Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 7
MOKGL'NBLAÐIÐ HAUGARDAGUK 26..JANÚAR aSðl s
7,
—U
VR:
100 ára afmælishátíð
EITT hundrað ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldið hátíðlegt á Hotel íslandi á morgun, laugardag. Þangað er boðið
um 1100 gestum.
Pétur Maack, formaður afmælis-
nefndar VR, segir að hátíðin hefjist
klukkan 15 á sunnudag, eftir
hálftíma leik Luðrasveitar verka-
lýðsins, með ávarpi formanns VR,
Magnúsar L. Sveinssonar. Þá syng-
ur Signý Sæmundsdóttir, sópran-
söngkona. Jóhanna Sigurðardóttir,
félagsmálaráðherra og Davíð Odds-
son, borgarstjóri, flytja ávai-p og
að því loknu leikur Ríó tríóið nokk-
ur lög.
í kaffihléi leikur Árni Elfar á
píanó og því næst er danssýning
barna úr Nýja dansskólanum. Sex
gestir flytja stutt ávörp og Monika
Abendroth, hörpuleikari og Gunnar
Kvaran, sellóleikari, leika nokkur
verk.
leikari, flytur lokaatriði hátíðarinn-
ár og syngur „Minni verslunar-
manna“.
Pétur Maack sagði að vegna
fjölda verslunarmanna hefði ekki
verið unnt að bjóða þeim öllum til
hátíðarinnar. Hins vegar yrði opið
hús fyrir félagsmenn á Hótel ísland
föstudagskvöldið 8. mars, á meðan
húsrúm leyfði. Loks væri svo fyrir-
hugað að hafa sérstakt boð fyrir
eldri félaga í VR, en ekki hefði
verið ákveðið hvenær það yrði.
Nýr prófastur í Reykja-
vík settur í embætti
EINS OG komið hefur fram var séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknar-
prestur í Laugarnesprestakalli skipaður prófastur í hinu nýja
Reykjavíkurprófastdæmi vestra. Var Reykjavíkurprófastsdæmi skipt
um síðastliðin áramót, og er séra Guðmundur Þorsteinsson, dómpró-
fastur, nú prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, mun setja hinn nýja pró-
fast inn í embætti sitt á sunnudag-
inn kemur, 27. janúar, í Laugarnes-
kirkju og hefst athöfnin kl. 4
síðdegis. Kór kirkjunnar syngur
undir stjórn organistans Ronalds
Turners, sem einnig leikur á orgel-
ið. Einsöngvari verður Sigurður
Björnsson, óperusöngvari og flautu-
leik annast'Guðrún Sigríður Birgis-
dóttir, tónlistarmaður.
Auk biskups og hins nýja pró-
fasts flytja messuna þeir séra Guð-
mundur Þorsteinsson og séra Hjalti
Guðmundsson.
Að guðsþjónustu lokinni býður
sóknarnefnd Laugarneskirkju öllum
kirkjugestum til kaffisamsætis til
heiðurs hinum nýja prófasti.
(Fréttatilkynning)
í lok hátíðarinnar verður tilkynnt
hver verður heiðurfélagi Verzlunar-
mannafélagsins, sá ijórði frá upp-
hafi. Þá verður 21 félagi sæmdur
gullmerki fyrir trúnaðarstörf á veg-
um félagsins. Róbert Amfinnsson,
Hætt við ferð
verkalýðs-
leiðtoga til
Eistlands
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
ASÍ og BSRB:
„Vegna hins hörmulega atburðar
í gær er tveir sænskir forystumenn
í verkalýðshreyfingunni vora myrtir
í Tallinn í Eistlandi, hefur stjórn
Norræna verkalýðssambandsins
ákveðið að ekki verði af ferð for-
ystumanna sambandsins til ráð-
stefnu í Tallinn sem áformað var
að halda í næstu viku.
Ekkert verður því af fýrirhuguð-
um fundi fulltrúa norrænu samtak-
anna með forystumönnum verka-
lýðssamtaka í Eystrarsaltsríkjunum
og ráðstefnu í Tallinp er aflýst.
Ákvörðunin er tekin í fullu sam-
ráði við verkalýðssamtökin í Eystra-
saltsríkjunum sem skipulögðu ráð-
stefnuna.
Ákveðið hafði verið að af hálfu
ASÍ og BSRB færu þeir Ásmundur
Stefánsson og Einar Ólafsson til
Tallinn. Af þeirri ferð verður ekki.“
Breiðuvík:
Skemmdir
á hafnar-
garðinum
á Hellnum
Breiðuvík.
AÐFARANÓTT mánudags 21.
janúar var hér sunnan stormur
og hafrót. Hafnargarðurinn við
Hellnahöfn fór í þessu veðri að
hluta til. Um það bil 25 metra
langur kafli af enda garðsins
hrundi til grun'na inní höfninni
og lokar þar með innsiglingu
inní höfnina nema á hásjávuðu.
Þessi kafli garðsins skemmdist
mikið í hafróti 9. janúar síðastliðinn
vetur. Platan sprakk þá og féll nið-
ur, þá kom ein alvarleg sprunga á
útvegg garðsins þar sem garðurinn
sprakk frá efri botn skjólgarðs og
niður í botn og að þessari sprungu
hrundi garðurinn.
Síðastliðið haust var gert við
garðinn og er nú komið á daginn
að þessi viðgerð hefur misheppnast.
- F.G.L.
POTTAPLO
20*50% A FSLÁTTUR
V'»
*
^ A
v». fl -»v>
%Tr-
AJ*
i
*
A
JUKKUR 50%
DREKATRÉ 50%
KAKTUSAR 30%
Áður Nú Áður Nú
482-- 385.- Jukkur 35 sm. 792,- 396.-
98Í.- 785.- Jukkur 45 sm 1.J92,- 596.-
649,- 455.- Jukkur 60 sm. 1.971.- 988,-
64$.- 455.- Drekatré 35 sm. 92fj,- 463.-
6f&- 530.- 432.- 598,- Drekatré 45 sm. 1.431.- 718.-
Alparós
Alparós
Hreiðurburkni
Fíkusar
Crotón
Stofuaskur
Sérstök tilboð í tilefni útsölunnar:
ATH. KERAMIKPOTTAR 20 - 50% AFSLÁTTUR.
M.A. VALLEGIR, ÍTALSKIR POTTAR 50% AFSLÁTTUR.
Landsbyggðarþjónusta - sendum hvert á land sem er.
Nú er kjörið að fegra umhverfi sitt með fallegum
plöntum - og ódýrum!
Mbmwc
Sigtúni - Kringlunni
Okkar árlega pottaplöntuútsala stendur nú yfir. Aldrei
fyrr höfum við boðið jafn góðar plöntur á jafn góðu
verði! Ótrúlegt úrval af fyrsta flokks plöntum með
20-50% afslætti!
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA