Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991 Sinfóníuhljómsveit íslands: Samið við enska hljómplötuútgáfu SINFONIUHLJOMSVEIT ís- lands hefur gert samning við ensku hljómplötuútgáfuna Chandos um útgáfu níu geisla- diska með leik hljómsveitarinnar á næstu þremur árum, en áætlað er að þrír geisladiskar verði gefnir út árlega. Upptökurnar fara fram hér á landi, og að sögn Gunnars Egilssonar, skrifstofu- stjóra Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, verður að eihverju leyti um íslenska tónlist að ræða, en verk- efnin verða væntanlega tengd tónleikahaldi hljómsveitarinnar. Deilan um hafn- arframkvæmd- ir við Húnaflóa; Samgöngu- ráðherra á sáttafund I DAG mun Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráð- herra, halda fund á Hótel Blönduósi með sveitarstjórn- armönnum á Blönduósi og Skagaströnd um hafnar- framkvæmdir á þessum stöð- um. Er boðað til fundarins til að reyna að ná samkomu- lagi á milli sveitarfélaganna um þessar framkvæmdir. Miklar endurbætur hafa staðið yfir á höfninni á Skaga- strönd og vilja Skagstrendingar Ijúka henni sem fyrst. Kostnað- urinn við að ljúka endurbótun- um nemur 120 miiljónum. Blönduóssbúa’r hafa hins vegar fulian hug á að byggja brimvarnargarð í höfninni á Blönduósi en kostnaður við hann nemur 160 milljónum kr. 23 kílómetrar skilja þessa staði að og er deilt um nauðsyn þess að ráðast í báðar þessar fram- kvæmdir eða hvort skip beggja staða eigi að samnýta höfnina á Skagaströnd. Sjá álit þingmanna kjör- dæmisins á bls. 16. Gunnar sagði áð hljómplötufyrir- tækinu hefðu verið sendar upptökur með leik hljómsveitarinnar, og hefði það leitt til þess að forstjóri fyrir- tækisins hefði komið hingað til lands að hlýða á leik hennar. Hann hefði síðan gert hljómsveitinni til- boð, og hefðu samningaviðræður staðið þar til nú, en samningurinn verður undirritaður á næstu dögum. Gunnar sagði að þessu fylgdi um þriggja milljóna króna kostnaðar- auki á ári fyrir hljómsveitina, og því hefði verið sótt um styrk til ríkisvaldsins, en þar hefði jákvætt svar fengist í gær um allt að þriggja milljóna króna styrk á ári- Að sögn Gunnars er hljómplötu- fyrirtækið sem um ræðir ekki mjög stórt, en það væri hins vegar mjög virt, Og væru hljómplötur á þess vegum gefnar út í 32 löndum. 415 kusu hjá Dagsbrún ígær Morgmiblaðið/Sverrir í gær hófust stjórnarkosningar í Verkamannafélaginu Dagsbrún en þær munu standa til sunnudags. Kjörfundur hófst kl. 13 og stóð til kl. 20 í gærkvöldi. Þegar honum iauk höfðu 415 Dagsbrúnarfélagar greitt atkvæði en 'rúmlega 3.500 manns hafa rétt til að greiða atkvæði í kosningunum. Talsverður straum- ur Dagsbrúnarmanna lá á kjörstað á Lindargötu 9 í allan gærdag og þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit þar inn síðdegis var Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og efsti maður á A-lista, að nýta kosningarétt sinn. Kristinn Pétursson alþingismaður; Loðnuflotinn fái að veiða síld KRISTINN Pétursson, alþingis-. maður, telur að loðnuflotinn eigi nú þegar að fá heimild til að veiða 100 þúsund tonn af síld til bræðslu eða annarar ráðstöfun- ar. Segist hann ætla að taka þetta mál upp í umræðum á Alþingi um Hagræðingarsjóð, en sem kunnugt er hyggst sjávarútvegs- ráðherra leggja fram frumvarp um að loðnuflotanum verði út- hlutaður þorskkvóti úr sjóðnum. Kristinn sagði í