Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1991, Blaðsíða 4
VEÐUR £-:-:Mfófólffri&Mfóð FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚÁR 1991 Kirkjan fauk einn metra Rangt að taka úr sam- hengi tölu á einu gengi - segir viðskiptaráðherra um ummæli forstjóra Lands- virkjunar um 20% hækkun virkjunarkostnaðar í dollurum JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, segir rangt að halda því fram að framkvæmdakostnaður við virkjanir vegna álvers hafi hækkað um 20% mælt í dollurum eins og haft var eftir Halldóri Jónatanssyni, forstjóra Landsvirkjunar í Morgunblaðinu í gær. „Eg vara við því að taka úr samhengi eina tölu á einu gengi eitt andartak, og kalla það mat á málinu. Mér finnst ekki tímabært að slá fram tölum eins og gert var í fyrirsögn Morgunblaðsins í gær. Það gefur heidur ekki rétta mynd af málinu," sagði ráðherra. Iðnaðarráðherra sagði að mat á lækkað í Evrópumyntum en hækkað framkvæmdaáætlunum Landsvirkj- unar hefði áður byggst á verðlagi og gengi í desember 1989. „Endur- mat hlýtur að snúast bæði um fram- kvæmdakostnað og væntanlegar tekjur af fjárfestingunni. Það hefur orðið nokkur kostnaðarhækkun á þessum tíma og þær verðbreytingar hljótæ að hafa haft áhrif á fram- kvæmdakostnað Landsvirkjunar. Hins vegar hef ég ekki ástæðu til að ætla að um raunverulega kostnað- amaukningu hafi verið að ræða. Þegar kostnaðurinn er metinn í er- lendri mynt er líklegt að hann hafi í doilurum, sem hefur lækkað mjög í gengi að undanförnu. Þessar sveifl- ur í gengi og óvissan á fjármálamörk- uðum gera matið á þessu vandasam- ara en áður var. Það verður að líta bæði á arðsemi Landsvirkjunar og þjóðararðsemi þessara framkvæmda og þegar horft er til langs tíma stend- ur óhaggað að þetta sé vænlegasti kostur sem við eigum til að styrkja atvinnulífið," sagði Jón. -Tekjuaukningin byggist þá á því að álverð fari hækkandi en er hægt að treysta því? „Já, hún byggist á því miðað við að samsvörun sé á milli lágs gengis dollars og þeim mun hærra verðs á áli í dollurum til lengri tíma litið. Ef litið er yfir sögulega tíð hefur sambandið á milli gengis dollarans og álverðs verið á þann veg,“sagði Jón. Forsendur Landsvirkjunar á síðasta ári gerðu ráð fyrir að meðal- orkusöluverð til nýs álvers yrðu á bilinu 17,1 - 19,1 mill. Vildi Jón ekki nefna neinar tölur varðandi það hvort orkuverð breyttist vegna end- urmatsins. „Ég vil ekkert nefna tölur enda er verið að semja um málið,“ sagði viðskiptaráðherra. Sagðist hann þessa dagana vera að kynna heimildarlagafrumvarpið um byggingu álvers á vettvangi ríkis- stjómarinnar og að frekari undirbún- ingi þess. „Ég mun reyna að koma því fram svo fljótt sem ég hef tök á,“ sagði Jón. Finnbogastaðaskóla, Tré- kyllisvík. GAMLA kirkjan í Ár- nesi í Árneshreppi Iyftist á grunninum og færðist til um rúm- an metra í óveðrinu sem gekk yfir landið síðastliðinn sunnu- dag. Kirkjan er 140 ára gömul. Menn úr sveitinni brugðu skjótt við og reistu stífur við kirkjuna til að forða henni frá frekari skemmdum. Ekki er talið að mikl- ar skemmdir hafi orðið á kirkjunni og innan- stokksmunir eru allir heilir. Viðgerðir munu hefjast eins fljótt og unnt er. V.Hansen Oddi og Vestri á Patreksfirði: Greitt verður 29% heimalöndunarálag ÁHAFNIRNAR á bátunum Patreki, Núpi og Vestra, sem Oddi hf. og Vestri hf. á Patreksfirði gera út, sömdu við fyrirtækin á miðvikudags- kvöld um að þeir fengju greitt 29% heimalöndunarálag, svo og markaðs- verð fyrir þann físk, sem fyrirtækin selja hugsanlega á fiskmörkuðum. Sjómennirnir höfðu hins vegar krafist þess að fá 30% heimalöndunará- lag og fiskmarkaðsverð fyrir 10% af aflanum. Áhafnimar á bátunum Heiðrúnu rann út á mánudag en uppsagnar- og Andey, sem Straumnes hf. á Pat- reksfírði gerir út, settu fram sömu kröfur og áhafnirnar á Patreki, Núpi og Vestra en í gær var enn ósamið við þá, að sögn Guðjóns Kristjánsson- ar skipstjóra á Heiðrúnu. Guðjón gerði þó ráð fyrir að þeir myndu einn- ig semja um 29% heimalöndunarálag. Af 44 í áhöfnum Pateks, Núps og Vestra höfðu 35 undir- og yfírmenn sagt upp störfum vegna óánægju með fiskverð, að sögn Valdimars Ossurarsonar trúnaðarmanns á Núpi. Uppsagnarfrestur undirmannanna frestur þeirra er ein vika og yfir- manna 3 mánuðir. „Frá áramótum höfum við fengið 20% heimalöndunarálag en ekkert af aflanum hefur farið á markað á þessu ári,“ segir Valdimar. Margrét Þórisdóttir, trúnaðarmað- ur