Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANL'AR 1,991 Morgunblaðið/Árni Sæberg Auk hússins á myndinni á Þormóður rammi þrjá togara. Tveir eru gerðir út á ísfiskveiðar en Stapavíkinni hefur verið lagt til úreld- ingar. Samanlagður aflakvóti skipanna neraur 6.000 þorskígildum og 100 tonna rækjukvóta. Að áliti kunnugra er það kvótinn sem gefur allri eigninni verðmæti. En hversu mikið? Hvers virði er Þormóður rammi? ÞAÐ BLANDAST engum hugur um að Þormóður rammi hf. er eitt af stærri útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum landsins en sérfræðingar deila um hvort hann er verðlaus, verðlítil eign eða gulls ígildi sem selja mætti á þrjú hundruð milljónir króna. Auk þess sem nettóvirði eigna hans eru 575 milljónir kr. Allt fer það eftir því hvaða not menn hafa fyrir eignina. Siglfirðing- um hlýtur að finnast sú umræða allhjákátleg, fyrirtækið er jú lífæð bæjarfélagsins og verður vart metið til ákveðinnar krónu- tölu út frá því sjónarmiði. Egin- irnar eru óneitanlega miklar; m.a. fullkomið frystihús og aðr- ar fasteignir, þrír togarar með aflakvóta að verðmæti 769 millj- ónir en skuldirnar vega þungt og eru á áttunda hundrað millj- óna. En jafnvel þar liggja verð- mæti fyrir suma þvi félagið á skattalega frádráttarheimild vegna taps upp á 730 milljónir. Hvorki endurskoðendur fjár- málaráðherra né Ríkiendur- skoðun leggja sjálfar eignirnar til grundvallar mati sínu, heldur flóknar áætlanir um notagildi og möguleika fyrirtækisins. A endanum er það markaðurinn sem gefur haldbestar niðurstöð- ur um verðmætið, hvað eru kaupendur tilbúnir til að greiða? Þó er það líka afstæður mæli- kvarði. Verðbréfafyrirtæki, sem fjármálaráðherra, neitar að greina frá hvert er, telur fyrir- tækið jafnvel verðlaust miðað við ákveðnar forsendur. Ríkisendurskoðun leggur svo- kallað „tekjuvirðismat" til grund- vallar niðurstöðu sinni um andvirði hlutabréfa ríkissjóðs í Þormóði ramma. Með þeim aðferð er virði alls fyrirtækisins metið í hendi kaupanda að teknu tilliti til skilyrða sem seljandinn kann að setja. Þar sem ráherra taldi rétt að taka ekki eingöngu mið af markaðsvirði eign- anna heldur einnig til atvinnu- byggða og félagslegra sjónarmiða við söluna, telur Ríkisendurskoðun rétt að beita tekjuvirðisaðferðinni. Rekstrarhagnaður 120 millj. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti um rekstur fyrirtækisins á síðásta ári kemur fram að áætlaður rekstr- arhagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði hafi numið allt að 120 milljónum kr. Heildarskuldir eru áætlaðar 724 milljónir í árslok og veltufjármunir 170 milljónir. Skuidir að frádregnum veltufjár- munum eru því 554 milljónir um síðustu áramót og hafa lækkað um 35 milljónir frá því fimm mánaða milliuppgjöri sem miðað var við þegar salan fór fram. Jákvætt eig- ið fé í maílok var 137 milljónir kr. Ríkisendurskoðun bendir á að sam- anburður við rekstur annarra út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki leiði í ljós að rekstrarafkoma Þor- móðs ramma er mjög nálægt með- altali þeirra fyrirtækja. Síðast liðið sumar breytti ríkið 383 milljóna kr. skuld fyrirtækisins í hlutafé Við mat á fyrirtækinu sam- kvæmt „tekjuvirðisaðferðinni" þarf stofnunin að gefa sér ýmsar for- sendur um reksturinn í framt- íðinni. Er gert ráð fyrir að tekjur Þormóðs ramma verði rúmur rnillj- arður á árinu. Framlegð til af- skrifta og vaxta er áætluð 14,2% af tekjum. Afskriftir eru áætlaðar 62 milljónir, raunvextir 8% af 550 milljóna kr. langtímaskuldum og raunvextir afurðalána 10% af 90 milljónum króna. Kemst Ríkisend- urskoðun að því að nettó framlegð sé 30 milljónir kr. „Miðað við að fyrirtækið væri selt fyrir 3Ó0 millj- ónir króna gæfi það eigendum sam- kvæmt framansögðu 10% arð af. söluverðmætinu," segir í niðurstöð- um Ríkisendurskoðunar. Stofnunin beitir éinnig „eigna- matsaðferð" til samanburðar. Þor- móður rammi á þijá togara með rífiega 6.000 tonna