Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991 5 Heiðavallarsvæði í Kópavogi: Kirkja við Víghól og skrúðgarður með leikvöllum Stefnt að því að ljúka framkvæmdum inn- an tveggja ára verði tillagan samþykkt BÆJARSTJÓRN Kópavogs samþykkti síðastliðinn þriðjudag að leit- að skyldi heimildar skipulagsstjórnar ríkisins til að auglýsa tillögur um skipulag svonefnds Heiðavallarsvæðis. Annars vegar er þar um að ræða tillögu um breytingu á staðfestu aðalskipulagi, hins vegar tillögu um deiliskipulag fyrir svæðið. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að vestasti hluti svæðisins verði nánast óbreyttur, enda er þar friðlýstur reitur um Víghól. Austan Vighólareitsins er gert ráð fyrir lóð undir Digraneskirkju, því næst eru bílastæði og aust- an þeirra er svæði, sem nýta á, samkvæmt tillögunni, fyrir spark- völl, leikvöll, skrúðgarð og almennt útivistarsvæði. Gunnar Birgisson formaður bæj- arráðs Kópavogs sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að með þessum tillögum væri núverandi meirihluti bæjarstjórnar að leita lausna á lóðamálum Digranes- kirkju, sem fram til þessa hafi ekki náðst samstaða um, um ieið og bætt væri úr brýnni þörf fyrir úti- vistarsvæði og leikaðstöðu barna austast á svæðinu, en þar hefur enn ekki verið hróflað við landinu. Hann kvaðst vona að hægt yrði að ná friði meðal sóknarbarna Di- granessóknar um tillögu þessa og söfnuðurinn geti fengið sína kirkju í friði við guð og menn. Gunnar sagði stefnt að því, að verði tillögurnar samþykktar, taki ekki meira en tvö ár að hámarki að vinna við svæðið og ljúka fram- kvæmdum við það. Ef endanlegt leyfi fæst munu byggingarfram- kvæmdir við kirkjuna verða í hönd- um sóknarnefndar Digraneskirkju í samráði við bæjaryfirvöld. Skipulagstillögurnar verða al- menningi til sýnis á bæjarskrifstof- um Kópavogs næstu sex vikur og frestur til að skila athugasemdum við þær rennur út tveimur vikum síðar. Tillögurnar eru unnar af bæjar- skipulagi Kópavogs og garðyrkju- deild. I bréfi frá garðyrkjustjóra, Einari E. Sæmundsen, til Náttúru- Kortið sýnir tillögu um deiliskipulag fyrir Víghólareit og Heiðavallarsvæði. Þar sem kirkjuióðin er á kortinu er núna gata á milli Lyngheiðar að sunnan og Melaheiðar að norðan. Þar sem bílastæðin eru á kortinu er núna knattspyrnuvöllur. verndarráðs er lýsing á deiliskipu- lagstillögunni. Þar segir að kirkju- lóðin tengist friðlýstu svæði við Víghól á svipaðan hátt og Kópa- vogskirkjan á Borgum. „Tillagan gerir ráð fyrir að sjálf kirkjubygg- ingin standi fyrir utan friðlýsta svæðið á Víghól en hluti af aðkom- utorgi við kirkjudyr gengur hins vegar inn á jaðar friðlýsta svæðis- ins og aðlagist umhverfinu sem hluti af útivistarsvæði,“ segir í bréfinu og ennfremur er þar óskað eftir leyfi Náttúruverndarráðs vegna fyrirhugaðrar mannvirkja- gerðar á jaðri svæðisins. Á fundi umhverfisráðs Kópavogs 7. janúar síðastliðinn var lagt fram svar Náttúruverndarráðs og segir þar meðal annars: „Náttúruvemd- arráð leggst ekki gegn skipulagstil- lögunni sem dagsett er í nóvember 1990. Ráðið telur tillöguna ekki stangast á við ákvæði friðlýsingar- innar þar sem heimilt er að leggja göngustíga og planta í svæðið í þágu útivistar. Lögð er áhersla á að hvalbökum á efri Víghólum og umhverfi þeirra verði ekki raskað. Byggingarsvæði verði afmarkað þannig að ekki verði rask utan þess, framkvæmdatíminn verði sem stystur og vandað verði til alls frá- gangs umhverfis mannvirki. Nátt- úruverndarráð minnir jafnframt á mikilvægi opinna svæða til útivistar í þéttbýli og gildi náttúrulegs gróð- urs þar.“ Gunnar Birgisson sagði að áhersla yrði lögð á að Heiðavallar- svæðið og Víghólareiturinn verði aðlaðandi til útivistar, þar verði lagðir göngustígar og plantað runna- og trjágróðri til skjóls. Hann lagði áherslu á að þessar tillögur væru ekki endanleg afgreiðsla, ekki hafi verið ákveðið ennþá annað en að auglýsa þær og að fengnum athugasemdum yrðu teknar ákvarðanir um framkvæmdir. A Nissan Patrol ke Nissan Patrol árg. 1990 á 38" dekkjum við gosstöðvar Heklu og gott betur Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 sími 91-674000 Ath. Getum pantað Nissan Patrol með blaðfjöðrum og heilum hásingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.