Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991 Hjónaminning: Anna S. Einars- dóttir og Halldór Erlendsson íDal Anna Sigríður Fædd 30. júlí 1911 Dáin 17. janúar 1991 Halldór Fæddur 25. október 1897 Dáinn 8, janúar 1990 Anna Sigríður var fædd í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sigríður Rósa Kristjánsdóttir og Einar Sigurðsson, verkamaður, en þau voru bæði sunnlenskrar ættar. Anna missti móður sína fárra ára gömul, en faðir hennar kvæntist á ný nokkru síðar Ástu Halldórsdótt- ur, eignaðist með henni tvo syni, Lúðvík, sem látinn er fyrir allmörg- um árum og Þorgeir, sem enn er á lífi. Móðir Önnu, Sigríður Rósa, átti son áður en hún giftist Einari. Hann hét Kristján Bjarnason og dvaldist síðari hluta ævi sinnar á Bakkafirði og þar í grennd og stundaði sjó. Um fermingaraldur urðu þau umskipti í lífi Önnu Sigríðar, að hún fór að Ytra-Skógarnesi á Snæfells- nesi til hjónanna Sigríðar Gísladótt- ur og Kristjáns Ágústs Kristjáns- sonar, bónda þar. Hjá þeim í Skóg- arnesi var Anna nær óslitið þar til hún giftist 30. júlí 1931, Halldóri Erlendssyni frá Hjarðarfelli í sömu sveit. Anna hafði margs að minnast frá þeim árum er hún var í Skógar- nesi og talaði alltaf með hlýhug og virðingu _um þau hjón Sigríði og Kristján Ágúst, sem reyndust henni vel. Halldór Erlendsson var fæddur og uppalinn að Hjarðarfelli, einn af þeim stóra hópi kraftmikils fólks, sem þar óx úr grasi á þeim árum. Hann var lífsglaður, verklaginn og áræðinn. Þau Anna ákváðu að kaupa jörðina Dal á bökkum Straumfjarðarár, en land Hjarðar- fells og Dals liggja saman, og hófu þau þar búskap í byrjun heims- kreppu. Húsakostur að Dal var fábrotinn á þessum árum, en jörðin landkosta- góð, laxveiðiréttindi mikil og sauð- fjárhagi hvergi betri og er sauðfé óvíða vænna en í Dal. Anna og Halldór voru sérstaklega samhent þó ólík væru um margt. Anna reyndist góð búkona, hag- sýn, létt í lund og þrátt fyrir að hún væri ekki ávallt heilsuhraust bar hún það með slíkri reisn að aðrir urðu þess ekki varir. Hún ávann sér trausta vináttu samferða- fólksins og var afar vinsæl í hér- aði. Þáu eignuðust tvo syni, Erlend bónda í Dal, hann er kvæntur Þor- gerði Sveinbjörnsdóttur frá Norður- firði í Árneshreppi, og Einar, bif- vélavirkja, hann byggði iðnaðarbýl- ið „Holt“ við Vegamót og er kvænt- ur Brynju Gestsdóttur úr Stykkis- hólmi. Erlendur og Einar tóku strax til hendi er þeir uxu úr grasi við bú- skapinn í Dal og fljótlega tókst ijöl- skyldunni að vinna bug á erfiðleik- um og gera Dal að myndarlegu býli með reisulegum byggingum og miklum ræktunarframkvæmdum. Síðari ár tók Erlendur við jörðinni að fullu og bjuggu Anna og Halldór í mörg góð og heillarík ár í skjóli Erlendar og Þorgerðar og barna- barna og með Einari og ljölskyldu hans í næsta nágrenni. Árið 1986 fluttust þau á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi, enda heilsan farin að dvína eftir langan vinnudag. Halldór lést á Sjúkrahúsi Akraness fyrir réttu ári, eða 8. janú- ar 1990. Ég og fjölskylda mín áttum því láni að fagna að vera ávallt velkom- in að Dal og eiga þar trausta vini, vorum umvafin af hlýhug þeirra beggja, Önnu og Halldórs. Þau voru sannir vinir, höfðu ánægju af því að riija upp minningar og atvik lið- ins tíma og taka þátt í framtíðar- áformum. Þau trúðu á framtíð íslensks landbúnaðar og töldu þjóð- inni fyrir bestu að vera sjálfri sér nóg og umfram allt að nýta vel gæði lands og sjávar, fara vel með hlutina, ganga vel um hús og land og fara vel með búfé. Halldór í Dal hefur ávallt verið í mínum huga lýsandi tákn þeirra frumheija á Is- t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÚN BJÖRNSDÓTTIR frá Berunesi við Reyðarfjörð, Skálagerði 9, Reykjavík, lést fimmtudaginn 24. janúar. Börn og tengdabörn. t Faðir okkar, ÞORSTEINN LOFTSSON, Haukholtum, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, föstudaginn 25. janúar. Oddleifur Þorsteinsson, Loffur Þorsteinsson. t Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÓLAFSSON, Gunnarsbraut 38, andaðist á Borgarspítalanum að morgni 24. janúar sl. Ólafur Sígurðarson, Ellen Einarsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Helga Rut Júliusdóttir og barnabörn. t Móðir mín, JAKOBÍNA HALLSDÓTTIR, Gunnlaugsgötu 3, Borgarnesi, sem andaðist í sjúkrahúsi Akraness 15. janúar, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 26. janúar kl. 14.00. Vigdís Pálsdóttir. t Maðurinn minn, ÖRLYGUR BJÖRNSSON frá Örlygsstöðum, Blesugróf 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Jenný Hansen. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RJARTAN BJÖRNSSON fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og sima, Vopnafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 28. janúar kl. 13.30. Jónína Hannesdóttir, Hólmfríður Kjartansdóttir, Sigurður Adolfsson, Inga Hanna Kjartansdóttir, Kjartan Þ. Kjartansson, Áshildur Kristjánsdóttir, Baldur Kjartanson, Hrönn Róbertsdóttir, Erla Kjartansdóttir, Ágúst Sverrisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ENGILGERÐAR SÆMUNDSDÓTTUR, Sólheimum 27, Reykjavík. Trausti Jónsson, Ásdís Traustadóttir, Irja Jónina Forss, Rikharð Kristjánsson, Brynhildur Þorsteinsdóttir, Gerður Ríkharðsdóttir, Óskar Örn Jónsson, Svandís Ríkharðsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, bróður og afa, ÓLAFS JÓNS HÁVARÐSSONAR, Efri-Fljótum 2, Meðallandi. Þórunn Sveinsdóttir, Magnhildur Ólafsdóttir, Róshildur Hávarðsdóttir, Hávarður Ólafsson, Halldór Hávarðsson, Margrét Ólafsdóttir, Hávarður Hávarðsson, Guðlaug Ólafsdóttir og barnabörn. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, er vottuðu okkur samúð við andlát og útför konu minnar, móður, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURBERGSDÓTTUR, Holtsgötu 19, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Guðmundsson, Hörður Guðmundsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Ólafur K. Guðmundsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Bragi Þorbergsson, Edda Þráinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn landi sem ruddu brautina, höfðu kjark, kraft, verklægni, seiglu og óbilandi trú á landið, til að vinna sig upp úr fátækt til bjargálna með fádæma afköstum á mestu kreppu- tímum í landi okkar. Ég var sendur í sveit til Halldórs og Onnu í Dal sumarið 1933. Það varð mér, 11 ára óhörðnuðum strák úr sjávarþorpi, eftirminnilegur skóli. Heimilisfólkið var hjónin með tvo drengi á fyrsta og öðru ári, roskinn vinnumaður og gömul kona. Þetta sumar var ég þátttakandi og vitni að því að sjá slík