á Heiðrúnu, segir að áhafnimar á Heiðrúnu og Andey hafi fengið 12% heimalöndunarálag. „Fyrir áramótin fengum við greitt fiskmarkaðsverð fyrir 15% af aflanum en ekkert hefur farið á markað á þessu ári,“ segir Margrét. Austurstræti: Morgunblaðið/Vilmundur Hansen Gamla kirkjan í Árnesi færðist til um rúman metra og eru tröppurnar nú komnar út fyrir dyrnar. VEÐURHORFUR I DAG, 8. FEBRUAR YFIRLIT i GÆR: Um 800 km suðvestur af landinu er 992 mb lægð sem þokast austur. Yfir Skandinavíu er 1044 mb hæð og frá henní vaxandí hæðarhryggur i átt til íslands SPÁ: Á morgun verður heldur minnkandi suðaustanátt. Súld við suður- og vesturströndina en þurrt og víða — bjart veður norðan- og austanlands. Hiti 4-8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG'.Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Smáél og hiti um frostmark á annesjum vestanlands en vægt frost, þurrt og víða bjart veður annars staðar. N: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 1Q Hitastig: 10 gráður á Celsius stefnu og fjaðrirnar • Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V Skúrir er 2 vindstig. * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning — Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / # 5, ’ Súld Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur * * * —|- Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma [T Þrumuveður * % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hití veður Akureyri S skýjað Reykjavik 6 rignig og súld Bergen +2 léttskýjaö Helsinki +11 kornsnjór Kaupmannahöfn +2 skýjað Narssarssuaq +12 skýjaö Nuuk +8 snjóél Osló +7 léttskýjað Stokkhólmur t3 skýjað Þórshöfn s hátfskýjaö Algarve 13 skýjað Amsterdam +7 snjðkoma Barcelona 13 mistur Berlín +7 mistur Chicago vantar Feneyjar +1 þokumóða Frankfurt +8 þokumóða Olasgow 0 snjóélés.klst. Hamborg +8 skýjað Las Palmas vantar London +4 snjókoma Los Angeles 13 þoka Lúxemborg +8 mistur Madríd varrtar Malaga 17 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Montreal 2 súld NewYork 4 súld Oriando vantar Parfs +9 heiðskfrt Róm 6 þokumóða Vfn +a4 snjókoma Washington 8 rlgning Winnipeg +0 skýjað Snjóbræðslukerfíð þolir bílaumferð - segir Signrður Grétar sem lagði kerfið HELLULÖGNIN og snjóbræðslukerfið í Austurstræti þolir umferð allra bíla að sögn Sigurðar Grétars Guðmundssonar, pípulagningameistara og framkvæmdastjóra Kóbal-Plasts hf., en hann sá um að leggja bræðslukerfið í Austurstræti fyrir tæpum sautján árum. Sigurður Grétar segir það ekki ég er með því eða á móti að Austur- rétt hjá borgarverkfræðingi að hellu- lögnin í Austurstræti þoli ekki bfla- umferð. Hann segir að búið sé að keyra þónokkuð á hellulögninni í Austurstræti. „Það er út í hött að segja að ástæðan fyrir því að hleypa ekki umferð inn í Austurstræti sé að sjóþræðslukerfið geti sprungið. Með þessu er ég ekki að segja hvort stræti verði opnað fyrir umferð." „Ég lagði þetta kerfi árið 1974 og hef verið við snjóbræðslu síðan og framleiði Kóbrasnjóbræðslurör. Það er. orðin löng og góð reynsla af því að setja bílaumferð á hellulögn yfir sjóbræðslukerfi og það er engin hætta á að rör springi vegna þess,“ segir Sigurður Grétar. Vöruskiptajöfnuður hag- stæður um 3,6 milljarða ALLT árið 1990 voru fluttar út vörur fyrir 92,6 miRjarða kr. en inn fyrir 89,0 milljarða kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn á þessum tima var því hagstæður um 3,6 milljarða kr. en árið áður var hann hagstæður um 8,1 milljarð kr. á sanía gengi. í fréttatilkynningu Hagstofu segir að árið 1990 hafi verið flutt út skip og flugvélar fyrir rösklega 1,2 millj- arða króna en verðmæti innfluttra skipa og flugvéla nam alls tæpum 8,2 milljörðum króna. Að frátöldum út- og innflutningi skipa og fiugvéla var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd hagstæður Um 10,6 milljarða króna á árinu 1990 samanborið við 12,9 milljarða króna hagstæðan jöfnuð árið 1989. Árið 1990 var verðmæti vöruút- flutningsins 4% meira á föstu gengi en á árinu 1989. Sjávarafurðir voru um 75% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra um 10% meira en árið áður. Útflutningur á áli var 16% minni og útflutningur kísiljárns 28% minni á föstu gengi en árið 1989. Útflutningsverðmæti annarrar vöru (að frátöldum skipum og flugvélum) var 1% meira á árinu 1990 en árið áður, reiknað á föstu gengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.