aflakvóta í þorskígildum. Markaðsverð skip- anna er áætlað 925 milljónir kr. en þar af er verðmæti kvótans ta- lið vera 769 milljónir. Bókfært verð fastafjármuna að skipum undan- skildum er 403 milljónir. Heildar- verðmæti eigna Þormóðs ratnma er samkvæmt niðurstöðu Ríkisend- urskoðunar um 1.338 milljónir króna. Frá þeirri upphæð dragast 813 milljóna kr. skuld þannig að nettóvirði eignanna í maílok 1990 var 575 milljónir kr. Ríkisendurskoðun bendir sér- staklega á að fyrirtækið á ónýttan skattalegan tapfrádrátt sem nam 728 milljónum kr. í árslok 1990. Hvað mat á virði kaupendanna snertir kemst Ríkisendurskoðun að Yerðbréfa- fyrirtæki: Verðlaus eign. Kaupendur buðu: 140 milljónir. Mat endur- skoðenda: 150 milljónir. Ríkisendur- skoðun: 300 milljónir. Nettóvirði eigna: 575 milljónir Markaðsverð kvóta: 769 milljónir því, að framtíðartekjui' Drafnars hf. séu áætlaðar 150 milljónir kr. Framlegð fyrirtækisins er áætluð 19 milljónir og að frádregnum af- skriftum og vöxtum er nettófram- legð 7,5 milljónir. Tekjuvirði Drafn- ars er því metið á 75 milljónir. Eignamat á Drafnari leiðir í ljós heildarverðmæti upp á 135 milljón- ir kr. Nettóvirði eignanna telst vera 40 inilljónir þegar 95 milljóna kr. skuldii' hafa verið dregnar frá. Heildartekjur Egilssíldar eru áætlaðar 45 milljónir kr. söluverð- mæti 46 milljónir kr. rniðað við 4,6 milljóna kr. nettó framlegð. Heild- arverðmæti eigna er metið á 43 milljónir. Skuldir nema 23,6 millj- ónum og því er nettóvirði eigna um 19 milljónir kr. samkvæmt for- sendum Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun bendir á að nafnvirði hlutabréfanna í Þormóði ramma nam 407 milljónum fyrir sameininguna en með sölusamn- ingunum var samþykkt að færa nafnverð hlutaijárins niður í 120 milljónir kr. Ríkiséndurskoðun kemst að eftirfarandi niðurstöðu um sameiningu fyrirtækjanna; „Við sameininguna fengu hlut- hafar í Drafnari hf. og Egilssíld hf. hlutabréf í Þormóði ramma hf í skiptum fyrir öll sín bréf í fyrr- nefndu félögunum, hluthafar Drafnars fengu bréf að nafnverði 52 milljónir kr. og hluthafar í Eg- ilssíld hf. bréf að nafnverði 28 milljónir, kr. Hlutabréfin í Þormóði ramma hf. voru metin á genginu 1,25 eða 100 milljónir við þessi skipti. Þegar skiptahlutföll eru skoðuð kemur í ljós að Drafnar hf. og Egilssíld hf. eru métin á mun hærra vet'ði í santeiningunni heldur en bókfært eigið fé félaganna segir til um. Látin voru af hendi hluta- bréf í Þormóði ramma hf. sem virt voru á 100 miljónir kr. Hins vegar var bókfært eigið fé félaganna í lok júlí 1990 urn 32-milljónir kr. hjá Drafnari hf. og um 9 milljónir kr. hjá Egilssíld hf., samtals ifm 41 milljón kr. Við sameininguna var því eigið fé félaganna hækkað upp 2,4 sinnum. Eigið fé Þormóðs ramma hf., sem var um 137 millj- ónir kr., var aftur á móti virt á 150 milljónir kr. (1,09 sinnum). Eftir sameininguna, en fyrir sölu nýrra hlutabréfa, er hlutafé hins sameinaða félags 200 milljónir kr. Hlutaféð skiptist þannig að eigend- ur Drafnars hf. og Egilssíldar hf. fengu við sameininguna 40% en fyrri hluthafar Þormóðs ramma hf. 60% (þar af ríkissjóður 24%). Hefði tekjuvirði félaganna verið metið með sama hætti og gert er hér að framan og það látið gilda hefðu Drafnar hf. og Egilssíld hf. verið metin á 75 milljónir kr. og 46 milljónir kr. eða samtals 121 milljón kr. og Þormóðut' rammi hf. á 300 milljónir kr. Hlutur ríkissjóðs í hinu sameiginlega félagi hefði þá orðið 120 milljónir kr. eða 28,5%,“ segir í skýrslunni. Fráleitar forsendur Endurskoðendurnir Ólafur Nílsson hjá Endurskoðun hf., og Hallgrímur Þorsteinsson, hjá N. Manscher, sem unnu matsgerðina fyrir fjármálaráðherra segja að nið- urstaða Ríkisendurskoðunar sé frá- leit. Þeir segjast hafa beitt mismun- andi aðferðum í álitsgerð sinni til ráðherra og m.a. notað sömu tekju- virðisaðferð og Ríkisendurskoðun beitir, en gefið sér aðrar forsend- ut'. „Þessi matsaðferð byggist á áætlunum