-60 45 47: TRYGGINGASTOFNUN TILKYNNINGAR Tilkynning frá Skíðaféiagi Reykjavíkur Mullersmótið í skíðagöngu 1991 fer fram í Bláfjöllum næst- komandi laugardag 26. janúar kl. 14.00. Skráning kl. 13.00 i kaffiteríukjallaranum í Bláfjalla- skálanum. Karlaganga 10 km, konur, börn og öldungar 5 km. Ef veður verður óhagstætt mun það tilkynnt í Ríkisútvarpinu keppnisdaginn kl. 10.00. Upplýsingar í síma 12371. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur. FEIAGSIIF □ GLITNIR 59912317 - 1 Atkv. □ HELGAFELL59911237 VI 2 I.O.O.F. 9 = 1721238'* = I.O.O.F. 7 = 1721238'* = □ MI'MIR 599125027 - 1 REGLA MUSTERISRIDDARA RMHekla 23.1. VS. MT. Flóamarkaður Flóamarkaður hjá Hjálpræðis- hernum, Kirkjustræti 2 í dag, miðvikudag, frá kl. 10.00-17.00. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. SAMBAND iSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 i kvöld kl. 20.30. Raeðumaður: Baldvin Steindórs- son. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30. Sönghópurinn Án skilyrða, Þor- valdur Halldórsson stjórnar. Prédikun og fyrirbænir. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Breski miðillinn Zena Davies heldur skyggnilýsingafund fimmtudaginn 24.01. kl. 20.30 á Sogavegi 69. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, Garðastræti 8, 2. hæð - sími 18130. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.