Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 34
34 MÓRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991 DRATTHAGUR LOGREGLUÞJONN Geri mikið af því að krassa það sem fyrir augu ber EG hef gert talsvert mikið af því að krassa það sem fyrir augu ber hveiju sinni. Þetta er nú aðal- lega til gamans gert,“ segir Eiríkur Roland Jósefsson sem starfar sem lögrelguþjónn á Keflavíkurflugvelli og teiknaði mynd þá sem hér fylgir. Myndina hér að ofan kallar hann „Dagur í lífí vallarlöggu". Hann segir myndina ekki lýsa raunveru- legum degi hjá lögreglunni á Keflavíkurvelli. „Þetta er svona frekar í líkingu við það sem maður getur ímyndað sér að þetta sé er- lendis á tímum Persaflóastríðsins,“ segir listamaðurinn. Hann segist vera búinn að „krassa" svona í mörg ár. „Ég hef líka málað talsvert, en það er aðal- lega fyrir vini og kunningja. Ég hef aldrei haldið sýningu eða neitt svo- leiðis,“ segir Eiríkur. [orgunblaðið/Björn Blöndal Drátthagi lögregluþjónninn, Eiríkur Roland Jósefsson. HINN EINI SANNI BÓKAMARKAÐUR HEFST í KRINGLUNNI FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR GAMLA KRÓNAN í FULLU VERÐGILDI BOKAMARKAflllRINN KRINGLUNNI Ftlai Isl.bDkaHtgelenda GRINDAVIK Signrður Bergmann íþróttamaður ársins Grindavík. SIGURÐUR Bergmann Hauks- son júdókappi var kjörinn íþróttamaður ársins 1990, annað árið í röð, í hófi sem bæjarstjórn Grindavíkur hélt á nýbyijuðu ári. Hófið var haldið á sjómannastof- unni Vör og hafði íþrótta- og æskulýðsráð Grindavíkur for- göngu um kjörið. Gunnlaugur Hreinsson formaður UMFG tók fyrstur til máls og sagði m.a. að síðastliðið ár væri eitt hið blómleg- asta í sögu UMFG. Körfuknatt- leikslið félagsins komst í úrslita- keppni úrvalsdeildar, knattspyrnu- lið tók þátt í íslandsmóti 2. deildar í fyrsta sinn, sendur var kvenna- flokkur til keppni í 2. deild í fyrsta sinn í nokkur ár. Þá hefði júdó- deildin unnið sveitakeppnina í elsta flokki á íslandsmóti. Glæsileg framkoma Grindvíkinga á Lands- móti ungmennafélaganna í Mos- fellsbæ vakti athygli. Gunnlaugur þakkaði síðan bæjaryfirvöldum og fyrirtækjum fyrir jákvæðan hug gagnvart íþróttahreyfingunni. Halldór Ingvason lýsti síðan kjöri íþróttamanns Grindavíkur en Bogi Hallgrímsson kennari og íþróttafrömuður afhenti viður- kenningar frá Grindavíkurbæ. Eins og áður segir var Sigurður Bergmann Hauksson kjörinn íþróttmaður Grindavíkur. Guð- mundur Bragason, körfuknattleik varð í 2. sæti, Húnbogi Jóhanns- son, golf og Guðjón Hauksson, pílukast urðu í 3-4 sæti og Ragnar Eðvarðsson, knattspyrnu í 5. sæti og hlutu þeir allir viðurkenningar. Sigurður er vel kominn af kjör- inu og er meðal fremstu júdó- manna landsins. Meðal afreka hans á síðasta ári má telja gull á opna skoska meistaramótinu, silf- ur í Matsumae-open í Kaupmanna- höfn, 8 manna úrslit á Evrópu- meistaramótinu, Norðurlanda- meistari lögreglumanna og 2. sæt- ið í opnum flokki á sama ipóti. Það má til gamans geta að þar vann Morgunblaðið/Frímann ölafsson Sigurður Bergmann Hauksson íþróttamaður Grindavíkur 1990 með bikarinn Carsten Höj sem hefur oft att kappi við íslenska júdómenn. Síðan en ekki síst var Sigurður í sigur- sveit UMFG sem varð íslands- meistari í sveitakeppni í júdó. „Júdó stendur traustum fótum hér í Grindavík og vel staðið að málum þar,“ sagði Sigurður í sam- tali við Morgunblaðið eftir kjörið, „hér eru sterkir einstaklingar í meistaraflokki og ungir strákar á leiðinni upp í meistaraflokk." „Hvað mig sjálfan snertir stefni ég að því að vera eins lengi og áhuginn er fyrir hendi, nú og reyna að standa eitthvað í Bjarna [Frið- rikssyni] í framtíðinni." Sigurður vildi koma þökkum á framfæri við bæjaryfirvöld í Grindavík og fyrir- tækja sem ættu þakkir skyldar fyrir stuðning við íþróttamenn. Þeir væru oft einu styrktaraðilarn- ir við hreyfinguna. COSPER ----Vaddu nú ekki of langt útí, Alfreð. BÓKAMARKAÐUR V Ö K U H E L G A F E L L S 3(0c aþláttur. vmbióðumyfir „ r Meistarar íslenskrar myndtistar: Við bjóðum þér að eignast listprentanir í hæsta gæðaflokki af verkum eftir nokkra virtustu myndlistarmenn þjóðarinnar: Jóhannes S. Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving, Ásgrím Jónsson, Jón Engilberts, Þorvald Skúlason o.fl. o.fl. Verðfrá 1.050 — 2.450 Opið laugardag frá kl. 10 -16 og sunnudag frá kl. 12 -16. HELGAFELL Siíuraúlo 6 • sími 688300 r - VIS / GISHH VljAH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.