hvað varðar framlegð og arðsemiskt'öfu. Hún er mjög viðkvæm fyrir minnstu breytingum á áætlunum og aðeins 1% lækkun á framlegðaráætlun Ríkisendur- skoðunar, sent er 14,2%, leiðir til 133 miiljóna króna mats á fyrir- tækinu miðað við 15% arðsemiskr- öfu án þess að nokkru öðru sé breytt í áætluninni," segja þeir. Endurskoðendurnir segja að 10% arðsemishlutfall sem Ríkisendur- skoðun miðar við sé of lágt miðað við þann áhætturekstur sem þarna sé utn að ræða. 15% arðsemi sé nær lagi og þá lækki verðmæti fyrirtækisins úr 300 milljónum í 200 milljónir miðað við sömu for- sendur Ríkisendurskoðunar að öðru leyti. Endurskoðendurnir benda á að framlegð Þormóðs ramma á árunum 1987 - 1989 hafi að meðal- tali verið 12,6%. Miðað við að aðr- ar fjárhæðir í áætlun Ríkisendur- skoðunar séu óbreyttar er mat fyr- irtækisins 140 milljónir miðað við 10% at'ðsemi og 93 milljónir miðað við 15% arðsemiskröfu. Þeir bendá einnig að meðaltalsframlegð 50 - 60 fyrirtækja með blandaðan rekst- ur í útgerð og fiskvinnslu á árunum 1987 - 1989 skv. skýrslum Þjóð- hagsstofnunar sem er 11,7%. leiði til enn lægra mats á virði Þormóðs ramma eða 40 milljóna mats miðað við 10% arðsemi og aðeins 27 millj- óna kr. verðmætis hlutabréfanna miðað við 15% arðsemi. Óeðlileg viðmiðun endurskoðendanna Halldór V. Sigurðsson, ríkisend- urskoðandi og Sigurður Þórðarson, vararíkisendurskoðandi, segjast standa við hvert orð skýrslunnar og vísa gagnrýni endurskoðend- anna frá sér. Þeir segjast ívmati sínu hafa tekið tillit ,til skilyrða ráðherra við söluna. Segja þeir að niðurstaða þeirra um 14,2% fram- legð af tekjum til afskrifta og vaxta hafi m.a. byggst á meðaltali fram- legðar 53 fyrirtækja í sjávarútvegi á árinu 1989 skv. úttekt Þjóðhags- stofnunar. Það gefi hins vegar ranga mynd að taka þriggja ára meðaltal eins og endurskoðendurn- ir gera þar sem árið 1988 voru rektrarskilyðri í sjávarútvegi slæm og engan vegin sambærileg við skilyrði í dag. Þeir segjast ennfrem- ur hafa tekið tillit til mikils aflak- vóta togara Þormóðs ramma og auk þess fengið upplýsingar frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins um horfur á árinu. Þess má geta að ijármálaráðu- neytið hefur ekki viljað opinbera álit endurskoðendanna frá því í desember, sem söluákvörðunin var byggð á, en þar kemur fram að endurskoðendurnir áttu þess ekki kost að skoða eignir fyrirtækjanna á Siglufirði og lögðu ekki mat á þær, að sögn Ólafs Nílssonar. Álit sumra er að eftir sölu á aflakvótanum væru togararnir einskis virði en Ríkisendurskoðun metur þá á 160 milljónir. Sömu sögu megi segja um frystihúsið. „Vandamálið er að vegna þess hvernig staðið var að sölunni hefur ekki komið fram hvert raunveru- legt markaðsverð fyrirtækisins er í reynd og héðan af mun það aldr- ei koma í ljós,“ segja ríkisendur- skoðendur. „En við sjáurn ekki að það sé verra að reka útgerðarfyrir- tæki á Siglufirði en annars staðar á landinu." Þeir segja ennfremur að niðut'- staða þeirra um 10% arðsemiskröfu sé síst of lág. Þjóðhagsstofnun geri í sínum útreikningum ráð fyr- ir 3 - 6% arðsemi í greininni, ríkið sjálft bjóði ríkisskuldabréf á 6 - 7% vöxtum og ef það hefði ætlað að arðsemi Þormóðs ramma á 15%, hefði verið fráleitt að selja fyrir það verð sem gert var. „Ef fyrirtæki á að geta skilað 15% arðsemi þyrfti að breyta veru- lega rekstrarskilyrðunum. Gera önnur fyrirtæki í sjávarútvegi slíka kröfu?" spytja Halldór og Sigurður. „Auðvitað et' þetta eingöngu mat, en það er byggt á öllum fáan- legum upplýsin'gum og ráðgjöf end- urskoðanda sem hefur víðtæka reynslu af mati á sjávarútvegsfyrir- tækjum,“ segja þeir. Ólafur Nílsson segir að afkoma í greininni sveiflist á milli ára. „Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er byggð á veikum grunni. Matið er hærra á öllum fyrirtækjunum en lagt var til grundvallar í samn- ingum ráðuneytisins við kaupend- urna,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.