Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLÁÍÆÐ MIOVIKUDAGUR 23. JANOAR 1991' 21 B-52G sprengjuflugvól Bandaríkjaher hefur um 260 B-52G sprengju flugvélar í þjónustu sinni. Flestar eru hluti af kjarnorkuflugflotanum, en um 70 eru búnar til hefóbund- inna sprengjuórósa. Framleiðandi: Boeing Co. (aðallega i Wichita i Konsos). Fyrst flogið: 1952. Ánöfn: 6 (flugstjóri, aðstoðarflugstjóri, siglingo- fræðingur, ratsjórtæknor og skytto). Lengd: 49 m Vænghaf: 56 m Hæð: 12,5 m Hómarkshraði: 957 km/klst. Vélar: 8 Prott & Whitney þotuhreyflor. KKW—Heimildii: USHI Mililmy Dotabase, Wichita £'agle. Sprengjufarmurinn getur verió allt að 27 tonn. .... *• Vélin getur borið 24 •••• .. 4UU kg sprengjur undir vængjunum. Vélin getur borið ollt oð 84 250 kg sprengjur i sprengju- rýminu í skrokknum. Urvalssveitir Saddams Iraksforseta við landamæri Kúveit og Iraks: B-52 sprengjuvélar „teppaleggja^ stöðvar Lýðveldisvarðarins FRAM til þessa hafa loftárásirnar í Persaflóastyrjöldinni verið fram- kvæmdar með háþróuðum vopnum og tækjabúnaði. Fréttamenn sem nýkomnir eru frá höfuðborg Iraks, Bagdad, hafa lýst því er þeir sáu Tomahawk-stýriflaugar fara eftir götum borgarinnar og taka síðan snögga beygju til hægri við götuljós áður en þær hæfðu skotmarkið. Fréttastjóri breska útvarpsins BBC í höfuðborginni sá eina slíka fara þrjá hringi umhverfis al-Rasheed-hótelið þar sem hann bjó áður en hún hélt áfram leit sinni að skotmarkinu. Franskur blaðamaður sagði í viðtali við komu sína til Amman í Jórdaníu að loftárásirnar á Bagdad hefðu einna helst líkst „smásjáraðgerð", slík hefði nákvæmnin verið. Loftárásirnar sem nú eru hafnar á Lýðveldisvörðinn, úrvalshersveit- ir Saddams forseta við landamæri Kúveit og íraks, fara ekki fram með þessu hætti; þær minna frekar á loftárásir þær sem menn kynnt- ust á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Sprengjuflugvélum af gerðinni B-52 er einkum beitt í því skyni að uppræta stöðvar Lýðveldisvarðar- ins. Sveitir þessar eru með réttu nefndar úrvalssveitir Saddams ír- aksforseta og það var þessi liðsafli sem fór fyrir innrásarliðinu inn í Kúveit 2. ágúst sl. Herliðið sem tel- ur átta herdeildir, að öllum líkindum um 150.000 menn, hefur komið sér fyrir. við landamærin á mjög stóru landsvæði. Bryndrekarnir eru grafnir niður sem og stjórnstöðvar, sem margar hveijar a.m.k. eru sprengjuheldar. Hermennirnir haf- ast við í skotgröfum og eru ávallt búnir til bardaga. Lýðveldisvörðurinn og stríðið við Irani Ljóst virðist að herstjórn banda- manna hyggst fresta öllum aðgerð- um á landi og innrás í Kúveit þar til fyrir liggur að loftárásir þessar hafi skilað tilætluðum árangri. Er þetta til marks um þá virðingu sem hersveitir þessar njóta í röðum óvin- arins sökum frammistöðu þeirra í stríðinu blóðuga við íran. Einkum er mönnum minnistæð sókn þeirra gegn sveitum Irana á Fao-skaga árið 1988, sem talinn var sérlega mikilvægur í hernaðarlegu tilliti í stríðinu því. Iranir höfðu náð skag- anum á sitt vald tveimur árum áður og þótti hernaðarsérfræðingum sýnt að erfitt yrði, ef ekki ómögulegt, fyrir íraka að hrekja fylgismenn Khomeinis erkiklerks þaðan, Þeir hinir sömu ráku upp stór augu er í ljós kom að Lýðveldisvörður Iraka hafði náð þessu markmiði á aðeins fáeinum klukkustundum. Hins veg- ar gátu írakar vafalítið þakkað Sov- étmönnum þennan sigur, að hluta til, því skömmu áður hafði þeim borist mikill fjöldi háþróaðra vopna frá Moskvu-stjórninni. Þá vann Lýð- veldisvörðurinn einnig auðvelda sigra á „sjálfboðaliðasveitum“ Ir- ana; þúsundum ungra drengja sem æddu út í dauðann, berfættir og lítt eða ekkert vopnaðir, með nafn Mú- hameðs spámanns á vörum. 