samtali við Morg- unblaðið, að hann teldi vafasamt að sá botnfiskkvóti, sem áætlað er að úthluta loðnuskipunum komi nokkurri útgerð að gagni þar sem meiningin væri að banna þeim að framselja aflann. Því væri ljóst að í mörgum tilfellum gæti orðið mjög kostnaðarsamt fyrir einstaka út- gerðir að hefja veiðar fyrir svo lítið magn af þorski, og einnig teldi hann það vera þvert á markmið núverandi fýrirkomulags fiskveiði- stjórnunar, þar sem augljóst mætti vera að óhagkvæmt sé að tvístra þorskkvótanum á langtum fleiri veiðiskip. Kristinn sagði, að enn væri alls ekki útséð um að af frekari loðnu- veiðum geti orðið, og því sé hag- kvæmara fyrir alla aðila að leyfa loðnuflotanum sfldveiðar fyrst um sinn. Hann sagði ljóst að síldar- stofninn þyldi vel slíka veiði, og markaðir fyrir saltsfld væru óvissir eins og komið hefði ljós síðastliðið haust. „Stór sfldarstofn á lager skil- ar þjóðinni engum arði, heldur eyk- ur hann einungis álagið á fæðukerf- ið í sjónum, en það virðist vera mikill fæðuskortur í hafinu kringum Island um þessar mundir. Því er það að öllu leiti hagkvæmari lausn að úthluta loðnuflotanum þessum síldarkvóta nú til bráðabirgða á meðan við erum að sjá það endan- lega hvort loðnan lætur ekki sjá sig, en persónulega er ég trúaður á að hún geri það,“ sagði hann. Hlutafélag stofnað um gerð jarðganga undir Hvalfjörð: Stefnt að því að hefja fram- kvæmdir innan fiögurra ára Akranes ■* Akranes SPÖLUR hf., nýtt hlutafélag um byggingu jarðganga við utanverð- an Hvalfjörð, var stofnað á Akra- nesi í gær, og eru stofnaðilar að því 10 talsins, en hlutafé félagsins er 70 milljónir króna. Fram kom á stofnfundinum að fleiri aðilar hafa áhuga á að gerast hluthafar, og hafa fyrirspurnir borist frá aðilum bæði innanlands og utan. Fjölmenni var á fundinum og meðal fundarmanna voru ráðherr- arnir Steingrímur J. Sigfússon og Olafur Ragnar Grímsson. Félaginu er ætlað að undirbúa, fjármagna og annast framkvæmdir við gerð ganganna, og reynist það vera tæknilega og fjárhagslega hag- kvæmt skulu framkvæmdir hefjast innan Ijögurra ára. Félaginu er heim- ilt að innheimta veggjald næstu 25 árin, og ef sá tími reynist ekki næg- ur til að endurgreiða framkvæmda- kostnað má lengja hann um fimm ár, en að þeim tíma liðnum verða göngin eign ríkisins. Gert er ráð fyr- ir að ijárfestingin skili hluthöfum 14% arði á ári. Stofnfélagar eiga mismikinn hlut, í félaginu, en Sem- entsverksmiðja ríkisins er sá stærsti með 15 milljóna króna framlag. Aðr- ir hluthafar eru Akranesbær, ís- Ienska jámblendifélagið, Grundar- tangahöfn, Borgamesbær, Skil- mannahreppur, Kjalameshreppur, Vegagerð ríkisins svo og verktaka- fyrirtækin Krafttak og ístak. Stjóm- inni er heimilt að auka hlutaféð um allt að 30 milljónir króna, og eins og áður kemur fram er áhugi hjá mörgum aðilum fyrir þátttöku. Formaður hins nýja félags var kosinn Gylfi Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins, en aðrir í stjóm eru Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borg- arnesi, Jón Hálfdánarson, bæjarfull- trúi á Akranesi, og Stefán Reynir Kristinsson, fjármálastjóri íslenska járnblendifélagsins. j.g. Ríkisendurskoðun og alþingismenn um sölu Þormóðs ramma: Þörf á samræmdum regl- um um sölu á ríkiséignum Aringlóð tal- in líkleg orsök TALIÐ er líklegast að kviknað hafi í Skíðaskálanum í Hveradöl- um út frá glóð í arni. Slökkt hafði verið í arninum áður en starfsfólk yfirgaf skíðaskálann, en talið er að glóð hafí leynst í skorsteini eða reyklúgu, og síðan borist þangað sem kviknað hafi í út frá henni. Læknadeilan: Ekki einfalt mál, segir fjármálaráðherra 1 SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar um sölu ríkisins á Þormóði ramma hf. segir að full þörf sé á að setja samræmdar reglur um hvernig skuli standa að sölu á eignum ríkisins með sama hætti og settar hafa verið reglur um hvernig standa skuli að opinberum innkaup- um. Samkvæmt núgildandi lögum þarf ráðherra að leita samþykkis Alþingis til að selja fasteignir ríkisins en þess gerist ekki þörf þeg- ar um hlutabréf eða lausafé er að ræða. Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, segist geta tekið undir það með Ríkisendurskoðun að endurskoða þurfi reglurnar. Það sé hins vegar ekki einfalt mál. „Ef selja á ríkisjarðir þarf að bera það undir Alþingi en viðkom- andi ráðherra getur einn ákveðið að selja stórfyrirtæki í hlutafélags- formi. En það þarf líka að huga að hvað teljast verðmæti og hvern- ig þau eru metin,“ sagði fjármála- ráðherra. „Sú ákvörðun sem ég tók, að binda kvótann við Siglufjörð, gerir það að verkum að verðmætið lækkar. Það hefði fengist meira verðmæti fyrir kvótann ef -hann væri seldur hæstbjóðanda en þá væri líka búið aða leggja atvinnulíf á Siglufirði í rúst. Það er því flókið mál að setja samræmdar reglur um þetta. Það getur þurft að taka tillit til forkaupsréttar, hvernig á að standa að auglýsingum og svo framvegis. Mér finnst óeðlilegt að ráðherrar sitji einir með jafn mikið vald og þetta gamalgróna kerfí veitir þeim, en ég hef ekki séð lýs- ingu á því hvers konar reglur væru æskilegar,“ sagði Ólafur. Páll Pétursson, alþingismaður, lagði fram frumvarp á Alþingi í vikunni um bann við sölu á öllum eignum ríkisins án lagaheimildar frá Alþingi. Pálmi Jónsson, alþing- ismaður, lagði fram frumvarp í des- ember ásamt Páli um að banna fjár- málaráðherra að selja hlutabréf í Þormóði ramma hf. án samþykkis Alþingis. Frumvarpið hefur ekki enn komið til umræðu, að sögn Pálma. Pálmi bendir á að þingmenn í Ijárveitngarnefnd hefðu lagt fram frumvarp á seinasta þingi um að leita verði heimildar Alþingis til allrar sölu ríkiseigna. „Ef það hefði verið afgreitt hefði sala hlutabréf- anna í Þormóði ramma verið óheim- il án samþykkis þingsins," sagði Pálmi. Hann kvaðst búast við að það frumvarp yrði endurflutt á yfir- standandi þingi. Pálmi sagði sjálf- gefið að setja samræmdar reglur um hvernig standa skuli að sölu á ríkiseignum. Hann sagðist eiga von á að skýrsla Ríkisendurskoðunar kæmi til umræðu á Alþingi innan tíðar en niðurstaða hennar yrði einnig rædd-í tengslum við umræður um frumvörpin. Sjá bls. 24: Hvers virði er Þor- móður rammi? Samningar að takast SAMKOMULAG virðist vera að nást í deilu sjúkrahússlækna og aðstoðarlækna við ríkið en samn- ingafundir stóðu yfir frá kl. 13 - 19 í gær. Að sögn Mágna Jónsson- ar, sem sæti á í samninganefnd lækna, komust samningar á rek- spöl í gær. „Yið teljum okkur vera búna að finna samningsgrundvöll en ekki útfæra hugmyndirnar. Um helgina verður unnið í starfs- hópum við útfærslu samkomulags- draganna og er boðaður fundur hjá Ríkissáttasemjara á mánudagsmorg- unn til að meta árangurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.