Morgunblaðið - 26.01.1991, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991
tfecAAim
lo|/7
©1990 Universal Press Syndicate
//
Hct-Ltu cLfr&ryi && -pLcxutcL, =9 gleymdt.
g/erau <puy>um minum."
TM Reg. U.S. Pat Off.—all riflhta reaarvad
© 1990 Los Angelea Timea Syndicate
U
Alla tíð sem við unnum
allir saman hefur hann
haft besta herbergið til
umráða.
Mamma, trommusettið
mitt er horfið?
Hínn undarlegi lieiin-
ur myndlistarinnar
Til Velvakanda!
Mig langar að biðja þig að koma
á framfæri til lesenda þinna vingjarn-
legri ábendingu til kaupenda lista-
verka.
Það er einkennilegt háttalag og
vægt til orða tekið léttúð, þegar fólk
eða fyrirtæki kaupa listaverk eftir
Svavar Guðnason, af uppboðsaðilum
og víða á hinum fjölskrúðuga mark-
aðsakri myndlistarinnar hér. Það er
fátítt að leitað sé eftir sögu lista-
verks, eða reynt að fá upplýsingar
um stíl listamannsins á þeim tíma
sem verkið var unnið eða reynt að
fá tímasetningu á því. Saga lista-
mannsins gæti svaráð mörgu ef til
væri, nákvæm, það mun koma að
Lægri strætis-
vagnagjöld!
8. bekkur 2. í Snælandsskóla
skorar á yfirvöld strætisvagnanna
í Reykjavík og Kópavogi að lækka
gjöld fyrir nemendur 12 til 16 ára-
í grunnskóla, vegna mikils kostnað-
ar sem er samfara námi þeirra í
skólanum.
8. bekkur 2.
Köttur
Þessi bröndótti högni hvarf frá
Klapparstíg sunnudaginn 20. jan-
úar. Þeir sem gætu veitt einhveijar
upplýsingar eru vinsamlegast beðn-
ir að hringja í síma 53685 eða
21953.
því en um sinn er hún ekki handbær.
Eitt af hinum sérstöku málum sem
komið hafa fyrir hinn ágæta borgar-
fógeta Ragnar Hall var að undirrita
og stimpla með embættisstimpli sér-
prentaða pappíra sem fylgdu hverju
verki úr dánarbúi Svavars Guðnason-
ar. Þetta hefur mér vitanlega aldrei
skeð áður á íslandi. Vottað er á papp-
írunum af tveim listfræðingum að
viðkomandi listaverk sé úr dánarbúi
Svavars Guðnasonar og eru mörg
bindi með lýsingum á verkunum, þar
sem er hægt að fletta upp númeri
og gerð myndarinnar. Lögfræðingur
einn sagði: -„Þetta er öruggara en
undirskrift.“
Vildi ég koma þessu á framfæri
þar sem mjög fáir hafa vitað þetta.
Svavar Guðni Svavarsson
Heilræði
Verkstjórar - verkamenn
Notkun hjálma við hvers konar störf hefur komiðj- veg fyrir
hina alvarlegustu höfuðáverka. Því er notkun þeirra sjálfsögð.
Víkverji skrifar
HOGNI HREKKVISI
,, þAÐ ERFAeiÐ AÐ RlGNAf - • •
þVOTTURJMN AIJNN VEEÐUR BJ-AUTUR/''
Bókagerð á íslandi hefur farið
stórlega aftur síðastliðin ár.
Meira er lagt upp úr magni en
gæðum, bæði hvað varðar innihald
og útlit. Bókagerð á sér djúpar
rætur í verkmenningu liðinna kyn-
slóða og það eru margir samverk-
andi þættir sem leiða til fallegrar
bókar. Pappírinn þarf að vera fall-
egur, letrið auðiæsilegt og vel sett,
prentunin vérður að vera fyrsta
flokks og bókbandið vandað og við-
eigandi. Þó er mikilvægast að hlut-
föll bókarinnar.séu í jafnvægi, að
leturflöturinn sitji t.d. rétt á síðun-
um. Greinilega eru margir fúskarar
að fást við bókagerð núna, senni-
lega hrakar þekkingu bókagerðar-
manna á grundvallarreglum við
hönnun bóka, en ekki síst má rekja
þetta til þess, að margir eru farnir
að setja upp bækur sem hafa ekki
til þess nokkra þekkingu, en hafa
þó í höndunum forrit sem gerir
þeim kleift að búa til bókarsíður á
'auðveldan hátt. Margir virðast
greinilega ekki gera sér ljóst að
jekki er nóg að hafa forrit til bóka-
Igerðar, þegar ekki er til staðar
þekking á grundvallarreglum við
1 útlitshönnun þeirra. Þessar reglur
eru eldri en forritin ogjafnvel prent-
tæknin sjálf. Gutenberg og aðrir
bókagerðarmenn á árdögum prent-
listarinnar sóttu fyrirmyndir sínar
til handrita. Margir bókahönnuðir
nútímans telja þessar gömlu reglur
hefta sköpunarfrelsið og bijóta
þær, viljandi eða óviljandi. Utkoman
er þó yfirleitt léleg. Gamlar reglur
sem staðist hafa tímans tönn hefta
ekki frelsi þeirra sem hanna bækur
eða hús, þær ættu að liggja til
grundvallar öguðum vinnubrögð-
um. Hönnuður sem ekki hefur slík-
an grundvöll lendir nær örugglega
í ógöngum og býr til ljótan grip.
xxx
Að undanförnu hefur Víkveiji
fýlgst með þeirri skelfilegu
þróun að bifreiðastjórar aka yfir á
rauðu ljósi miklu oftar og grófar
en Víkveiji hefur verið vitni að áð-
ur. Lögreglan verður greinilega að
grípa til viðeigandi ráðstafana, ef
ekki eiga að hljótast af fleiri slys
af þessum völdum en þegar er orðið.
Olíustríðið við Persaflóa ætlar
greinilega að verða lengra en
bjartsýnir menn spáðu á fyrsta degi
þess. Sjónvarpsgerð stríðsins er til-
breytingarlaus þessa dagana og litl-
ar upplýsingar að fá um raunveru-
legan gang mála hjá alþjóðlegu
sjónvarpsstöðvunum. Sömu lögmál
virðast gilda um stríðið eins og
annað sjónvarpsefni; um leið og
þreyta er komin í söguþráðinn
missa áhorfendur áhugann og snúa
sér að öðru. Þetta leiðir til þess að
fréttamenn stöðvanna eru undir
meiri pressu að finna eitthvað bita-’
stætt handa áhorfendum sínum,
sem aftur veldur því að þrýstingur
vex á yfirmenn bandamannaheij-
anna að grípa til róttækari að-
gerða. Þannig er sjónvarpið orðið
óbeinn þátttakandi í stríðsrekstrin-
um og hefur áhrif á gang mála.
írakar hafa spilað á þetta. í saman-
burði við umfangsmiklar og kröft-
ugar árásir bandamanna eru svör
íraka í raun máttlaus, en á sjón-
varpsskjánum valda eldflaugaárásir
þeirra mestum usla. Pólitísk áhrif
þeirra eru þess vegna meiri en hern-
aðarleg, sjónvarpið sér fyrir því.
i