1.300 sovéskir skriðdrekar Almennt er litið svo á að megin- hluti vopnabúnaðar Lýðveldisvarð- arins sé ekki sambærilegur við fuíl- komnustu stríðstól hersveita banda- manna. A hinn bóginn blasir við að liðsafli þessi verður ekki auðsigrað- ur í landorustum; talið er að Lýð- veldisvörðurinn ráði yfir 500 sovésk- um T-72 skriðdrekum, sem þykja mjög öflugir, og um 800 eldri skrið- drekum af gerðinni T-62. Má telja líklegt að liðsafla þessum verði beitt til snarprar gagnsóknar gegn her- sveitum bandamanna þegar þeim hefur tekist að bijþtast í gegnum framvarðarstöðvar íraka í Kúveit. B-52-flugsveitunum hefur verið falið að gera stórfelldar og svæðis- bundnar loftárásir á stöðvar úr- valssveitanna. Þessari árásaraðferð hefur verið líkt við „teppalagningu" og nefnist raunar á ensku „Carpet Bombing". Hver B-52-þota ber allt að 108, 250 kílóa sprengjur. Þær lúta ekki sjónvarps- og leysistýringu líkt og mörg þau vopn sem banda- menn hafa einkum treyst á til þessa; þær hafa aðeins að geyma sprengi- efni. Þijár flugvélar gera yfirleitt árásir samtímis úr mikilli hæð til að forðast loftvarnarskothríð íraka. Orustuþotur fylgja jafnan sprengju- flugvélum til að veija þær gegn hugsanlegum árásum þotna íraka. Hver þota getur „teppalagt" á að giska 2.000 fermetra svæði. Hæfi sprengja skriðdreka er sá úr sög- unni og sprengja sem hafnar nærri skotgröf gerir það að verkum að hún hrynur og hermennirnir kafna í eyðimerkursandinum. Birgðaflutningar hindraðir Hins vegar beinast árásir B-52- sprengjuvélanna_ ekki sérstaklega að bryndrekum íraka. í Falklands- eyjastríðinu komust Bretar að því að sprengju- og stórskotaliðsárásir duga ekki til að bijóta baráttuþrek hermanna óvinarins á bak aftur og Lýðveldisvörðurinn er ýmsu vanur eftir að hafa barist við írani í átta ár á vígstöðvum Persaflóastríðsins. Tilgangurinn með sprengjuárásun- um er einkum sá að hindra birgða- flutinga til úrvalssveitanna. Herafli sem þessi þarf á gífurlegum birgð- um matar og skotfæra að halda. Talið er að fjórar milljónir lítra af vatni renni um kælikerfi skriðdreka Lýðveldisvarðarins í hverri viku. Hermennirnir þurfa enn meira. Eldsneyti og matur bókstaflega brennur upp. Það er erfitt að fela birgðastöðvar og það eru einkum þær sem áhafnir sprengjuvélanna eru að leita að. Eldsneytis- og vatnstankar hafa trúlega verið grafnir niður en sprengiradíus hverrar 250 kílóa sprengju er á að giska 200 metrar. Norman Schwarzkopf, yfirmaður herstjórnar bandamanna í Saudi- Arabíu, hefur sagt að hugsanlega verði unnt að vinna sigur á vígvél Saddams Hussein án þess að til landbardaga komi. Það á eftir að koma í ljós á næstu vikum. Byggt á The Daily Telegraph o.fl. HELGARFERÐIR I JANÚAR FEBRÚAR OG MARS Skemmiiskrepp um helgi, kostar ekki uiiloð*** »»mJ0flLeÍ3 Flugleiöum. Skotpallar Scud-eldflaug-a: _ Bjuggu Irakar til eftirlíking- ar úr pappa? London. Reuter. ÞAÐ er talið hugsanlegt að írakar hafi komið fyrir eftirlíkingum af skotpöllum Scud-eldflauga víðs vegar um landið. Archie Hamil- ton, aðstoðarvarnamálaráðherra Breta, sagði í samtali við Sky- sjónvarpsstöðina að það gæti verið að fjölþjóðaliðið hefði að hluta til verið að eltast við pappaeftirlíkingar. „Það er mögulegt að þegar við höfum talið okkur vera að eyða skotpalli Scud-eldflaugar þá höf- um við í raun verið að skjóta á .aftirlíkingu úr pappa og kros- sviði,“ sagði Hamilton. Hann var spurður hvort skýringin á því að írökum hefði tekist að blekkja fjöl- þjóðaherinn gæti verið gloppur í hernaðarnjósnum bandamanna. Svaraði hann þvi til að eftirlíking- arnar væru mjög vel gerðar og erfitt að greina þær frá ekta skot- pöllum. Heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar í Amman í Jórdaníu segja að írakar hafi komið pla- steldflaugum fyrir nærri Habaniy- ah-stíflunni í vesturhluta íraks. Við plasteldflaugamar væru tæki sem gæfu frá sér sömu rafeinda- boðin og ekta Scud-eldflaugar. Talað er að eldflaugum hafi verið skotið á ísrael úr tveimur her- stöðvum í nágrenni stíflunnar sem kallaðar eru H2 og H3. s o 5 Fyrir þá sem vilja sameina fallegt umhverfi, þægilega stemmningu og góða veitingastaði er Osló rétta borgin. Heilbrigt mannlíf og falleg útivistarsvæði setjs svip sinn á borgina og hver árstíð hefur sína töfra og aðdráttarafl. Helgarferð til Osló... ósvikin skemmtiferð. FÖSTUDAGUR TIL MÁNUDAGS HÓTEL MUNCH TVEIR í HERB. KR. 34.270 Á MANN FLUGLEIÐÍR Þjónusta alla leið Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjarqötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 6 90 300. Allar nánari upplýsingar færðu á söfuskrifstofum Flugíeiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum ■zga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.