Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991 Dagur vonar frum- sýndur í Kaup- mannahöfn í dag: Eg vona að þetta verði vegsauki fyr- ir íslenska leikritun - segir Birgir Sigurðs- son leikritahöfundur Leikriti Birgis Sigurðssonar, „Degi vonar“, hefur verið vel tek- ið i Danmörku, en það.var frum- sýnt í Álaborg 11. janúar sl. Sýn- ingar hafa verið vel sóttar og hafa gagnrýnendur farið lofsam- legum orðum um leikritið. I dag verður verkið frumsýnt í Konung- lega leikhúsinu i Kaupmannahöfn. „Þetta hefur gengið ljómandi vel. í Álaborg var sami leikstjóri og heima, Stefán Baldursson, og það má í raun segja að heildai-yfirbragð sýningarinnar hafi verið mjög líkt og heima þó aðrir leikarar breyti auðvitað alltaf talsvérðu. Danskur leikstíli er líka öðruvísi, léttari og örlítið fíngerðari en íslenskur og þó að leikstjórinn sé íslenskur þá gætir þess alltaf. Leikararnir voru mjög góðir og ég held að leikritið hafi skilað sér mjög vel. Ég verð þó að segja að mér fannst sýningin heima betri en það kann að stafa af því að hún stendur hjarta mínu nær,“ sagði Birgir Sigurðsson Jeikritahöf- Hallgrímskirkja: Sálmadag- skrá með sr. Sigurjóni Guðjónssyni LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju gengst sunnudaginn 27. janúar fyrir sálmadagskrá með sr. Siguijóni Guðjónssyni fyrrum prófasti í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Dagskráin fer fram í safnaðarsal í suður- álmu Hallgrímskirkju og hefst kl. 17.00. Sr. Siguijón Guðjónsson hefur verið eitt mikilvirkasta sálma- skáld og sálmaþýðandi íslensku kirkjunnar á síðustu áratugum. Auk þess hefur hann ritað mikið um sögu sálma og sálmabóka. Er mikið af skrifum hans á því sviði enn óbirt en annað hefur verið kynnt í útvarpserindum. Sálmadagskráín hefst með því að sr. Sigutjón les frumsaminn ljóðabálk „Skálholt". Þá mun hann flytja stutt erindi um sálm- inn „Þann signaða dag vér sjáum enn“ eftir Grundtvig. Loks mun hann Iesa úr sálmaþýðingum sínum. Á dagskránni verða einn- ig sungnir sálmar i þýðingu sr. Sigurjóns. (Fréttatilkynning) Sýningum á „Meistaran- um“ að ljúka „ÉG ER Meistarinn" eftir Hrafn- hildi Hagalín Guðmundsdóttur var frumsýnt í upphafi leikárs á litla sviði Borgarleikhússins. Bæði verkinu og sýningunni var ákaf- lega vei tekið, jafnt af gagnrýn- endum sem almennum leikhús- gestum, því segja má að uppselt hafi verið á allar sýningar til þessa. Af óviðráðanlegum ástæðum verð- ur sýningum á verkinu hætt innan skamms, síðasta sýningin er fyrir- huguð 19. febrúar. Uppselt er á þá sýningu, en Meistarinn verður sýnd- ur nokkrum sinnum fram að þeim degi og er enn hægt að fá miða. undur í samtali við Morgunblaðið. í dag verður leikritið frumsýnt í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn en þar leikstýrir sænskur leikstjóri og kvikmyndaleikari, Göran Stangertz, verkinu. „Ég tel að sýningin í dag verði mjög ólík hinum sýningunum, leiktj- öldin mun stílfærðari og sama mun að öllum líkindum gilda um leikinn. Annars hef ég einungis séð æfinga- brot úr verkinu í Kaupmannahöfn og er því mjög spenntur að sjá þessa alútlensku útfærslu á því,“ sagði Birgir. 30. maí næstkomandi verður leik- ritið frumsýnt í Los Angeles Theater Center í Bandaríkjunum og fyrirhug- að er að á næsta leikári verði það sýnt víðar, m.a. í Det Norske Teater í Ósló og í Rogalandsleikhúsinu í Stavanger. Innan skamms verður verkið jafnframt leiklesið í New York. „Los Angeles Theater Center er næststærsta leikhúsið í Los Angeles og hefur verið leiðandi í þeirri ný- sköpun sem nú á sér stað í leiklist- arlífi í Kaliforníu. Þetta verður í fyrsta skipti sem virt atvinnuleikhús í Bandaríkjunum setur upp íslenskt leikrit og jafnframt í fyrsta skipti sem þetta leikhús setur upp nútíma norrænt leikverk. Þeir þekkja Ibsen og Strindberg, en ekkert þar fram yfir af norrænum leikritum," 'sagði' Birgir. „Velgengni leikritsins eru mikil gleðitíðindi fyrir mig og ég vona að þetta verði jafnframt vegsauki fyrir íslenska leikritun og íslensk leikrit og veki athygli á því spm er að ger- ast í þessum málum á íslandi," sagði Birgir að lokum. Norrænt dagsverk 1991: íslensk ungmenni styðji jafnaldra sína í Brasilíu Viljum fá sem flest nemendafélög til samstarfs, segir Karen Bernhardsson, framkvæmdastjóri verkefnisins ÍSLAND tekur á þessu ári þátt í norrænu verkefni, sem nefnist Norrænt dagsverk, undir kjörorðinu „Menntun til frelsis". Hug- myndin á bak við verkefnið er að norrænir framhaldsskólanemar leggi sitt af mörkum til að hjálpa jafnöldrum sínum annars staðar í heiminum til menntunar. í ár varð Brasilía fyrir valinu og munu íslenskir framhaldsskólanemar, sem áhuga hafa á, lesa sér til um land og þjóð. Þann 10. október verður þessum nemendum gefið frí í skólum, svo þeir geti lagt sitt af mörkum, til dæmis með söfnun peninga, sölu á eigin framleiðslu eða öðru slíku. Peningunum verður varið til að efla hjálpar- og skólastarf í fá- tækrahverfum brasilískra stórborga, hjá börnum smábænda og indíánum á Amazon-svæðinu. Karen Bernhardsson, starfs- maður Iðnnemasambandsins, er framkvæmdastjóri Norræns dags- verks 1991 á Islandi. Hún sagði, að Svíar hefðu riðið á vaðið árið 1963. „íslendingar reyndu þetta árið 1985, en þá fékkst ekki leyfi þáverandi menntamálaráðherra til að gefa frí í skólum þann 10. október, svo minna varð úr fram- kvæmdinni en efni stóðu til,“ sagði hún. „Hugmyndin er sú, að unglingar, sem eiga kost á góðri menntun, styðji jafnaldra sína, sem ekki eru jafn lánsamir. Hér á landi stendur Iðnnemasamband- ið að framkvæmdinni, ásamt Bandalagi íslenskra sérskólanema og Hjálparstofnun kirkjunnar." Karen sagði að framkvæmd Norræns dagsverks væri tvíhliða. „Við kynnum þetta í skólum og nemendur geta sjálfir ráðið hvern- ig þeir nálgast viðfangsefnið," sagði hún. „Það er hægt að fjalla um Brasilíu í sögu, félagsfræði, náttúrufræði, tónmennt eða mat- reiðslu, svo dæmi séu nefnd. Markmiðið er að nemendur fræð- ist um land'og þjóð. Þann 10. október fá svo þeir, sem unnið hafa að verkefninu, frí í skólum. Morgunblaðið/KGA Karen Bernhardsson Þá geta þeir unnið dagsverk í þágu jafnaldra sinna í Brasilíu. Þeim er í sjálfsvald sett hvernig það er gert. Sumír geta selt blóm eða muni sem þeir hafa búið til, aðrir safnað peningum, eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Iðn- nemar á hinum Norðurlöndunum hafa til dæmis leitað til vinnuveit- enda sinna og fengið þá til að leggja fram daglaun." Karen sagði að gefin yrði út bók á íslensku um Brasilíu, auk þess sem verið væri að ljúka við gerð kvikmyndar, sem sýnd yrði í skólum. „Við erum þegar byijuð að kynna þetta í skólunum og viljum fá sem flest nemendafélög til samstarfs. Við höfum fengið jákvæðar undirtektir og ríkis- stjórnin samþykkti einnar milljón- ar króna styrk til okkar. Þá hefur menntamálaráðherra samþykkt frí fyrir nemendur þann 10. októb- er og gefið vilyrði fyrir styrk vegná útgáfu bókarinnar og kvik- myndarinnar." Hjálparstofnun kirkjunnar sér um að koma peningunum á leiðar- enda. „Við erum I sambandi við fimm félög í Brasilíu, sem starfa með börnum og unglingum,“ sagði Karen. „Þeir peningar, sem safnast á Norðurlöndunum, verða ekki sendir allir í einu til Brasilíu, heldur á næstu 3-5 árum. Þannig er hægt að fylgjast betur með því til hvaða verkefna þeir renna, svo tryggt sé að Norrænt dagsverk nái markmiði sínu. Við viljum stuðla að því að þessi hjálparfélög verði sjálfbjarga, til dæmis með því að greiða menntun kennara, byggingu skólahúsa og félagsmið- stöðva. Þörfin í Brasilíu er mikil. Þar eru til dæmis um 15 milljónir barna og unglinga, sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Forsenda þess að þau fái menntun er að veita þeim húsaskjól og mat. Við viljum gefa þeim möguleika á að ráða eigin lífi; möguleika til sjálfs- bjargar," sagði Karen Bernhards- son, framkvæmdastjóri Norræns dagsverks. Hafnarframkvæmdir við Húnaflóa: Þingnienn hlynntir byggingn brimvarnargarðs á Blönduósi Þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra áttu á miðvikudag fund með ráðamönnum Blönduóss um hafnarframkvæmdir nyrðra. Eru þingmenn í aðalatriðum sammála um nauðsyn þess að byggja 160 milljóna kr. brimvarnargarð á Blönduósi þrátt fyrir hafnarfram- kvæmdir á Skagaströnd en 23 kílómetrar eru á milli þessara byggðar- laga. Jón Sæmundur Sigurjónsson, Alþýðuflokki, telur þó að verkef- nið verði að víkja fyrir öðrum meira aðkallandi hafnarframkvæmdum á þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra. Pálmi Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að enn lægi ekki fyrir endan- legur kostnaður við endurbætur hafnar á Skagaströnd. „Það liggur ekki fyrir hvað myndi kosta að byggja þar aðstöðu fyrir Blönduóss- flotann, ef um það væri að ræða. Sá kostnaður kemur auðvitað á móti þeim kostnaði sem færi í bygg- ingu brimvarnargarðs á Blönduósi," sagði Pálmi. Engin framtíð án hafnar Pálmi sagði ekki líkur á að útgerð á Blönduósi ætti framtíð fyrir sér ef ekki yrði byggð þar aðstaða fyrir • bátaflotann/ „Þingmenn kjördæmis- ins hafa lýst yfir þeirri stefnu að þessari aðstöðu verði komið þar upp. Ekki með því að ráðast í byggingu hafnar fyrir 500 - 1.000 milljónir, heldur verði byggður brimvarnar- garður sem myndaði skjól fyrir gömlu bryggjuna. Hann kostar 160 milljónir samkvæmt áætlun Hafnar- málastofnunar og þar af eru 120 milljónir framlag ríkisins. Það er nauðsynlegt að hefja það verk sem fyrsl,“ sagði Pálmi. Sagði Pálmi að þótt ekki væru nema 23 kílómetrar á milli Blöndu- óss og Skagastrandar væri mikið veðravíti í norð-austan átt á Skaga- strönd og iðulega erfið færð. „Þeir erfiðleikar gera það að verkum að það er mjög hætt við að aðilar í útgerð og fiskvinnslu á Blönduósi myndu flótt gefast upp ef ekki verða gerðar úrbætur með byggingu brim- varnargarðs," sagði hann. Ljótsaga Páll Pétursson, Framsóknar- flokki, segir óhjákvæmilegt að byggja brimvarnargarð á Blönduósi. „Það er búið að þyrla upp moldviðri vegna þess máls og ausa út blekk- ingup á báða bóga,“ sagði hann. „Á Blönduósi er bryggja þar sem fara um talsverðir vöruflutningar við óhentugar aðstæður. Brimvörnin er að bila og það kostar verulegt fé að laga hana. Það eru uppi fleiri en ein kenning um hvernig beri að gera við hana en ef það verður gert á skikkanlegan hátt kostar það 60 - 100 milljónir. Það er mun skynsam- legra að skapa betri aðstöðu til að bjarga bryggjunni og því eru áform uppi um að byggja brimvarnargarð, þannig að þar myndist höfn. Þetta er ódýr og hentug lausn sem kostar ekki nema 160 milljónir," sagði Páll. Hann sagði að höfnin á Skaga- strönd dygði fyrir flota Skagstrend- inga. Löndunarbryggjan þarfnaðist endurnýjunar vegna skemmda og kostnaður við hana gæti orðið 60 milljónir. „Ef á að skapa aðstöðu fyrir skip frá Blönduósi í Skaga- strandarhöfn kostar það nokkuð á annað hundrað milljónir. Það er því skynsamlegra ijárhagslega að byggja höfnina á Blönduósi. Hafnar- aðstaða á Skagaströnd getur aldrei orðið fullnægjandi 1ausn fyrir Blönduós. Það gengur ekki að ætla að meina þessu bæjarfélagi aðgang að sjónum. Það er hörmulegt hvað illgirni og annarleg sjónarmið hafa flækst inn í þetta mál. Meinsemi frá öðrum hefur markað allt of mikið umræðuna um þetta. I stað þess að unna íbúum Blönduóss eðlilegrar uppbyggingar í atvinnulífi sínu, hafa menn ráðist á þetta byggðarlag og reynt að gera möguleika þess til lífsbjargar tortryggilega. Það er ljót saga sem ég ætla ekki að rifja upp hér,“ sagði Páll Pétursson. Samnýting æskileg Jón Sæmundur Siguijónsson, Al- þýðuflokki, sagði að þingmenn kjör- dæmisins hefðu lýst yfir á sínum tíma að byggja ætti brimvvarnar- garð á Blönduósi og hefðu þá vísað til Eyjafjarðar til samanburðar, þar sem byggðar hefðu verið hafnir allt í kringum Ijörðinn. „Blönduósbúar hafa lagt niður hugmyndir um byggingu hafnar á næstunni sem átti að kosta 6 - 700 milljónir og ætla einungis að fá brim- varnargarð. Þegar ég kom á þing á sínum tíma sagðist ég geta stutt byggingu brimvarnargarðsins svo fremi að verkefni í öði’um höfnum væru ekki meira aðkallandi. Ég er ekki á móti nýbyggingu á Blönduósi en það er víkjandi framkvæmd fyrir öðrum aðkallandi verkefnum. Skagaströnd, Siglufjörður, Sauðár- krókur og Hvammstangi eiga mikið undir vinnslu sjávarafla. Nú eru hafnarframkvæmdir mjög aðkall- andi á Skagaströnd og ég lýsti því yfir við fulltrúa Blönduóss í haust að ég myndi standa að því að Ijár- veitingar gengju frekar til Skaga- strandar en til nýframkvæmda á Blönduósi. Á Siglufirði þarf að koma upp stálþili vegna löndunarbryggju sem mun taka tvö til þijú ár. Við höfum því iítið rými til að standa að nýbyggingum. Ég fagna því Lins vegar að samgönguráðherra hefuV samþykkt að taka boði sveitarstjóra Skagastrandar til að ræða almennt um þessi mál og freista þess að ná samkomulagi. Ef tekst að ná sam- komulagi um samnýtingu hafnar á Skagaströnd yrði það góð niður- staða,“ sagði Jón. Ekki náðist tal af Ragnari Arn- alds, þingmanni Al])ýðubandalags- ins, þrátt fyrir'ítrekaðar tilraunir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.