vinnuafköst hjá Halldóri í Dal sem ég gleymi aldrei. Hann hóf störf fyrir sólar- upprás og oftst um háheyskapar- tímann var ekki hætt fyrr en undir miðnætti. Allt var unnið með hand- afli einu saman. Að sjá þennan 'smávaxna mann standa við slátt, binda bagga, hvort sem var fá túni eða engjum og lyfta á klakk með slíkum krafti að virtist yfimáttúru- legur, var undrunarefni sem ekki gleymist. Hlutverk Önnu húsfreyju var stórt. Hún var kjölfestan, rósemi hennar, hlýlegt bros hennar og mildi lýsti upp hýbýlin í Dal. Þar var gott að dveljast. Það væri hægt að skrifa langt mál um líf og störf Önnu og Hall- dórs í Dal. Það er saga um harða lífsbaráttu fólks sem með þraut- seigju og samstilltum kröftum sigr- aði erfiðleika og hafði jákvætt við- horf til samferðafólks og samfé- lagsins í heild. Anna í Dal bjó yfir miklu trúar- trausti og taldi sér vísa góða heim- komu. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 17. janúar sl. Ég þakka henni hlýja vináttu, umhyggju og holl ráð. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum ástvinum hennar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um Önnu Sigríði og, Halldór í Dal mun lifa. Alexander Stefánsson Við systkinin í Dal áttum auðuga æsku. Æskuauðurinn var ekki hvað síst fólginn í sambýlinu við afa og ömmu sem áttu heima „uppi á lofti“. Afi eyddi flestum stundum við bú- störfin og dyttaði að ýmsu sem lag- færingar þurfti við. Hann var fá- máll en spaugsamur og þoldi okkur krökkunum illa slæma umgengni og hávaða nálægt dýrunum. Hann var alltaf tilbúinn til að tálga „ýsu- beinsfugla" handa okkur. Óbeðinn reisti hann rólur og kofa á leiksvæð- inu okkar og fræddi okkur um ýmsa siði og vinnuhætti sem tíðkast höfðu á hans uppvaxtarárum. Tæknina sem þróaðist svo hratt á öldinni tók hann ekki nema að litlu í sína þjónustu. Hann hlustaði mik- ið á útvarp en sinnti aldrei sjón- varpi. Aldrei stýrði hann vélknúnum ökutækjum né verkfærum. Afi og amma voru miklir félag- ar. Þau spiluðu á spil á kvöldin og spjölluðu saman og merkilegur þótti okkur systkinunum sá fallegi siður þeirra að bjóða hvort öðru góðan dag með kossi. Amma tók meiri þátt í uppeldi okkar og á loftinu fannst okkur vera heill ævintýra- heimur. Þar var gamalt orgel sem við máttum spila á, myndir af látn- um forfeðrum og formæðrum og fleiri gamlir munir sem okkur þóttu mikil undur. Amma sagði okkur sögur og kvæði sem hún hafði lært sem bam, sagði okkur frá sinni eig- in æsku í Reykjavík fyrir 1920 og við sveitabörnin fengum um margt að hugsa svo fjarlægir vom þessir tímar okkar áhyggjulausa lífi. Afi og amma voru einlægir stuðningsmenn afkomenda sinna alla tíð og ekki síst eftir að við flutt- umst að heiman til náms og vinnu en amma kunni svo sannarlega að meta gildi þeirrar menntunar sem henni hafði aldrei boðist sjálfri. Eftir að bamabömin komu til sög- unnar var gömlu hjónunum mikið ánægjuefni að fylgjast með vexti þeirra og þroska og langamma sá þeim fyrir hlýjum sokkum og vettl- ingum fram á síðustu ár. Við þökk- um þeim af öllu hjarta velvild þeirra og ást og biðjum þeim guðs blessun- ar eins og þau óskuðu okkur svo einlæglega. Gíslína, Halldór, Rósa Jfís '!«. og Egill Erlendsbörn /ufíiorao innuiinoir b i :b>I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.